Morgunblaðið - 19.10.2007, Page 38
38 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Inga SvavaAndrésdóttir
Straumland fæddist
í Flatey á Breiða-
firði 28. mars 1928.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópa-
vogi sunnudaginn
14. október síðast-
liðinn. Foreldrar
Ingu voru Magda-
lena Sesselja Guð-
mundsdóttir, f.
1904, d. 1953, og
Andrés Straum-
land, f. 1895, d. 1945. Inga var al-
in upp af ömmu sinni Kristínu
Kristjánsdóttur og afa Sigur-
mundi Guðmundssyni. Bræður
Ingu sammæðra eru Kjartan,
Hrafnkell og Ingvi Kjartanssynir.
Systkini Ingu samfeðra eru Sig-
urlaug og Jóhannes, látinn.
Inga giftist Sigurleifi Jóhanns-
syni, f. 26.6. 1920, d. 2.4. 1986, og
bjuggu þau allan sinn búskap á
Ísafirði. Börn þeirra eru: 1)
Svala, f. 10.6. 1950. 2) Bjarney
Jóhanna, f. 5.12. 1951 gift Vil-
mundi Þorsteinssyni, f. 8.10.
1954. Börn þeirra eru: a) Leifur
Ingi, f. 7.12. 1975, b) Þorsteinn
Arnoddur, f. 2.4. 1982, sambýlis-
kona Svala Þyri Garðarsdóttir, f.
10.12. 1982 c) Jóhann Ernir, f.
18.1. 1985, og d)
Vilborg Kolbrún, f.
27.2. 1990. 3) Krist-
ín Sigrún, f. 6.11.
1958, gift Kristjáni
Sveinbjörnssyni, f.
19.10. 1958. Börn
þeirra eru Inga
Auðbjörg, f. 1.3.
1986, Klemenz
Hrafn, f. 8.3. 1988,
og Leifur Eysteinn,
f. 15.11. 1995.
Inga ólst upp á
Fossá á Hjarðarnesi
hjá móðurömmu
sinni Kristínu Kristjánsdóttur og
afa Sigurmundi Guðmundssyni.
Hún stundaði nám í Húsmæðra-
skólanum á Staðarfelli veturinn
1948-49 og flutti síðan til Ísa-
fjarðar þar sem hún og Sigur-
leifur eiginmaður hennar bjuggu
allan sinn búskap, í 37 ár. Inga
var húsmóðir, stundaði sauma-
skap og tók þátt í félagsmálum
t.d. Kvennfélaginu Hlíf. Eftir lát
Sigurleifs 1986 flutti Inga í Kópa-
vog. Síðastliðin 10 ár átti Inga
við mikil veikindi að stríða og
dvaldi á Hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópavogi.
Útför Ingu fer fram frá Garða-
kirkju á Garðaholti á Álftanesi í
dag og hefst athöfnin klukkan
15.
Ég var ungur rafvirkjanemi þeg-
ar ég hóf að slá mér upp með henni
Stínu minni og var kynntur fyrir
tilvonandi tengdamóður minni,
saumakonunni Ingu Straumland.
Það var eitthvað rafmagnað við
þetta fallega nafn.
Fyrstu sambúðarárin okkar fór-
um við gjarnan á Ísafjörð í fríum.
Þar kynnist ég þeim heiðurshjón-
unum Sigurleifi Jóhannssyni og
Ingu meðan þau bjuggu í Sund-
stræti 22. Traustara fólki er vart
hægt að kynnast. Leifur, eins og
hann var kallaður, rak öfluga vél-
smiðju en Inga saumaði á konurn-
ar í bænum. En Leifur féll frá
langt um aldur fram. Í framhaldi af
því fluttist Inga suður og settist að
í næsta nágrenni við okkur, meðan
við bjuggum í Kópavoginum. Það
var ávallt mikill samgangur á milli
heimilanna og gott að eiga hana að
á meðan eldri börnin okkar tvö
voru að komast á legg.
Inga tengdamóðir mín ferðaðist
iðulega með okkur. Hjólhýsaferða-
lög á Barðaströndina og Arnar-
fjörðinn eru ógleymanleg. Þýska-
landsferðir og Danmerkurferðin
þegar við leigðum okkur bíl og
sumarhús eru ljúfar í minningunni,
ekki síst vegna þess hvað það var
gaman að fylgjast með því hvað
hún naut þeirrar framandlegu
grósku og fegurðar sem finna má í
fjarlægum löndum.
