Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ WWW.SAMBIO.IS SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDIVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á MR. BROOKS kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára BRATZ kl. 5:30 LEYFÐ ASTRÓPÍA kl. 6 LEYFÐ LICENSE TO WED kl. 6 - 8 B.i. 7 ára THE BOURNE ULTIMATUM kl. 8 - 10 B.i. 14 ára THE TRANSFORMERS kl. 10:30 B.i. 10 ára DIGITAL / KRINGLUNNI CHUCK AND LARRY kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:30 LÚXUS VIP MR. BROOKS kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16.ára BRATZ kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ DISTURBIA kl. 8 - 10:30 B.i.14.ára ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ ASTRÓPÍA LÚXUS VIP kl. 6 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 5:30 LEYFÐ / ÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA HVERSU LANGT MYNDIRU GANGA FYRIR BESTA VIN ÞINN? SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK ALLIR EIGA SÍN LEYNDARMÁL ÓVÆNTASTI SÁLFRÆÐITRYLLIR ÁRSINS SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNI eeee – KVIKMYNDIR.IS eee – L.I.B TOPP5.IS BLÓMATÍMI teiknimyndablaðanna var sjöundi áratugurinn, en áhugi á slíkum bók- menntum hefur glæðst mjög á seinni árum, enda hafa margar hetjur fyrri tíma ratað á hvíta tjaldið. Á þessari bráð- skemmtilegu bók Aust- ins Grossmans má sjá að hann er vel að sér í fræð- unum, þekkir öll helstu minni teiknimyndasagn- anna, ævintýralegar rökleysur sem einkenna slík rit. Mest er þó um vert að hann tekur hefð- ina ekki nema mátulega alvarlega, skrifar eins og hann sé að skrá harmleik, en um leið er textinn upp fullur af kímilegum at- hugasemdum, orðfæri og atburðum. Í Soon I Will Be Invincible fylgjumst við annars vegna með stúlku sem steypt hefur verið saman við vélmanni, Fatale, og á hinn bóginn með óþokkanum Doctor Impossible, djöfullegum snillingi sem hefur það mark- mið eitt að ná gervöllum heiminum á vald sitt til þess að allir læri nafn hans, eða rétt- ara sagt dulnefni hans. Sagan hefst þar sem helsta hetja heims- ins, Corefire, er týnd og böndin berast að Doctor Impossible, þó sá hafi verið í há- tæknifangelsi árum saman. Ofurhetjugengið kemur saman að nýju eftir rólega tíð og kallar á Fatale til liðs við sig sem nýtt blóð (nýja olíu), en áður en lengra er haldið í leitinni sleppur Doctor Impossible og hefst þegar handa við að búa til næstu vítisvél. Þræðir sögunnar eru listilega saman fléttaðir og Grossman sýnir okkur ekki bara hve ofurhetjurnar sem stirnir á eru gallaðar og breyskar, heldur líka hvernig snillingurinn illi varð svo illur. Frábær skemmtun. Skyggnst í hjarta illmenn- isins mikla Soon I Will Be Invincible, skáldsaga eftir Austin Grossman. Michael Joseph gefur út. Árni Matthíasson BÆKUR» METSÖLULISTAR» 1. Cross – James Patterson 2. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 3. The Secret – Rhonda Byrne 4. Anybody Out There? – Marian Keyes 5. Harry Potter & the Deathly Hallows – J.K. Rowling 6. The Moomin Book 1 – Tove Jansson 7. Play Dirty – Sandra Brown 8. The Bancroft Strategy – Robert Ludlum 9. The Naming of the Dead – Ian Rankin Eymundsson 1. You’ve Been Warned – James Patterson og Howard Roughan 2. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 3. Pontoon – Garrison Keildor 4. The Wheel of Darkness – Dou- glas Preston og Lincon Child 5. Bones to Ashes – Kathy Reichs 6. The Wednesday Letters – Jason F. Wright 7. Garden Spells – Sarah Addison Allen 8. The Quickie – James Patterson og Michael Ledwige 9. Dark Possession – Christine Feehan New York Times 1. Atonement – Ian McEwan 2. This Year it Will be Different – Maeve Binchy 3. A Spot of Bother – Mark Haddon 4. The Uncommon Reader – Alan Bennett 5. Half of a Yellow Sun – Chimamanda Ngozi Adichie 6. The Mission Song – John Le Carre 7. One Good Turn – Kate Atkinson 8. The Afghan – Frederick Forsyth 9. On Chesil Beach – Ian McEwan Waterstones Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is MARGT má segja um guð kristinna manna, en fáir myndu taka undir það að hann sé skemmtilegur, í það minnsta ekki eins skemmtilegur og guðir Grikkja (nú eða Æsir). Það er nefnilega gaman að lesa gríska goðafræði fyrir það hve goðin eru mis- lynd, grimm, kærulaus, ástsjúk, eigingjörn og kvik- indisleg. Skáldsagan Gods Behaving Badly eftir Marie Phil- lips hefur vakið nokkurt umtal ytra á síðustu vikum, en hún kom út í lok ágúst sl. Í bókinni segir frá grísk- um goðum sem búa í hrörlegri húsi í norðurhluta Lundúna og hafa reyndar búið þar frá 1665. Kraftar þeirra fara þverrandi, þó enn séu þau máttug sam- anborið við venjulegt fólk, og fyrir vikið lifa þau held- ur aumlegu lífi, í það minnsta sé miðað við veruna á Ólympstindi. Artemis hefur þannig atvinnu af því að fara með hunda í gönguferðir, enda í eðli hennar að hafa dálæti á hundum og vilja vera á ferðinni. Sólguðinn Appolló vill vera miðpunktur alls, nema hvað, og til þess að vera frægur reynir hann að koma sér á framfæri sem spámiðill í sjónvarpsþætti á milli þess sem hann reynir að hafa mök við allar fagrar konur sem hann sér. Afródíta er geysifögur og kynþokkafull og hefur vinnu af símaklámi, á milli þess sem hún hefur mök við Appolló. Önnur grísk goð koma við sögu, þó þeirra verði ekki frekar getið hér, en leiðindin sem eru því sam- fara að missa megnið af guðlegum krafti gera að verkum að goðin eru venju fremur önuglynd, hanga inni flesta daga og rífast hvert við annað. Spennan á milli Afródítu og Appolló verður svo til þess að uppúr sýður (hann neitar að eyða orku í að hita fyrir hana baðvatnið) og þegar tvær dauðlegar verur, skúr- ingastúlkan Alice og Neal vinur hennar, bæði mein- leysisgrey, dragast inn í deilur þeirra fer allt úr böndunum. Phillips tekst einkar vel að draga upp mynd af eig- ingjörnum og tillitslausum goðum sem er alveg sam- an um mannheim nema að því leyti að þau þrá að vera tilbeðin. Sumir hafa sett það fyrir sig í umfjöllun um bókina hvað goðin séu grimm og miskunnarlaus, en þannig er þeim lýst í goðafræðinni; engin ástæða til að draga tennurnar úr þeim til að úr verði tilvist- arspekilegar andhetjur. Að þessu sögðu þá er Gods Behaving Badly bráðfyndin og skemmtilega skrifuð, meinhæðin á köflum og gerir mikið grín að mann- heimum, ekki síður en staðalhugmyndum okkar um grísku goðin (og heilaga þrenningu og allt það líka svosem). Forvitnilegar bækur: Grískir guðir í ræsinu í Lundúnum Voru guðirnir gallaðir? Grimmlynd Tvíburasystkinin Appolló og Artemis eins og þýski málarinn Lúkas gamli Cranach (1472- 1553) sá þau fyrir sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.