Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 6
Í HNOTSKURN » Í Eystri-Rangá hafa veiðstyfir 6.000 laxar. Síðasta vika gaf yfir 100 laxa á dag. » Veiði lýkur í Laxá í Kjós ídag. Veiðin er nálægt 800 löxum, um 400 löxum undir meðaltalsveiði síðustu tíu ára. » Veiðimönnum er brutuveiðireglur í Hítará á dög- unum, er þeir veiddu á maðk, verður meinað að kaupa veiði- leyfi hjá SVFR næstu þrjú ár- in. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is LAXVEIÐINNI er lokið eða um það bil að ljúka víðast hvar. Í Rangánum er þó veitt fram í októ- ber og ekkert lát er á veiðinni þar, í fyrrakvöld fór eystri áin yfir 6.000 laxa. „Síðasta vika var mjög góð, lax- inn var fljótur að jafna sig eftir öll flóðin í vikunni þar á undan; flestir dagarnir gáfu yfir 100 laxa. Ég held að þessi vika verði allt eins góð, gæti endað í 600 löxum,“ segir Einar Lúðvíksson, umsjónarmaður Eystri-Rangár. Morgnarnir hafa verið rólegir, enda kalt í bítið, en laxinn hefur farið að taka upp úr klukkan tíu „og þá gerist þetta hratt.“ Veitt er í Eystri-Rangá til 10. október og nokkra daga til á ákveðnum svæðum árinnar. Einar er farinn að hugsa fram í tímann og leyfir sér ekki að dvelja mikið við að fagna góðum árangri sum- arsins. „Nú er ég farinn að hafa áhyggjur af því hvernig gangi að viðhalda þessari góðu veiði. Í fyrra var veiðin í meðallagi en þá vildu menn veiða jafn mikið og sumarið 2005, eða yfir 4.000 laxa. Nú getum við farið í 7.000 og þá hljóta menn að gera kröfu um álíka veiði áfram!“ Nærri 800 í Kjósinni Ennþá er að veiðast lax á neðsta svæði Laxár í Kjós, en veiði lýkur þar í dag. Síðustu fimm dagana hefur verið svokallaður sjóbirt- ingstími í ánni. Lokatalan verður nærri 800 löxum. Mikið af fiski er dreift um alla á en veiðin hrökk seint í gang sökum hinna langvar- andi þurrka í sumar. Að sögn Gísla Ásgeirssonar íhuga leigutakar Laxár að ræða við veiðifélagið um að opnun árinnar verði færð aftur til 20. júní, og að þá verði jafnframt veitt til 20. september og eftir 1. september undir merkjum veiða og sleppa. Síðasti veiðidagurinn í Selá í Vopnafirði var í gær og lokatalan nærri 2.250 löxum. Er það nokkuð lakari útkoma en í fyrra, er veidd- ust 2.715, en engu að síður langt yf- ir meðaltalsveiði síðasta áratugar. „Veiðin varð daufari síðustu dag- ana, sökum kulda,“ sagði Gísli. Um 315 laxar veiddust í Svalbarðsá og Grímsá endaði í rétt tæplega 1.100. Þá veiddust 220 laxar í Korpu. Meinað að kaupa leyfi Í Leirvogsá veiddust 379 laxar á stangirnar tvær. Hefur oft veiðst betur en þetta er þó betri veiði en í fyrra, er 299 laxar veiddust. Eru þetta um 2,2 laxar á stöng á dag. Stjórn Stangaveiðifélags Reykja- víkur hefur fjallað um mál veiði- mannanna átta sem var vísað úr Hítará 12. september sl., fyrir að veiða á maðk á þeim tíma er fluga var eina leyfilega agnið. Niðurstaða stjórnarinnar er að allir séu veiði- mennirnir brotlegir, þeir fjórir sem voru í ánni við veiðar og eins fé- lagar þeirra á bakkanum, sem vissu af athæfinu og eru því með- sekir. Verður veiðimönnunum óheimilt að kaupa veiðileyfi af fé- laginu næstu þrjú árin. Enn mokveiði í Eystri- Rangá, yfir 6.000 landað „Síðasta vika var mjög góð, flestir dagarnir gáfu yfir 100 laxa. Ég held að þessi vika gæti endað í 600 löxum,“ segir Einar Lúðvíksson, umsjónarmaður árinnar Ljósmynd/Páll Ketilsson Einn lax til Ólafur Björnsson, leiðsögumaður í Eystri-Rangá, hefur hendur á einum þeirra rúmlega 6.000 laxa sem veiðst hafa í ánni. Yfir 100 hafa veiðst á degi hverjum síðustu vikuna. Einnig er rífandi veiði í Ytri-Rangá. 6 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÞAU voru búin að liggja ansi lengi inni í gömlu höfninni og reyndar eru fleiri bátar og skip sem þar eiga ekkert erindi, eru einfaldlega í reiðileysi og enginn hirðir um né borgar af,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, um gamla varðskipið Þór og Hágang sem liggja inni í Sundahöfn og bíða þess að verða sett á uppboð. Gísli segir það stefnu Faxaflóa- hafna að koma skipum sem þessum í niðurrif á meðan hægt er. „Það er ömurlegt til þess að vita að menn skilji svona við eignir og geri þær að vandamálum annarra, en því miður er þetta svona á of mörgum stöðum við landið.