Morgunblaðið - 19.10.2007, Side 32

Morgunblaðið - 19.10.2007, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á HAUSTDÖGUM kom Kgosi Letlape, formaður Læknafélags Suður-Afríku, hingað til lands í boði íslenskra lækna. Kgosi er vit- ur og lífsreyndur maður, sem hef- ur marga fjöruna sopið í heima- landi sínu og kynnst bæði allsnægtum og örbirgð. Hann fræddi okkur um byrði sjúk- dóma, sem eru eig- inlega fallnir í gleymsku hér á landi eða hafa svo litla út- breiðslu að þeir eru flestum ókunnir. Hann sagði okkur frá erf- iðum skilyrðum heil- brigðisstarfsmanna, fyrst og fremst lækna, sem búa við svo bágar starfsaðstæður að ekk- ert blasir við annað en uppgjöf. Menntun þeirra og þjálfun er framúrskarandi en úrræðin nánast engin og laun löngu hætt að skipta máli fyrir starfsánægjuna. Sú tilhneiging verður þá sterk að ráða bót á allsleysinu með því að fara til annarra landa þar sem samfélagið hefur burði til að mæta starfslöngun læknanna með boð- legum starfsaðstæðum. Hann sagði okkur líka af óöld- inni í landi sínu. Af ofbeld- isglæpum og af hvítflibbaglæpum og hvernig almenningur fellir sig að þessum erfiðu aðstæðum í fá- tækt sinni. Aðstæðurnar eru að öðru leyti okkur svo framandi, að þær eru næstum handan eðlilegr- ar ímyndunar. Við höfðum þó séð þær með eigin augum. Og sú hugsun er ekki langt und- an hinni íslensku sál að svona fari fátæktin með fólkið, fái lækna til að flýja heimaland sitt vegna bágra launa og allan almenning til að láta siðferðið lönd og leið og brjóta á samborg- urum í skjóli fátækt- ar. En því hafnar Kgosi Letlape alveg; víða sé að finna sam- félög í sárri fátækt þar sem grundvall- argildi í mannlegum samskiptum séu í heiðri höfð og sam- hjálp einkennandi fremur en sundrung og eigingirni. Hann bendir á, að þar sem starfsaðstæður eru viðunandi fyrir lækna og annað menntafólk ráði laun í minna mæli ákvörðunum um búsetu. „Keep the pastures green at home,“ segir hann; tíðni glæpa í Suður-Afríku hafi haldist í hendur við almennt agaleysi í þjóðfélaginu og virðingarleysi fyrir lögum og reglu. Það hafi fylgt baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu hvítra, nauðsyn hafi brotið lög. Tilgang- urinn helgaði baráttu m.a. ung- linga allt frá 1976 þannig að í dag eru kynslóðir Afríkumanna, sem ekki þekkja annað en agaleysi og óreiðu sem þær hafa sopið með móðurmjólk frelsisbaráttunnar. Það eru að sínu leyti dapurleg ör- lög. Þetta rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég á dögunum sá grein í blaði um launakjör kennara. Það hefur ekki farið fram hjá neinum, að vaxandi órói er í kennarastétt vegna kjara og fátt virðist geta komið í veg fyrir að þeir láti sverfa til stáls enn á ný fái þeir ekki kjaraúrbætur. Rannsóknir hins opinbera og stéttarfélaga á kjörum á almennum vinnumarkaði segja allt sem segja þarf um stöðu kennara og afkomu í samanburði við aðra. En það eru aðrar áhyggjur, sem banka upp á, þegar staða kennara er metin. Það eru vinnuaðstæð- urnar. Og þá er ekki átt við húsa- kost eða búnað, sem fylgir skóla- starfi, heldur agaleysið og ringulreiðina, sem fer vaxandi í ís- lenskum skólum. Einhvers staðar höfum við tekið ranga stefnu og vikið af leið. Það endurspeglast víðar í þjóðfélaginu með atburð- um, sem endurtaka sig t.a.m. reglulega í Reykjavík um helgar. Þar er ekki við kennara að sakast. Hér liggur agaleysið að baki ásamt tillitsleysi eða öllu heldur fyrirlitningu á friðhelgi borg- aranna og rétti til ótruflaðrar um- ferðar um heimahverfi sín. Í skól- um hefur reglu verið fórnað fyrir hugmyndafræði, sem krefst réttar fyrir þá, sem jafnvel geta með engu mótið notið hans. Kennurum er ætlað að halda uppi kennslu í ringulreið ósamstiga nemenda. Auk þess eru þeir og skólastjórn- endur ítrekað sviptir nauðsyn- legum úrræðum til að halda uppi heilbrigðu skólastarfi. Nemendur hafa jafnvel í hótunum við kenn- ara með stuðningi foreldra og af- skiptaleysi menntamálayfirvalda. Þessu verður að breyta ef ekki