Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fararstjórn erlendis
Meðal námsefnis:
• Mannleg samskipti.
• Helstu áfangastaðir
erlendis í máli og myndum.
• Mismunandi trúarbrögð.
• Saga landsins, menning
og listir.
• Frumbyggjar og saga
staðarins.
• Þjóðlegir siðir og hefðir.
• Leiðsögutækni og ræðumennska.
Ferðalandafræði: Evrópa, Asía, Afríka og Bandaríkin.
Námið fer fram í formi fyrirlestra og reynslu
fararstjóra í leiðsögn á erlendri grund.
Meðal leiðbeinenda er Kjartan Trausti sem er vel þekktur
á meðal Íslendinga og hefur áratuga reynslu í starfi.
Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv.
Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
KRISTJÁN L.
Möller sam-
gönguráðherra
segir að ekki sé
hægt að taka
ákvörðun um
hvort Faxaflóa-
hafnir sjái um
byggingu Sunda-
brautar að svo
stöddu. Tölu-
verða vinnu eigi eftir að vinna áður
en hægt sé að taka ákvörðun um það.
Í Morgunblaðinu í gær var haft
eftir Birni Inga Hrafnssyni, stjórn-
arformanni Faxaflóahafna, að hann
teldi að málið hefði ekki gengið
nægilega hratt fyrir sig hjá sam-
gönguyfirvöldum. Faxaflóahafnir
buðust til að annast lagningu braut-
arinnar í mars síðastliðnum.
Kristján L. Möller segir að það sé
ekki svo einfalt mál að ríkisvaldið
geti einfaldlega fengið Faxaflóa-
höfnum verkefnið. „Öll skipulags-
vinnan og mat á umhverfisáhrifum
eru nú í sínu lögformlega ferli. Þetta
tekur sinn tíma því þessi mál eru
flókin.“ Bendir hann á að ekki sé
komin niðurstaða um hvar brautin
yfir Kleppsvíkina eigi að snerta land.
Að sama skapi eigi eftir að rannsaka
möguleika á jarðgöngum til fulln-
ustu.
Ljúka þarf skipulagsferlinu
„Hvað varðar boð Faxaflóahafna
um að þær taki þetta að sér í einka-
framkvæmd þá er ekki bara hægt að
afhenda verkið einum aðila án út-
boðs.“ Segir Kristján lagaskyldu
hvíla á ríkisvaldinu um þetta.
Hann segir að í raun sé ekki hægt
að taka ákvörðun um að bjóða verkið
út fyrr en skipulagsferlinu og mati á
umhverfisáhrifum sé lokið og ekki sé
ljóst hvenær það verði. „Þetta ferli
er allt saman orðið viðkvæmara en
það var áður. Hlutirnir taka bara
lengri tíma.“ Því sé ekki tímabært að
segja nokkuð um það hvenær eða
hvort Faxaflóahafnir geti hafist
handa við verkið.
Aðspurður hvaða skoðun hann
hafi á því að verkið verði unnið í
einkaframkvæmd segir Kristján að
hann sé almennt ekki á móti því að
samgöngumannvirki séu gerð í
einkaframkvæmd. Bendir hann á að
ný vegalög taki gildi um áramótin og
þá verði einkaframkvæmdir sem
þessar ekki háðar samþykki Alþing-
is líkt og verið hefur.
Óljóst hvort Faxa-
flóahafnir fái verkið
Kristján L. Möller
LEIFUR Örn Svavarsson fjall-
göngumaður er nú í efri grunn-
búðum í 5.600 metra hæð á fjallinu
Cho Oyu á landamærum Tíbets og
Nepals. Þaðan er fjögurra daga
ferð fram og til baka á tindinn í
8.201 metra hæð. Cho Oyu er sjötta
hæsta fjall jarðar.
Nú geisar óveður á fjallinu og
bíða fjallgöngumenn þess að veðr-
inu sloti. Að sögn Dagnýjar Ind-
riðadóttur hjá Íslenskum fjallaleið-
sögumönnum er Leifur að hugsa
um að fara á tindinn án súrefnis.
Ekki er ljóst hvort leiðangursstjór-
inn samþykkir það en Leifur er í för
með nýsjálenskum leiðangri.
Leifur fetar í fótspor fjögurra Ís-
lendinga sem áður hafa klifið Cho
Oyu. Björn Ólafsson, Einar K. Stef-
ánsson og Hallgrímur Magnússon
klifu fjallið árið 1995 og árið 2003
varð Anna Svavarsdóttir fyrst ís-
lenskra kvenna á fjallið.
Leifur
klífur Cho
Oyu-tind
Ljósmynd/Jón Gauti Jónsson
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
TVEIR kettir gerðu sig heimakomna í fjölbýlis-
húsi í Hafnarfirði í liðinni viku. Húsráðandi leitaði
aðstoðar því kettirnir höfðu hreiðrað um sig í rúmi
hans og létu mjög ófriðlega, að sögn lögreglu.
Lögreglan brást skjótt við og þegar hún kom á
staðinn hafði húsráðandinn hrökklast út á svalir.
Útidyrahurðin var læst og því snöruðust lög-
reglumennirnir upp á svalir til mannsins og síðan
inn í svefnherbergið. Kettirnir voru þá komnir
undir rúmið og hvæstu sem mest þeir máttu.
Fljótlega voru þeir ofurliði bornir af lög-
reglumönnunum sem nú höfðu vopnast kúst-
sköftum. Kisurnar sáu þá sitt óvænna og stukku
út í náttmyrkrið en húsráðandi endurheimti rúm-
ið sitt og gat lagst á koddann.
