Morgunblaðið - 27.09.2007, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 27.09.2007, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUSTURLAND Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Hólmavík | „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og lesendur eru þakk- látir,“ segir Kristín Sigurrós Einars- dóttir sem gefur út blaðið Gagnveg á Ströndum. Kristín stofnaði blaðið fyrir mánuði og var í gær að ganga frá sínu fjórða blaði. Kristín Sigurrós er kennari við Grunnskólann á Hólmavík en hefur jafnframt komið við fjölmiðlun þar sem hún er fréttaritari Morgun- blaðsins og skrifar fréttir í Bænda- blaðið og pistla fyrir svæðisútvarp Vestfjarða. „Áður en ég kom hingað, fyrir sjö árum, vann ég aðeins fyrir Skessuhorn á Vesturlandi og hef sennilega fengið áhugann þar,“ segir Kristín. Fjölmiðlun í fjölskyldunni Á Ströndum er öflugur fréttavef- ur, strandir.is, en þar hefur ekkert blað verið gefið út. „Mér fannst alltaf vanta hér héraðsfréttablað, vettvang fyrir auglýsingar og sjónvarpsdag- skrá. Af því að svæðið er svo lítið fannst mér spennandi að sameina þetta þrennt í eitt blað,“ segir hún. Hvatningin til að ráðast í verkefn- ið kom þegar Kristín fór á námskeið- ið Brautargengi ásamt sjö konum á Ströndum og konum úr öðrum lands- hlutum. Á námskeiðinu fékk hún inn- sýn í rekstrarhliðina, þróaði hug- myndina og gerði viðskiptaáætlun. „Að þetta væri ekki mjög vitlaust,“ segir Kristín þegar hún er spurð um niðurstöðuna. En hún ákvað að láta slag standa og fyrsta blaðið kom út í byrjun mánaðarins. „Það er ekki al- veg komin reynsla á það hver launin verða,“ segir hún en bætir því við að blaðið hafi fengið góðar viðtökur. Kristín er systir Gísla Einarsson- ar sjónvarpsmanns í Borgarnesi, þannig að fjölmiðlabakterían virðist vera í fjölskyldunni. Hún segir að fjölskylda þeirra sé almennt menn- ingar- og íslenskusinnuð. Nefnir í því sambandi ömmu sína í Lundar- reykjadalnum í Borgarfirði. Hún hafi skrifað endurminningar í hand- skrifuð blöð sem gengu á milli bæja. Það hafi verið fjölmiðill þess tíma. Gagnvegur kemur út vikulega og er dreift án endurgjalds inn á öll heimili á Ströndum. Kristín vinnur blaðið alveg sjálf. Segist þó eiga vel- unnara sem hjálpi henni með ákveðna þætti og svo sest fjölskyld- an niður á miðvikudögum til að brjóta blaðið og hefta. Alltaf eitthvað um að vera Þótt útbreiðslusvæðið sé ekki fjöl- mennt segir Kristín að vel hafi geng- ið að afla efnis. „Það er alltaf eitt- hvað um að vera hérna. Það teljast kannski ekki stórfréttir en það má finna skemmtilegar fréttir úr hvers- dagslífinu og svo er alltaf mikið að gerast í menningarlífinu,“ segir Kristín Sigurrós. Ákvað að sameina þrjár hugmyndir í eina Ljósmynd/Alfreð Símonarson Gagnvegur Kristín Sigurrós Einarsdóttir stofnaði héraðsfréttablaðið Gagnveg eftir að hafa tekið þátt í nýsköpunarnámskeiði. Eftir Örn Þórarinsson Patreksfjörður | Á þessu ári eru sextíu ár liðin síðan vega- vinnumenn reistu minnisvarðann á Kleifaheiði milli Barðastrand- arhrepps og Rauðasandshrepps hinna fornu. Varðan sem er hlaðin úr grjóti hefur gengið undirnafn- inu Kleifabúi eða Kleifakall. Þetta er ein stærsta varða sem reist hefur verið hérlendis. Hún hefur staðið óhögguð öll þessi ár en lítillega þurfti að laga höfuðið fyrir nokkrum árum. Það var vinnuflokkur undir stjórn Kristleifs Jónssonar frá Höfða í Þverárhlíð sem vann við vegalagningu yfir heiðina. Þegar þeir nálguðust háheiðina þótti þeim viðeigandi að reisa mynd- arlega vörðu. Einar Einarsson og Guðjón Jóhannesson hlóðu vörð- una og Kristján Jóhannesson gerði höfuðið. Vinnuflokkurinn sá svo um efnisöflun en gnægð er af grjóti á þessum slóðum. Eiður Thoroddsen hjá Vega- gerðinni á Patreksfirði segir að fjöldi fólks stoppi við Kleifabúann á hverju sumri og langflestir sem þar fari um í fyrsta skipti stansi og skoði hana. Við vörðuna er rúmgott plan og þaðan er víðsýnt. Þrátt fyrir að lagður væri nýr vegur yfir heiðina á árunum 2003 til 2005 er Kleifabúi enn ör- skammt frá vegi. Tilkomumikill minnir hann á handtök vegagerð- armanna liðins tíma sem lögðu fyrsta akfæra veg yfir heiðina, að mestu með handverkfærum. Vísa sem Kristleifur verkstjóri gerði og er á skilti við vörðuna hljóðar svo: Hátt á bergi búi stendur. Býður sína traustu mund. Horfir yfir heiðarlendur. Hár og þögull alla stund. