Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðrún Jó-hanna Andr-
ésdóttir Norðdahl
fæddist á Hamri á
Múlanesi í Austur-
Barðastrandarsýslu
3. janúar 1927. Hún
lést á Elliheimilinu
Grund í Reykjavík
20. september síð-
astliðinn. Hún var
dóttir hjónanna
Andrésar Gísla-
sonar, f. 20. apríl
1888, d. 5. mars
1976,og Guðnýjar
Gestsdóttur, f. 12. ágúst 1895, d.
9. apríl 1987, sjöunda í röð 15
systkina; hin eru Haukur, f. 1919,
Gísli, f. 1920, d. 1945, Guðbjartur,
f. 1922, Sigurbergur, f. 1923, d.
1989, Kristín, f. 1924, Andrés, f.
1925, d. 2003, Páll, f. 1928, Sigríð-
ur, f. 1929, d. 2000, Bjarni, f. 1930,
Jón, f. 1931, Ingibjörg, f. 1932, d.
1943, Eggert, f. 1933, d. 2004,
Garðar, f. 1935, d. 2001 og Björg,
f. 1937.
Guðrún fluttist ung til Reykja-
víkur þar sem hún bjó til æviloka,
en var einn vetur á Húsmæðra-
skólanum á Staðarfelli á Fells-
strönd í Dalasýslu. Árið 1950
kynntist hún manni sínum Magn-
úsi Brúnó Eggertssyni Norðdahl
frá Hólmi, f. 3. janúar 1909, d. 5.
maí 1997. Þau eignuðust fjögur
börn, þau eru: 1) Hreggviður
Norðdahl, f. 5. febrúar 1951,
kvæntur Svövu H. Guðmunds-
dóttur, f. 1951, börn þeirra eru
Guðmundur Logi Norðdahl, f.
1981, unnusta Gréta Jakobsdóttir,
f. 1983, og Rannveig Albína Norð-
dahl, f. 1985, unnusti hennar er
Atli Rafnsson, f.
1983. 2) Svala Norð-
dahl, f. 14. júní
1952, börn hennar
eru; a) Pétur Brúnó
Scheving Thor-
steinsson, f. 1972,
kvæntur Gunnhildi
Helgu Jónasdóttur,
f. 1979, sonur þeirra
er Úlfur Brúnó
Scheving Thor-
steinsson, f. 2003, b)
Margét Scheving
Thorsteinsson, f.
1975, dóttir hennar
er Móeiður Svala Magnúsdóttir, f.
1997, c) Gunnar Scheving Thor-
steinsson, f. 1983, unnusta Erla
Grímsdóttir, f. 1986, og d) Vikt-
oría Ýr Norðdahl, f. 1991. 3)
Hrönn Norðdahl, f. 16. nóvember
1953, gift Elísi Rúnari Víglunds-
syni, f. 1959, börn hennar eru: a)
Sylvía Guðrún Walthersdóttir, f.
1975, sambýlismaður Brynjólfur
Smári Þorkelsson, f. 1975, b) Sig-
urjón Brúnó Walthersson, f. 1977,
kvæntur Guðrúnu Ósk Sigurðar-
dóttur, f. 1972, dóttir hans er Ísa-
bella Hrönn, f. 2002, c) Elís Rúnar
Elísson, f. 1997. 4) Magnús M.
Norðdahl, f. 30. september 1956,
kvæntur Elínu Jónasdóttur, f.
1956, börn þeirra eru Margrét M.
Norðdahl, f. 1978, sambýlismaður
Arnar Ingi Hreiðarsson, f. 1974,
sonur þeirra er Arngrímur Dagur
Norðdahl Arnarsson, f. 2006, og
Magnús Davíð Norðdahl, f. 1982,
sambýliskona Auður Kamma Ein-
arsdóttir, f. 1982.
Útför Guðrúnar verður gerð
frá Dómkirkjunni í Reykjavík og
hefst athöfnin klukkan 11.
Kær tengdamóðir mín, Guðrún A.
