Morgunblaðið - 27.09.2007, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 27.09.2007, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hanna LillýIsaksen Krist- jánsson fæddist í Reykjavík 24. júní 1916. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði fimmtudag- inn 20. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðrún Sigríður Jóhannesdóttir, f. 1893, d. 1924 og Karl Albin Isaksen, f. 1883, d. 1943. Lillý var ein af 6 systkinum en aðeins tveir bræður hennar komust á legg, Harrý Jó- hannes Isaksen, f. 1913, d. 1935 og Arthúr Henning Isaksen, f. 1915, d. 1978. Lillý giftist 21.6. 1947 Guð- mundi Kristjánssyni skipstjóra frá Hjöllum í Skötufirði, f. 25.3. 1917, d. 21.7. 1980. Börn þeirra eru 1) Ari, f. 27.9. 1949. Maki 1992. Dætur þeirra eru Helena Þuríður, f. 1967, maki Guðjón Björnsson, f. 1959 og Hanna Lillý, f. 1980. Sambýliskona Karls Harrýs er Hrönn Helgadóttir, f. 1946. Lillý gekk í Miðbæjarbarna- skólann og Kvennaskólann í Reykjavík. Hún lauk námi í hatta- saumi frá Iðnskólanum í Reykja- vík og framhaldsnámi í Kaup- mannahöfn. Hún vann fram að giftingu í Hattabúð Reykjavíkur. Að loknu uppeldi barna sinna starfaði hún í eldhúsi Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur og hjá Sölumiðstöð Hraðfrystihús- anna. Síðustu starfsárin vann hún sem gæslukona á Þjóðminjasafni Íslands. Lillý og Guðmundur hófu sambúð að Hverfisgötu 59. Árið 1947 fluttu þau að Miklubraut 60 og bjuggu þar til ársins 1962 er þau fluttu í Safamýri 87. Eftir lát Guðmundar bjó Lillý að Hæðar- garði 35 þar til hún fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Lillýjar verður gerð frá Bústaðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Fríður Sigurðar- dóttir, f. 21.8. 1953. Synir þeirra eru Guðmundur Ari, f. 1984, Sigurður, f. 1985 og Kristján, f. 1987. 2) Kristjana Guðrún, f. 15.2. 1951. Maki Jonathan Motzfeldt, f. 25. 9. 1938. 4) Guðrún, f. 28.7. 1956. Maki Guðmundur E. Hall- steinsson, f. 3.1 1956. Börn þeirra eru Guðmundur Örn, f. 1977, sambýliskona Berg- lind Petersen, f. 1981, sonur þeirra er Elvar Örn, f. 2006, Her- dís, f. 1985 sambýlismaður Einar Ben Sigurðsson, f. 1982 og Ari Ebenezer, f. 1991. Sonur Lillýjar og Sigurðar Jóhannssonar skip- stjóra er Karl Harrý Sigurðsson, f. 21.2. 1944. Maki Helga Kristín Möller, f. 30.11. 1942, d. 15.3. Elsku mamma mín. Nú er komið að kveðjustund, stund sem ávallt kemur manni í opna skjöldu og eng- in leið er að búa sig undir. Það er mér ómetanlegt að hafa verið hjá þér kvöldið áður en þú lést. Þá tal- aðir þú um hversu vel þér liði og hve vel um þig væri hugsað. Þú lof- aðir börnin þín og það lán sem þér hefði hlotnast í lífinu. Þó að ég hafi heyrt þetta oft áður var yndislegt að heyra þig segja þetta á þessari stundu. Lokaorðunum þínum gleymi ég aldrei, orð sem ég þá gerði mér ekki grein fyrir, að voru kveðjuorðin þín til mín. Þú valdir þér göfugt hlutverk í lífinu og þú kappkostaðir að veita börnunum þínum gott uppeldi. Barn að aldri misstir þú móður þína og þó að Lóa mamma hefði reynst þér vel sagðir þú alltaf að enginn kæmi í stað móður. Við börnin þín nutum þess ríkulega og móðurhlutverkinu skilaðir þú með miklum sóma. Ást þín til okkar barnanna var skilyrð- islaus, þú varst ætíð stolt af okkur og stóðst þétt að baki okkar bæði í gleði og sorg. Slíkur móðurkærleik- ur er dýrmætur hverju barni sem er að vaxa úr grasi. Ég naut þeirra forréttinda að hafa þig