á illa að fara. Lýðræði er vand- meðfarin blessun og umburð- arlyndi fyrir annarra hönd á ekki alltaf við. Launin ein duga ekki til að halda kennurum að starfi. Þeir verða líka að búa við aðstæður, sem gera þeim kleift að endast. Í grænum högum en ekki á ber- angri daglegrar óvissu. Við þær aðstæður í skólunum mun smám saman draga úr ótímabærum þvaglátum í miðbæ Reykjavíkur. Grænir hagar kennara eða auðnin ein Sigurbjörn Sveinsson skrifar um agaleysi og ringulreið í skólum landsins » Og þá er ekki átt viðhúsakost eða búnað, sem fylgir skólastarfi, heldur agaleysið og ringulreiðina, sem fer vaxandi í íslenskum skólum. Sigurbjörn Sveinsson Höfundur er skólalæknir. UNDANFARNA daga hafa miklar sviptingar verið í borg- arstjórn Reykjavíkur. Nýr meiri- hluti hefur tekið við eftir að Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, lét Alfreð Þorsteinsson semja fyrir sína hönd. Afarkostir Framsóknar Björn Ingi setti sjálfstæðismönnum af- arkosti. Annaðhvort myndu þeir styðja REI-málið alla leið eða að meirihluta- samstarfinu yrði slitið. Annaðhvort myndu þeir lýsa yfir fullum stuðningi við starfs- menn REI og OR, líka þá sem voru með stóru kaupréttarsamn- ingana án þess að hafa upplýst borgarfulltrúana um þá, eða að meirihlutasamstarfinu yrði slitið. Annaðhvort myndu þeir lýsa yfir fullum stuðningi við 20 ára einka- rétt REI á öllum erlendum sam- skiptum Orkuveitunnar eða að meirihlutasamstarfinu yrði slitið. Þegar fyrstu grunsemdir vöknuðu um að ekki væri allt með felldu höfðu sjálfstæðismenn í borg- arstjórn sem betur fer kjark til að standa í lappirnar. Þeir vildu gefa sér tíma til að fara gaumgæfilega yfir málið og höfðu dug og þor til að segja: ,,Hingað og ekki lengra. Þetta mál þarf að skoða með gagnrýnum hætti og við í meirihlutanum verðum sameiginlega að finna leiðir til þess.“ Það gat Björn Ingi ekki sætt sig við og kaus að stinga rýtingi í bakið á borgarstjóra sem hann hafði skömmu áður fullvissað með faðmlagi um að meirihluta- samstarfið væri í traustum og góðum farvegi. Meistarar spunans Sú kynslóð framsóknarmanna sem Björn Ingi tilheyrir er þekkt- ust fyrir að hafa innleitt spuna- meistara í íslensk stjórnmál. Síð- ustu daga hafa þessir meistarar verið iðnir við að spinna sögur um átök meðal sjálfstæðismanna. Það gera þeir til að beina athyglinni frá hinum raunverulega vanda sem er vinnubrögðin í tengslum við REI-málið en þau virtust m.a. taka mið af hagsmunum áhrifa- manna innan Framsóknar en ekki borgarbúa. Hinn nýi meirihluti í borginni, með Dag B. Eggertsson í fararbroddi, leggur sig allan fram um að beina athyglinni frá REI-málinu. Skyndilega þurfa menn að gefa sér langan tíma til að átta sig á málinu og finna leiðir til að lágmarka umræðuna um þau slælegu vinnubrögð sem einkennt hafa þessa milljarða samninga. Allt upp á yfirborðið Borgarstjórnarflokkur sjálf- stæðismanna á heiður skilinn fyrir málefnalega framgöngu. Sjálf- stæðismenn hafa haft frumkvæði að því að opinbera þetta mál gagnvart borgarbúum. Það er grundvöllur heilbrigðrar lýðræð- islegrar umræðu og þess að rétt sé á málum haldið í svo umfangs- miklu máli. Ég er stolt af sjálf- stæðisfólki í borgarstjórn og vona að þau haldi áfram að fylgja sann- færingu sinni og hugsjónum. Með góðri samvisku geta þau horft fram á veginn og haldið áfram að vinna í þágu borgarbúa. Það er mikilvægara en að sérhæfa sig í hrossakaupum, fyrirgreiðslupólitík og rýtingsstungum til þess eins að halda völdum. Að breyta rétt Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir skrifar um borg- arstjórnarmálin » Björn Ingi setti sjálf-stæðismönnum af- arkosti. Annaðhvort myndu þeir styðja REI- málið alla leið eða að meirihlutasamstarfinu yrði slitið. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Höfundur er varaformaður Sjálfstæð- isflokksins. LANDSMÓT æskulýðsfélaga kirkjunnar er framundan. Að þessu sinni verður það haldið á Hvammstanga helgina 19.