Morgunblaðið - 19.10.2007, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 19.10.2007, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2007 31 vín leitt í eins konar nýbylgjustíl. Fersk- leiki nýja heimsins og fágun Frakk- lands í einni flösku. Ekki slæmt. Skörp og seiðandi angan af sítrus – þá aðallega sætum og þroskuðum greipávexti – ferskjum og rifs- og týtuberjum. Ferskt og sýruríkt í munni með góðum, allþykkum og að- laðandi ávexti. Eitt og sér, með humri, hörpuskel eða öðrum skel- fiski, eða krydduðum réttum með austurlensku ívafi. Vín sem er eig- inlega algjört æði og frábær kaup. 1.299 krónur. 91/100 Frá Sauvignon-þrúgunni í Loire yfir til Chardonnay í Búrgund. Domaine de la Mandeliere Cha- blis 2004 er klassískur og þokka- fullur Chablis, steinefnakenndur sítrus og smjör í nefi ásamt ferskum kryddjurtum, þykkt, feitt, ferskt með reykjarkeim í munni. Með þorski, humri og öðru góðu sjáv- arfangi. 1.579 krónur. 88/100 Þá þrjú rauðvín frá Bordeaux sem öll koma frá hitabylgjusumrinu mikla 2003. Vínin þetta sumar voru oft óvenjuleg og það á við um Bor- deaux sem önnur evrópsk víngerð- arsvæði. Þetta eru ekki vín sem alla- jafna henta til langtímageymslu líkt og klassísk Bordeaux-vín, hins vegar geta þau verið einstaklega aðlaðandi og aðgengileg nú þegar. Chateau Fongaban Cotes de Ca- stillon 2003 er rauðvín í „St-Emilion- stíl“ með ríkjandi Merlot. Plómur, kaffi og heitur þroskaður ávöxtur. Fágað, með mjúkum, þroskuðum tannínum, góðum ballans og dýpt. Vín sem algjör óþarfi er að bíða eftir heldur best að njóta núna. Mun þó eflaust halda sér vel í 3-5 ár. 1.499 krónur. 89/100 Chateau Poitevin 2003 er Cru Bo- urgoeis frá Médoc. Uppruninn leynir sér ekki. Sólber og plómur, vanilla og vindlakassi. Ávöxturinn kryddaður, þroskaður og mjúkur og tannín sömuleiðis. Mjög góð kaup. 1.699 krónur. 90/100 Í Chateau de l’Hospital frá Graves kemur hinn heiti ávöxtur 2003 greinilega fram, hefur sum einkenni vína frá suðrænni slóðum í stílnum með áberandi Merlot. Þroskaðar plómur og svört ber, kremað með af- ar mjúkum tannínum. Góð lengd og ágætt jafnvægi. 2.199 krónur. 89/ 100 Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Úrval vandaðra vína í fríhöfn-inni á Keflavíkurflugvellier orðið ansi athyglisvert og þar má fá mörg spennandi vín sem ekki eru fáanleg í hinum hefð- bundnu vínbúðum. Þarna eru til dæmis fáanleg mörg afskaplega frambærileg frönsk gæðavín, rauð, hvít og freyðandi. Ekki spillir verðið og þarna er því með sanni hægt að gera frá- bær kaup í vínum, oft tölu- vert betri en jafnvel í frí- höfnum erlendra flugvalla. Kíkjum fyrst á þrjú hvít- vín frá Loire, öll að sjálf- sögðu úr þrúgunni Sauvig- non Blanc, sem er meginþrúga þessa víngerð- arhéraðs. Fyrst tvö frá ná- grannaþorpunum Sancerre og Pouilly sem hvort um sig eru rómuð fyrir hvítvín sín en Sauvignon-þrúgan nær þar hvað hæstum hæðum í heiminum þótt stíll þorp- anna sé vissulega æði ólíkur og ekki sé langt á milli þeirra. Daniel Reverdy & Fils San- cerre 2006 skarpur, grænn og hvít- ur ávöxtur, ástaraldin og ber, nokk- uð grösugt. Daniel Reverdy er lítið en hátt skrifað fjölskyldufyrirtæki. Vínið mjög þurrt, sýrumikið og ferskt. 1.799 krónur. 