Morgunblaðið - 19.10.2007, Page 11

Morgunblaðið - 19.10.2007, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2007 11 FRÉTTIR „VIÐ verðum að brjótast út úr áratuga stöðnun í launa- málum kynjanna og treysta grundvöll velferðarkerfisins, með endurmati þeirra mikil- vægu starfa sem þar eru unn- in. Komandi kjarasamningar geta orðið fyrsta stóra varðan á þeirri vegferð,“ sagði Jó- hanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra í ávarpi við setningu ársfundar ASÍ í gær. Jóhanna vék að fjölmörgum viðfangsefnum félagsmála- ráðuneytisins og sagðist m.a. óska eftir samráði við verka- lýðshreyfinguna og sveitar- félögin um leiðir til þess að sporna gegn fátækt hér á landi. „Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að samanburðarrannsóknir, sem byggjast á sömu viðmiðum og notuð eru innan Evrópusam- bandsins, benda til þess að ár- ið 2004 hafi 9,7%, eða 27.600 manns hér á landi, 16 ára og eldri, verið undir fátæktar- mörkum,“ sagði hún. Hún sagðist vilja sjá starfs- endurhæfingarmálin fá stór- aukið vægi á næstu árum. Vék hún einnig að viðræðum ASÍ og Samtaka atvinnulífsins um nýtt kerfi veikinda-, slysa- og örorkuréttinda. Margt í þess- um tillögum stuðlaði að aukn- um lífsgæðum fólks og yki möguleika þess á að vera virk- ir þátttakendur á vinnumark- aði í kjölfar slysa og veikinda. „Hitt er svo annað mál að það þarf að skoða miklu betur hvort rétt sé að ábyrgð á ör- orkumati og eftirlit með þjón- ustunni verði í höndum aðila vinnumarkaðarins. Við hljót- um að ígrunda vel kosti þess og galla ef grunnþjónusta og framfærslukerfi fólks með skerta starfsgetu verður á ábyrgð annarra en opinberra aðila,“ sagði hún en tók fram að hún væri ekki að hafna þessu áfallatryggingakerfi. Fram kom í máli hennar að af þeim sem væru á biðlistum eftir félagslegu húsnæði hjá sveitarfélögum og Öryrkja- bandalaginu hefðu rúm 70% heildartekjur undir 150.000 krónum á mánuði. Algengt væri að fólk greiddi 110– 130.000 kr. fyrir þriggja her- bergja íbúð á almennum leigumarkaði. Greindi Jó- hanna einnig frá því að í nýrri greinargerð sem unnin hefði verið fyrir hana kæmi fram að vaxtagjöld heimilanna jukust um 125,3% að raungildi frá 1994 til 2005 en vaxtabætur heimilanna jukust á sama tíma aðeins um 4,7%. Í lok ávarpsins risu fulltrúar á árs- fundinum úr sætum og þökk- uðu ráðherra með kröftugu lófataki. Ingibjörg R. Guð- mundsdóttir, fundarstjóri og varaforseti ASÍ, sagði að allir verkalýðsforingjar hefðu get- að verið stoltir af svona ræðu. „Ég man ekki eftir að hafa upplifað þetta fyrr og ég er bara hrærð,“ sagði hún. Morgunblaðið/Frikki Ávarpar ASÍ-fund „Við- fangsefnin eru óþrjótandi.“ Jóhanna Sigurðardóttir. Brjótast úr áratuga stöðnun Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „EFTIR tímabil græðgi og sérhyggju sem hef- ur verið ofan á undanfarin ár er að verða ákveðin viðhorfsbreyting í samfélaginu,“ sagði Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, í setningarræðu sinni á tveggja daga ársfundi ASÍ í gær. „Við merkjum hana á vett- vangi stjórnmálanna, hjá atvinnurekendum og í samfélaginu öllu. Og eins og ég hef nefnt er að finna ýmis jákvæð teikn í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Ég er því þeirrar skoð- unar að nú