Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 19
hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 19 Fólat er nauðsynlegt fyrirfólk á öllum aldri en það ersérstaklega mikilvægt fyrir konur á barneignaaldri. Fólat er B-vítamín, oft nefnt fólasín eða fólinsýra, sem gegnir fjölda mikil- vægra hlutverka í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl lítillar inntöku fólats fyrir þungun og á fyrstu vikum með- göngu og hættu á alvarlegum skaða í miðtaugakerfi fóstursins, s.s. klofnum hrygg, heilaleysi og vatnshöfði en á Íslandi greinast árlega um 6 slík tilvik. Dagleg inntaka fólats í töflu- formi í fjórar vikur fyrir þungun og á fyrstu tólf vikum meðgöngu dregur úr líkum á alvarlegum skaða í miðtaugakerfi fósturs um meira en helming. Auk þess sem fólat dregur úr líkum á skaða í miðtaugakerfi fóstursins hafa rannsóknir sýnt að fólat getur hugsanlega dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum með því að lækka styrk amínósýrunnar hó- mócýsteins í blóði. Hverjum er ráðlagt að taka fólattöflu (fólinsýrutöflu)? Þar sem þungun er ekki alltaf skipulögð fyrirfram er öllum kon- um sem geta orðið barnshafandi ráðlagt að taka 400 míkrógramma (0,4 mg) fólattöflu daglega, einnig nefnt fólinsýrutafla. Þeim konum sem hyggja á barneignir er ráð- lagt að taka fólattöflu daglega í að minnsta kosti fjórar vikur fyrir þungun og halda því áfram að minnsta kosti fyrstu tólf vikur meðgöngu. Að auki er þeim ráð- lagt að borða fólatríkt fæði sem viðbót við fólat í töfluformi. Frekar er mælt með töflum sem innihalda einungis fólat (fólinsýru) heldur en fjölvítamíni, sérstaklega fyrir þungaðar konur þar sem það er ávallt æskilegast að taka sem fæst bætiefni á fyrstu vikum með- göngu en fólat og D-vítamín eru þar undanskilin. Fólatrík matvæli í viðbót við fólattöflur Fólat er einkum að finna í grænmeti, hnetum, baunum, sum- um tegundum ávaxta og í vítam- ínbættum matvörum, t.d. morg- unkorni. Grænmeti: Spínat, spergilkál (brokkólí), steinselja, spergill, rósakál, blómkál, kínakál, blað- salat, blaðlaukur, graslaukur, grænkál, rauð paprika, avókadó, rauðkál, hvítkál. Ávextir: Jarðarber, kíví, appels- ínur. Korn, fræ og hnetur: Vítamín- bætt morgunkorn (skoðið inni- haldslýsingu á umbúðum), múslí, haframjöl, gróf brauð (t.d. malt- brauð), hveitikím, hveitiklíð, se- samfræ, hörfræ, hnetur, möndlur, hnetusmjör. Baunir: Kjúklingabaunir, soja- baunir, nýrnabaunir. Barnshafandi konur ættu að forðast að borða lifur og lifraraf- urðir, jafnvel þótt fólatrík sé, vegna þess hversu mikið er af A- vítamíni í lifur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Barneignir Öllum konum sem geta orðið barnshafandi er ráðlagt að taka f́ólat daglega. Fólat fyrir allar konur – sérstaklega þær sem geta orðið barnshafandi Frekari upplýsingar má fá í bækl- ingnum Fólat – fyrir konur sem geta orðið barnshafandi sem m.a. er hægt að nálgast á heimasíðu Lýðheilsustöðvar – www.lyd- heilsustod.is. Elva Gísladóttir verkefnisstjóri næringar, Lýðheilsustöð Víkverji skoðar iðu-lega fast- eignaauglýsingar og fór ekki fram hjá hon- um þegar varnarmann- virkin í Hvalfirði voru sett á