Morgunblaðið - 07.10.2007, Page 21
hugsað upphátt
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 21
Vér Íslendingar eigum þvíláni að fagna að við höfummörg tækifæri til aðkoma skoðunum okkar á
framfæri.
Vér Íslendingar. Mér finnst eitt-
hvað hátíðlegt við þessi orð og
finnst eins og ég sé að ávarpa alla
þjóðina en ekki bara lesendur
Morgunblaðsins. Maður þarf eig-
inlega að vera á sjakket til að mega
segja Vér Íslendingar.
En þetta var útúrdúr.
Við getum semsagt látið móðan
mása á bloggsíðum, gjammað á
opnum rásum útvarpsstöðva, vaðið
elginn í aðsendum greinum og mas-
að og skrafað í nánast beinni út-
sendingu um það sem er efst á
baugi í hinni svokölluðu opinberu
umræðu hverju sinni. Nú eða skrif-
að pistil eins og þennan.
Þegar allir taka til máls í einu um
sama málefnið minnir fjölmiðlaflór-
an og netumhverfið á stóran sal þar
sem allir tala hástöfum hver upp í
annan svo úr verður ærandi síbylja.
Svo dettur allt í dúnalogn þangað
til næsta mál skellur á og allir
byrja aftur að æpa hver á annan
um sápukúlu vikunnar.
Í síðustu viku risu flestir sem
vettlingi gátu valdið upp á skott-
leggina og tjáðu skoðanir sínar á ís-
lensku máli og því hvort það væri
ekki alveg örugglega skýlaus frum-
burðarréttur sannra Íslendinga að
þeir væru ávarpaðir á íslensku í
bakaríinu.
Að rísa upp á skottleggina þýðir
að rísa öndverður og mætti halda
að hér væri átt við einhvern sem
risi upp á afturfæturna en væri alla
jafna vanur að ganga á fjórum fót-
um. En orðabók Menningarsjóðs
segir að skottleggur sé lærleggur
sels sem afturhreifinn er festur við
svo myndin sem birtist í huganum
af hundi sem stendur á afturfót-
unum verður að vera af kóp sem
verður ekki um sel þegar hann les
eitthvað í blaði sem ofbýður honum
og skrifar í snatri langa blogg-
færslu um málið.
Neistinn sem kveikti í tundrinu
var smáfrétt Fréttablaðsins um að
snúðugir viðskiptavinir í bakaríum
sneru iðulega frá góðum við-
skiptum vegna tungumálaörð-
ugleika. Það blandaðist svo saman
við vitnisburð um að starfsmenn
banka og fjármálafyrirtækja töluðu
iðulega ensku í vinnunni við sam-
starfsmenn sína í erlendum útibú-
um.
Í orrahríðinni var margt meitlað
og hjartnæmt sagt til varnar ís-
lensku máli sem um stund virtist
vera í útrýmingarhættu og menn
sviptu sig klæðum á síðum blað-
anna og lögðu nakið sverð sér á
hjartastað til varnar þessu tungu-
máli geirfuglsins.
Auðvitað myndum við öll steypa
fram af Þúfubjargi þjóðrækni og
eldmóðs fyrr en við leyfðum ein-
hverjum að selja okkur kleinur á
ensku eða pólsku eða hvaða mál
það nú er sem er talað í margá-
minnstum bakaríum.
Nú er aftur hljótt í fuglabjarginu
og situr hver á sinni syllu og hugs-
ar sitt. Ég er ekki frá því að þetta
moldvirði hafi borið í sér einhvern
vott af því sem er kallað Nimbyismi
á ensku.
NIMBY eru upphafsstafir setn-
ingarinnar Not in My Back Yard og
er notað um þá sem amast ekki við
hlutum eða fyrirbærum í orði en
brjálast ef til stendur að reisa eða
koma sama fyrirbæri á fót í þeirra
eigin nágrenni. Nærtækt dæmi er
hávær og vel skipulögð andstaða
íbúa við Njálsgötu þegar til stóð að
veita útigangsmönnum hæli eða at-
hvarf í húsi þar. Allt það góða fólk
sem þar gekk af göflunum er án efa
í orði hlynnt því að okkur beri að
hlúa að þeim sem utangarðs eru í
allsnægtasamfélaginu og við skul-
um styðja okkar minnstu bræður
sem hafa hrasað og reyna að koma
þeim aftur á fætur. En aldrei skal
það verða í götunni hérna hjá mér.
Þess vegna mætti sem best kalla
Nimbyisma Njálsgötuheilkenni á
ylhýrri íslensku því sannarlega er
það sama fyrirbærið.
Flestir sem brugðu brandi til
varnar íslenskunni eru víðsýnt og
veraldarvant menntafólk sem á
góðum degi er eðlilega hlynnt fjöl-
þjóðlegu samfélagi og dreymir um
margbrotið og litríkt samfélag þar
sem allir gefa og þiggja og verða
ríkari af.
Þessu fólki má vel vera kunnugt
að pólska og litháenska hefur í
nokkur ár verið helsta tungumálið í
frystihúsum, á elliheimilum og
sjúkrahúsum og á bygging-
arstöðum. Við því var ekkert að
segja fyrr en víglínan liggur þvert
yfir skenkinn í bakaríinu. Fjöl-
þjóðasamfélag og skítódýrt erlent
vinnuafl er fínt en ég vil ekki sjá
það í bakaríinu mínu. Þannig er
Njálsgötuheilkenni málhreins-
unarmanna og hreintunguvíkinga.
Páll Ásgeir Ásgeirsson
Njálsgötuheilkennið
Borgartúni 29 + Höfðabakka 3
Smiðjuvegi 5 + Glerárgötu Akureyri
Sími 515 5100 + www.a4.is
Línan fyrir næsta ár
er komin í hús
Dagbækurnar 2008 eru komnar í verslanir okkar.
Mikið úrval af öllum stærðum og gerðum.
Komdu við hjá okkur og búðu í haginn fyrir framtíðina.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
2
3
3
2
7