heima á uppvaxtarárum mínum. Lífsreglurnar voru lagðar án þess að nota boð og bönn og ég minnist þess aðeitt sinn á unglings- árunum hafði ég verið úti langt fram á nótt, þá beiðstu eftir mér í símastólnum heima í Safamýrinni. Þegar ég svo kom heim seint og um síðir kysstir þú mig og spurðir hvort ég hefði ekki skemmt mér vel. Síðan bauðstu mér góða nótt, án þess að hafa orð á áhyggjum þínum af næturgöltri mínu. Ég vissi þó betur. Ég var komin á unglingsár þegar þú ákvaðst að tími væri kominn til þess að fara út á vinnumarkaðinn. Sú reynsla varð þér örugglega dýr- mæt þegar pabbi varð bráðkvaddur og þú þurftir að takast á við breytt- ar aðstæður. Elsku mamma, þú hafðir einstakt lag á að takast á við erfiðleika af bjartsýni og jákvæðni og tileinkaðir þér sannkallaðan Pollýönnuhugsun- arhátt. Þú sagðist eiga bestu börn í heimi, makar okkar væru einstakir og barnabörnin ekki síðri. Þegar pabbi varð bráðkvaddur gastu glaðst yfir yndislegu árunum ykkar og vildir ekki vera í sporum þeirra sem lifðu í löngum ástlausum hjóna- böndum. Þú taldir þig heppna þegar þú tapaðir heyrn að hafa ekki misst sjón, því þá hefðir þú ekki getað keyrt. Elsku mamma, ég minnist setn- inga eins og: „stundum er betra að þegja en segja“, „aldrei að gráta dauða hluti“, og „oft má satt kyrrt liggja“, en þær hafðir þú í hávegum því þú sagðir lífið of stutt til þess að standa í illdeilum. Þú varst mikil „selskapskona“ og vissir ekkert skemmtilegra en að gleðjast með góðu fólki. Þú hafðir líka ríka réttlætiskennd og þoldir ekkert verr en þegar fullorðið fólk kom fram við aðra af óvirðingu. Síðustu æviárin þín naustu frá- bærrar umönnunar starfsfólks á Hrafnistu og fyrir það ber að þakka. Nú er lífsgöngu þinni lokið og þú hvíldinni örugglega fegin. Ég er sannfærð um að pabbi tekur á móti þér með útbreiddan faðminn eftir langan aðskilnað. Elsku mamma, takk fyrir að vera sú sem þú varst. Minning mín um þig mun lifa með mér. Þín dóttir Guðrún. Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða. Og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson.) Í dag er til moldar borin sóma- konan Lillý Kristjánsson sem sofn- aði svefninum langa hinn 20. sept- ember síðastliðinn. Kynni okkar Lillýjar hófust fyrir rúmlega fjörutíu árum þegar frum- burður hennar, Karl Harry, gekk að eiga systur okkar Helgu Kristínu. Þegar við fyrstu kynni varð ljóst að þar fór heimskona, fríð og fáguð, með hjarta úr gulli og stóran opinn faðm. Lillý og Guðmundur, eigin- maður hennar, gerðu strax fjöl- skyldu Helgu að sinni og dekruðu við á alla lund. Lillý var gestrisin og góð heim að sækja og þau Guð- mundur höfðu yndi af að veita gest- um vel í mat og drykk. Lillý var fé- lagslynd og lét sig sjaldan vanta þegar efnt var til fagnaðar í stór- fjölskyldunni eða meðal vina. Lífs- gleðin ljómaði af okkar konu, hún var glettin og spaugsöm og gat kryddað mál sitt með skemmtileg- um dönskum frösum þegar sá gáll- inn var á henni. Hún hafði numið og forframast í kóngsins Kaupmanna- höfn á yngri árum, nokkuð sem ekki var algengt hjá konum á þeim tím- um. Lillý kunni öðrum fremur að líta á hið jákvæða í mannlífinu og leiða hið neikvæða hjá sér. Hún var fund- vís á hið góða í fari manna og óspör á hrós og hvatningarorð. Hún lagði oftast eitthvað gott til málanna en fyndist henni á einhvern hallað í umræðum eða einhver gerast of lausmáll, gat hún allt eins gefið mönnum heilræði, s.s.: ,,Stundum er betra að þegja en segja.