Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is BÆNDUR sem notað hafa heyrúll- ur til að hefta uppblástur hafa tekið tæknina í sína þjónustu. Þeir nota sérstaka rúllutætara sem blása heyinu í rofabörð. Garðar Þorfinns- son, héraðsfulltrúi hjá Landgræðsl- unni, segir að búið sé að græða upp um 15 km af rofabörðum á Suður- landi með rúlluheyi. Þessi aðferð skili betri árangri en þær leiðir sem áður voru farnar eins og að sá beint í börðin eða að stinga niður bakka. Margeir Ingólfsson, stjórn- armaður í Landgræðslufélagi Bisk- upstungna, segir þessa aðferð við uppgræðslu mjög árangursríka, en um helgina dreifðu félagar í Land- græðslufélaginu um 300 rúllum á Biskupstungnaafrétti. „Reynslan hefur sýnt að þegar reynt er að stöðva uppblástur úr rofabörðum skilar þessi aðferð lang- bestum árangri. Þetta lokar sárinu. Með þessu fæst grunnur að jarð- vegi. Með því að nota smá áburð og fræ með næst mjög góður árangur,“ segir Margeir. Landgræðslufélag Biskupstungna varð fyrst til að kaupa svokallaðan rúllutætara til landsins, en nú eru a.m.k. tveir slíkir í notkun hér á landi. Hinn er á Austurlandi. Með því að nota slík tæki nýtist rúllu- heyið betur til landgræðslu og auð- velt er að koma því á þá staði þar sem það kemur að mestu gagni. Rúllutætari þykir því mikið undra- tæki. Skilar bestum árangri Upprunalega fóru bændur að nota rúlluhey til landgræðslu bæði til að losna við ónýtar rúllur heima á bæj- um og eins til að bæta landið. Ár- angurinn af þessu starfi þykir vera það góður að æ meiri áhersla er lögð á að nota þessa aðferð við upp- græðslu. Þessi árangur hefur leitt til þess að auðveldara hefur verið að fá styrki til þessara verkefna. Poka- sjóður verslunarinnar hefur t.d. lagt milljónir í styrki til þessa verkefnis á undanförnum árum. Garðar Þorfinnsson sagði að í gegnum árin hefðu menn beitt ýms- um aðferðum til að stöðva fok úr rofabörðum. Reynt hefði verið að sá í börðin og stinga niður bakka. Rúlluheyið, sem er lífrænt efni, hefði hins vegar skilað bestum ár- angri. Á síðustu árum hefur fok úr um 15 km af rofabörðum verið stöðvað með því að blása rúlluheyi í þau Rúllutætar- inn er mikið undratæki Ljósmynd/Margeir Ingólfsson Heyrúllur Rúllutætarinn tætir rúlluna í sundur og blæs heyinu upp í rofabarðið. Þetta hefur gefið góða raun. Uppgræðsla Þetta gamla rofabarð sýnir þann mikla árangur sem er af því að nota rúlluhey til uppgræðslu. Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is SÚ nýbreytni verður að öllum líkind- um tekin upp hjá Seltjarnarnesbæ að niðurgreiðsla vegna gæslu barns hjá dagforeldri fari beint til foreldra. Ákvörðun þar að lútandi liggur vænt- anlega fyrir eftir bæjarstjórnarfund á Seltjarnarnesi í dag. „Sennilega verð- ur samþykkt á fundi hér á morgun [í dag] að greiða beint til foreldra. Þá fá öll börn, með lögheimili á Seltjarnar- nesi, frá sex mánaða aldri, ef um er að ræða einstæða foreldra, frá níu mán- aða ef fólk er í sambúð, ákveðna upp- hæð heim,“ segir Hrafnhildur Sigurð- ardóttir, fulltrúi á leikskólasviði hjá Seltjarnarnesbæ, og að þessi breyt- ing geri það að verkum að foreldrar geti sjálfir ákveðið hvernig upphæð- inni verði varið. „Það getur einhver verið heima, hægt verður að borga „ömmunni“ eða einhverju skyld- menni. Með þessu er verið að gæta jafnræðis, þ.e. að allir sitji við sama borð,“ segir Hrafnhildur. Samfara þessu verða greiðslurnar hækkaðar, lægst verður niðurgreiðslan 32.000 kr., en hæst 44.800 kr. vegna hjúskap- arstöðu eða hvort foreldrar eru í námi. Seltjarnarnesbær reyndi fyrir tveimur til þremur árum að gera þjónustusamning við dagforeldra á Seltjarnarnesi um ákveðna hámarks- upphæð þannig að foreldrar barna greiddu sama gjald og í leikskóla. Slíkt samkomulag tókst þó ekki, dag- foreldrar höfnuðu því alfarið. Níu dagforeldrar eru núna á Sel- tjarnarnesi. Verði breytingin sam- þykkt á bæjarstjórnarfundinum í dag mun hún taka gildi um áramót. Dagforeldrar verði starfsmenn sveitarfélaga „Ég hef alltaf verið þeirrar skoð- unar að það eigi að vera gjaldskrár- þak og ef út í það er farið myndi ég helst kjósa að dagforeldrar væru starfsmenn sveitarfélaganna, sem myndi tryggja starfsumhverfi þeirra í alla staði,“ segir Oddný Sturludóttir, fulltrúi minnihluta borgarstjórnar í starfshóp á vegum Reykjavíkurborg- ar. Hópurinn lýkur senn störfum, en í honum hefur m.a. verið fjallað um leiðir til að bæta ástandið í dagvist- unarmálum. „Um áramótin ákvað meirihlutinn í Reykjavík að hækka niðurgreiðslu til dagforeldra,“ rifjar Oddný upp. Engin skilyrði fylgdu þessari hækkuðu niðurgreiðslu. „For- eldrum skildist að niðurgreiðslan ætti að renna í þeirra vasa, til þess að lækka gjaldið hjá dagforeldrum, sem er gríðarlega hátt sums staðar, en dagforeldrar litu á þetta sem launa- hækkun til sín.