Morgunblaðið - 26.09.2007, Page 14

Morgunblaðið - 26.09.2007, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is Tryggvabraut 1–3, Akureyri • Sími 460 3630 Opið mánud.–föstud. 8–18, laugard. 10–16 H im in n o g h af /S ÍA Stangveiði- vörur 25–70% AFS LÁT TUR 25–70% afsláttur af stangveiðivörum og búnaði. Gríptu tækifærið og „græjaðu þig upp“. FRÉTTASKÝRING Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is GORDON Brown, forsætisráðherra Bretlands, stóð undir því orðspori að þar fari maður, sem verðskuldi stjórnarformennsku í félaginu „Al- vöru“, er hann ávarpaði þing Verka- mannaflokksins á mánudag. Vand- fundið er það, sem beinlínis kom á óvart í ræðu Browns en áherslur hans vekja athygli sökum þess hversu ólíkar þær eru þeim, sem löngum mótuðu málflutning forvera hans í embætti, Tonys Blair. Brown kaus að ræða nánast ein- göngu innanríkismál í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra á þingi flokksins og verður það vart túlkað á annan veg en þann að forsætisráð- herrann hafi kostað kapps um að greina sig frá Blair og bandalagi for- vera síns og George W. Bush Banda- ríkjaforseta. Blair flutti iðulega há- stemmdar ræður um réttmæti og nauðsyn herfara víða um heim í nafni frelsis og mannúðar á samkundum þessum en í ræðu Browns er aðeins að finna eina setningu um stöðu mála í Írak og Afganistan. David Miliband utanríkisráðherra lagði í ræðu sinni á þinginu í gær þunga áherslu á mik- ilvægi bandalags Breta og Banda- ríkjamanna, sem hann kvaðst mundu verja til hinstu stundar. Hins vegar þyrfti að draga „réttan lærdóm“ af reynslu undanliðinna ára. Í stað snúinna setninga um stöðu og skyldur Breta í heiminum bauð Brown áheyrendum sínum upp á heldur jarðbundna greiningu á þeim vanda, sem við blasti á vettvangi fé- lags- og velferðarmála. Hann kvað nauðsynlegt að bregðast hart við aukinni tíðni glæpa þar sem skot- vopnum væri beitt, mikilvægt væri að vinna að úrbótum á sviði fé- lagslegra húsnæðismála, uppræta bæri það ástand að börn alist upp í fátækt og áfram yrði unnið að um- bótum innan heilbrigðiskerfsins. Spjallað við félagana Ræðu Browns verður seint líkt við pólitískan landskjálfta enda hafði forsætisráðherrann engan áhuga á að framkalla slíkar jarðhræringar. Þótt ávarp hans væri sýnt í sjónvarpi beindi forsætisráðherrann orðum sínum einkum til félaga í Verka- mannaflokknum. Og ekki varð annað greint en orð hans féllu í frjóan svörð. Brown lét á hinn bóginn ógert að greina frá því hvernig stjórn hans hyggst fjármagna þær umbætur, sem hann kvað svo nauðsynlegar og uppskar af þeim sökum nokkra gagnrýni í breskum dagblöðum í gær. Jafnframt var spurt hvers vegna ekki hefði verið tekið á vanda þessum í þau tíu ár sem Brown var fjármálaráðherra Bretlands. Vangaveltur um að Brown hyggist rjúfa þing og boða til kosninga eru fyrirferðarmiklar í breskri þjóð- málaumræðu þessa dagana og fóru nærri að skyggja á ræðu leiðtogans. Í röðum undirsáta Browns mun sú skoðun njóta fylgis að honum beri að nýta sterka stöðu sína og flokksins, sem skoðanakannanir leiða í ljós, tryggja völd sín og koma um leið þungu höggi á Íhaldsflokkinn og leiðtoga hans, David Cameron. Aðrir telja að óhófleg áhætta væri fólgin í þeirri rás atburða þótt að sönnu skorti Brown beint umboð frá þjóð- inni til að fara fyrir ríkisstjórninni. Hald margra innvígðra í Bretlandi er að forsætisráðherrann stefni að kosningum um mitt næsta ár. Á hitt ber að líta að blikur eru á lofti í breskum efnahagsmálum, ólga í banka- og húsnæðislánakerfinu kann að aukast á næstu mánuðum og skaða stórlega þá mynd af Brown í huga almennings að hann búi yfir einstökum hæfileikum til að tryggja stöðugleika og hagsæld. Gordon Brown nýtur stuðnings og virðingar og fyrstu þrír mánuðir hans í embætti hafa reynst honum hagfelldir. Líkur eru á að mótvindar æsist nú þegar forsætisráðherrann býr sig undir að leggja á djúpið. Alvörumaðurinn leggur út á djúpið Gordon Brown leitast við að greina sig frá hinum umdeilda forvera sínum á þingi breska Verkamannaflokksins