“ Þessa lífs- speki hennar er sjálfsagt öllum hollt að hafa í huga. Lillý leysti með sóma öll hlutverk sín á leiksviði lífsins. Hún var góð eiginkona, myndarleg húsmóðir – með gömul og góð gildi að leiðar- ljósi – og elskuleg og stolt móðir og tengdamóðir. Ömmubörnunum sýndi hún ást og umhyggju og var að vonum afar stolt af þeim öllum. En sorgin gleymir engum. Lillý varð fyrir þungbærum missi þegar Guðmundur féll frá á besta aldri og það var henni mikið áfall þegar tengdadóttir hennar, Helga Kristín systir okkar, lést í blóma lífsins eftir erfið veikindi. En Lillý tókst á við sorgina á sinn hljóðláta hátt, um- vafði aðra syrgjendur og veitti þeim styrk og kraft. Og nú er hún látin, þessi stór- brotna kona sem auðgaði líf þeirra sem henni kynntust. Að leiðarlokum viljum við systkinin og móðir okkar, Helena Sigtryggsdóttir, þakka Lillý vináttu og hlýhug í okkar garð. Fjölskyldu hennar vottum við okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hinnar látnu. Ingibjörg, Alda, Jóna, Kristján og Alma Möller. Elskuleg amma mín er látin 91 árs að aldri. Ég á margar góðar minningar um ömmu Lillý og ég held að ég geti með sanni sagt að já- kvæðari og þolinmóðari manneskja sé vandfundin. Hún sá alltaf já- kvæðu hliðarnar á málunum og aldrei kvartaði hún undan einu né neinu. Það er í raun hægt að lýsa henni sem Pollýönnu og ég notaði oft það nafn til að lýsa henni. Amma Lillý hafði einstakt lag á að láta manni líða vel og koma manni til að brosa með eilífu spurningaflóði sínu. Ég minnist þess þegar haldið var upp á níræðisafmælið hennar í fyrra. Mér þótti æðislegt að sjá hvað hún ljómaði öll þegar hún sá gamalkunnug andlit vina og ætt- ingja sem komnir voru til að sam- fagna henni. Ég útskrifaðist úr Há- skólanum á níræðisafmæli ömmu og mér þótti mjög vænt um að fá að deila þeim degi með henni. Elsku amma, af þér hef ég lært mikið. Megir þú hvíla í friði. Hanna Lillý. Lífshlaupi ömmu minnar er lokið. Hún var orðin háöldruð þegar hún kvaddi. Þó að ég hafi vitað að enda- lokin nálguðust þá kom fréttin af andláti hennar mér samt á óvart. Segja má að kveðjustundin hafi ver- ið einkennandi fyrir ömmu. Hún lagði sig eftir hádegismatinn og vaknaði ekki aftur. Hún vildi ekki gera mál úr hlutunum. Amma var stórbrotin kona. Hún var ekki bara amma mín heldur vor- um við líka bestu vinkonur þó að hálf öld skildi okkur að í aldri. Það var alveg sérstakt samband á milli okkar enda furðaði hún sig oft á því og sagði það ótrúlegt að hún væri amma mín, því við værum miklu frekar eins og bestu vinkonur. Ég var í miklu uppáhaldi hjá henni og hún hjá mér. Við brölluðum margt saman í gegnum árin og gátum tal- að um allt á milli himins og jarðar. Amma mín var falleg kona jafnt að utan sem innan. Ég man ekki til þess að ég hafi heyrt hana kvarta eða skipta skapi því hún var ein- staklega skapgóð og umhyggjusöm. Hún vildi allt það besta fyrir mína hönd og hafði mikla trú á mér. Hún fylgdist vel með því sem ég var að gera og var óspör á hvatningu og heilræði. Hún var stolt af mér og þreyttist hún seint á að láta mig vita af því. Amma var einstaklega jákvæð kona og sá alltaf það jákvæða í öllu og öllum alveg sama á hverju dundi. Það var þannig einstaklega gott að koma til hennar. Amma átti margar vinkonur á öll- um aldri. Það var nú þannig með hana ömmu að ef dætur hennar eignuðust vinkonur þá urðu þær líka vinkonur hennar. Þetta