“ Oddný segist hafa talað fyrir því að Reykjavíkurborg tæki upp svipað kerfi og er hjá sumum öðrum sveit- arfélögum, þ.e.a.s að sett verði gjald- skrárþak og skoðað verði hvort hægt sé að koma á einhvers konar afleys- ingakerfi dagforeldra þar sem for- eldrar upplifi nokkurt öryggisleysi gagnvart dagforeldrakerfinu sem komi einmitt til af því að ef dagfor- eldri boði forföll sé ekkert afleysinga- kerfi fyrir hendi. Oddný segir það ljóst að ekki ráði allir foreldrar við að greiða gjaldið sem sumir dagforeldrar setja upp. Seltjarnarnesbær tekur upp beingreiðslur til foreldra Foreldrar ráðstafi sjálfir niðurgreiðslu „FYRIR mér eru leikskólamálin grundvöllur þess að samfélagið virki sem skyldi og öllum geti liðið vel í sín- um störfum,“ segir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, fulltrúi Samfylkingar í leikskólaráði hjá Reykjavík- urborg. Hún segir mjög gott starf unnið á leikskólum borgarinnar, hvort sem er einkareknum eða á vegum borgarinnar. Hún telur að algjör einhugur sé um það í þjóðfélaginu að laun þessara stétta þurfi að hækka. „Í næstu kjarasamningum þurfa fulltrúar Reykjavíkur- borgar og sveitarfélaganna að vera tilbúnir í þessar launahækkanir. Samfylkingin hefur ekki farið leynt með það að vilji er til að hækka laun í umönnunar- og uppeldisstéttum,“ segir Bryndís. Hún er bjartsýn á þá vinnu sem hafin er á vegum félagsmálaráðuneytis þar sem sjónum er sérstaklega beint að svokölluðum „kvennastéttum“, þ.e. þeim stéttum sem hafa orðið eft- ir í kjarabótum á undanförnum árum. Kunnara er en frá þurfi að segja að mannekla er á leikskólum og nú er málum þannig háttað að gjaldskrá dagforeldra er frjáls og þekkt er að foreldrar þurfi að greiða rúmar 60.000 kr. fyrir vistun barns hjá dagfor- eldri og þá hefur verið tekin með í reikninginn niður- greiðsla sveitarfélaga sem er mismunandi eftir sveit- arfélögum. Einhugur um launahækkun FORSTJÓRI Mjólkursamsölunnar segir að fyrirtækið hafi minni getu til að greiða bændum það verð fyrir mjólkina sem þeir helst vildu, ef dregið verði úr þeirri hagræðingu sem áformuð var með lokun mjólk- urstöðvarinnar á Egilsstöðum. Fulltrúi bænda fagnar því að stjórn Mjólkursamsölunnar hafi breytt til- lögum sínum. Stjórn MS kom saman í fyrradag til að ræða tillögur stjórnenda fyr- irtækisins um víðtækar breytingar á fyrirkomulagi vinnslu mjólkur en í þeim fólst m.a. að mjólkurvinnslu skyldi hætt á Egilsstöðum. Guð- brandur Sigurðsson, forstjóri MS, segir að stjórnin leggi nú til við full- trúaráðsfund sem haldinn verður á morgun að farin verði skemmri leið. Í stað þess að leggja niður mjólkur- vinnslu á Egilsstöðum verði vinnslan einfölduð. Áfram verði tekið við mjólk en eingöngu stunduð ostagerð. Mozzarellaostur hefur verið fram- leiddur í mjólkurstöðinni. Starfsmenn eru í um fjórtán stöðugildum í mjólkurbúinu en þeim hefði fækkað um níu til tíu sam- kvæmt fyrri tillögum. Guðbrandur segir ekki fyllilega ljóst hve marga starfsmenn þurfi til þeirrar vinnslu sem nú er áformuð. Ásættanleg tillaga Gunnar Jónsson, bóndi á Egils- staðabúinu og formaður Austur- landsdeildar MS, kveðst ánægður með tillögu stjórnar MS. „Ég lít svo á að þetta sé ásættanlegt til að vinna úr hér heima. Við munum reyna að efla þessa vinnslu hér og ég veit að MS ætlar sér að gera það í fullri al- vöru. Mér finnst þeir menn að meiri að hlusta á raddir hér og breyta til- lögum sínum,“ segir Gunnar en í nýju tillögunum er kveðið á um að reynt verði að nýta það húsnæði sem losnar til annarrar matvælavinnslu. Guðbrandur bendir á, þegar hann er spurður hvort hann sé ósáttur við að breyta tillögunum, að hann hafi með þeim bent á leiðir til hagræð- ingar. Svo sé það bænda, eigenda fyrirtækisins, að ákveða hvað hægt sé að ganga langt. Hann bætir því við að ef hagræðingarleiðin sé ekki farin til enda leiði það til þess að fyrirtæk- ið geti ekki greitt bændum það verð fyrir mjólkina sem þeir helst vildu. Dregur úr greiðslugetu Stjórn MS leggur til að áfram verði unninn ostur í stöðinni á Egilsstöðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.