Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti í gær opnunar- fyrirlestur í nýrri röð fyrirlestra við Harvard-háskólann í Boston. Fyrirlestraröðinni sem ber heitið Framtíð orkunnar (The Future of Energy) er ætlað að opna nýja sýn á skipan orkumála á 21. öldinni og hvernig hægt er að virkja nýjar orkulindir svo að efnahagslegar framfarir jarðarbúa leiði ekki til hættulegra breytinga á loftslagi veraldar. Í gæt átti forsetinn einnig fundi með dr. Daniel Schrag, forstöðu- manni Umhverfismiðstöðvar Har- vard-háskóla, og stúdentum við skólann. Í dag mun forseti flytja í Wash- ington vitnisburð fyrir orkunefnd Öldungadeildar Bandaríkjaþings (Committee on Energy and Nat- ural Resources) í vitnaleiðslum nefndarinnar (Senate Hearing) í tengslum við frumvarp um stórfellda eflingu á nýtingu jarð- hita í Bandaríkjunum. Forsetinn mun svara fyrirspurnum öldunga- deildarþingmanna en slíkar yfir- heyrslur eru reglubundinn þáttur í stefnumótun og löggjafarstarfi Bandaríkjaþings. Fyrirlestur og vitnisburður forsetans í Bandaríkjunum Ólafur Ragnar Grímsson NOKKUÐ hefur borið á veggjakroti á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. Á vef lögreglunnar er birt bréf frá tveimur lögreglumönnum í Grafar- vogi og þar segir m.a.: Veggjakrot hefur verið í um- ræðunni undanfarið enda hefur það verið meira áberandi nú en áður. Kemur þar margt til, t.d. tilkoma Netsins þar sem þeir sem það stunda geta nú skipst á skoðunum og sýnt myndir af verkum sínum, jafnvel í skjóli nafnleyndar. Höfum við lög- reglumenn í Grafarvogi sem víðar þurft að koma að málum þar sem eigendur bygginga og jafnvel bifreiða hafa orðið fyrir skemmdarvörgum sem hafa úðað þessar eigur fólks og valdið á þeim spjöllum sem kallað hafa á fjárútlát eigendanna. Gerend- urnir hafa verið frá 11 ára og allt að tvítugu. Foreldrum þeirra sem teknir hafa verið, undir 18 ára, hefur verið tilkynnt um málin lögum samkvæmt, og hafa, ótrúlegt en satt, sumir haft vitneskju um athæfi barna sinna sem þeir hafa talið „leyfilegt“ þar sem um hafi verið að ræða undirgöng, skóla og strætisvagnaskýli í eigu opinberra aðila. Eru jafnvel dæmi um að for- eldrar hafi keypt málningu til þessara verka fyrir barnunga syni sína. Það er því rétt að árétta það við foreldra að ,,eignaspjöll af þessum toga sem öðrum eru ekki leyfileg heldur er um saknæmt athæfi að ræða. Dæmi um að foreldrar kaupi málningu til veggjakrots Morgunblaðið/Ásdís Í MÖRGUM grunnskólum landsins er nemendum boðið að læra þriðja erlenda tungumálið. Fram til skóla- ársins 2004-2005 lögðu flestir nem- endur stund á nám í þýsku eða frönsku. Síðan þá hefur spænskan verið næstvinsælasta tungumálið á eftir þýsku. Skólaárið 2006-2007 völdu 633 nemendur þýsku en 530 spænsku Þar á eftir völdu 262 nem- endur frönsku. Fjöldi nemenda í spænsku heldur áfram að aukast og nemendum í þýsku fjölgar einnig milli ára, eða um 7,7%. Eru það um- skipti frá fyrri árum þegar þýsku- nemum fækkaði milli ára. Nemum í spænsku fjölgar áfram                                 !! "   # $ SKÓLAÁRIÐ 2006-2007 lögðu 17.703 framhaldsskólanemar stund á nám í erlendu tungumáli eða 72,4% allra nemenda á þessu skóla- stigi. Árið á undan lærðu 17.307 nemendur erlend tungumál, en það voru 74,2% nemenda á framhalds- skólastigi. Nemendum í erlendum tungumálum hefur því fækkað hlut- fallslega sem nemur 1,8 prósentu- stigi á milli ára. Hlutfall pilta og stúlkna sem læra erlend tungumál í framhaldsskól- um skólaárið 2006-2007 er nokkuð jafnt ef frá eru talin rómönsk mál. Hlutfallslega leggja 72,3% pilta og 72,5% stúlkna stund á tungumála- nám. Lítið eitt fleiri piltar (20,3%) læra þýsku í framhaldsskólum en stúlkur (18,2%). Þegar kemur að námi í frönsku og spænsku snýst dæmið við. Veturinn 2006-2007 læra 14,3% stúlkna í framhaldsskólum frönsku en einungis 6,6% pilta. Svipað er uppi