Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HESTAMANNAFÉLAGIÐ Gustur boðar félagsmenn sína til fundar í reiðhöllinni í Glaðheimum, í dag, fimmtudaginn 27. september kl. 20. Þar verður fjallað um flutn- inga félagsins á Kjóavelli. Kynning verð- ur á skipulagi og reiðleiðum og sömuleiðis á hesthúsagerðum og lóðagjöldum. Farið verður yfir úthlutunarreglur varðandi komandi lóðaúthlutun á Kjóavöllum og hugsanlegt alútboð vegna byggingar hesthúsa á nýju svæði verður til umræðu. Þar sem Gustsfélagar munu nýta Glaðheimasvæðið út komandi vetur verða einnig kynntar þær reiðleiðir sem þar verða opnar í vetur. Gustur flytur FJÖLVEIÐISKIPIÐ Vilhelm Þor- steinsson EA hefur haldið til veiða á ný, eftir að það var fært til hafnar í Sortland í Noregi vegna yfirsjónar við tilkynningar til norskra stjórn- valda vegna síldveiða. Greidd var trygging, rúmar tvær milljónir ís- lenzkra króna, vegna málsins. Út- gerðin neitaði að viðurkenna ásetn- ing og þar með sekt. Málið fer nú sinn gang í norska réttarkerfinu. Vilhelm laus HJÁLPARTÆKJAMIÐSTÖÐ Tryggingastofnunar hefur ákveðið að gefa hjálpartæki til Sao Paolo í Brasilíu með milligöngu Öryrkja- bandalagsins og stuðningi frá Sam- tökum atvinnulífsins. Hjá hjálpar- tækjamiðstöðinni er verið að hlaða gám með hjálpartækjum sem verða send út í lok september. Þeir sem gefa vilja tæki geta fengið upplýsingar á slóðinni http://www.tr.is/frettir/nr/679. Gefa hjálpartæki FLÓÐIN í Afríku hafa verið með mesta móti nú í haust. Eitt þeirra ríkja sem orðið hafa illa úti er Gana. Flóðin eru í norðurhlutanum og eru börn sem búa í SOS- barnaþorpunum í suðurhluta lands- ins og eiga íslenska styrktarfor- eldra óhult. Það sama má segja um börn í öðrum löndum Afríku sem orðið hafa illa úti vegna flóða, segir í frétt frá SOS. Nánari upplýsingar má fá á vefnum sos.is. Börnin eru óhult NÆSTA laugardag, 29. september, verður málþing um barna- og æsku- lýðsstarf í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meðal þeirra sem koma fram eru Torfi Tómasson barnastjarna, Gylfi Jón Gylfason sálfræðingur, Ice Step-danshópurinn, ungt fólk sem tekur þátt í æskulýðsstarfi segir frá reynslu sinni, Stefán Eiríksson lög- reglustjóri, Dróttskátasveitin Dím- on, Bjarni töframaður, Kristín Rós Hákonardóttir sundkona og margt fleira. Leiktæki verða opin milli 13 og 17. Málþingið hefst klukkan 14 og stendur í um 2 klukkutíma. Málþing um barnastarf Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is MYNDSKEIÐ sem sýna Halldór Laxness við réttarhöldin yfir Nikolaj Búkharín, sem Jósef Stalín lét taka af lífi árið 1938 sem föðurlands- óvin, var sýnt í Kiljunni, bók- menntaþætti Eg- ils Helgasonar, í gærkvöldi. Þekkt er að Laxness sat réttarhöldin, en ekki hafa áður birst hér á landi kvikmyndir sem sýna veru hans við þau. „Sagan er sú að ég var að horfa á þýska heimildamynd um Stalín, sem ég keypti í Berlín í sumar. Hún er eftir mann sem heitir Hartmut Kam- inski. Í myndinni eru nokkrir mynd- bútar úr réttarhöldunum yfir Búkharín árið 1938. Ég vissi að Hall- dór hefði verið þar og fór ég aðeins að skoða þetta. Og viti menn, ég sá hann þarna í áhorfendahópnum,“ segir Egill. Best