Morgunblaðið - 27.09.2007, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 27.09.2007, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Kennarar Kennarar óskast til yfirferðar á samræmdum könnunarprófum í 4. og 7. bekk 2007. Skilyrði eru að viðkomandi hafi kennt þessum árgöngum stærðfræði eða íslensku. Nánari upplýsingar eru veittar á Námsmatsstofnun í síma 550 2400 milli klukk- an 13 og 16 alla virka daga til 5. október nk. Hægt er að sækja um á netinu, slóðin er www.namsmat.is Atvinnuauglýsingar Hverahlíðarvirkjun allt að 90 MW jarðvarmavirkjun Mat á umhverfisáhrifum - athugun Skipulagsstofnunar Orkuveita Reykjavíkur hefur tilkynnt til athug- unar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um Hverahlíðarvirkjun, allt að 90 MW jarðvarma- virkjun í Sveitarfélaginu Ölfusi. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 27. september til 9. nóvember á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss, á bóka- safninu í Þorlákshöfn, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á heima- síðum Orkuveitu Reykjavíkur: www.or.is og VSÓ ráðgjafar: www.vso.is Orkuveita Reykjavíkur mun kynna frummats- skýrslu virkjunarinnar með opnu húsi á eftir- farandi stöðum: Í húsi Orkuveitu Reykjavíkur Bæjarhálsi 1 miðvikudaginn 3. október kl. 17.00. Í Hellisheiðarvirkjun fimmtudaginn 4. október kl. 17.30. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 9. nóvember 2007 til Skipulags- stofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfis- áhrifum, nr. 106/2000 m.s.br. Skipulagsstofnun. Tæknimaður óskast á ÍNN 3x10 Vetrardagskrá ÍNN fer senn í loftið á Digital Ísland rás 19. Vegna umfangsmikillar inn- lendrar dagskrárgerðar leitum við eftir alhliða tæknimanni, sem hefur gott vald á myndatöku, hljóðupptöku, klippingu (Final Cut) og konverteringu. Æskilegt væri að viðkomandi hefði gott vald á After Effects og Photoshop. Frábær vinnuaðstaða á Fiskislóð 14 í glaðværu umhverfi. Áhugasamir sendið póst fyrir 01.10. 2007 á box@mbl.is merkt ,, Tækni - 20650.” Raðauglýsingar 569 1100 Tilkynningar Atvinnuauglýsingar sími 569 1100 FRÉTTIR HAFNARFJARÐARBÆR, Metan hf. og N1 hf. hafa gert með sér sam- komulag sem er fyrsta skrefið í átt að metanafgreiðslustöð í bænum. Samkvæmt samkomulaginu mun Metan hf., fyrir hönd Hafnarfjarðar- bæjar og Metan, láta vinna hag- kvæmnis- og kostnaðaráætlun fyrir mögulegar aðferðir við flutning á metani til Hafnarfjarðar. Verði niðurstöður jákvæðar varðandi rekstrarlegar forsendur hefur N1 skuldbundið sig, með samkomulag- inu, til að setja upp afgreiðslustöð fyrir metan í Hafnarfirði. Niðurstaða áætlunarinnar á að liggja fyrir í lok árs 2007 og ákvarðanir um næstu skref verða teknar í framhaldi af því. Gefi könnunin jákvæða niðurstöðu mun Hafnarfjarðarbær í kjölfarið setja sér áætlun um að skipta dísil- og bensínbílum í flota sínum út fyrir metanbíla. Sú vinna gæti hafist strax og stöðin tekur til starfa og mögu- lega væru allir bílar bæjarins metan- bílar strax árið 2010. Hagvagnar og Hópbílar hafa einnig uppi áform um að taka metanvagna í gagnið strax og afgreiðslustöð væri tekin í notk- un, segir í fréttatilkynningu. Samið Undir samninginn skrifuðu Björn H. Halldórsson, framkvæmda- stjóri Metan, Ingunn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri neytendasviðs N1, og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Samið um könnun á flutningi á metani ÁRLEGUR fyrirlestur Bókasafns Dagsbrúnar verður haldinn laugar- daginn 29. september kl. 14, í húsa- kynnum ReykjavíkurAkademíunn- ar að Hringbraut 121, 4. hæð. Þar mun Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur tala út frá riti sínu Við brún nýs dags. Saga Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar 1906– 1930. Nefnir Þorleifur fyrirlestur sinn „Um og fyrir. Að skrifa sögu um fortíð fyrir samtíð“ og fjallar hann um tilurð ritsins, efnistök og baráttu við heimildir. Að fyrirlestr- inum loknum munu sagnfræðing- arnir Margrét Guðmundsdóttir og Árni Daníel Júlíusson hvort um sig gagnrýna rit Þorleifs. Að fyrirlestrinum standa, auk Bókasafns Dagsbrúnar, Efling- stéttarfélag og Reykjavíkur- Akademían. Fyrirlestur um sögu Dagsbrúnar STJÓRN Landsnets ákvað fyrir nokkru að styrkja Kolviðarsjóð um 3 milljónir króna, sem koma til greiðslu á næstu þremur árum. Mun styrkurinn fara til uppgræðslu skógræktarlands að Geitasandi á Rangárvöllum á Suðurlandi. Um er að ræða 8 hektara lands og verður fjöldi gróðursettra trjáa um 20.000 á 3ja ára tímabili. Markmið verkefnisins er að skapa varanlega gróðurþekju á svæðinu, stöðva sandfok og aðra jarðvegseyðingu og styrkja rýr gróðurlendi sem átt hafa í vök að verjast fyrir eyðingaröflunum, seg- ir í fréttatilkynningu. Landsnet styrkir Kolviðarsjóð STJÓRNVÖLD sem bera ábyrgð á eftirliti með réttindum neytenda á Norðurlöndum og umboðsmenn neytenda á Norðurlöndum hafa sam- mælst um að auka samstarf sitt. Á næstu árum er að því stefnt að auka virkt eftirlit með vandamálum sem tengjast viðskiptum milli landa og yfir landamæri ríkjanna. Samstarfið milli stjórnvalda sem fara með neytendamál, þ.e. umboðs- manna neytenda í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi, hófst form- lega fyrir 15 árum, fyrst með þátt- töku Samkeppnisstofnunar af Ís- lands hálfu en frá 1. júlí 2005 með þátttöku Neytendastofu og tals- manns neytenda með það að mark- miði að geta gripið til aðgerða gagn- vart vandamálum sem neytendur standa sameiginlega frammi fyrir á Norðurlöndum. Þörf fyrir náið samstarf hefur aldrei verið meiri vegna sölu á þjón- ustu og starfsemi fyrirtækja yfir landamærin svo og sífellt aukinna rafrænna viðskipta og þýðingar þeirra fyrir neytendur. Á fundi sem fram fór í Karlstad í Svíþjóð 11.-12. september sl. var samþykkt sameiginleg aðgerðar- áætlun um samstarf á sviði neyt- endamála og teknar ákvarðanir um að styrkja starf að neytendamálum m.a. í viðskiptum á Netinu. Fyrir- hugað er að vinna að samnorrænu verkefni á því sviði þar sem fleiri en eitt ríki tekur þátt í verkefninu. Auk þess er fyrirhugað á vett- vangi þessa samstarfs að setja í for- gang umhverfis- og siðferðileg mál, rafræn samskipti við neytendur og fjármálaþjónustu, segir í fréttatil- kynningu. Aukið eftirlit á sviði neytendaverndar ALÞJÓÐLEG ráðstefna um mann- réttindi fatlaðra verður haldin í Há- skólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2, í dag og á morgun. Tilefni ráðstefn- unnar er „Samningur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi fólks með fatlanir“, en hann er fyrsti al- þjóðlegi mannréttindasáttmáli 21. aldarinnar. Þessi ráðstefna er hluti af „Evrópuári jafnra tækifæra 2007“ Fjöldi þekktra fyrirlesara flytur erindi á þessari ráðstefnu, jafnt inn- lendir sem erlendir. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar eru af mörgum toga. Á meðal fyrirlesara ráðstefnunn- ar má nefna: Michael Stein, prófess- or við Harvard háskóla og William & Mary háskóla í Bandaríkjunum, Davíð Þór Björgvinsson, dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, Holger Kallehauge, fyrrum lands- réttardómara í Danmörku og for- mann landssamtaka lömunarveiki- sjúklinga í Danmörku. Hann er einn af þeim sem komu að samningu þessa nýja mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fleiri en 10 aðrir fyrirlesarar flytja erindi á ráð- stefnunni, frá Norður-Ameríku og Evrópu. Mannréttindi fatlaðra

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.