á teningnum þegar kemur að spænskunni en 16,3% stúlkna í framhaldskólum læra spænsku en einungis 8,9% pilta. Stúlkur sækja frekar en pilt- ar í rómönsk tungumál HAGSTOFA Íslands, hefur í tilefni af degi tungumála í Evrópu 26. septem- ber, tekið saman yfirlit yfir fjölda nemenda í grunn- og framhaldsskólum sem lærðu erlend tungumál skólaárið 2006-2007. Enska er fyrsta erlenda tungumálið í grunnskólum og jafnframt það mál sem flestir grunnskólanemendur læra. Flestir grunnskólanemar hefja enskunám í 5. bekk og dönskunám í 7. bekk. Enskunemum hefur fjölgað ár frá ári og stunduðu 29.730 grunnskólabörn enskunám skólaárið 2006-2007. Aldrei áður hafa fleiri grunnskólabörn verið að læra ensku. Dönskunemum hefur hins vegar fækkað samhliða fækkun nemenda í elstu bekkjum grunn- skólans og læra nú 18.106 nemendur grunnskólans dönsku. Alls völdu 158 nemendur sænsku og 125 nemendur norsku í stað dönsku. Fleiri læra ensku og dönsku- nemum hefur fækkað Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Á UNDAN barnatímum Ríkissjón- varpsins undanfarið hafa verið sýnd- ar auglýsingar frá McDonalds-ham- borgarakeðjunni á Íslandi. Þessar auglýsingar beinast augljóslega að börnum, enda leika börn stór hlut- verk í auglýsingunum og þar er sömuleiðis minnt á að leikföng fylgi máltíðinni, m.a. svokölluð „Hello Kitty“-leikföng sem njóta töluverðra vinsælda meðal yngstu kynslóðar- innar. Þetta er auðvitað ekki eina dæmið um auglýsingar sem beinast sérstak- lega að börnum en auglýsingar þessa skyndibitarisa vekja athygli vegna umræðu um tengsl skyndibitafæðis og offitu barna. Auglýsingar eru fyllilega löglegar og í samræmi við siðareglur Sam- bands íslenskra auglýsingastofa, eft- ir því sem best verður séð. Ríkissjón- varpið sér heldur ekkert athugavert við þær. Í Bretlandi er annað upp á ten- ingnum því þarlend stjórnvöld ákváðu nýlega að bannað væri að auglýsa óholl matvæli í sjónvarpi þegar líklegt væri að börn á aldr- inum 4-14 ára væru að horfa. Til- gangurinn er að sporna við vaxandi offitu barna og ungmenna. Bannið nær til matvæla og drykkjarfanga sem innihalda mikið af fitu, salti og sykri og gæti sykrað morgunkorn eða sykraðar mjólkurvörur fallið undir bannið, rétt eins og franskar kartöflur. Bannið mun að fullu taka gildi 1. janúar 2009. Treysta foreldrum Að sögn Lárusar Guðmundssonar, auglýsingastjóra RÚV, er þess gætt að auglýsingar séu ekki meiðandi, skaðvænlegar eða ofbeldisfullar. „En við leggjum hins vegar ekki mat á það hvort hamborgarar eru hollir eða óhollir eða hvort kókómjólk sé holl eða óholl,“ sagði hann. „Við treystum foreldrunum til þess að velja eða hafna fyrir börnin og ætl- um ekki að vera með slíka forsjár- hyggju að banna einhverja neyslu- vöru út frá hollustu eða óhollustu, einhverju huglægu mati.“ Um auglýsingastefnu RÚV að öðru leyti sagði Lárus að þættu aug- lýsingar ógnvekjandi, s.s. auglýsing- ar fyrir hryllingsmyndir, væru þær sýndar seint á kvöldin. Oftast væri miðað við að slíkar auglýsingar væru sýndar eftir klukkan 21:30 eða 22:00. Aðspurður hvort starfsmenn RÚV væru ekki með þessu að leggja hug- lægt mat á ofbeldi sagði Lárus að ef starfsmenn RÚV kæmust að því, eft- ir skoðun á auglýsingu, að auglýs- ingin væri hugsanlega ekki boðleg væru málin rædd við fyrirtækin og reynt að finna lausn. Slíkt væri þó af- ar sjaldgæft. Aðspurður hvers vegna RÚV treysti sér til að leggja mat á ofbeldi í kvikmyndum en ekki hollustu eða óhollustu matvæla sagði Lárus: „Vegna þess að það er mun auðveld- ara að skilgreina ofbeldi, nekt eða klám heldur en fæðu,“ sagði hann. Flestir treystu sér sjálfsagt betur til þess að skilgreina hvenær ofbeldi væri of gróft eða auglýsing of klám- fengin en að skilgreina hvort sam- setningin á McDonalds-hamborgara væri mjög óholl eða holl, svo eitthvað væri nefnt. Eftirsóknarverð