klæddi maðurinn í salnum Hann segist hafa borið myndirnar undir menn sem hafi staðfest að þarna sé Halldór kominn. Það sjáist enda nokkuð greinilega þegar rýnt sé í myndirnar. „Það er ljóst að þetta er Halldór. Hann er að vanda best klæddi maðurinn í salnum,“ bætir Egill við. Hann segir að þegar Halldór Guð- mundsson ritaði ævisögu Halldórs Laxness fyrir nokkrum árum hafi hann fundið ljósmynd frá réttarhöld- unum þar sem Halldór sést í salnum. „En þarna eru semsagt komnar kvikmyndir,“ segir Egill. Hann hafði samband við Kaminski og fékk hjá honum leyfi til þess að nota mynd- irnar. „Þessi réttarhöld eru einn stærsti sögulegi viðburðurinn á 20. öld. Halldór Laxness sat öll réttar- höldin yfir Búkharín, en þau stóðu yfir í 12 daga,“ segir Egill. Búkharín og allir sakborningarnir sem voru með honum í réttarhöld- unum voru líflátnir, en réttað var yf- ir Búkharín í síðasta hluta þeirra. Kvikmynd sem sýnir Laxness við réttarhöldin yfir Búkharín Egill Helgason Greinilegur Svipmót Halldórs Laxness er vel þekkjanlegt á þessari mynd. STEFNT er að því að boðið verði upp á sérstakt nám í öryggisgæslu frá og með næstu áramótum. For- stöðumaður starfsmannasviðs Sec- uritas segir breytt eðli starfsins og breyttar aðstæður í þjóðfélaginu kalla á aukna menntun öryggis- varða. „Þjóðfélagið er að mörgu leyti orð- ið allt öðruvísi en það var. Áður hlupu menn í burtu þegar komið var að þeim í innbrotum. Í dag er orðið mjög algengt að menn séu enn inni þegar öryggisverðir koma á vett- vang og oft eru þeir með hnífa,“ seg- ir Gunnhildur Arnardóttir, forstöðu- maður starfsmannasviðs Securitas. Gunnhildur hélt erindi um menntun öryggisvarða á morgunfundi í Viku símenntunar sem nú stendur yfir á vegum símenntunarskólans Mímis. Gunnhildur segir að öryggisverðir verði að hafa þjálfun til að bregðast við í tilfellum sem þessum og til þess þurfi að stórauka menntun þeirra. Hún bendir líka á að starfssvið ör- yggisvarða sé orðið mun víðara en áður var. Verkefnin séu orðin mun fjölbreyttari og oft erfiðari. Örygg- isverðir gæti t.d. hafna, sjái um vopnaleit og geti þurft að sjá um mannfjöldastjórnun í tengslum við mótmæli. Koma oft fyrstir á staðinn Upp á síðkastið hafa ýmsir aðilar staðið að undirbúningi náms í örygg- isgæslu og er nú verið að meta frum- drög að náminu í menntamálaráðu- neytinu. Er verkefnið m.a. unnið í samvinnu við Ríkislögreglustjóra- embættið og Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins. Gunnhildir segir að stefn- an sé að boðið verði upp á námið í Mími eftir áramót en verði það við- urkennt þá sé hugsanlegt að ein- hverjir skólar á framhaldsskólastigi muni í framtíðinni bjóða upp á það. Hún bendir jafnframt á að í Dan- mörku geti enginn starfað sem ör- yggisvörður nema hann hafi hlotið til þess menntun og útgefið leyfi frá lögreglu. Þar sé samstarf lögreglu og öryggisvarða einnig mun meira en hér á landi. Öryggisverðir komi oft fyrstir á staðinn í margvísleg út- köll og á þeim hvíli mikil ábyrgð. Til þess að þeir geti staðið undir henni sem skyldi sé menntun og þekking hins vegar forsenda. Menntun öryggisvarða aukist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.