Yfirleitt heimiliskettir
Ekki er óalgengt að kettir komi óboðnir í hús,
að sögn Guðmundar Björnssonar, meindýraeyðis
hjá Reykjavíkurborg. Í flestum tilvikum væri um
heimilisketti að ræða sem væru vanir að fara inn
um glugga og dyr heima hjá sér og gerðu lítinn
greinarmun á híbýlum. Guðmundur sagði kettina
yfirleitt ekki verða viðskotailla nema þeir væru
króaðir af eða eitthvað átt við þá. Ef kettir yrðu
hræddir gætu þeir orðið grimmir og ef fólk treysti
sér ekki til að eiga við kött og teldi ástæðu til að
óttast væri best að leita aðstoðar. „Þeir geta bitið
og klórað þegar tekið er á þeim, en það er ástæðu-
laust að hringja eftir aðstoð í hvert skipti sem
köttur kemur inn. Ef gluggi er opnaður eða dyr er
oft hægt að reka þá út,“ sagði Guðmundur.
Guðmundur sagði kvartanir vegna katta álíka
algengar nú og verið hefur. Meira sé kvartað á
vorin en á öðrum árstímum. Allir kettir sem mein-
dýraeyðar Reykjavíkurborgar handsama eru
fluttir í Kattholt. Fyrir nokkru var farin herferð í
borginni og lausir kettir veiddir í gildrur. Guð-
mundur sagði að mikil andstaða hefði verið gegn
kattaveiðunum, ekki síst meðal kattaeigenda.
Minna hefði verið talað um að eigendur margra
katta sem veiddust hirtu ekki um að sækja þá í
Kattholt.
Margir kettir í óskilum
Sigríður Heiðberg, formaður Kattavinafélags-
ins sem rekur Kattholt, segir að komið sé með
500-600 óskilaketti á ári í Kattholt. Í gær var t.d.
komið með sex ketti og nú er þar á annað hundrað
óskilakatta. Síðar í þessari viku verða einhverjir
þeirra svæfðir. Sigríður sagði mest berast af kött-
um á vorin. Margir kattanna sem komu í gildr-
urnar í átakinu voru merktir. Yfirleitt voru þeir
sóttir, að sögn Sigríðar, en þó ekki allir.
„Kisurnar eru látnar út og fólkið fer í burtu og
bara yfirgefur þær,“ sagði Sigríður. Hún sagði all-
an gang á því hvernig gengi að koma köttunum
aftur til síns heima. Yfirleitt sækti fólk dýrin sín,
en ef ekki væri reynt að koma þeim á góð heimili.
Sigríður sagði að ef köttur ylli ónæði í Reykja-
vík væri hann fluttur í Kattholt. Suma þessara
katta hefur fólk handsamað á heimilum sínum.
Kettirnir koma víðar að en úr borginni, t.d. úr ná-
grannasveitarfélögum. Sigríður sagði að sums
staðar væru óskilakettir svæfðir eftir sjö daga ef
enginn vitjaði þeirra.
Hvæsandi boðflennur
Morgunblaðið/RAX
Kattafár? Óskilakettir af höfuðborgarsvæðinu
enda margir í Kattholti eða 500-600 á ári.
Kettir hröktu húsráðanda úr rúmi sínu og þurfti lögreglu til að koma þeim út
♦♦♦
BJÖRN Bjarna-
son dómsmála-
ráðherra telur að
ríki sem greinir á
um yfirráð yfir
norðurpólnum
geti lært af því
hvernig Íslend-
ingar hafa staðið
að lausn deilu-
mála sem varðað
hafa yfirráð yfir hafsvæðinu í kring-
um landið frá því að efnahagslögsag-
an var færð út í 200 sjómílur. Lýsti
hann þessari skoðun sinni á ráð-
stefnu um öryggi og auðlindir á
norðurslóðum í Tromsö í Noregi í
gær.
Í fyrsta lagi telur Björn nauðsyn-
legt að ríki leysi ágreining sín á milli
um hafsvæði innan 200 mílna efna-
hagslögsögu líkt og Norðmenn og Ís-
lendingar gerðu varðandi svæðið
milli Íslands og Jan Mayen. Einnig
þurfi ríki að komast að samkomulagi
um landgrunn utan 200 mílna efna-
hagslögsögunnar. Að lokum þurfi
ríkin að koma kröfum sínum um
landgrunn til landgrunnsnefndar SÞ
sem veiti ráðleggingar um hvernig
mörkin geti legið.
Björn viðraði einnig þá hugmynd
að strandgæslur ríkja við N-Atlants-
haf kæmu á fót samráðsvettvangi
sem gæti þá e.t.v. starfrækt eins
konar fastaflota á hafsvæðinu.
Bauð ráð
um lausn
deilna
Björn Bjarnason
Vill samráðsvettvang
strandgæslna
BORANIR ganga vel á há-
hitasvæðum í Þingeyjarsýslum
samkvæmt upplýsingum Orkuveitu
Húsavíkur í gær. Eru samtals
fjögur borverk í gangi samtímis á
fjórum mismunandi stöðum þessa
dagana.
Alls starfa um 50 manns við
þessar boranir og segir í frásögn
af gangi mála á vefsíðu Orkuveit-
unnar að mikið sé um að vera við
undirbúning álvers á Húsavík.
Fulltrúar Alcoa eru nú staddir á
Húsavík á einum af mörgum sam-
ráðsfundum sem haldnir eru
vegna undirbúningsins.
Borað af
krafti á fjórum
stöðum