Morgunblaðið - 27.09.2007, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LÍKUR á, að Gordon Brown, for-
sætisráðherra Bretlands, boði til
kosninga á næstu vikum þykja hafa
aukist en ný skoðanakönnun sýnir,
að Verkamannaflokkurinn hefur
nú 11 prósentustiga forskot á
Íhaldsflokkinn.
Á flokksþingi Verkamanna-
flokksins, sem er að ljúka í Bourne-
mouth, hafa ráðherrarnir talað um
nýja tíma undir forystu Browns og
lagt áherslu á, að flokkurinn verði
að draga réttar ályktanir af mis-
tökum fyrirrennara hans, Tony
Blairs. Athygli vakti þó á þinginu
hvað lítið var minnst á Blair, sem
lét af embætti í júlí sl. og leiddi
flokkinn til sigurs í þrennum kosn-
ingum. Raunar var hann fjarver-
andi, í New York vegna síns nýja
starfs sem friðflytjandi í Mið-
Austurlöndum, en Brown minntist
hans næstum í
framhjáhlaupi
og David Mili-
band utanríkis-
ráðherra talaði
um „örin“, sem
flokkurinn bæri
eftir 10 ára
valdaskeið
Blairs.
Ný skoðana-
könnun sýnir, að
Verkamanna-
flokkurinn hefur 11 prósentustig
umfram Íhaldsflokkinn, 44% á móti
33%, og hefur það kynt undir
vangaveltum um nýjar kosningar.
Geta sumir sér til, að Brown hygg-
ist stela senunni frá íhaldsmönnum
og greina frá nýjum kosningum um
næstu helgi þegar þeir verða með
sinn landsfund.
Líkur á nýjum kosningum í
Bretlandi sagðar hafa aukist
Gordon Brown er
brosmildur um
þessar mundir.
OFNÆMI hvers konar er að verða
faraldur í vestrænum ríkjum. Í
Bretlandi er talið að um þriðjungur
landsmanna, um
20 milljónir
manna, muni
þjást af því ein-
hvern tíma á lífs-
leiðinni.
Kemur þetta
fram í áliti einn-
ar nefndar
bresku lávarða-
deildarinnar en
þar segir að
Bretar séu veru-
legir eftirbátar annarra Evrópu-
ríkja í stríðinu við þennan sjúkdóm.
Veldur hann þeim, sem af honum
þjást, miklum erfiðleikum og frá-
töfum frá vinnu og skóla og getur
verið lífshættulegur.
Í Bretlandi hafa ofnæmistilfelli
þrefaldast á síðastliðnum 20 árum
án þess að ástæðan fyrir því sé fylli-
lega ljós. Líklegt er talið að um sé
að ræða flókið samspil erfða og um-
hverfis. Í fyrrnefndu áliti er vikið
að því að oft sé fólk varað við jarð-
hnetum sem ofnæmisvaldi en trú-
lega sé það á misskilningi byggt.
Reynslan víða um lönd bendi ekki
til að þær valdi fremur ofnæmi en
aðrar matjurtir. Þó er talið hugs-
anlegt að sé þeim haldið frá ungu
fólki geti þær framkallað ofnæm-
isviðbrögð síðar á ævinni.
Ofnæmisfár
Ofnæmi Birkifrjó
hrella suma.
SPILLING er minnst í Danmörku,
Finnlandi og Nýja-Sjálandi sam-
kvæmt nýjum lista frá stofnuninni
Transparency International. Fá
þau einkunnina 9,4, Singapore og
Svíþjóð 9,3 og Ísland 9,2. Bretland
er 12. sæti og Bandaríkin í 20.
Óspilltir Danir
AÐ MINNSTA kosti 160 talibanar
hafa fallið í átökum við hersveitir
Bandaríkjamanna í suðurhluta Afg-
anistans sl. tvo daga, að því er
Bandaríkjamenn fullyrða. Harðir
bardagar hafa geisað í Afganistan
á þessu ári og a.m.k. 3.000 fallið.
Barist við talibana
HAUSTIÐ er tími uppskerunnar og
margar hefðir, sem tengjast þeim
tíma. Það er að segja, þannig var
það. Nú hafa nefnilega töðugjöldin í
ítölsku vínræktarhéruðunum flust
fram um heilan mánuð og er lofts-
lagsbreytingum um kennt.