Inga var mikil handverkskona.
Hún saumaði flottustu kjólana á
fjölmargar konur og börnin fengu
óskir sínar uppfylltar fyrir jólin.
Hún leyfði börnunum okkar, Ingu
og Klemenzi, kornungum að velja
sér bæði efni og snið þegar kom að
því að sauma jólafötin.
Inga hafði yndi af ættfræði,
sagnfræði og kveðskap. Hún var
góður hagyrðingur sem snaraði
fram lausavísum á örskotstundu
eins og ekkert væri. Hún var mjög
flink að búa til mat og heimilið
hennar var alltaf skrýtt fallegri
handavinnu og blómstrandi potta-
plöntum í stórum stíl. Inga
Straumland var greiðvikin og
hjálpsöm kona sem átti margar
vinkonur. Allir sem þekktu hana
gátu ævinlega leitað til hennar.
Síðustu 10 æviárin voru Ingu
erfiður tími en hún tók aðstæðum
sínum af hugrekki og óskiljanlegri
ró. Alvarlegt slys í Jónsmessuferð
norður í Grímsey sumarið 1997
varð til þess að hún varð bundin
við hjólastól til æviloka. Hjúkrun-
arheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi
varð þaðan í frá hennar heimili.
Upp úr því fór ættgengur minn-
issjúkdómur að hrjá hana og þau
veikindi ágerðust mikið eftir því
sem á leið. Dæturnar Svala, Badda
og Stína heimsóttu hana daglega
allan þennan tíma, enda unnu þær
allar móður sinni mjög. Hjúkrun-
arfólkið í Sunnuhlíð á miklar þakk-
ir skildar fyrir frábæra ummönn-
un. Þar leið henni vel og hvergi
hefði hún fengið betra atlæti í erf-
iðleikum sínum síðustu 10 ár æv-
innar.
Nú hefur tengdamóðir mín kvatt
þennan heim. Héðan í frá munu
fallegar minningar ylja okkur sem
eftir lifum.
Ég þakka Ingu minni Straum
samferðina.
Kristján Sveinbjörnsson,
tengdasonur.
Sagan segir að stiginn hafi verið
mikill gleðivals í Sundstrætinu
sunnudaginn 7. desember 1975,
eftir langa bið var loksins kominn
drengur í fjölskylduna. Drengur-
inn sá var skírður í höfuðið á móð-
urafa sínum og ömmu og varð
fljótt mikill prins í þeirra augum,
borinn á höndum og hver ósk hans
uppfyllt að bragði. Það prinsalíf lif-
ir enn í minningunni þegar ég horfi
til baka til gullaldarsumranna sem
ég eyddi á Ísafirði við Skutulsfjörð.
Fyrir malbiksbarn að sunnan
var það sannarlega ómetanleg lífs-
reynsla að fá að verja sumrum í
fanginu á ömmu og afa í rólegu
sjávarplássi úti á landsbyggðinni.
Daglegt líf var með öðrum hætti en
í borginni og oft var engu líkara en
tíminn stæði kyrr, kjöraðstæður
fyrir fróðleiksfúsan dreng til að yf-
irheyra ömmu sína um allt milli
himins og jarðar, þar var að auki
svo sannarlega ekki komið að tóm-
um kofunum. Amma var nefnilega
afar vel að sér í íslenskri alþýðu-
speki, þar kenndi ýmissa grasa;
nánast botnlaus kunnátta í ætt-
fræði, alls kyns spádómsspeki í
kaffibolla og spil, kveðskapur af
öllum stærðum og gerðum, sagna-
list og ýmislegt fleira spennandi
þótt ég hafi reyndar á þeim tíma
haft mestan áhuga á köplum og
spilum. Eitt er víst að margt lærði
ég hjá ömmu sem líklegast hefði
ekki rekið á fjörur mínar annars.
Einn var þó sá hæfileiki ömmu sem
skyggði á flesta aðra að mati litla
matargatsins, það var matargerð-
arlistin, einkum þó kökugerð, eng-
inn matmaður var svikinn af vist-
inni hjá Ingu ömmu á Sund-
strætinu.
