Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF H*I" H*I#   + ./ 0/! J J H*I $/I *+* *  ./* 0/ J J %KL% * *M *+* + 0/ 0/ J J '/, .I + +! ./ 0/* J J H*I?  H*ID !+* +* ./* 0/ J J  " #  $ ! " # %&'() *   %@& ' & .% 0% -& / #00% -& ,N*& '20% -& 0  + & O&,* -P $C*  * -"  0% -& ( -, $+ & 2 *+ C*  *& *%*"'*% *&   4/  *'1&+&& /& Q** & A  @ (  & ."#*0% -& . *"& .  "R%  RE' , /  ' $0% -& 'S%/ -"  "0% -& * & .1& /$$ $ *0  &  * *0  & %   (   T  .   T%& O/0 & O- 1 & )*   / / */ /* !/ / / / / / / / !/ /!* /!! /  / / **/ /  /! / * / !/ */ / /                                         * - $* * / +% + % $*' ( -  D& &  &D &D D && D& & D & & & &  D& & & &  & &&D& 4  & &D && & & 4 4 & & D& & &  & &D 4  & & 4 4 4 && 4 4 (  ( D( (  (D D (   D 4 (D ( ( 4  ( ( (  ( ( ( 4 4 4 (   D(  D (  D ( ( 4 ( ( D  ( 4 ( ( '10  # * -   4 D  D 4 4 D 4  4 4 4 D 4 4 $*  $ # * &# * && && && && && && && && && && && && && D&& && && && && && && && && && D&& && && && && ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA OMX á Íslandi hækkaði um 0,26% í 8.305 stig í gær. Gengi bréfa Teymis hækkaði mest eða um 6%, þá gengi bréfa Össurar og Marels eða um 0,9%. Gengi bréf Atorku lækkaði mest eða um 1,6% og síðan gengi bréfa Kaup- þings um 0,26%. Krónan styrktist um 0,7% og gengisvístalan lækkaði í 118,45 stig. Evran kostar nú 87,5 krónur, dalurinn 64,1 og pundið 129 krónur. Krónan styrkist áfram ● FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) hefur óskað eftir upplýsingum frá Straumi- Burðarási vegna viðskipta með 5,31% hlut í bankanum föstudaginn 17. ágúst sl. Eins og fram kom í Morgunblaðinu um helgina er safnreikningur á vegum Lands- bankans í Lúxem- borg skráður fyrir umræddum bréf- um. Að sögn Más Mássonar, upp- lýsingafulltrúa FME, fylgist eft- irlitið með því hverjir séu stórir eig- endur í íslenskum fjármálafyrir- tækjum og hvort þeir hafi myndað nýjan virkan eignarhlut. Einnig sé fylgst með því að reglum um flögg- unarskyldu sé fylgt. Viðskiptin hafi vakið athygli FME og því hafi verið óskað eftir upplýsingum um þau. FME óskar upplýsinga um hluti í Straumi ● EIK fasteignafélag hagnaðist um nærri tvo milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins og er þetta besta afkoman til þessa, sam- kvæmt tilkynningu. Leigutekjur juk- ust hlutfallslega meira en kostnaður sem er afleiðing mikillar eftirspurnar eftir leigueiningum félagsins. Í apríl sl. seldi Kaupþing félagið til Eikar- halds ehf., sem er í eigu FL Group, Baugs, Saxbyggs og Fjárfestinga- félagsins Primusar. Eik hagnaðist um nærri tvo milljarða EIMSKIPAFÉLAG Íslands hefur selt 49% hlut félagsins í Avion Aircraft Trading (AAT) en kaup- andinn er félagið Arctic Partners ehf. sem er í eigu Hafþórs Haf- steinssonar, stjórnarformanns AAT, Arngríms Jóhannssonar, stjórnarmanns í AAT, auk annarra stjórnenda AAT. Fyrir átti Arctic Partners ehf., sem er í eigu stjórn- enda AAT, 51% hlut, sem Eimskip seldi þeim í október í fyrra. Air Atlanta næst Salan er liður í þeirri stefnu fé- lagsins að selja flugrekstrartengd- ar eignir og einbeita sér að kjarna- starfseminni