Reuters Nýir tímar Gordon Brown og eiginkona hans, Sara, á þingi Verkamanna- flokksins. Stíll og áherslur Browns minntu um fátt á forvera hans. EAMON Gilmore, leiðtogi írska Verkamannaflokksins, hvatti í gær Bertie Ahern, forsætisráðherra og leiðtoga Fianna Fáil-flokksins, til að segja af sér vegna fjármála sinna en Ahern lauk á mánudag að gefa vitnisburð fyrir sérstakri rannsóknarnefnd um spillingu í stjórnmálum. Forystumenn írsku stjórnarand- stöðunnar eru sammála um að Ahern hafi ekki gefið tilhlýðilegar skýringar á greiðslum sem hann fékk inn á reikninga sína á fyrri hluta síðasta áratugar þegar hann var fjármálaráðherra. Gilmore sagði í gær að skýringar Aherns á leynilegum gjöfum auðjöfra til hans hefðu verið mótsagnakenndar, þær gengju þvert á skriflegar upplýs- ingar sem fyrir lægju og væru ótrú- verðugar. Kvaðst Gilmore staðráð- inn í að taka þessi mál upp þegar írska þingið kemur saman á ný síð- ar í vikunni. Ahern hefur verið forsætis- ráðherra Írlands í rúm tíu ár. Hann hefur við- urkennt að hafa tekið við pen- ingagjöfum frá auðmönnum eftir erfiðan og kostn- aðarsaman skiln- að upp úr 1990. Hann eyddi alls fjórum dögum í vitnastúkunni og lýsti því þá m.a. yfir að hann myndi ekki fyllilega hverjir gáfu honum peninga og viðurkenndi að hann hefði ekki veitt rannsóknarnefnd- inni allar þær upplýsingar sem hún krafðist. Ahern neitar því hins veg- ar að hann hafi tekið við fé gegn því að hann veitti auðmönnum fyr- irgreiðslu og hann neitar því einnig að hafa fengið greitt í dollurum – en rannsóknarnefndin fullyrðir að bankafærslur sýni annað. Krefjast afsagnar Aherns Bertie Ahern PERVEZ Mush- arraf hyggst halda áfram sem yfirmaður pak- istanska hersins ef hann er ekki kjörinn forseti Pakistans til fimm ára í við- bót. Þessu greindi pakist- anska ríkisstjórnin hæstarétti landsins frá í gær en yfirlýsingin er til þess fallin að minna andstæðinga Musharrafs á að nái hann ekki kjöri í forsetakosningum í pakistanska þinginu 6. október nk. eigi hann hitt embættið í bakhendinni; en færa má rök fyrir því að yfirmaður pakistanska hersins sé síst valda- minni en forseti landsins. Hæstiréttur Pakistans – þar sem finna má marga andstæðinga for- setans – á eftir að úrskurða hvort hann telur Musharraf heimilt að vera í framboði í forsetakjörinu, en meðfram forsetaembættinu hefur Musharraf verið yfirmaður hersins, nokkuð sem sumir telja honum óheimilt. Musharraf hefur heitið því að hætta sem yfirmaður hersins ef hann er endurkjörinn forseti. Musharraf bítur frá sér Pervez Musharraf AÐ minnsta kosti 44 týndu lífi og 100 særðust í ódæðisverkum sl. sól- arhring í Írak. M.a. týndu 28 lífi í sjálfsmorðsárás í Baquba, norður af Bagdad, á mánudagskvöld og sex féllu í bílsprengju í Bagdad í gær- morgun. Blóðbað í Írak NEYSLA áfengis kemur við sögu í 80% allra morða í Finnlandi en áfram dregur þó raunar úr ofbeldi í landinu, ef marka má hagtölur sem birtar voru í gær. Alls voru framin 111 morð í fyrra en hafa að jafnaði verið 130 á ári undanfarinn áratug. Morðum fækkar BANDARÍKIN og Evrópusam- bandið hyggjast viðurkenna sjálf- stæði Kosovo ef ráðamenn þar lýsa yfir sjálfstæði frá Serbíu í byrjun desember, fari svo sem horfir að viðræður milli Serba og Kosovo- Albana renni út í sandinn. Sjálfstætt Kosovo RÚANDA er það ríki í Afríku sunn- an Sahara þar sem mestar framfar- ir hafa átt sér stað á undanförnum árum, samkvæmt úttekt sem byggð er á gögnum frá Sameinuðu þjóð- unum og mannréttindasamtökum. Rúanda í sókn NÝFÆDDUR nashyrningskálfur leitar skjóls hjá móð- ur sinni í Ramat Gan-dýragarðinum nálægt Tel Aviv í Ísrael í gær. Nashyrningar búa fyrst og fremst í Afríku og í Asíu en fjórar af fimm tegundum nashyrninga sem nú finnast á jörðunni eru taldar í bráðri útrýmingar- hættu. Nashyrningar hafa afar góða heyrn og lyktar- skyn en þeir sjá mjög illa. Þeir ná gjarnan fimmtíu ára aldri og verða jafnvel eldri. Nashyrningar verða allra skepna elstir Reuters Mamma veitir skjól

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.