Þeir urðu vissulega margir fjör-
ugir dagarnir þegar litli dekur-
bossinn óx úr grasi og gerðist sí-
fellt kröfuharðari en þó að upp úr
syði var alltaf fullvissa fyrir hendi
að allt yrði fyrirgefið og fullum
sáttum náð. Fyrir ungan dreng var
sú hlýja og öryggi mikils virði og
gott veganesti fyrir framtíðina.
Þrátt fyrir að margt breyttist í
tímans rás lifði alltaf í gömlum
glæðum hjá mér og ömmu, lifnuðu
oft furðufljótt leiftrandi logar þeg-
ar fundum okkar bar saman, var
þá stundum sem hjól tímans tækju
að snúast rangsælis og bjartar
minningar æskunnar urðu ljóslif-
andi.
En lífið er þrautabraut og fáir
rata þann krókótta stíg áfallalaust,
eftir langa göngu um dimma dali
grimmilegra veikinda er nú leiðin á
enda fyrir Ingu ömmu. Svefninn
langi verður kærkomin hvíld eftir
harða raun, kveð ég ömmu mína
með þökk í hjarta fyrir kærleiks-
ríka og lærdómsfulla samfylgd.
Leifur Ingi Vilmundarson.
Þegar ég hugsa til ömmu Ingu
verður mér strax hugsað til ein-
faldari tíma þegar lífið, í stað þess
að vera eilíf spurning um hvað
næsta skref eigi að vera, snerist
bara um það að lita mynd á blað
eða leika sér með bíla og bangsa.
Margar bestu minningar mínar frá
þessum tíma eignaðist ég hjá
ömmu, í íbúðinni hennar í Kópa-
voginum, þessari með fallega út-
sýninu út um eldhúsgluggann.
Amma hafði lag á því að gera allt
skemmtilegt, allt sem hún stakk
upp á varð allt í einu spennandi og
eftirsóknarvert, hvort sem það var
að þurrka af útskornu tréhlutunum
og kaffikvörninni sem hún geymdi
uppi á skáp eða bara að þurrka
leirtauið á meðan hún þvoði upp.
Það að vera veikur var ekki slæm-
ur kostur þar sem þá fékk ég að
vera hjá ömmu. Það þýddi ekki
endilega að rétt væri að hanga inni
heldur gat það endað með strætó-
ferð niður að Tjörn til að gefa önd-
unum eða öðru í þeim dúr. Svo
þegar dagurinn var búinn og
mamma á leiðinni var laumað til
manns ríflegum nammipeningi, en
tilvist hans átti bara að vera okkar
á milli, allavega þangað til út fyrir
dyrnar var komið.
Það er ómögulegt að koma í orð
öllu því sem ég mun sakna en mest
um vert finnst mér að minnast
þeirrar rósemi sem alltaf fylgdi ná-
vist ömmu Ingu. Það var sama
hvort það var uppi í íbúðinni henn-
ar í Sunnuhlíð, þar sem ég átti
sælureit í græna sófanum við sjón-
varpið, eða þegar hún kom í heim-
sókn til okkar um jólin. Andrúms-
loftið varð alltaf rólegra og
þægilegra þegar amma var nálæg.
Nú er komið að kveðjustund.
Það er með söknuð í hjarta sem ég
óska þér, amma mín, góðrar ferð-
ar.
Kveðja frá litla stráknum hennar
Stínu.
Klemenz Hrafn Kristjánsson.
Þegar amma flutti suður kynnt-
umst við nýrri hlið á Ingu ömmu.
Það var amma strætó. Fyrir okkur
krakkana sem bjuggum úti í sveit á
Garðaholti í Garðabæ, þar sem
enginn strætó kom, var algjört æv-
intýri að fara í pass til ömmu. Þá
var lagt af stað í bæinn inn í stór-
borgina Reykjavík og úr einum
vagni í annan.
Labbað niður Laugaveginn með
kaffihúsastoppi, ís eða nammi, gefa
öndunum brauð og ýmsar sögur
sagðar þegar hún var ung og bjó
hér og þar í Reykjavík.
Þetta var aldeilis klár amma og
heimsvön. Það voru líka ófáar ferð-
ir til ömmu í kakó og pönnukökur
og þá voru margar sögur sagðar úr
sveitinni hennar á Fossá þegar hún
var lítil. Hún sagði svo skemmti-
lega frá, hló mikið og brosti af
gleði. Það var mikið spilað og mörg
spilin kenndi amma okkur. Göngu-
túrar um Kársnesið, niður í fjöruna
og sögur af fuglum og blómum. Oft
sagði amma okkur ævintýrasögur
af afa, hvað hann hefði verið sterk-
ur og klár. Amma kenndi okkur að
leggja spilakapla og vildi láta okk-
ur teikna og lita. Alltaf var gaman
að koma í veislur hjá Ingu ömmu,
tertur, ís og blandaðir ávextir lifa í
minningunni.