-21. október. Yfir 300 unglingar hafa skráð sig til þátttöku af öllu land- inu. Unglingar koma frá Vest- mannaeyjum, Vopna- firði, Kirkjubæjarklaustri, Akureyri, Selfossi, Sauðárkróki, Siglu- firði, Mosfelli, Hofsósi, Ísafirði og höfuðborg- arsvæðinu svo einhver dæmi séu nefnd. Margt er í boði á landsmóti kirkjunnar svo sem verkstæði og hópastarf. Málmsmíði og stuttmyndagerð verða í boði. Einnig fréttagerð og dans- námskeið í anda Ice Step-danshópsins. Það verður boð- ið upp á að tálga trúartákn í tré, vinna með leður og plast og geng- ið verður á fjöll og fleira. Yfirskrift komandi landsmóts er ,,Ljós á vegum mínum“ sem er til- vitnun í Davíðssálm 119:105. En Ritningin mun skipa sérstaklega stóran sess á mótinu því ný þýð- ing verður tekin í notkun í guðs- þjónustu í Hvammstangakirkju í lok mótsins á sunnudeginum. Þar mun framkvæmdastjóri Hins ís- lenska biblíufélags afhenda æsku landsins hina nýju þýðingu Heil- agrar Ritningar. Í kjölfarið eða vikuna 28. október til 4. nóvember munu æskulýðsfélög út um allt land lesa hina nýju þýðingu í heild sinni í kirkjum lands- ins. Landsmótið er stærsti árlegi ung- lingaviðburður kirkj- unnar. Í flestum kirkjum er öflugt æskulýðsstarf þar sem hæfir og mennt- aðir leiðtogar leiða starfið og stýra hóp- unum. Landsmótið er dýrmætur vettvangur æskulýðsfélaga og leið- toga til að efla starfið, kynnast öðrum, leika og biðja, og safna góðum minningum, allt í þeirri gleði sem kirkjan stendur fyrir. Kirkjan er stöðugt að boða fagnaðarerindið, gleðitíðindin um Jesú Krist. Ég vona því að gleðin verði við völd á komandi lands- móti. Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar Á fjórða hundrað unglinga mun mæta á landsmótið um helgina segir Þorvaldur Víðisson » Landsmótið er dýr-mætur vettvangur æskulýðsfélaga og leið- toga til að efla starfið, leika og biðja, allt í þeirri gleði sem kirkjan stendur fyrir. Þorvaldur Víðisson Höfundur er miðborgarprestur Dómkirkjunnar og formaður stjórnar ÆSKÞ. SÓLVEIG heiti ég og hef átt heima á Íslandi í sex ár. Ég er frá Litháen. Já, Litháen! Landinu þaðan sem eiturlyfin koma, landinu þaðan sem þjóf- arnir koma, landinu sem hefur slæm meðmæli frá Íslandi. Ég stel ekki og ég sel ekki eiturlyf en samt verð ég að hlusta á fordóma um mig, landa mína og landið mitt. Af hverju? Í dag geta Litháar ekki fengið íbúð á leigu á Íslandi, við fáum ekki vinnu, eða það sem verra er, við erum rekin úr vinnunni. Af hverju? Ég get svarað því, það er vegna þess að við erum frá Litháen. Í Litháen búa meira en þrjár milljónir manns og ég get ekki tekið persónulega ábyrgð á þeim öllum. Ég get hins vegar tekið ábyrgð á sjálfri mér og fjölskyldu minni, en lengra nær mín ábyrgð ekki. Við komum til Íslands fyrir sex árum í von um að öðlast betra líf. Nú þurfum við hins vegar að hlusta á allskonar dónaskap og fordóma fyrir það eitt að vera frá Litháen. Kona ein sagði mér að þetta væri eins og með skemmdu eplin, það væri nóg að eitt skemmt epli væri í körfunni, þá smitaði það út frá sér. Ég get nefnt dæmi um það hvernig for- dóma við búum við. Bróðir minn ætlaði að leigja sér íbúð. Ég hringdi fyrir hann og talaði við konu sem var til í að hitta okkur. Rétt í lok símtalsins spurði hún mig hvaðan við værum. Ég svaraði því að við værum frá Litháen. Svarið sem ég fékk frá konunni, áður en hún skellti á mig var: „Íbúðin er ekki laus.“ Nú langar mig að spyrja þig, Ís- lendingur góður: Getur þú borið ábyrgð á öllum Íslendingum? Líka þeim sem hafa brotið lög og eru kannski í fangelsi? Ef svarið er nei, hvernig stendur á því að þú setur alla Litháa undir sama hatt? Ég get ekki borið ábyrgð á öllum Solveiga Urboniene skrifar um þá fordóma sem hún hefur mátt þola frá Íslendingum Solveiga Urboniene » Í dag geta Litháarekki fengið íbúð á leigu á Íslandi, við fáum ekki vinnu, eða það sem verra er, við erum rekin úr vinnunni. Af hverju? Það er vegna þess að við erum frá Litháen. Höfundur er Lithái og býr á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.