Snemmsprottið
STJÓRNVÖLD á Ítalíu stefna að
því að gera það refsivert að skipta
við vændiskonur. Kom það fram hjá
Giulio Amato innanríkisráðherra,
sem sagði, að til að valda vændis-
kaupendum sem mestri skömm,
væri fyrirhugað að birta þeim
stefnuna á þeirra eigin heimili.
Atlaga að vændi
SAMTÖK bandarískra slökkviliðsmanna hafa
sakað Rudy Giuliani, fyrrverandi borgar-
stjóra í New York, um að nota hryðjuverkin
11. sept. 2001 sjálfum sér til framdráttar. Til-
efnið er, að á fjáröflunarsamkomu fyrir Giul-
iani, sem keppir eftir því að verða forsetaefni
repúblikana, var „9.11 dollarar fyrir Rudy“
aðalslagorðið. Slökkviliðsmenn segja þetta
óvirðingu við alla þá, sem misstu lífið í
hryðjuverkunum, en í herbúðum Giulianis
bendir hver á annan og vill enginn kannast
við ábyrgðina. Eru fréttaskýrendur sammála
um, að þetta geti dregið dilk á eftir sér fyrir
Giuliani.
Slökkviliðsmenn
gagnrýna Giuliani
Umdeildur Vill verða næsti
forseti Bandaríkjanna.
BÚDDAMUNKAR í Búrma sögðust
í gær ætla að halda áfram mótmælum
gegn herforingjastjórninni eftir að
öryggissveitir hennar beittu byssum,
bareflum og táragasi til að reyna að
hindra mótmælagöngu í Rangoon. Að
minnsta kosti fjórir menn lágu í valn-
um, þeirra á meðal þrír munkar.
Samtök útlægra Búrmamanna sögðu
að allt að átta manns hefðu beðið
bana.
Allt að 100.000 manns virtu að vett-
ugi viðvaranir herforingjastjórnar-
innar og söfnuðust saman á götum
Rangoon, stærstu borgar landsins, að
sögn fréttastofunnar AFP. Hún hafði
eftir tveimur hátt settum embættis-
mönnum í Búrma að tveir munkar
hefðu verið barðir til bana en sá þriðji
hefði orðið fyrir skoti eftir að hafa
reynt að hrifsa byssu af hermanni.
Heimildarmaður AFP á sjúkrahúsi í
Rangoon sagði að fjórði maðurinn
sem lét lífið væri ekki munkur.
Þetta er í fyrsta skipti sem herinn í
Búrma beitir ofbeldi til að reyna að
kveða niður mótmælin sem hófust 19.
ágúst. Sérfræðingur í málefnum
landsins sögðu að þetta gæti verið
upphafið að enn blóðugri aðgerðum
herforingjastjórnarinnar á næstu
dögum. Talið er að 3.000 manns hafi
legið í valnum árið 1988 þegar örygg-
issveitir herforingjastjórnarinnar
brutu á bak aftur svipuð mótmæli.
Fréttaritari breska ríkisútvarps-
ins, BBC, lýsti atburðunum sem
nokkurs konar keppni í viljastyrk
milli tveggja öflugustu stofnana
Búrma, hersins og munkaklaustr-
anna, og sagði að niðurstaða rimm-
unnar væri enn óljós.
Her- og lögreglumenn skutu fyrst
viðvörunarskotum upp í loftið og réð-
ust á göngumennina með kylfum þeg-
ar munkarnir og stuðningsmenn
þeirra söfnuðust saman við Shwed-
ago-pagóðuna, helgasta musteri
búddatrúarmanna í Búrma. Um
1.000 munkar söfnuðust saman að
nýju skömmu síðar og gengu um göt-
urnar. Þúsundir borgarbúa fylgdust
með göngunni og hrópuðu hvatning-
arorð til munkanna.
