Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 269. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Skógur víkur fyrir byggð  Skógrækt ríkisins hefur gert at- hugasemdir við áform um nýja íbúð- arbyggð á Reynisvatnsási. Þar er á sjötta þúsund trjáa sem flest eru 2,5 til 3 metra há. »Forsíða Sundabraut fer í útboð  Ekki er hægt að afhenda einum aðila, t.d. Faxaflóahöfnum, gerð Sundabrautar án útboðs. Sam- gönguráðherra segir ekki hægt að taka ákvörðun um útboð fyrr en skipulagsferli og mati á umhverfis- áhrifum sé lokið. »2 Eystri-Rangá yfir 6.000  Laxveiði í Eystri-Rangá er nú komin yfir sex þúsund laxa en veitt er í Rangánum fram í október. Flestir dagar í síðustu viku gáfu yfir 100 laxa og talið er að þessi vika gæti farið í 600 veidda laxa. »6 Skiptum frestað  Ákveðið hefur verið að fresta skiptafundi Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga sem halda átti á föstudaginn. Skiptin eru jafnvel talin geta dregist fram á næsta ár. »13 Hervaldi beitt?  Herforingjastjórnin í Búrma virt- ist í gær vera að búa sig undir að beita hervaldi til að binda enda á fjöldamótmæli búddamunka og stuðningsmanna þeirra. »Miðopna SKOÐANIR» Staksteinar: Eigna sér annarra verk Forystugreinar: Ögmundur á villi- götum | Framtíð í nýju landi Ljósvakinn: Óhljóð og sturtugaul UMRÆÐAN» Minnkum umferð um Bústaðaveg Björn Ingi skreytir sig … Össur og arftaki frá Eykon Afsökunarbeiðni ráðherra   122 1 31  1 31 212 4   5# , )  6  ! " / ,  1  1 13 31  313  2133 + 7/ # 1 1 1 1 31  12 321  89::;<= #>?<:=@6#AB@8 7;@;8;89::;<= 8C@#77<D@; @9<#77<D@; #E@#77<D@; #0=##@"F<;@7= G;A;@#7>G?@ #8< ?0<; 6?@6=#0)#=>;:; Heitast 12 °C | Kaldast 8 °C  SA 13-20 m/s, rign- ing eða súld, hvassast vestast. Hægari NA- og A-lands og úrkomu- lítið fram yfir hádegi. » 8 Helgi Snær Sigurðs- son hugsar stundum til Ókindarinnar þegar hann baðar sig á fjarlægum ströndum. »38 AF LISTUM» Ókindin ógurlega TEIKNIMYNDIR» Japönsk teiknimynda- hátíð. »41 Í sögunni Gods Behaving Badly seg- ir frá grískum goð- um sem búa í hrör- legu húsi í Lundúnum. »40 BÓKMENNTIR» Guðir sem haga sér illa FÓLK» Sienna Miller og Kate Moss í hár saman. »43 LEIKHÚS» Hamskiptin frumsýnd á morgun. »36 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Dáist að drykkjuþoli Íslendinga 2. Lögreglan stöðvar kattaslag 3. Foreldrar Madeleine yfirgáfu … 4. Fékk dónaleg bréf frá tannlæknum UMHVERFI sjúkrastofnana hér á landi er verulega ábóta- vant að mati Margrétar Back- man landslags- arkitekts og Ingu Helgu Sveinsdóttur B.Sc. í umhverfis- skipulagi. Þær hafa báðar kannað áhrif gróðurs í umhverfi sjúkrastofnana en garðar og gróður virðast hafa jákvæð áhrif á bata sjúklinga. Árið 1984 gerði Bandaríkjamað- urinn Roger Ulrich rannsókn þar sem í ljós kom að sjúklingahópar sem gengist höfðu undir sams kon- ar aðgerðir og horfðu annars vegar út á steinvegg og hins vegar út í garð náðu misfljótt bata. Þeir sem nutu garðútsýnisins þurftu minni verkjalyf, voru rólegri og útskrif- uðust fyrr en þeir sem „nutu“ steinveggjarins. „Samkvæmt skipulagi nýja há- tæknisjúkrahússins er ráðgert að hafa geðdeildir í fjögurra hæða byggingu við Hringbraut. Erlendis er talið best að fólkið geti verið sem allra næst náttúrunni, enda hefur það lækningagildi að mati flestra,“ segja Inga Helga og Mar- grét í Morgunblaðinu í dag. | 18 Náttúran flýtir bata Inga Helga og Margrét Backman. MANNAVEIÐAR er heitið á nýjum sjónvarpsþáttum