“ Spurður út í hvernig það komi til að menn komist upp með slíkt segir Gísli ýmsar ástæður geta verið fyr- ir hendi. „Til að mynda eru einhver skip sem skráð eru erlendis og það gerir þetta ennþá erfiðara fyrir okkur. Hágangur er til að mynda skráður í Belize, og enginn kannast við að eiga hann.“ Hafnagjöld vegna skipanna nema milljónum. Morgunblaðið/RAX Vandræðaskip Hágangur og fyrrverandi varðskipið Þór, sem einnig nefnist Gullskipið, liggja við bryggju í Sundahöfn og bíða þess að verða boðin upp. „Enginn kannast við að eiga hann“ REYNIR Jónasson harmonikuleik- ari og fyrrverandi organisti er 75 ára í dag og af því tilefni býður Reynir til harmonikutónleika í Nes- kirkju kl. 18 í dag. Reynir hefur komið víða við í tónlistarlífinu og var hann organisti við Neskirkju í tæpa þrjá áratugi og hefur leikið á harmoniku um 60 ára skeið. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég held sjálf- stæða harmonikutónleika,“ segir Reynir. Hann segir að á efnis- skránni séu létt harmonikulög, ný lög í bland við eldri lög. „Mér datt í hug að þetta væri sniðug aðferð við að halda upp á afmælið sitt,“ segir Reynir. Afmælistónleikarnir eru öllum opnir og er aðgangur ókeyp- is. Býður til 75 ára afmælis- tónleika 75 „Datt í hug að þetta gæti verið sniðug aðferð við að halda upp á af- mælið,“ segir Reynir Jónasson. ♦♦♦ ♦♦♦ HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra dæmdi í gær karlmann á tví- tugsaldri til sex mánaða fangelsis- vistar, en batt refsinguna skilorði til þriggja ára. Maðurinn hafði unnið sér það til refsingar að ráðast með ógnandi tilburðum gegn lögreglu- mönnum við störf og m.a. bitið einn þeirra í vinstri framhandlegg. Maðurinn játaði brot sín en hann hefur áður sætt skilorðsbundinni refsingu, í október á sl. ári m.a. fyrir auðgunarbrot. Rauf hann skilorð þess dóms. Erlingur Sigtryggsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Sigríður Elsa Kjartansdóttir saksóknari sótti málið og Ólafur Rúnar Ólafsson hdl. varði manninn. Beit lög- reglumann HANNES Ragnar Þórarinsson læknir andaðist á Landspít- alanum við Hring- braut fimmtudaginn 13. september síðast- liðinn, níræður að aldri. Hannes fæddist 19. desember 1916 í Reykjavík, sonur Þórarins Kristjáns- sonar verkfræðings og Ástríðar Hannes- dóttur Hafstein hús- freyju. Hannes lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1936. Hann nam lækn- isfræði og varð cand. med. frá Há- skóla Íslands 1943. Hannes fór til náms og starfa við háskólasjúkra- hús Háskólans í Minnesota í Bandaríkjunum. Síðan fór hann til sérfræðináms í húð- og kynsjúk- dómum við Mayo Foundation, Mayo Clinic og fékk sérfræðings- leyfi í húð- og kynsjúkdómum 1949. Hannes var aðstoðarlæknir hjá héraðslækninum í Stórólfshvols- héraði frá hausti 1947 til vors 1948 en hóf þá að starfa sem læknir í Reykjavík og starfaði þar óslitið til 1995. Hann var aðstoðar- læknir og síðar yfir- læknir á húð- og kynsjúkdómadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og jafn- framt yfirlæknir húð- og kynsjúkdómadeild- ar Landspítalans frá 1959-1980. Þá var Hannes kennari í húð- og kynsjúkdómum við Hjúkrunarskóla Íslands og dósent í húð- og kynsjúkdómum við læknadeild Háskóla Íslands. Hannes var um tíma í stjórn Læknafélagsins Eirar og eins í stjórn Læknafélags Reykjavíkur. Þá var hann í byggingarráði Domus Medica og í hússtjórn. Hannes kvæntist Bergþóru Jónsdóttur (f. 1927, d. 1973). Þau eignuðust fjögur börn, Jón Gunnar lækni, Ástríði hjúkrunarfræðing, Þórarin lækni og Sigurð prent- smið. Hannes R. Þórarinsson Andlát HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur staðfest að Lúðvík Gizurarson hæsta- réttarlögmaður sé í raun Hermanns- son. Dómur féll í málinu fyrr í mán- uðinum en ekki er unnt að nálgast dóminn hjá Hér- aðsdómi, þar sem í honum leynast trúnaðarupplýsingar. Dögg Pálsdóttir, lögmaður Lúð- víks, staðfesti við Morgunblaðið að dómur hefði fallið í málinu þar sem fram kæmi að sannað teldist með DNA-prófi, að Hermann Jónasson, fyrrverandi forsætisráðherra, væri faðir Lúðvíks. Í síðasta mánuði fékkst niðurstaða úr DNA-prófinu og kom fram að 99,9% líkur væru á að Lúðvík væri sonur Hermanns. Í kjölfar dómsins hefur skráningu í ættfræðigrunninum Íslendingabók þegar verið breytt í samræmi við niðurstöðuna. Faðernið staðfest með dómi Lúðvík Hermannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.