Her- og lögreglumennirnir skutu
þá aftur viðvörunarskotum og beittu
táragasi til að reyna að stöðva göngu-
mennina. Það er til marks um seiglu
og staðfestu þeirra að tugir þúsunda
munka og stuðningsmanna þeirra
gengu um stærsta útimarkað borg-
arinnar og héldu mótmælunum
áfram fram undir kvöld. A.m.k.
hundrað manns særðust og um 200
voru handteknir, þar af um helming-
urinn munkar.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, kvaðst í gær
ætla að senda sérlegan erindreka
sinn, Ibrahim Gambari, til að ræða
við herforingjastjórnina í Búrma. Ör-
yggisráð SÞ ræddi málið á fundi í
gærkvöldi og skoraði á herforingja-
stjórnina að heimila Gambari að fara
til Búrma.
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins og stjórn Bandaríkjanna
gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar
sem öryggisráð SÞ er hvatt til að
íhuga refsiaðgerðir gegn herforingja-
stjórninni. Rússar og Kínverjar hafa
lagst gegn slíkum aðgerðum og segj-
ast ekki vilja hafa afskipti af innan-
ríkismálum Búrma. Þeir beittu neit-
unarvaldi sínu í öryggisráðinu í
janúar þegar atkvæði voru greidd um
ályktunardrög þar sem herforingja-
stjórnin var hvött til að láta alla póli-
tíska fanga lausa.
Segjast hvergi hvika
þrátt fyrir mannfall
A.m.k. fjórir menn lágu í valnum eftir að öryggissveitir
í Búrma beittu byssum og bareflum gegn búddamunkum
Reuters
Ofbeldi Búddamunkar setjast á götuna fyrir framan hermenn sem stöðvuðu þá í Rangoon í gær. Öryggissveitir
herforingjastjórnarinnar í Búrma beittu í fyrsta skipti ofbeldi til að reyna að kveða niður mótmæli munkanna.
!
"#$%&' ( )*%)+,-./
0 - 1 $ $ -
2
0 "
" #
"3 45
!
"#"
$ % '
" $ #
!
"
)&' +
()
"
"
*"
)" + $
,
-$ $$ !
./&
/
.
/
-
" " "
-
"0
" 45
, "&
'
"" " $$"
&&&1&111
/ !
Í HNOTSKURN
» Líklegt er að mótmælun-um í Búrma ljúki með
blóðsúthellingum ef ríki heims
taka ekki höndum saman til að
koma í veg fyrir að herfor-
ingjastjórnin herði aðgerðir
sínar, að sögn Paulo Sergio
Pinheiro, sérfræðings Samein-
uðu þjóðanna í mannréttinda-
málum í Búrma.
» Pinheiro gagnrýndiMannréttindaráð SÞ í
Genf fyrir að hafa ekki tekið
nógu hart á mannréttinda-
brotum í Búrma.
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
FRANCISCO Chimoio, erkibiskup
og yfirmaður kaþólsku kirkjunnar í
Mósambík, segist viss um, að sumar
verjur, sem framleiddar eru í Evr-
ópu, hafi vísvitandi verið smitaðar
með alnæmisveirunni.
Kom þetta fram í viðtali, sem
BBC, Breska ríkisútvarpið, átti við
Chimoio en hann trúir því líka, að
sum lyf hafi verið smituð með sama
hætti „til að útrýma Afríkumönnum
sem fyrst“.
Kaþólska kirkjan er andvíg getn-
aðarverjum eins og smokkum og
hafa baráttumenn og -samtök gegn
alnæmi í Mósambík harðlega gagn-
rýnt biskupinn fyrir ummælin. Segja
þeir, að smokkurinn sé besta vopnið í
því stríði og ráðleggingar kirkjunnar
um kynlífsbindindi séu út í hött og
komi að engu haldi.
Afríkumönnum
útrýmt á einni öld?
Í viðtalinu kvaðst Chimoio vita, að
verjur væru smitaðar með alnæm-
isveirunni í tveimur Evrópulöndum
og með það fyrir augum að afmá Afr-
íkumenn. Sagði hann, að það kynni
líka að takast á einni öld ef þeir væru
ekki vel á verði. Mestu skipti þó, að
þeir tækju sjálfum sér tak, sýndu
hjónabandinu meiri virðingu og
legðu af siðlaust fjöllyndið.
Verjur alnæmissmitaðar til
að útrýma Afríkubúum?