Amma átti alltaf fallegt heimili
og ræktaði fullt af fallegum blóm-
um. Við viljum þakka Ingu ömmu
fyrir allar ljúfu stundirnar með
henni og það góða veganesti sem
hún gaf okkur út í lífið.
Þorsteinn og Jóhann.
Hún hafði þykkt liðað axlasítt
hár, undurfögur í grænni aðsnið-
inni kápu með skinnkanti neðst
stóð hún teinrétt á háum hælum í
eldhúsinu hjá okkur í Aðalstræti
22 á Ísafirði. Dúkkulísurnar sem
ég lék mér að á þessari stundu
urðu ekki svipur hjá sjón, blikn-
uðu. Hvaða kona er þetta? Bros-
andi svarði hún: Ég er unnustan
hans Leifs.
Ég skildi að það var komin önn-
ur í minn stað, ég þá fjögurra til
fimm ára.
Hún var einstök eins og Leifur
og væntumþykju áttu þau ómælda.
Hún lærði kjólasaum, vann í
Karlsbúð.
Eftir það saumaði hún á bæj-
arbúa heima.
Hún var mikill heimilisvinur og
vinkona móður minnar og hafði þar
tuttugu og fjögurra ára aldurs-
munur ekkert nema gott að segja.
Þær áttu sameiginlegan ættfræðiá-
huga ásamt hönnun vandaðra
klæða, nutum við þar góðs af
mæðgurnar í ríkum mæli.
Hún var listræn í eðli sínu.
Hún handmálaði ljósmyndir,
nokkrar þeirra hafa verið í heið-
urssæti á heimili mínu.
Hún var mjög hagmælt, eitthvað
af því er skráð.
Hún var söngelsk, á sjúkrabeðn-
um hafði hún gaman af ef sungið
var fyrir hana og tók þá gjarnan
undir.
Hún var trúuð á sinn hátt, því
naut ég góðs af.
Hún slasaðist í Grímsey í Jóns-
messuferð fyrir 10 árum, hún lam-
aðist, átti ekki afturkvæmt úr
hjólastólnum. Þá kom sér vel
hjúkrunarmentun dætra hennar.
Hún naut einnig aðhlynningar
frábærs fagfólks Sunnuhlíðar þar
til yfir lauk.
Jóhanna Jónsdóttir.
Inga Andrésdóttir
Straumland
✝ Jón Gunnlaugs-son fæddist á
Gjábakka í Vest-
mannaeyjum 20.11.
1920. Hann lést á
heilbrigðisstofn-
uninni í Vest-
mannaeyjum 13.10.
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Gunnlaugur Sig-
urðsson skipstjóri í
Vestmannaeyjum,
f. í Efra-Hvoli í
Hvolhreppi 28.9.
1883, d. 20.4. 1965
og Jóna Elísabet Arnoddsdóttir
húsmóðir á Gjábakka, f. í Mið-
nesi, d. 22.2. 1951. Systkini Jóns
eru Aðalsteinn Júlíus, f. 14.7.
1910, d. 27.2. 1991, maki Tóm-
asína Elín Olsen, f. 25.12. 1916,
d. 20.2. 2006, Friðrik Þórarinn, f.
24.6. 1913, d. 3.3. 2002, maki
Jóhanna Sigurðardóttir, f. 7.5.
1915, d. 14.5. 1987, Sigurbjörg, f.
27.9. 1914, d. 25.8. 1998, maki
Vigfús Guðmundsson, f. 21.10.
1908, d. 20.9. 1946, Arnoddur, f.
25.6. 1917, d. 19.10. 1995, maki
Anna Pálína Halldórsdóttir, f.
11.7. 1916, d. 17.7. 2002, Guð-
björg Þorsteina, f. 21.4. 1919, d.
1.3. 1983, maki Björn Kristjáns-
son, f. 4.12. 1911, d. 21.7. 1996,
Elías, f. 22.2. 1922, maki Mar-
grét Sigurjónsdóttir, f. 20.12.