sé ákveðið tækifæri til að mynda hér breiða samstöðu um nauðsynlegar breyt- ingar á velferðarkerfinu og umfram allt eflingu þess,“ sagði Grétar. Góður samhljómur í hreyfingunni Nálægt 300 fulltrúar frá 64 aðildarfélögum sitja ársfundinn og eru undirbúningur kjara- samninga og velferðarmál helstu viðfangsefni fundarins. Grétar vék að undirbúningi kjara- viðræðnanna og sagðist ekki fá betur séð en að mikill og góður samhljómur væri innan laun- þegahreyfingarinnar varðandi þær áherslur sem menn vildu tefla fram. „Þar virðist mér einkum tvennt standa upp úr að því er varðar launamálin sjálf. Fyrir utan réttmæta kröfu um hækkun kaupmáttar er greinilega eindreg- inn vilji til að hækka lægstu launin umtalsvert. Það hefur verið mikið launaskrið að undan- förnu en þeir sem sitja helst eftir við þær að- stæður er fólkið á strípuðu töxtunum, fólkið á lægstu laununum. Hitt verkefnið sem samhljómur er um er krafan um að færa taxta að greiddu kaupi. Það felur í sér að fá tryggingu fyrir því að þær kjarabætur og ávinningar sem launafólk hefur fengið til viðbótar við það sem samið er um í kjarasamningum, verði ekki tekið af aftur, þegar dregur úr þenslu,“ sagði Grétar. Hann sagði það blasa við að verkalýðshreyfingin mundi setja fram mjög skýra kröfu um að gerð verði hörð atlaga að launamun kynjanna. Mikil umræða fer fram á ársfundinum um menntun launafólks og sagði Grétar að krafa ASÍ væri sú að sett verði lög um fullorðins- fræðslu þar sem réttindi og möguleikar fólks með litla formlega menntun verða tryggðir. Grétar sagði einnig að allmargar fjölskyldur væru í miklum húsnæðisvanda og fjölgað hefði á biðlistum sveitarfélaganna eftir leiguhús- næði á hagkvæmum kjörum. Talið væri að meira en 2.700 fjölskyldur væru á biðlistum eftir félagslegu leiguhúsnæði. Skýlaus krafa um réttláta hlutdeild Umræður fóru fram í gær um efnahags- og kjaramál á ársfundinum. Fram kom í máli for- ystumanna verkalýðsfélaga og landssambanda að félögin eru flest langt komin við undirbún- ing kröfugerðar og hefjast kjaraviðræður væntanlega á næstu vikum. Í drögum að álykt- un ársfundarins um kjaramál er gerð skýlaus krafa til þess að launafólk fái réttláta hlutdeild í aukningu þjóðarverðmæta. „Í komandi kjara- samningum verði því samið um launahækkanir sem tryggi aukinn kaupmátt,“ segir þar. „Gerð kjarasamninga er viðfangsefni einstakra fé- laga og landssambanda. Ársfundurinn telur þó að það sé sameiginlegt verkefni okkar allra að vinna að launajafnrétti og sérstakri hækkun lægstu launa. Fundurinn telur jafnframt að í komandi kjarasamningum verði ekki undan því vikist að styrkja öryggisnet samninganna. Það verði m.a. gert með því að færa taxta að greiddu kaupi og með því að tryggja að faglegt starfsréttindi launafólks verði virt. Þannig verði tryggt að launafólk fái eðlileg og sann- gjörn laun fyrir sína vinnu. Ásfundur ASÍ telur mikilvægt að stjórnvöld komi sérstaklega til móts við lág- og millitekjufólk með aðgerðum í skatta-, velferðar- og menntamálum. Mikil- vægt er að sameiginlega verði unnið að út- færslu tillagna þar sem áhersla verði lögð á að skattalækkunum verði beint til þeirra tekju- lægri. Sérstakt átak verði gert í málefnum barnafjölskyldna og í húsnæðismálum. Fund- urinn leggur einnig áherslu á að bæta mögu- leika launafólks til frekari menntunar með því að allir eigi kost á öðru tækifæri til náms.