sem verða sýndir í Sjónvarpinu á komandi vetri. Þætt- irnir verða fjórir og er handrit þeirra byggt á skáldsögu Vikt- ors Arnars Ing- ólfssonar, Aftur- eldingu. Það er Svein- björn I. Baldvins- son sem skrifar handritið að þátt- unum upp úr bók- inni en leikstjóri er Björn Brynjúlfur Björnsson. Tök- ur á Mannaveiðum hefjast hinn 8. október næstkomandi og er undir- búningur því á lokastigi. Í þáttunum segir frá fjöldamorð- ingja sem leikur lausum hala á Ís- landi og skotmörk hans eru gæsa- skyttur. Búið er að ráða flesta leikara til verksins og það eru þeir Ólafur Darri Ólafsson og Gísli Örn Garð- arsson sem fara með hlutverk löggu- teymisins Gunnars og Birkis. | 39 Mannaveiðar á dagskrá Björn Brynjúlfur Björnsson SÍÐUSTU daga hefur ekki heyrst hátt í þeim sem berj- ast fyrir því að september sé talinn með sumar- mánuðunum. Hitastig hefur verið fremur lágt og úr- koma töluverð með viðeigandi haustroki. Einhverjar breytingar kunna þó að verða næstu daga hvað varðar hitastigið. Fram að helgi á hitinn að ná aftur í tveggja stafa tölur en rigning og einhver vindur verður þó enn, a.m.k. á sunnanverðu landinu. Gerir veðurstofan ráð fyrir að hitinn lækki ögn aftur um helgina en nái sér síðan e.t.v. á strik á mánudaginn. Hlýnandi veður næstu daga Geta veðurguðirnir ekki ákveðið sig? Morgunblaðið/Frikki Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „FYRIR 15 árum gátum við feðg- arnir heimsótt fjölmarga bændur og fengið að skjóta gæs í soðið. Það er liðinn tími og nú er gæsaveiði orðin eftirsótt og tekjulind fyrir bændur. Faðir á sjötugsaldri ásamt tveimur sonum sínum óskar eftir að komast í samband við heiðarlegt og gott fólk sem getur selt okkur gæsaveiði gegn heilbrigðu gjaldi.“ Þannig hljóðar auglýsing sem birtist í Bændablaðinu. Auglýsand- inn, Haraldur Haraldsson, segir að mikil breyting hafi orðið á gæsaveið- inni á síðustu árum. „Við höfum verið að veiða um 15 gæsir á hausti, en nú virðist ekki vera nokkur leið að fá að skjóta. Það kostar upp undir eina milljón króna að fá að skjóta gæsir á haustin,“ segir Haraldur, en bændur eru margir farnir að leigja túnin til eins aðila, allt haustið. Haraldur segir að veiðimenn sem skjóti mikið af gæs eigi þátt í að sprengja verðið á veiðileyfum upp úr öllu valdi. Þetta séu menn sem skjóti mörg hundruð gæsir á hverju hausti og selji þær í veitingahús. Þeir nái þannig að fjármagna veiðina að stórum hluta. Haraldur stundaði gæsaveiði tals- vert í Landeyjunum. Hann segir að seint á haustin komi mikið af bles- gæs þangað en hún er alfriðuð. „Ég myndi segja að blesgæs væri um 80% af veiðinni. Þegar menn eru búnir að borga svona mikið fyrir veiðileyfin slátra þeir henni í stórum stíl. Ekkert eftirlit er með þessu.“ Haraldur telur sjálfsagt og eðli- legt að bændur taki gjald fyrir gæsa- veiðileyfi. Þetta sé auðlind sem bændur eigi að nýta, en honum finnst verðið vera orðið hátt. Dýrt að fara í gæsaveiði  Sumir gæsaveiðimenn skjóta mörg hundruð gæsir  Telur að mikið sé veitt af blesgæs sem er alfriðuð Í HNOTSKURN »Mörgum bændum hefur þótteinfaldara að leigja einum aðila tún sín til gæsaveiði á haustin í stað þess að taka við beiðnum frá mörgum veiðimönn- um. »Takmörkun á rjúpnaveiðiýtti undir áhuga á gæsaveiði. Þessi veiði er farin að velta tals- verðum fjármunum. Morgunblaðið/Ingó Veiði Mikill áhugi er á gæsaveiði og hafa veiðileyfi hækkað í verði. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.