á sviði flutninga og geymslu á kæli- og frystivörum. Þannig kemur fram í tilkynningu Eimskipafélagsins að sala á Air Atlanta sé í „góðu ferli með stjórn- endum Air Atlanta og ráðgjöfum sem koma að verkefninu“. Söluverð hlutarins í AAT er um 28 milljónir dala eða um 1,8 millj- arðar íslenskra króna en söluhagn- aður Eimskips vegna sölunnar á 49% hlut er tæpir 1,6 milljarðar króna. Samningur um sölu hlutanna var undirritaður hinn 31. júlí en var með fyrirvörum sem nú hefur verið aflétt. Nú hefur verið gengið frá endanlegum samningum milli aðila án nokkurra fyrirvara né skilyrða. Notað til niðurgreiðslu skulda Í tilkynningu Eimskips segir að salan verði færð á þriðja ársfjórð- ungi og að söluandvirðið verði not- að til að greiða niður skuldir fé- lagsins sem séu tilkomnar vegna mikilla fjárfestinga á undanförnum mánuðum í fyrirtækjum á sviði kæli- og frystigeymslna en Eim- skip keypti kanadíska kæli- geymslufyrirtækið Versacold í sumar og var heildarkostnaður vegna yfirtökunnar í kringum 68 milljarðar króna. Miklar breytingar hafa orðið á starfsemi Eimskips, áður Avion Group á undanförnum misserum en félagið hefur selt eignir fyrir um 36 milljarða á innan við einu ári. Gert var ráð fyrir að tekjur af flugstarfsemi, þ.e.a.s. Air Atlanta, næmu einungis fimmtungi af heild- artekjum félagsins en að um 80% kæmu frá Eimskipi en með kaup- unum á Versacold verður hlutfalls- legt vægi Airlanta mun minna. Miklar breytingar Eignarhaldsfélagið Avion Group var stofnað í byrjun árs 2005 og var markmið þess að verða öfl- ugasta fjárfestingafélag heims á sviði flutningastarfsemi í lofti, á sjó og á landi og var Avion Group valið annað framsæknasta fyrirtækið í Evrópu af samtökunum Europe’s 500 – Entrereneurs for Growth tvö ár í röð. Avion Group seldi allt hlutafé í XL Leisure Group fyrir tæpu ári fyrir 30,6 milljarða og 51% hlut í Avion Aircraft Trading fyrir 3,5 milljarða. Af orðum Magnúsar Þorsteinssonar, stjórnarformanns Avion Group, á þeim tíma mátti ráða að afkoman í evrópskri ferða- þjónustu hefði ekki verið ásætt- anleg auk þess sem miklar sveiflur væru í rekstrinum og að það væri ástæða þess að Avion Group ein- beiti sér í auknum mæli að skipa- flutningum, sem væri mun stöðugri rekstur, en Avion Group keypti Eimskip vorið 2005 af Burðarási. Það var til marks um breyttar áherslur þegar nafni Avion Group var breytt í Hf. Eimskipafélags Ís- lands í nóvember í fyrra. Eimskip selur Avion Aircraft Trading Morgunblaðið/Þorkell Úr lofti á sjóinn Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands, hefur gert miklar breytingar á rekstrinum á liðnum misserum. LME, eignarhaldsfélag Landsbank- ans, Marel og Eyris, virðist opið fyr- ir þeim möguleika að eignast Stork að fullu en ekki eingöngu matvæla- hluta þess Stork Food Systems. LME á nú liðlega 32% hlut í Stork og í yfirlýsingu sem fulltrúi LME las á aðalfundi hollenska félagsins í gær kom fram að LME hefði fjárfest fyr- ir um 500 milljónir evra, jafngildi 43,6 milljarða í Stork. Þá sagði í henni að LME sjái „ekki aðeins tækifæri í matvælavinnsluhluta