Morgunblaðið - 27.09.2007, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.09.2007, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HESTAMANNAFÉLAGIÐ Gustur boðar félagsmenn sína til fundar í reiðhöllinni í Glaðheimum, í dag, fimmtudaginn 27. september kl. 20. Þar verður fjallað um flutn- inga félagsins á Kjóavelli. Kynning verð- ur á skipulagi og reiðleiðum og sömuleiðis á hesthúsagerðum og lóðagjöldum. Farið verður yfir úthlutunarreglur varðandi komandi lóðaúthlutun á Kjóavöllum og hugsanlegt alútboð vegna byggingar hesthúsa á nýju svæði verður til umræðu. Þar sem Gustsfélagar munu nýta Glaðheimasvæðið út komandi vetur verða einnig kynntar þær reiðleiðir sem þar verða opnar í vetur. Gustur flytur FJÖLVEIÐISKIPIÐ Vilhelm Þor- steinsson EA hefur haldið til veiða á ný, eftir að það var fært til hafnar í Sortland í Noregi vegna yfirsjónar við tilkynningar til norskra stjórn- valda vegna síldveiða. Greidd var trygging, rúmar tvær milljónir ís- lenzkra króna, vegna málsins. Út- gerðin neitaði að viðurkenna ásetn- ing og þar með sekt. Málið fer nú sinn gang í norska réttarkerfinu. Vilhelm laus HJÁLPARTÆKJAMIÐSTÖÐ Tryggingastofnunar hefur ákveðið að gefa hjálpartæki til Sao Paolo í Brasilíu með milligöngu Öryrkja- bandalagsins og stuðningi frá Sam- tökum atvinnulífsins. Hjá hjálpar- tækjamiðstöðinni er verið að hlaða gám með hjálpartækjum sem verða send út í lok september. Þeir sem gefa vilja tæki geta fengið upplýsingar á slóðinni http://www.tr.is/frettir/nr/679. Gefa hjálpartæki FLÓÐIN í Afríku hafa verið með mesta móti nú í haust. Eitt þeirra ríkja sem orðið hafa illa úti er Gana. Flóðin eru í norðurhlutanum og eru börn sem búa í SOS- barnaþorpunum í suðurhluta lands- ins og eiga íslenska styrktarfor- eldra óhult. Það sama má segja um börn í öðrum löndum Afríku sem orðið hafa illa úti vegna flóða, segir í frétt frá SOS. Nánari upplýsingar má fá á vefnum sos.is. Börnin eru óhult NÆSTA laugardag, 29. september, verður málþing um barna- og æsku- lýðsstarf í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meðal þeirra sem koma fram eru Torfi Tómasson barnastjarna, Gylfi Jón Gylfason sálfræðingur, Ice Step-danshópurinn, ungt fólk sem tekur þátt í æskulýðsstarfi segir frá reynslu sinni, Stefán Eiríksson lög- reglustjóri, Dróttskátasveitin Dím- on, Bjarni töframaður, Kristín Rós Hákonardóttir sundkona og margt fleira. Leiktæki verða opin milli 13 og 17. Málþingið hefst klukkan 14 og stendur í um 2 klukkutíma. Málþing um barnastarf Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is MYNDSKEIÐ sem sýna Halldór Laxness við réttarhöldin yfir Nikolaj Búkharín, sem Jósef Stalín lét taka af lífi árið 1938 sem föðurlands- óvin, var sýnt í Kiljunni, bók- menntaþætti Eg- ils Helgasonar, í gærkvöldi. Þekkt er að Laxness sat réttarhöldin, en ekki hafa áður birst hér á landi kvikmyndir sem sýna veru hans við þau. „Sagan er sú að ég var að horfa á þýska heimildamynd um Stalín, sem ég keypti í Berlín í sumar. Hún er eftir mann sem heitir Hartmut Kam- inski. Í myndinni eru nokkrir mynd- bútar úr réttarhöldunum yfir Búkharín árið 1938. Ég vissi að Hall- dór hefði verið þar og fór ég aðeins að skoða þetta. Og viti menn, ég sá hann