Norðdahl, er horfin á braut og henn-
ar er sárt saknað. Ég er óendanlega
þakklát fyrir að hafa fengið að kynn-
ast henni og eiga með henni samleið.
Ég var 18 ára þegar ég hitti hana
fyrst en það var þegar Magnús,
yngsti sonur hennar og eiginmaður
minn, kynnti mig fyrir foreldrum
sínum. Hún tók afar vel á móti mér
og ég fann strax að ég var velkomin
og sú tilfinning hefur fylgt mér alla
tíð síðan.
Guðrún virti mig og sýndi mér
vináttu sem ég bæði sem ung kona
og síðar eldri, mat mjög mikils. Guð-
rún var að vestan og ólst upp í
stórum systkinahópi þar sem lífs-
baráttan var ekki alltaf auðveld en
hún talaði alltaf fallega um sveitina
sína og fólkið sitt. Hún var falleg
kona, dugleg, greind og stolt og þó
að lífið hafi ekki alltaf verið auðvelt
gat hún alltaf gefið mikið af sér. Ég
man alltaf þegar hún saumaði á mig
föt í fyrsta skipti, pils og vesti. Ég
var svo undrandi að hún legði þetta
á sig fyrir mig og ekki löngu eftir að
ég kom í fjölskylduna. Þetta var
ekki í eina skiptið sem Guðrún
saumaði föt á mig enda var hún
listasaumakona og hafði næmt auga
fyrir fatnaði og hvað vel fór. Það lék
allt í höndum hennar. Hún saumaði
og prjónaði á börn sín og síðar
barnabörn þrátt fyrir að hafa stórt
heimili og oft á tíðum vinnu utan
heimilis. Ég skil ekki alveg hvernig
hún gat gert allt það sem hún gerði
og um leið var alltaf rólegt og þægi-
legt að koma til hennar og vera í ná-
vist hennar.
Guðrún var alltaf til staðar fyrir
mig og mína. Í henni áttu börnin mín
góða ömmu og nýjasti afkomandinn,
barnabarnið mitt, átti svo sannar-
lega stað í hjarta hennar. Handa
honum átti hún alltaf bros og það
lifnaði yfir henni þegar hann birtist,
jafnvel eftir að halla tók undan, enda
vildi hann komast upp í rúm til
hennar síðasta dag hennar hér á
jörðu eins og svo oft áður. Milli
mannsins míns og móður hans var
alltaf kært. Þegar hann 18 ára fór í
fyrsta sinn í alvöru að heiman og þá
til að fylgja mér sumarlangt í annan
landshluta, sendi hann henni smá-
vísu eftir sjálfan sig, bara svona til
að láta vita að hann væri ennþá
,,skáld“ en eflaust líka til að segja
henni hve mikils virði hún væri hon-
um. Vísan er svona:
Í glaðværðinni ert þú.
Í hversdagsleikanum ert þú.
Og hvert sem ég fer eða er
þá fylgir þú móðir mér.
Þannig kveðjum við hana.
Elsku tengdamamma, takk fyrir
allt. Góður Guð blessi þig og minn-
ingu þína um alla eilífð.
Elín Jónasdóttir.
Elsku amma mín. Ég er alltaf á
leiðinni til þín á Grund en man svo
eftir að þar er engan að heimsækja.
Þín er sárt saknað.
Amma í eldhúsinu í Fellsmúlan-
um, uppi á skáp er haframjölskakan
góða og þú ýmist að hræra kar-
mellubúðing fyrir Magga bróður eða
að klípa í sundur suðusúkkulaðimola
og blanda við rúsínur. Við hliðina á
eldavélinni er ódýra kakan að kólna
áður en þú smyrð sultu á helm-
ingana. Kvöldverðarboð í Fellsmúl-
anum og kótelettur í raspi, brúnaðar
kartöflur, grænar baunir og rabar-
barasulta. Kannski snúast þessar
æsku matarminningar tengdar þér
um hlýjuna í eldhúsinu og hlýjuna í
þér amma mín. Amma og langavit-
leysa, amma og reykelsi, amma og
fjólublár, amma og mjóar rettur og
kaffi.