“ Lægstu laun hækki sérstaklega Í HNOTSKURN » Um 300 fulltrúar eru á tveggja dagaársfundi ASÍ. »Áhersla er lögð á skattalækkanirfyrir þá tekjulægri í drögum að kja- raályktun fundarins. »Mikil umræða er á ársfundinum umtillögur miðstjórnar að stefnu um velferðarmál og norræna vinnumark- aðsmódelið. »Kosningar í embætti ASÍ og fulltrúaí miðstjórn fara fram í dag. Forseti ASÍ sagði á ársfundi að samhljómur væri um kröfur um aukinn kaupmátt, umtalsverða hækkun lægstu launa og að færa taxta að greiddu kaupi. Ánægðir með ráðherra Þingfulltrúar á ársfundi ASÍ risu úr sætum sínum þegar Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hafði lokið ávarpi sínu og þökkuðu henni með kröftugu lófataki. Kjarabætur „Fyrir utan réttmæta kröfu um hækkun kaupmáttar er greinilega eindreginn vilji til að hækka lægstu launin umtalsvert,“ sagði Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Ís- lands, í ræðu við setningu ársfundar sambandsins sem hófst á Nordica hótelinu í gærmorgun. Ljósmynd/Róbert FORMENN landssambanda ASÍ gerðu sér- staka grein fyrir undirbúningi stéttarfélag- anna og áherslum fyrir komandi kjara- viðræður á ársfundinum í gær. Kristján G. Gunnarsson, formaður Starfsgreina- sambandsins, sagði að gengið hefði verið frá viðræðuáætlun með Samtökum atvinnulífs- ins. Viðræður um launalið hæfust vænt- anlega eftir næstu mánaðamót og stefnt væri að því að ljúka samningsgerðinni í desember. „Áherslan er á svipaðan samning og síðast var gerður, með sérstakri hækkun launataxt- anna. Það eru hlutfallslega mun fleiri utan höfuðborgarsvæðisins sem eru á launatöxt- um,“ sagði Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Landssambands verslunarmanna, um umræðuna í verslunarmannafélögunum. Allar deildir í iðnnámi yfirfullar Finnbjörn Hermannsson, formaður Sam- iðnar, sagði samhljóm um að krefjast kaup- máttaraukningar og mikla áherslu á hækkun lægstu launa. Krafist verður viðurkenningar á starfsréttindum erlendra starfsmanna. Finnbjörn sagði líka að í dag væru allar deildir í iðnnámi yfirfullar og önnuðu ekki eftirspurn vinnumarkaðarins. Hann sagði Samiðn tilbúna að taka undir þá kröfu að hin- ir lægst launuðu fengju sérstakar hækkanir. Þótt lækkun skattprósentu kæmi flestum fé- lagsmönnum í Samiðn best, þar sem þeir til- heyrðu svonefndum millitekjuhópum, þá væru þeir tilbúnir til að taka undir að skatt- leysismörkin yrðu hækkuð sérstaklega vegna lægst launaða fólksins. Fram kom í máli Guðmundar Gunn- arssonar, formanns Rafiðnaðarsambandsins, að um helmingur félagsmanna RSÍ væri á samningum hjá ríkinu. Vék Guðmundur að umræðu um laun útvarpsstjóra í því sam- bandi. „Við fengum ágætis innlegg í þá um- ræðu í gær þegar útvarpsstjóri tilkynnti að hann vildi miða laun við það sem gengur og gerist á vinnumarkaði. Við erum búnir að senda honum tilkynningu um að við séum til- búnir að fallast á það og þurfi í sjálfu sér ekk- ert að standa í því að endurnýja kjarasamn- inginn. Hann er búinn að gefa tóninn um það hvernig hlutirnir eiga að ganga fyrir sig.“ „Útvarpsstjóri er búinn að gefa tóninn“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.