90/100 Domaine de Bel Air Pouilly-Fumé 2006 er vín frá öðru litlu fjölskyldu- fyrirtæki, Mauroy Gauliez, sem einn- ig er talið með þeim betri í sinni sveit. Þurrt í nefi sem munni, með steinefnum, brennisteini og byssu- púðri ásamt kívíávexti og nýslegnu grasi. Mætti reyna með reyktum laxi, humri eða jafnvel hvítu kjöti. Vín sem gæti verið spennandi að geyma í 2-3 ár. 1.799 krónur. 91/100 Les Carisannes Sauvignon Blanc 2006 er flokkað sem „vin de pays“ en angar og bragðast líkt og dýrindis Sancerre og þó ekki alveg, þarna er líka að finna kraft og þroska sem maður finnur yfirleitt frekar á suð- rænni slóðum, s.s. Nýja-Sjálandi. Þegar betur er að gáð ætti það ekki að koma á óvart að Sancerre komi upp í hugann því framleiðandinn Hu- bert Brochard hefur einmitt aðsetur í Chavignol í grennd við Sancerre. Þetta eru því þrúgur á jaðri San- cerre-svæðisins sem ná ekki að flokkast sem slíkar – og vínið fram- Frönsk í fríhöfninni SMÁVEGIS skammtur af óhreinindum gæti verið besta lyfið gegn ofnæmi í börnum því rannsóknir benda til að fjölgun ofnæmistilfella meðal barna megi rekja til dauðhreinsaðs umhverfis allt í kringum okk- ur. „Við höfum þróað með okkur „of hreinan“ lífsstíl, sem leitt hefur til þess að í stað þess að ónæm- iskerfið þurfi að berjast við sýkingar hefur ofnæm- istilfellum fjölgað mikið,“ sagði Marc McMorris barnaofnæmislæknir við Michigan-háskóla í samtali við vefmiðil NBC nýlega. Ríflega 50% Bandaríkjamanna á aldrinum 6 til 59 ára eru sagðir bera ofnæmisvalda, samkvæmt könnun sem gerð var á árunum 1988 til 1994. Það er allt að fimm sinnum hærri tala en fram kom í sams konar könnun, sem framkvæmd var á árunum 1976 til 1980. Vísbendingar eru nú um að svokölluð hreinlæt- istilgáta valdi sívaxandi ofnæmistilfellum meðal barna, en ofnæmi er viðbragð ónæmiskerfisins við venjulega framandi, en yfirleitt meinlausum efnum. Algengir ofnæmisvaldar eru frjó, mold, dýr, ryk og ákveðnar matartegundir. Rannsókn, sem birt var árið 2002, leiddi í ljós að börn þar sem voru heim- ilishundar eða -kettir á fyrstu árum ævinnar voru ekki eins líkleg og önnur börn, sem ekki höfðu gælu- dýr á heimilinu til að þróa með sér ofnæmi. Sérfræð- ingar eru þó á því að frekari rannsókna sé þörf á þeirri staðreynd að ofnæmissjúkdómum fer sífellt fjölgandi í öllu hreinlætinu sem vestrænar þjóðir búa nú að öllu jöfnu við. Á misjöfnu þríf- ast börnin best Morgunblaðið/Jim Smart Að leik Það getur verið gaman að sulla, enda getur smá skammtur af óhreinindum bara reynst hið besta mál. Áleitið verk um ástina. Nýr sýningatími 31. okt og 1. nóv kl. 14. Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Hamskiptin eftir Franz Kafka „Nýstárleg og skemmtileg leiksýning“. Elísabet Brekkan, Fréttablaðið Síðasta sýning 1. desember. Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur „Gott kvöld er eins konar lofgjörð til ímyndunaraflsins, lýsing á lækningarmætti þess og krafti.“ Jón Viðar Jónsson, DV Örfá sæti laus um helgina. Hjónabands- glæpir eftir Eric-Emmanuel Schmitt söngleikur eftir Hugleik Dagsson og Flís LEG Aðrar sýningar um helgina: KAFKA OG SONUR, magnaður einleikur um samband Franz Kafka við föður sinn. ÓHAPP! eftir Bjarna Jónsson. Krassandi verk úr íslenskum veruleika. Yfir 9.000 áhorfendur! 12 Grímutilnefningar. Frábær skemmtun fyrir ungmenni á öllum aldri!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.