sölu. Hann rak hins vegar í rogastans þegar hann sá að kjarn- orkuflaugastöð í Wash- ington-ríki hafði verið sett á sölu. x x x Stöðin er til sölu áeBay og eru settar á hana um 100 milljónir króna. Í þessari stöð voru langdrægar kjarnorkuflaugar af gerðinni Titan geymdar og er þar flókið net af neð- anjarðargöngum og sílóum. Segir að eignin sé „glæsileg“ og enn girt upp- runalegri girðingu. Tilvalið væri að opna þar sumarbúðir eða heilsuhæli. Fleiri slíkar stöðvar hafa verið seld- ar, alls 18, og hefur þeim verið líkt við hallir fortíðarinnar. Núverandi eigandi stöðvarinnar, sem er til sölu, segir að hún sé best varðveitt af þeim öllum. x x x Stöðvarnar voru hannaðar meðþað fyrir augum að þær myndu þola kjarnorkuárás og ættu vænt- anlegir kaupendur því að vera nokk- uð öruggir. Víkverji hefur yf-irleitt talið að vara væri hlutfallslega ódýrari í stórum pakkningum en litlum. Þetta á til dæmis við um gosdrykki. Sopinn af gosi úr tveggja lítra flösku er ódýrari en úr hálfs lítra flösku. Þetta lögmál virðist hins veg- ar ekki gilda um mjólk. Víkverji hefur ítrekað borið saman verðið á einum lítra af mjólk og einum og hálfum og alltaf er dropinn dýrari í stærri umbúðunum. Þetta finnst Víkverja óskiljanlegt; telur framleiðandinn að neytandinn átti sig ekki á þessu, kaupi frekar stærri pakkninguna af því að hann haldi að hann sé að spara? Eða vill framleiðandinn ein- faldlega að neytandinn kaupi minni pakkninguna? x x x Víkverji hefur rekist á þetta samafyrirbæri þegar hann hefur skoðað tvöfaldar pakkningar af morgunkorni í lágvöruverðsversl- unum. Stórar, tvöfaldar pakkningar virð- ast vera á kostakjörum, svo þegar verðið á kílóinu er borið saman við minni pakkninguna kemur í ljós að stóra pakkningin er dýrari.          víkverji skrifar | vikverji@mbl.is A. Karlsson | Víkurhvarfi 8 | 203 Kópavogi | Sími: 5 600 900 | www.akarlsson.is Hugaðu að heilsunni! 15% afsláttur af æfingatækjum, heilsurúmum, rafskutlum, blóðþrýstingsmælum ofl. Taktu stöðuna – blóðþrýstings- og fitumæling á staðnum. E N N E M M / S ÍA / N M 2 9 7 14 Opið kl. 9 til 17 virka daga Heilsu- dagar 24. sept. til 3. okt. Aðalfundur SF verður haldinn á Grand Hótel v/Sigtún Reykjavík föstudaginn 28. september 2007 kl. 11:00 Skýrsla stjórnar Arnar Sigurmundsson formaður SF Ársreikningur SF 2006 Kosning í stjórn og kjör endurskoðanda Ræða Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra Arðsemi og nýting þorsks við Ísland Guðrún Marteinsdóttir, fiskvistfræðingur og prófessor Sóknarfæri við breyttar aðstæður Dr. Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís ohf Erum við á beinu brautinni eða villigötum? Vilhjálmur Egilsson, frkvstj. Samtaka atvinnulífsins Þorskurinn, vísindin og efnahagslífið Pallborðsumræður undir stjórn Illuga Gunnarssonar alþingismanns Þátttakendur: Guðrún Marteinsdóttir, fiskvistfræðingur og prófessor Dr. Sjöfn Sigurgísladóttir, forstj. Matís ohf Vilhjálmur Egilsson, frkvstj. Samtaka atvinnulífsins Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, frkvstj. Vinnslustöðin hf. Stjórnin SAMTÖK FISKVINNSLUSTÖÐVA m bl 9 13 37 5 Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.