óhollusta Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hef- ur nokkrum sinnum flutt þingsálykt- unartillögu um að auglýsingar á óhollri matvöru verði takmarkaðar. Síðast lagði hún fram tillögu vetur- inn 2004-2005 þar sem m.a. var lagt til að heilbrigðisráðherra ynni að því að ná samstöðu með framleiðendum, innflytjendum og auglýsendum um að vörur sem innihalda mikið af salti, sykri og fitu yrðu ekki auglýstar fyrr en eftir klukkan níu á kvöldin. „Hvað ungur nemur, gamall temur. Það er alveg ljóst að auglýsingar á ruslfæði hafa áhrif á börn. Óhollustan er gerð eftirsóknarverð í augum barnanna,“ sagði hún. Aðallega væri um ræða sætindi og skyndibita en ekki væri útilokað að bannið myndi ná til sykr- aðra mjólkurvara. Ástu fannst sömu- leiðis óeðlilegt að reynt væri að lokka börn til að sækjast eftir óhollu fæði með alls kyns beitu, s.s. leikföngum. Þingsályktunartillögur Ástu um þetta efni hafa ekki hlotið hljóm- grunn hjá þingheimi en hún er ekki af baki dottin og gerir ráð fyrir að reyna aftur í vetur. Hún er bjart- sýnni en fyrr, m.a. vegna þess að hún telur heilbrigðisráðherrann hafa mikinn skilning á mikilvægi heil- brigðs lífsstíls og forvarna. Auglýsa skyndibita á undan barnatíma RÚV Bretar hafa lagt bann við auglýsingum á óhollum mat þeg- ar líklegt er að börn á aldrinum 4-14 ára horfi á sjónvarp Morgunblaðið/Árni Torfason Biti McDonalds auglýsir m.a. á undan Disney-stundinni í Ríkissjónvarpinu. Í HNOTSKURN » McDonalds hefur undan-farið auglýst töluvert á undan barnatímum RÚV, m.a. Disney-stundinni. » Slíkar auglýsingar verðabannaðar í Bretlandi en bannið var sett á til að sporna við offitufaraldri meðal barna og ungmenna. » RÚV getur ekki lagt mat áhollustu matvæla en setur skorður við ofbeldi, að sögn auglýsingastjóra. FRAMKVÆMDASTJÓRI Lystar ehf., sem rekur McDonalds á Ís- landi, lítur ekki svo á að maturinn sem boðið er upp á á hamborgara- stöðunum sé óhollur og fyrirtækið auglýsi á undan barnatíma RÚV til að ná til eins af markhópum þess. „Þetta er einn af okkar markhópum, börn og foreldrar þeirra,“ sagði hann. Framkvæmdastjórinn, Magnús Ögmundsson, benti á að á McDon- alds væri börnum boðið að fá mjólk eða safa í staðinn fyrir gos og gul- rætur í staðinn fyrir franskar kart- öflur. Hamborgararnir væru ekki óhollir. Börnin vildu reyndar yfir- leitt frekar fá franskar kartöflur en gulrætur. „En hver og einn hefur valið,“ bætti hann við. Magnús kvaðst kannast vel við umræðu um tengsl skyndibitafæðis og offitu og að í sumum löndum væri búið að setja reglur um slíkar aug- lýsingar. Hann benti því næst á að aðalatriðið í auglýsingum McDon- alds væri ekki endilega maturinn heldur frekar sú skemmtun sem mætti sækja á staðina. „Við auglýs- um auðvitað í barnatímum, minnum á okkur gagnvart foreldrum og börnum. En maturinn, það fer minnst fyrir honum í auglýsingunum okkar. Ein af stóru ástæðunum fyrir því að börnin koma til okkar er að við erum með æðislega góð leikföng. Og yfirleitt eru leikföngin mest áberandi í lokaskotinu í okkar aug- lýsingum.“ Aðspurður hvort þetta væri rétti vettvangurinn til að ná til foreldra sagði Magnús að væntanlega fylgd- ust foreldrar með hvað börnin þeirra horfðu á. Þá hefði fyrirtækið birt auglýs- ingar þar sem börn væru hvött til að drekka vatn, borða mat úr öllum fæðuflokkum og stunda hreyfingu. Verslunin mótar stefnu Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) hafa rætt við umboðsmann neytenda og umboðsmann barna um stefnu varðandi auglýsingar á óholl- um mat. Sigríður Anna Guðjóns- dóttir verkefnastjóri sagði að hjá SVÞ væri mikill vilji til að vinna náið með þessum aðilum til að stuðla að hollari lífsháttum. „Þetta er einn af okkar mark- hópum, börn og foreldrar þeirra“ Morgunblaðið/Sverrir Markhópur McDonalds segir hamborgarana ekki óholla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.