Amma á Skóló. Súkkulaðirúsínur
og kaffi. Gafst mér pönnsupönnuna
eftir að ég flutti á efri hæðina. Sagð-
ir að ég skyldi bara sjá um þetta, þú
hætt að baka. Sagði þér um daginn
hvað ég væri heppin að hafa fengið
að búa svona nálægt þér. Daglegt
spjall við eldhúsborðið. Hlýjan í eld-
húsinu og hlýjan í þér sú sama og
áður. Keyptum hreggstaðavíði í
garðinn og fjólublá sumarblóm, þú
hálf út um svefnherbergisgluggann
að fylgjast með garðvinnunni. „Skip-
að gæti ég væri mér hlýtt,“ sagðir
þú oftar í seinni tíð þegar þér fannst
afskiptasemi sonardótturinnar
keyra um þverbak eða: „Þú segir
mér það, Jón litli, að Guð hafi skap-
að þig.“ Amma með vísur og orða-
tiltæki sem sögðu það sem segja
þurfti. Það var ekki auðvelt að
hjálpa þér að flytja á Grund, þó var
það orðið tímabært þegar að því
kom. Þar var tekið vel á móti þér á
frúarganginum. Stelpurnar svo in-
dælar og auðvelt að koma í heim-
sókn. Þú talaðir oft um stelpurnar
eða kellingarnar og þessa þína og
hina þína. Þú varst þeim þakklát
fyrir umhyggjusemina alveg eins og
við fjölskyldan erum þeim þakklát
fyrir elskuna sem þær sýndu þér.
Við trilluðum í smókinn eða út á
stétt. Líka notalegt að sitja bara inni
á herbergi í rólegheitum. Heimsókn-
irnar jafn mikið fyrir mig og þig,
þess vegna er þetta svo erfitt núna.
Amman fastur punktur í tilverunni.
Heilagar sunnudagskvöldmáltíðir
síðustu árin í Álfaheiðinni … Ætl-
arðu að sækja ömmu þína? Ég er svo
þakklát fyrir síðasta árið. Svo þakk-
lát fyrir það að þú kynntist Arngrími
og að hann kynntist þér, þó að hann
sé bara lítið prik á hann minningu
um langömmu sína góðu sem þótti
svo vænt um hann. Hann alltaf
hæstánægður í heimsókn, hálfur of-
an í tómum konfektkössum eða í
fanginu á þér í stólnum á rúntinum
um Grundina. Hann deilir með þér
kattelskunni. Okkur þykir svo vænt
um þig, amma mín, og búum að því
að hafa þekkt þig. Amma mín með
ákveðnu skoðanirnar, þrjóskupúk-
ann á öxlinni og hlýjuna í hjartanu.
Ég man að þú sagðir mér frá síðustu
heimsókninni þinni að Hamri. Hvað
veðrið var gott og allt svo fallegt. Ég
sé fyrir mér bláan sjóinn, grasið svo
grænt og veðrið svo gott að það má
finna af því bragðið. Ást og kossar,
amma mín, ég veit þú passar okkur
öll og sérstaklega öll langömmu-
börnin sem þér þótti svo vænt um.
Sjáumst hinum megin. Þín
Margrét.
Nú er hún elsku amma lögst til
sinnar hinstu hvílu og langar okkur
systkinin að kveðja ömmu með
nokkrum af okkar ótal fallegu minn-
ingum.
Það er okkur svo sterkt í minni að
vera hjá ömmu í Fellsmúlanum, að
búa til virki úr borðstofustólunum
og bláa teppinu sem fylgdi ömmu frá
því ég man eftir mér. Eins þegar
lætin voru orðin of mikil og amma
kveikti á plötunni með Jörundi og
Ladda og við sátum fyrir fram plötu-
spilarann og veltumst um af hlátri.
