Morgunblaðið - 19.10.2007, Síða 4

Morgunblaðið - 19.10.2007, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is SJÁLFSTÆÐISFÓLK lítur nú á samstarfsslitin í borgarstjórn sem út- rætt mál eftir fund stjórna sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík í Valhöll í gærkvöld. Um 200 manns mættu á fundinn sem haldinn var fyrir luktum dyrum og hélt Geir H. Haarde, for- maður Sjálfstæðisflokksins, ræðu og kynnti sjónarmið sín þar. Fundurinn stóð milli kl. 17.30 og 19.15. Geir kvaddi fundarmenn eftir sína ræðu og sagði að því loknu, aðspurður af Morgunblaðinu, hví hann hefði komið á fundinn, að hann hefði talið sér skylt að beita sér fyrir því að fólk sneri nú bökum saman og reyndi að loka því máli sem upp kom, þ.e. sam- starfsslitin við Framsókn, og að flokksmenn allir, stjórnir sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík ásamt kjörn- um fulltrúum, horfðu fram á veginn og endurskipulegðu sig með tilliti til þeirra nýju hlutverka sem flokkurinn hefði nú tekið að sér. „Þetta þarf auðvitað ekki að segja fólki, það gera sér allir grein fyrir þessu, en ég vildi koma mínum sjón- armiðum að,“ sagði Geir. „Ég tel rétt að hætta núna að takast á við fortíð- ina, heldur horfa fram á veginn og mér heyrist að það sé mikil stemning fyrir því.“ Telur Geir nú brýnast að Sjálf- stæðisflokkurinn takist á við það að flokkurinn sé kominn í minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. „Ég sé það strax að borgarfulltrúarnir eru ákveðnir í því að halda uppi öflugri og málefnalegri stjórnarandstöðu og það er þá verkefnið. Fyrir flokksfólk í Reykjavík er mikilvægt að standa vel að baki þessum kjörnu fulltrú- um. Mönnum hafa verið mislagðar hendur á vissan hátt í þessu REI- máli, það hafa menn viðurkennt. Það hefur haft örlagaríkar afleiðingar m.a. vegna þess að ekki var hægt að treysta á að borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins stæði við orð sín gagnvart borgarstjóranum. Nú þurfa menn að vinna úr þeirri stöðu sem upp er komin.“ Aðspurður hvort hann felli sig alfarið við þau sjónarmið sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa tjáð vegna samstarfsslitanna, sagðist Geir ekki hafa forsendur til annars. „Auðvitað treysti ég mínu fólki í borgarstjórn, það segir sig sjálft.“ Gísli Marteinn formaður borgarstjórnarflokksins Marta Guðjónsdóttir formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík, sagði eftir fundinn að Gísli Marteinn Baldursson yrði formaður borgarstjórnarflokksins og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti flokksins. Sagði hún borgarstjórn- arflokkinn njóta algjörlega óskoraðs trausts sjálfstæðisfélaganna. „Menn ætluðu aldrei að hætta að klappa fyr- ir oddvitanum og þeim borg- arfulltrúum sem stóðu upp og tjáðu sig,“ sagði hún. „Þetta er útrætt mál. Við misstum óvænt meirihlutann, það voru framsóknarmenn en ekki við sem tókum þá ákvörðun og auðvitað þurfum við að ræða saman við trún- aðarmenn flokksins þegar slíkt kem- ur upp á. Þetta er í fyrsta sinn í sög- unni sem það gerist að það slitnar upp úr meirihlutasamstarfi í borg- astjórn á miðju kjörtímabili. “ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna, sagði fundarmenn hafa talað opinskátt um málið allt. „Þetta var mjög hreinskilin og góð umræða,“ sagði hann. „Borgarstjórn- arflokkurinn og ég fengum fullan stuðning og það var enginn sem var að krefjast afsagnar minnar eða ein- hverra borgarfulltrúa. Þetta var gríð- arlega sterkur fundur og hér ríkti mikil ákveðni í því að nú stæðu menn þétt saman.“ Sagðist Vilhjálmur hafa fengið hlýjar móttökur á fundinum. Vilhjálmur sagði sms-málið svo- nefnda hafa verið rætt á fundinum og enginn hefði sýnt sér neinar sannanir fyrir því að borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokks hefðu sent öðrum flokk- um sms-skilaboð áður en meirihlut- inn sprakk. „Þetta er greinilega eitthvert útspil af hálfu okkar and- stæðinga til að tortryggja okkur og það hefur enginn gefið sig fram með svona sms. Borgarfulltrúar, allir sem einn fullyrtu að þeir hefðu ekki sent nein sms.