gilti einnig um mig og mínar vinkonur og það var nú ekki leiðinlegt að koma til ömmu þegar hún lagði spil fyrir okkur eða spáði í bolla um bjarta framtíð, velgengni og pen- inga. Alltaf var hún til í að gera þetta fyrir okkur sama hvernig stóð á hjá henni. Hún gaf sér alltaf tíma. Amma var mjög næm á fólk og sá og fann hvernig því leið. Hún var óspör á heilræðin og sagðist stund- um vera fullviss um það að hún hefði verið sálfræðingur í fyrra lífi. Þannig var hún tilbúin til að hlusta á fólk og gefa því heilræði. Henni fannst ekki æsingur og yfirgangur vænlegur til árangurs heldur sagði hún oft að „betra væri að þegja en segja“ og auðvitað hafði hún rétt fyrir sér. Lífssýn ömmu einkenndist þann- ig af jákvæðni, bjartsýni og um- hyggju sem fólkið hennar fékk að njóta í ríkum mæli. Jákvæðari manneskja er vandfundin. Hún var svo glöð og þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert. Ég er þakklát fyrir að hafa átt ömmu mína að öll þessi ár. Mér finnst ég ríkari fyrir vikið. Ég kveð hana með söknuði en minningin um hana mun lifa áfram. Helena (Lóa.) Mín elskulega svilkona er látin 91 árs að aldri. Við vorum giftar bræðrum, Guðmundur, maður Lil- lýjar var elstur af systkinunum frá Hjöllum í Skötufirði en Alli minn var yngstur. Lillý missti móður sína í spænsku veikinni 1918 þá aðeins tveggja ára gömul. Móðursystir hennar, Lóa mamma, eins og Lillý kallaði hana alltaf, tók hana þá að sér og ól hana upp. Lóa var mikilsmetin matreiðslu- kona, sem vann lengi á Hótel Ís- landi. Lóa var ákaflega skapstór og mjög minnisstæður persónuleiki. Ég gæti nú trúað að það hafi ekki alltaf verið auðvelt fyrir Lillý mína að umgangast Lóu, en Lillý var svo einstaklega vel gerð að hún gat allt- af siglt á milli skers og báru. Ég gleymi aldrei þegar við fórum í fyrsta sinn í kaffi til Lillýjar og Guðmundar, þá nýtrúlofuð. Ég var hálfkvíðin að hitta nýja tengdafólk- ið, en það var ástæðulaust, því mér var tekið opnum örmum og við Lillý urðum strax vinkonur, þó að 15 ára aldursmunur væri á okkur. Lillý var ákaflega myndarleg kona og mikil húsmóðir. Hún lærði hattasaum í Hattabúð Reykjavíkur og vann þar í mörg ár. Hún var mjög góð saumakona og það lék allt í höndunum á henni. Hún saumaði bæði á sjálfa sig og á börnin. Það var alltaf gott að leita til hennar, þegar maður var sjálfur farinn að fikra sig áfram í saumaskapnum. Eins var það með matargerð og bakstur. Hún var ekki í vandræðum með að halda alls kyns veislur og alltaf eru mér minnisstæð afmælin henn- ar, en hún var Jónsmessubarn, fædd 24. júní 1916. Þá var oft glatt á hjalla, enda Lillý sérstaklega skemmtileg heim að sækja. Hún var líka flink að spá í bolla og ráða drauma. Árum saman voru haldin jólaboð fyrir alla fjölskylduna og skiptumst við þá á að halda þau, Lillý og Guðmundur, Auður og Björn, Hulda og Ari og við Alli. Eins var haldið upp á öll afmæli barnanna og varð það til að börnin okkar kynntust vel og urðu góðir vinir. Þegar börnin voru komin til vits og ára var farið að halda fjöl- skyldumót vestur í Djúpi og eru þau orðin nokkur mótin, sem haldin hafa verið þar. Hún Lillý mín var ákaflega um- hyggjusöm og nærgætin kona og líðan hennar nánustu skipti hana öllu máli, enda sagði hún, þegar við Alli komum til hennar á Hrafnistu í síðasta skipti. „Mér finnst eins og ég svífi á skýi „Mér líður svo vel, ég á svo góð börn og góða fjölskyldu og allir eru svo góðir við mig og stúlk- urnar hérna dekra við mig.