þarna í áhorfendahópnum,“ segir Egill. Best klæddi maðurinn í salnum Hann segist hafa borið myndirnar undir menn sem hafi staðfest að þarna sé Halldór kominn. Það sjáist enda nokkuð greinilega þegar rýnt sé í myndirnar. „Það er ljóst að þetta er Halldór. Hann er að vanda best klæddi maðurinn í salnum,“ bætir Egill við. Hann segir að þegar Halldór Guð- mundsson ritaði ævisögu Halldórs Laxness fyrir nokkrum árum hafi hann fundið ljósmynd frá réttarhöld- unum þar sem Halldór sést í salnum. „En þarna eru semsagt komnar kvikmyndir,“ segir Egill. Hann hafði samband við Kaminski og fékk hjá honum leyfi til þess að nota mynd- irnar. „Þessi réttarhöld eru einn stærsti sögulegi viðburðurinn á 20. öld. Halldór Laxness sat öll réttar- höldin yfir Búkharín, en þau stóðu yfir í 12 daga,“ segir Egill. Búkharín og allir sakborningarnir sem voru með honum í réttarhöld- unum voru líflátnir, en réttað var yf- ir Búkharín í síðasta hluta þeirra. Kvikmynd sem sýnir Laxness við réttarhöldin yfir Búkharín Egill Helgason Greinilegur Svipmót Halldórs Laxness er vel þekkjanlegt á þessari mynd. STEFNT er að því að boðið verði upp á sérstakt nám í öryggisgæslu frá og með næstu áramótum. For- stöðumaður starfsmannasviðs Sec- uritas segir breytt eðli starfsins og breyttar aðstæður í þjóðfélaginu kalla á aukna menntun öryggis- varða. „Þjóðfélagið er að mörgu leyti orð- ið allt öðruvísi en það var. Áður hlupu menn í burtu þegar komið var að þeim í innbrotum. Í dag er orðið mjög algengt að menn séu enn inni þegar öryggisverðir koma á vett- vang og oft eru þeir með hnífa,“ seg- ir Gunnhildur Arnardóttir, forstöðu- maður starfsmannasviðs Securitas. Gunnhildur hélt erindi um menntun öryggisvarða á morgunfundi í Viku símenntunar sem nú stendur yfir á vegum símenntunarskólans Mímis. Gunnhildur segir að öryggisverðir verði að hafa þjálfun til að bregðast við í tilfellum sem þessum og til þess þurfi að stórauka menntun þeirra. Hún bendir líka á að starfssvið ör- yggisvarða sé orðið mun víðara en áður var. Verkefnin séu orðin mun fjölbreyttari og oft erfiðari. Örygg- isverðir gæti t.d. hafna, sjái um vopnaleit og geti þurft að sjá um mannfjöldastjórnun í tengslum við mótmæli. Koma oft fyrstir á staðinn Upp á síðkastið hafa ýmsir aðilar staðið að undirbúningi náms í örygg- isgæslu og er nú verið að meta frum- drög að náminu í menntamálaráðu- neytinu. Er verkefnið m.a. unnið í samvinnu við Ríkislögreglustjóra- embættið og Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins. Gunnhildir segir að stefn- an sé að boðið verði upp á námið í Mími eftir áramót en verði það við- urkennt þá sé hugsanlegt að ein- hverjir skólar á framhaldsskólastigi muni í framtíðinni bjóða upp á það. Hún bendir jafnframt á að í Dan- mörku geti enginn starfað sem ör- yggisvörður nema hann hafi hlotið til þess menntun og útgefið leyfi frá lögreglu. Þar sé samstarf lögreglu og öryggisvarða einnig mun meira en hér á landi. Öryggisverðir komi oft fyrstir á staðinn í margvísleg út- köll og á þeim hvíli mikil ábyrgð. Til þess að þeir geti staðið undir henni sem skyldi sé menntun og þekking hins vegar forsenda. Menntun öryggisvarða aukist

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.