“ Vilhjálmur sagði menn hafa verið að senda sms seinnipart fimmtudags, er fyrir lá að meirihlut- inn væri fallinn, „en að borg- arfulltrúar hafi verið að makka eitt- hvað á bak við mig er tilbúningur andstæðinga okkar til að sá fræjum tortryggni.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Fundur Þótt umræður á fundi sjálfstæðismanna væru alvarlegar tókust menn brosandi í hendur að honum loknum, enda lögð áhersla á samstöðu. „Hætta að takast á við fortíðina“ Í HNOTSKURN »Geir Haarde lýsti þeirriskoðun á fundinum, í sam- hengi við annað sem hann sagði, að slíta ætti fundi að lokinni sinni ræðu. Andri Ótt- arsson fundarstjóri bar upp þessa hugmynd og heyrðist þá úr sal að fólk léti ekki bjóða sér slíkt. »Marta Guðjónsdóttir segiraldrei hafa staðið til að slíta fundi eftir ræðu Geirs heldur hafi viðbrögð salar markast af ákveðnum mis- skilningi. Alltaf hafi staðið til að Vilhjálmur Þ. flytti tölu og fundurinn héldi áfram eftir ræðu Geirs.  Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við sjálfstæðismenn um endalok meirihluta- samstarfsins í borginni  Hann lagði áhersla á samstöðu og að menn sneru sér að nýjum verkefnum Eftir Andra Karl andri@mbl.is MEIRIHLUTI borgarráðs vísaði í gær tillögu minnihlutans um stuðning við bókun Svandísar Svavarsdóttur, borgarfulltrúa VG, á eigendafundi Orkuveitunnar 3. október sl. um lögmæti fund- arins til nýs stýrihóps sem skipaður verður til að kanna allar hliðar samruna Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy. Minnihlutinn var ósáttur við það og sagði Gísli Marteinn Bald- ursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, að stýri- hópurinn væri þegar farinn að breytast í „stórt teppi sem sópa á öllum málum undir“. Stofnun stýrihópsins var samþykkt í gær af öll- um flokkum en borgarfulltúar Sjálfstæðisflokks létu þó bóka, að þrátt fyrir að hann væri að störf- um ætti hlutverk stjórnar OR ekki að breytast. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks og stjórnarmaður í OR, hefur þá óskað eftir að þegar í stað verði haldinn stjórn- arfundur í OR þar sem þessi mál verði skýrð. „Því fylgir ákveðin skylda að starfa í stjórn fyr- irtækis og ég vil takast á við þær skyldur og sinna þeim verkefnum sem mér ber samkvæmt lögum og venjum í fyrirtækjarekstri. Nú hins vegar hefur verið skipaður stýrihópur stjórn- málamanna og honum falið að fara yfir rekstur Orkuveitunnar, fara ofan í alla rekstrarþætti og kalla til óháða ráðgjafa,“ segir Júlíus sem telur að stýrihópurinn sé í raun að taka yfir störf stjórnar OR. Helstu verkefni stýrihópsins verða m.a. að kanna lagalegan grundvöll samruna REI og GGE, kanna með hvaða hætti hagsmuna almenn- ings var gætt í aðdraganda samrunaferilsins og kanna aðkomu einstakra fjárfesta að REI, m.a. með hliðsjón af jafnræðisreglu. Einnig á hóp- urinn að gera tillögu að breytingum á samþykkt- um og eftir atvikum nýju skipuriti Orkuveitunnar og gera drög að orkustefnu Reykjavíkur, sem tryggja á gagnsæi í öllum ákvörðunum, sjálfbæra nýtingu orkulinda í sátt við umhverfið og íbúa og örugga afhendingu raforku. Í stýrihópnum sitja ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra Sigrún Elsa Smáradóttir Samfylk- ingunni, Hanna Birna Kristjánsdóttir Sjálfstæð- isflokki, Svandís Svavarsdóttir Vinstri grænum, Margrét Sverrisdóttir Frjálslyndum og óháðum og Björn Ingi Hrafnsson Framsóknarflokki. Gísli Marteinn benti á það á borgarráðsfundi í gær að einkennilegt væri að Björn Ingi sæti í stýrihópnum, enda var hann einn þeirra manna sem mest unnu að samruna REI og GGE. „Við gerðum athugasemdir við það í bókun að meiri- hlutinn skuli skipa Björn Inga inn í þennan stýri- hóp sem á að rannsaka hvernig staðið var að mál- um – allir vita að Björn Ingi var drifkrafturinn í þessu máli,“ segir Gísli Marteinn. Hópur settur yfir stjórn OR Stýrihópurinn „stórt teppi sem sópa á öllum málum undir“, segir minnihlutinn Í HNOTSKURN »Stýrihópurinn nýstofnaði mun kannaallar hliðar samruna REI og GGE með það að markmiði að almannahagsmunum verði haldið til haga, löglega verði að verki staðið og öllum spurningum svarað sem þegar hafa komið upp og kunna að koma upp. »Hópurinn skilar af sér í áföngum, enlokaskil eru eigi síðar en 1. júní 2008. FÍKNIEFNIN sem fundust um borð í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn vógu alls um 40 kíló en ekki 60 eins og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá í upphafi. Misræmið felst í því að töskur sem fíkniefnin fundust í höfðu verið þyngdar, a.m.k. sumar þeirra. Þyngd fíkniefnanna með umbúðum og töskum var um 60 kíló en efnin sjálf voru 20 kílóum léttari. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yf- irlögregluþjóns voru 24 kíló af am- fetamíni í skútunni, 14 kíló af e-töflu- dufti og um 1.800 e-töflur. Friðrik Smári sagði að fljótlega eftir að málið kom upp hefði legið fyrir að magn fíkniefnanna var 40 kíló en ekki 60. Aðspurður hvers vegna magntalan hefði ekki verið leiðrétt strax, sagði hann að ástæðan væri að hluta til rannsóknarhags- munir og auk þess hefðu menn haft um margt annað að hugsa. Gæsluvarðhald yfir fimm þeirra sem eru í haldi rann út í gær. Fram- lengt var hjá fjórum, þar af einum til 1. nóvember, tveimur til 8. nóvember og þeim fjórða til 29. nóvember. Fíkniefnin vógu 40 kíló en ekki 60 Morgunblaðið/Júlíus Mikið magn Í skútunni voru 24 kíló af amfetamíni, 14 kíló af e-töfludufti og um 1.800 e-töflur. FORSTJÓRA Samkeppniseftirlits- ins, Páli Gunnari Pálssyni, er skylt að víkja sæti við meðferð stjórn- sýslumáls sem hófst með húsleit Samkeppniseftirlitsins hjá Mjólk- ursamsölunni ehf., Auðhumlu svf. og Osta- og smjörsölunni sf., 5. júní 2007. Þetta er samkvæmt dómi Hér- aðsdóms Reykjavíkur frá í gær. Samkeppniseftirlitinu höfðu bor- ist kvartanir og ábendingar frá Mjólku ehf. og viðskiptavinum henn- ar vegna ætlaðra brota fyrirtækj- anna þriggja á samkeppnislögum. Þetta varð til þess Samkeppniseft- irlitið framkvæmdi húsleit hjá félög- unum þremur 5. júní sl. Lögmaður stefnenda (félaganna þriggja) krafðist þess að allir starfs- menn Samkeppniseftirlitsins vikju sæti við meðferð málsins og að óháð- um og óhlutdrægum aðilum yrði fengin meðferð þess. Í bréfi hans kom fram að ýmis ummæli forstjóra Samkeppniseftirlitsins í tengslum við stefnendur og starfsemi þeirra væru þess eðlis að hann væri van- hæfur til meðferðar málsins og þar með aðrir starfsmenn hans. Í niðurstöðu héraðsdóms í gær kemur fram að Páll Gunnar hafi látið í ljósi neikvæð viðhorf til stefnenda sem séu til þess fallin að draga megi óhlutdrægni hans með réttu í efa. Dómurinn fagnaðarefni Mjólkursamsalan sendi frá sér í gær yfirlýsingu þar sem dómi hér- aðsdóms er fagnað. Þar segir m.a. að fyrirtækin þrjú hafi byggt kröfu sína á því að Samkeppniseftirlitið væri vanhæft til rannsóknar og annarrar meðferðar málsins, þar sem op- inberlega hefðu komið fram skoð- anir starfsmanna Samkeppniseft- irlitsins á starfsemi stefnenda og meintu broti þeirra. For- stjórinn víki sæti MS fagnar dómi héraðsdóms HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt ís- lenska ríkið til þess að greiða pilti rúmar 26 milljónir króna í skaða- bætur vegna súrefnisskorts sem hann varð fyrir við fæðingu. Héraðs- dómur hafði áður dæmt piltinum rúmar 12 milljónir króna í bætur og voru þær hækkaðar í Hæstarétti. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að þegar móðir piltsins hafði gengið með hann í 41 viku árið 1994 kom í ljós við mæðraskoðun að nær ekkert legvatn var til staðar, fóstrið sýndi smávægileg vaxtarfrávik og móðirin var með of háan blóðþrýsting. Var hún lögð inn og átti að framkalla fæðingu tveimur dögum síðar. Í aðdraganda fæðingar varð drengurinn fyrir fósturköfnun. Á fyrstu æviárum sínum fékk hann ítrekað flogaköst og fljótlega fór að bera á heilsufarsvandamálum og þroskafrávikum. Var varanlegur miski hans metinn 90 stig en var- anleg örorka 100%. Taldi Hæstiréttur að mistök hefðu orðið í aðdraganda fæðingar drengsins og að íslenska ríkið bæri fébótaábyrgð á þeim afleiðingum sem taldar væru stafa af fósturköfn- un. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Hjördís Hákonardóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir og Páll Hreinsson. Karl Axelsson hrl. flutti málið fyrir drenginn og Guðrún M. Árnadóttir hrl. fyrir ríkið. Dæmdar 26 milljónir í bætur Ríkið bótaskylt vegna mistaka í fæðingu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.