1923, Guðný, f. 6.3. 1928, maki
Jens Kristinsson, f. 13.9. 1922,
og Ingvar, f. 13.3. 1930, maki
Ingibjörg Helga Guðmunds-
dóttir, f. 3.10. 1933.
Hálfbróðir sam-
feðra er Gunn-
laugur Scheving, f.
13.10. 1906, d. 7.6.
1992, maki Sigríð-
ur Ketilsdóttir, f.
8.8. 1915, d. 9.5.
1998.
Jón bjó alla tíð á
Gjábakka með for-
eldrum sínum og
síðast með tveimur
systrum, Guðnýju
og Sigurbjörgu.
Eftir að Guðný gifti
sig og foreldrar Jóns létust þá
bjuggu þau saman áfram á Gjá-
bakka Jón og Sigurbjörg. Við
gosið þar sem Gjábakki fór undir
hraun keypti Jón sér raðhús að
Hrauntúni 55 hér í bæ og bjó þar
til hann lést. Jón byrjaði til sjós
1938 og var hann á ýmsum bát-
um. Hann var t.d. í siglingum
með Helga VE og á Fellinu og
sigldu þeir með fisk til Bret-
lands. Um tíma var hann í Drátt-
arbraut Ársæls Sveinssonar og
var hann upptökustjóri þar. Í
Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum sá
Jón um veiðarfærin í nokkur ár.
Lengst var hann hjá Vestmanna-
eyjahöfn og þar var hann alla tíð
á Grafskipinu. Í þessu starfi var
hann þar til hann hætti að vinna
vegna aldurs.
Jón verður jarðsunginn frá
Landakirkju í Vestmannaeyja í
dag og hefst athöfnin klukkan
14.
Það er ekki auðvelt að skrifa eft-
irmæli um móðurbróður minn Jón
á Gjábakka.
Hann var dulur maður og ekki
mikið fyrir að masa um hlutina.
Samt sem áður var hann djúphygg-
inn og hugsaði mikið um lífsins
gang og lá þá ekki á skoðunum sín-
um ef sá gállinn var á honum.
Náttúra og dýralíf var honum afar
hugleikið og eru gönguferðir hans
um Heimaey og ferðir í úteyjar
greinileg merki um þennan áhuga.
Ég minnist þess sérstaklega þegar
við stóðum við innganginn á húsi
hans daginn sem jarðskjálftinn
varð árið 2000 og hann benti mér á
breytingarnar sem urðu í Dalfjalli
og Blátindi við skjálftann. Hann
þekkti hvern stein í þessum fjöll-
um.
Ég kynntist Jóni ekkert að ráði
fyrr en móðir mín Sigurbjörg tók
við húsmóðurstörfum á Gjábakka,
þegar Guðný systir hennar stofn-
aði sitt heimili árið 1955 en hún
hafði tekið við heimilinu þegar El-
ísabet amma dó 1951. Þá voru þar
bræðurnir Jón og Ingvar ásamt
föður þeirra Gunnlaugi. Ingvar
kvæntist skömmu síðar og fluttist
að heiman og Gunnlaugur afi lést
1965. Eftir það bjuggu systkinin
tvö Jón og Sigurbjörg á Gjábakka
fram að gosinu 1973. Ég man ekki
eftir að neinir hnökrar hafi nokk-
urn tíma komið upp milli þessa
fólks enda nægjusemi og væntum-
þykja þess aðalsmerki.
Þegar ég fór í millilandasiglingar
árið 1959 þáði ég hlý orð og góðar
ráðleggingar frá frænda mínum
Jóni og fann ég þá, að honum var
umhugað um að ekkert illt kæmi
fyrir mig og að mér gengi vel að
fóta mig í lífsins skóla. Þar talaði
maður með reynslu en hann sigldi
á stríðsárunum á Skaftfellingi og
Sæfelli frá Eyjum. Ég verð honum
ævinlega þakklátur fyrir þessi
hlýju orð.
Ég og fjölskylda mín minnumst
Jóns með virðingu og þökk og biðj-
um honum Guðs blessunar í nýjum
heimkynnum. Systkinum hans og
venslafólki vottum við okkar
dýpstu samúð.
Birgir Vigfússon.
Jón Gunnlaugsson
Fleiri minningargreinar um Ingu
Andrésdóttur Straumland bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu á
næstu dögum.