“ Ég get alveg séð hana í huganum, fallega og fíngerða, svífandi á skýi til him- ins. Elsku Lillý. Við Alli og börnin okkar þökkum allar ánægulegu samverustundirnar á liðnum ára- tugum. Harrý, Ara, Kristjönu og Guðrúnu og fjölskyldum þeirra sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning um góða konu. Anna Hjartardóttir. Amma Lillý kemur oft við sögu í minningum frá barnæsku minni. Amma Lillý var að vísu ekki amma mín, heldur amma hennar Lóu frænku. Kalli, sonur Lillýjar, var kvæntur móðursystur minni heit- inni, henni Helgu. Við Lóa, dóttir þeirra, erum nánast jafngamlar og eyddum mörgum dögum og nóttum saman hér áður fyrr. Það urðu því líka margir dagar sem ég fékk að vera með í heimsókn hjá ömmu Lillý, ekki síst á þeim árum sem ég bjó með foreldrum mínum í næsta húsi við Lillý í Safamýrinni. Lillý var heimskona. Fyrir litlar stúlkur var heimili hennar ævintýraheimur, með marga fína og framandi hluti. Í eldhúsinu var líka alltaf eitthvað gott til og ófáar kleinurnar innbyrt- ar með mjólkurglasi. Ég man ekki eftir henni öðruvísi en brosandi og kátri og hún vildi gjarnan hafa margt fólk í kringum sig. Hún var sannkölluð Pollýanna, alltaf jákvæð og bjartsýn, alveg fram á síðustu daga. Hvíl í friði, Lillý mín, og hafðu þökk fyrir allar samverustundirnar. Elsku Kalli, Lóa, Hanna Lillý, Ari, Kristjana, Guðrún og fjölskyld- ur. Sendi ykkur innilegar samúðar- kveðjur héðan úr Svíaríki. Megi minning um góða og glaða konu lifa. Helena Sveinsdóttir (Lena). Það haustar að, rigning og rok úti og á tölvunni birtist póstur, frá Krissu, „Mamma dó í dag“. Ein- hvern veginn hljóðnar allt og tíminn rennur aftur á bak. Minningarnar flæða fram. Safamýrin uppi eða niðri, það er eiginlega alveg sama á hvorum staðnum, Lillý er alltaf með okkur. Matarboð, partí, hún er allt- af hressust, alltaf jafn ungleg það er helst að heyrnin daprist með ár- unum og hún á erfitt með að taka þátt í samræðunum þegar við tölum öll í einu eins og okkur hættir gjarnan til. En þá situr hún bara og brosir alsæl yfir því að fá að vera með okkur. Við sjáum að okkur og eitt okkar sest þá hjá henni og það er spjallað um gamla dag og daginn í dag og hún gleymir aldrei að segja mér hvað ég sé rík að eiga öll þessi börn, það séu mestu auðæfin, ég megi aldrei gleyma því. Eldhúsið í Safamýri, náð í spá- bollana og hellt upp á sterkt kaffi og bolla snúið og blásið í kross, „Hvað með þennan mann“? „Hvað með þetta hús“? og Lillý svarar einhvern veginn öllum spurningunum þannig að maður er ánægður, hvort sem svarið var jákvætt eða neikvætt og hvort hún sá þetta í bollanum eða bara þekkti inn á okkur, það ein- hvern veginn skipti ekki máli, þetta var bara skemmtilegt. Fataskápurinn í Safamýri, þvílík- ur fjársjóður, „Æ, Lillý, áttu ekki eitthvað að lána mér það er árshátíð um helgina?“ Gamlárskvöld í Safamýri, mið- nætursnarl, kokkteilpylsur með beikoni, nammi, alltaf búin að til- einka sér nýjungar í matargerð, brennan hinumegin við götuna, hlúð að brenndum lófa þannig að engin urðu ör. Þetta eru endalausar myndir og minningar og sú síðasta fyrir rúmu ári í níræðisafmælinu, sama fallega brosið, minnið aðeins farið að gefa sig en alsæl umkringd ríkidæmi sínu, börnum og barna- börnum. Ég og börnin mín þökkum fyrir samfylgdina og sendum samúðar- kveðjur til fjölskyldunnar. Þóra Þorsteins. Lillý Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.