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Varða Kleifarbúinn hefur staðið vörð við veginn til Patreksfjarðar í 60 ár. Hár og þögull alla stund FULLTRÚAR frá Donegal-fylki á Írlandi, Vesterålen í Norður-Noregi og af Austur- landi funda þessa dagana í Letterkenny á Norðvestur-Írlandi og er tilgangurinn að hefja þriggja landa samstarf á sviði menn- ingarmála. Menningarráðin í Vesterålen og á Austurlandi hafa átt í þriggja ára menningarsamstarfi og hafa nú ákveðið að fá þriðja landið í samstarf. Fyrir valinu varð Norðvestur-Írland, sem einnig telst vera jaðarsvæði með öfluga uppbyggingu á sviði menningarmála, en vill gera enn betur. Signý Ormarsdóttir, menningar- fulltrúi Austurlands, segir mikinn áhuga hjá þessum þremur löndum á að byggja upp menningarsamstarf þar sem Golf- straumurinn verður tengingin og hug- myndabankinn. Jaðarinn er hin nýja miðja Samhliða vinna nú sex listamenn frá svæðunum saman í tíu daga við sýninguna Edge Centring, sem gæti útlagst sem Jað- arinn er hin nýja miðja. Sýningin og list- vinnustofa eru í gamla virkinu og herstöð- inni Forth Dundee í Donegal. Austfirsku listamennirnir eru Ólöf Björk Bragadóttir og Sandra Mjöll Jónsdóttir. Ljósmynd/SO Menningarvirki Ólöf Björk Bragadóttir og Sandra Mjöll Jónsdóttir sýna á Írlandi. Donegal í samstarf Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is BANDARÍSKI djasstónlistarmað- urinn og tónskáldið Bob Ackerman hefur ásamt konu sinni Pam Purvis dvalið á Egilsstöðum undanfarna daga. Þau hjónin hafa boðið tón- skólanemendum upp á námskeið í spuna og héldu í gærkvöld hörku- tónleika í Valaskjálf, þar sem með þeim komu fram Matti Saarinen, Joaquim de la Cuesta og Javier Najera del Pino. Pam er þekkt djasssöngkona og píanóleikari, en Bob tekur í altsaxófón, þverflautu, klarinett og píanóið jöfnum hönd- um, þó tenórsaxófónninn sé hans helsta hljóðfæri. Þau verða með aðra tónleika í Kirkju- og menning- armiðstöðinni á Eskifirði kl. 20.30 í kvöld. Samleik Bobs og Pam, sem bæði eru á sjötugsaldri, hefur stundum verið líkt við Lester Young og Billie Holiday, þar sem rödd Pam fylgir innlifuðum blæstri Bobs í sterkum samhljómi og útkoman verður oft töfrum líkust. Þau hafa unnið saman í 25 ár og komið fram á fjölmörgum djasshá- tíðum í Bandaríkjunum og Evrópu og spilað með þekktum djassleik- urum gegnum tíðina. Gefnar hafa verið út fjölmargar upptökur með þeim, bæði saman og sitt í hvoru lagi. Djass og klassík samofin „Vera okkar á Egilsstöðum kom til vegna samstarfs okkar Pam við Tristen Willems vin okkar sem er búsettur á Fljótsdalshéraði,“ segir Bob um dvölina á Austurlandi. „Ég hef spilað og samið tónlist frá því ég var ungur. Smám saman hafa tónlistarskrifin orðið umfangs- meiri, en jafnframt æ færri tæki- færi til að fá verkin mín flutt. Þannig eru Bandaríkin í dag, fót- boltinn fær endalaus fjárframlög en ekki listirnar. Einu sinni átti hver einasta borg vandaða sinfón- íuhljómsveit. Þær eru að mestu horfnar og þær fáu sem eftir eru á nástrái og störfum hlaðnar og þ.a.l. mjög dýrt að nota þær. Þið hér á Íslandi eruð eins og Ameríka á fimmta áratugnum, meðan enn var borin virðing fyrir skapandi list þar.“ Bob hefur verið þekktastur sem djassari en segist í mörg ár hafa átt sér leynt líf sem klassískt tón- skáld sem varð stöðugt að berjast við að finna leiðir til að láta spila verkin sín. 56 ára gamall hafi hann fyrst hitt Tristen Willems sem samstundis hafi lagt hald á verkin hans og komið þeim í spilun hjá evrópskum sinfóníuhljómsveitum, m.a. í Slóvakíu. Í framhaldinu voru þau langflest tekin upp og gefin út og hann nú að hasla sér völl sem klassískt tónskáld. Síðan hafa hlut- irnir þróast hratt og næst er stefn- an sett á upptökur á Hawaii. „Ég vil hafa verkin mín, bæði í djassi og klassík, fremur stutt, fögur og ómstríð. Þó að ég sé ekki mínimal- isti nota ég abstraktið og einfald- leikann til að draga upp tónmyndir þar sem ég blanda djassinum og klassíkinni saman.“ Bob á og rekur fyrirtækið Pro- gressive Winds, sem sérhæfir sig í söfnun og sölu afburðagóðra saxó- fóna og fylgihluta í þá. Bob er sér- fræðingur í viðgerðum á þeim og munnstykkjasmíði. Hann hefur um langa hríð haft einlægan áhuga á handsmíðuðum gæðahljóðfærum, sem hann segir of lítið af nú á dög- um þar sem magnframleiðsla stór- framleiðenda ráði ríkjum. Djassað gegnum áratugina Pam Purvis og Bob Ackerman ná djúpum samhljómi í djassinum og hafa spilað á helstu hátíðum og klúbbum heimsins við glimrandi undirtektir Samhljómur Bandarísku tónlistarmennirnir Bob Ackerman og Pam Purvis taka lagið í Tónlistarskóla Fljótsdalshéraðs, þar sem þau héldu spunanámskeið í vikunni. Þau halda djasstónleika á Eskifirði í kvöld. LANDIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.