fé- lagsins, heldur einnig í öðrum at- vinnugreinum félagsins“ en þær tengjast flugiðnaði og tækniþjón- ustu, einkum í olíu og -gasiðnaði. LME sé sannfært um „að tækifæri sé til að skapa aukinn virðisauka fyr- ir hluthafa“. LME hefur lýst yfir að það muni ekki samþykkja yfirtöku- tilboð Candover í Stork. Áhugi á Stork í heild BORSE Dubai, rekstrarfélag kauphallarinnar í Dubai, hefur að sögn Sunday Times tryggt sér fjármögnun til þess að geta hækk- að tilboð sitt í OMX upp í 300 sænskar krónur á hlut. Nýlega bauð Borse Dubai 230 sænskar krónur á hlut í OMX en félagið á í samkeppni við Nasdaq um nor- rænu kauphöllina. Eins og greint hefur verið frá hefur Nasdaq ekki gefið OMX upp á bátinn og ljóst að félagið mun gera allt sem í þess valdi stendur til þess að ná OMX. Þannig grein- ir Sunday Times frá því að Nas- daq sé tilbúið að hækka tilboð sitt í sömu hæðir og tilboð Borse Dubai er. Fari svo er því ljóst að félag emírsins í Dubai hefur alla burði til þess að bjóða enn betur og halda hringekjunni gangandi. Hækkar Dubai boðið? GREININGARDEILDIR Glitnis og Landsbankans spá því að vísitala neysluverðs muni í næstu mælingu Hagstofunnar hækka verulega. Glitnir spáir 1,2% hækkun og Landsbankinn 1,4%. Gangi það eftir mun ársverðbólga fara úr 3,4% í allt að 4,3%. Segja greiningaraðilar að mestu muni um verðhækkun á fatnaði eftir að sumarútsölur klár- uðust, fasteignaverð haldi áfram að hækka og reikna megi með hækkun á matvöru og ýmsum árstíðabundn- um hækkunum. Lítilla áhrifa sé að vænta vegna gengismála og elds- neytiskostnaðar. Hækkun á bensíni í ágúst muni að mestu ganga til baka. Bent er á að verð á hveiti og korni hafi hækkað verulega á heimsmarkaði og haft áhrif á mat- vörur. Flutningsgjöld hafi sömu- leiðis hækkað og heildsalar muni í haust endurskoða gjaldskrár sínar. Verðbólgan upp ♦♦♦ ● SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ gerir fyr- ir sitt leyti ekki athugasemdir við kaup Kaupþings á hollenska bank- anum NIBC, og telur þau ekki hafa áhrif á samkeppni á bankamarkaði hér á landi. Hafði Kaupþing óskað eftir ákveðnum undanþágu frá til- kynningu um samrunann. Eftirlitið varð við þeirri beiðni en tók samrun- ann engu að síður til skoðunar. Segir í úrskurði að starfsemi NIBC á Íslandi sé mjög takmörkuð en einhverjar tekjur hefur bankinn þó hér á landi. Grænt ljós á NIBC PRESTBURY 1, fjárfestingarsjóð- ur á vegum Baugs og sir Tom Hunter, festi nýverið kaup á fast- eignum er hýsa nafntogaða starf- semi í Bretlandi og Þýskalandi. Kaupverðið er jafnvirði um 80 milljarða króna. Frægasta fast- eignin er vaxmyndasafn Madame Tussaud í London en meðal ann- arra mannvirkja eru Warwick- kastalinn í Englandi og Heide Park í Þýskalandi. Prestbury kaupir þessar eignir af Merlin Entertainment Group sem mun leigja staðina áfram til næstu 35 ára, að því er fram kom á fréttavef Vísis en ekki náðist í Ei- rík S. Jóhannsson, forstöðumann fasteignasviðs hjá Baugi, sem vís- að var á til frekari upplýsingagjaf- ar. Baugur hýsir Tuss- aud-safnið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.