Eða skjaldbökustóllinn sem var
hægt að breyta í tjald eða bát eða
bara hvað sem er. Svo voru það
Grimmsævintýrin sem amma las
endalaust fyrir okkur og alltaf höfð-
um við jafn gaman af, og Djákninn á
Myrká eða Garún Garún sagan eins
og við kölluðum hana. Svo hafði hún
amma gaman af því að spila við okk-
ur krakkana, þetta var svona aðferð
hjá henni til að ná okkur í rólegheit-
um og var þá aðallega spilaður veiði-
maður eða hæ gosi, en svo kom að
því að við lærðum týnu og þá varð
oft mikill hamagangur og mikið
gaman. Aldrei þreyttist hún amma á
því að hafa okkur og vildi hún alltaf
allt fyrir okkur gera og alltaf mátti
maður gista þegar manni datt í hug
og kúra í ömmu holu. Alltaf passaði
hún líka að enginn væri svangur og
var iðulega til ein „ódýra“ eða hafra-
mjölsterta í búrinu og alltaf átti
amma kandís í skápnum handa okk-
ur. Eftir að amma varð eldri þá
stækkaði barnabarna-hópurinn og
kom einn lítill snáði í viðbót, hann
litli bróðir okkar, hann Elís Rúnar
sem amma kallaði alltaf ljúflinginn
því það var hann í hennar augum. Þó
að hann sé svona mikið yngri en við
eldri barnabörnin þá fékk hann líka
að kynnast því að hjá ömmu mátti
aðra hluti og það var ýmislegt að
skoða og snudda hjá henni. Ljúfling-
urinn var ekki hár í loftinu þegar
hann fattaði að amma átti alltaf eitt-
hvað gott í skúffunni eða í skál á
borðinu. Litli ljúflingurinn fór alltaf
í sömu skúffuna og náði í eitthvað
gott að maula hjá ömmu sinni. Og
mikið fannst ömmu gaman að sitja
með honum við eldhúsgluggann á
Skólavörðustígnum og skoða mann-
lífið.
Elsku amma, þín er sárt saknað.
Minning þín er ljós í lífi okkar, þín
barnabörn,
Sylvía Guðrún, Sigurjón
Bruno og Elís Rúnar.
Guðrún Jóhanna
Andrésdóttir Norðdahl
✝
HAUKUR GUÐMUNDSSON
frá Kvígindisfelli,
Austurbrún 4,
Reykjavik,
andaðist á Landakotsspítala miðvikudaginn
19. september.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
27. september kl. 13.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Systkini hins látna og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær sonur okkar og bróðir,
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON,
Hringbraut 2C,
Hafnarfirði,
lést mánudaginn 17. september.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
fimmtudaginn 27. september kl. 15.00.
Ásta Sigurðardóttir, Þorsteinn Hálfdanarson,
Steinunn Þorsteinsdóttir, Árni Þ. Hilmarsson,
Hálfdan Þorsteinsson, Anna M. Skúladóttir,
Sigurður Þorsteinsson, Ragnheiður Jónsdóttir
og frændsystkini.
✝
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
ÞORKELL MAGNÚSSON,
Bólstaðarhlíð 41,
Reykjavík,
lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn
23. september.
Soffía Þórðardóttir,
Þóra H. Þorkelsdóttir,
Eva H. Þorkelsdóttir,
Magnús E. Þorkelsson,
Ástmar L. Þorkelsson.
✝
Ástkær móðir mín, amma, langamma og systir,
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR,
Fannborg 5,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn
14. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki deildar 4B á
Landspítalanum Fossvogi fyrir góða umönnun.
Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð og vinarhug.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðfinna Albertsdóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGRÚN INGÓLFSDÓTTIR,
Kirkjuvegi 11,
Keflavík,
lést aðfaranótt mánudagsins 24. september á
Dvalarheimilinu Hlévangi, Keflavík.
Útförin auglýst síðar.
Magnús Haraldsson, Sigurbjörg Halldórsdóttir,
Ingibjörg Haraldsdóttir, Hinrik Sigurðsson,
María S. Haraldsdóttir, Sigmundur Ó. Steinarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæra
HILDUR ÞORBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR,
Meðalholti 8,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 20. september á
Landspítalanum í Fossvogi.
Útförin mun fara fram í kyrrþey.
Aðstandendur.