Morgunblaðið - 19.10.2007, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2007 39
✝ Guðrún AnnaKristjánsdóttir
húsmóðir fæddist á
Básum í Grímsey 2.
september 1931.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 12. októ-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðrún Þórný Jó-
hannesdóttir, f. 20.
ágúst 1896, d. 15.
febrúar 1935, og
Kristján Guð-
mundur Eggertsson,
f. 1. febrúar 1893, d. 8. júní 1963.
Guðrún var yngst af sjö systkinum,
sem öll eru látin, þau voru: Eggert
Örn, Sigurður Jóhannes, Sigríður
Jóhanna, Þórhildur Björg, Eggert
Örn og Willard Matthías.
Eftir lát móður sinnar ólst Guð-
rún upp hjá Hjaltlínu M. Guðjóns-
dóttur og sr. Sigtryggi Guðlaugs-
syni á Núpi í Dýrafirði, síðar hjá
Guðrúnu M. Bjarnadóttur og Sig-
mari Ágústssyni í Efri-Sandvík í
Grímsey. Á unglingsárum var hún
bæði hjá föður sínum í Grímsey og
á Akureyri. Guðrún stundaði nám
við Húsmæðraskóla Akureyrar
Magnús Gunnar, f. 14.11. 1980,
maki Sigrún Lóa Svansdóttir og
eiga þau tvo syni, Jónína Björg, f.
14.8. 1989 og Helga Þóra, f. 18.11.
1991. d) Sigrún Hulda, f. 4.3. 1963,
maki Finnbogi Rútur Jóhannesson,
börn Einar Jóhannes, f. 3.9. 1983,
Þórir Freyr, f. 6.2. 1992 og Finn-
bogi Rútur, f. 13.4. 1994.
Guðrún og Sigmundur hófu bú-
skap á Hjalteyri þar sem Sigmund-
ur var vélstjóri við Síldarverk-
smiðjuna um tuttugu ára skeið.
Árið 1967 fluttu þau til Akureyrar
og bjuggu lengst af í Kotárgerði,
þar sem heimili þeirra var eins-
konar áningarstaður fyrir vini og
vandamenn sem áttu leið um Ak-
ureyri og voru Grímseyingar þar
tíðir gestir. Þá bjuggu Guðrún og
Sigmundur um 15 ára skeið í Fu-
rulundi og nú síðast við Mýrarveg.
Guðrún starfaði lengst af sem hús-
móðir, nokkur sumur vann hún í
Lystigarðinum á Akureyri og á
vetrum uppi í Hlíðarfjalli. Hún
starfaði einnig sem ræstitæknir í
Lundarskóla á Akureyri til fjölda
ára. Guðrún var félagi í Oddfellow-
reglunni á Akureyri, kvennastúku
nr. 2 – Auði í yfir 30 ár og í Kven-
félagi Akureyrarkirkju um margra
ára skeið. Einnig var hún virkur
þátttakandi í Sjálfstæðisflokknum
á Akureyri.
Útför Guðrúnar fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
1949-50.
Guðrún giftist 2.9.
1950 Sigmundi Óla
Reykjalín Magn-
ússyni, f. 4.12. 1923,
vélstjóra og fyrrv.
umdæmisstjóra hjá
Vinnueftirliti ríkisins
á Norðurlandi eystra.
Foreldrar hans voru
Magnús Stefán Sím-
onarson, f. 8.10. 1899,
d. 1.6. 1969 og Sig-
gerður Bjarnadóttir,
f. 1.9. 1900, d. 26.10.
1993. Börn Guðrúnar
og Sigmundar eru: a) Þórir Ottó, f.
12.12. 1950, d. 3.2. 1973, unnusta
Svanhildur Björg Jónasdóttir, sem
lést 1993, sonur þeirra Þórir Sig-
mundur, f. 8.10. 1973, maki Guðrún
Erla Gísladóttir og eiga þau þrjú
börn. b) Þórný Kristín, f. 11.5.
1954, giftist Guðmundi Sig-
urbjörnssyni, þau skildu, börn
Björn Þór, f. 12.9. 1974, og á hann
tvö börn, og Arna Rún, f. 1.8. 1978,
hún á þrjár dætur. c) Stefanía
Gerður, f. 9.6. 1958, maki Helgi Jó-
hannesson, börn Anna Kristín, f.
5.11. 1977, maki Smári Sig-
urbjörnsson og eiga þau tvo syni,
Í dag kveð ég móður mína, Guð-
rúnu Önnu, eftir fjörutíu og níu ára
samveru okkar mæðgna.
Sem móðir var hún í senn, eins og
mæður eiga að vera, blíð og ströng,
en umfram allt ákaflega lifandi per-
sóna þar sem mikið var að gera og
hún full áhuga á því sem við systkinin
tókum okkur fyrir hendur. Margs er
að minnast og margt get ég þakkað
henni mömmu og þá langar mig sér-
staklega að þakka henni alla þá elsku
og umhyggju sem hún sýndi börnun-
um mínum, Önnu Kristínu, Magnúsi
Gunnari, Jónínu Björgu og Helgu
Þóru.
Strax og barnabörnin komu eitt af
öðru leyndi sér ekki sú elska og að-
dáun sem mamma sýndi þeim hverju
og einu. Hún var einskonar aðdáandi
hvers þeirra þar sem hún, með
næmni sinni fyrir persónuleika og
áhugasviði, sýndi þeim áhuga og náði
sambandi við þau. Mamma var líka
mikil náttúrumanneskja og fuglavin-
ur og krökkunum fannst gaman að
fylgjast með henni þegar hún safnaði
mat handa krummunum og gaf þeim
uppi á klöpp. Hún var líka manna
fyrst til að stökkva af stað og leggja
land undir fót til að samgleðjast þeim
við hvaða tilefni sem var, „ég má til
með að samgleðjast“ var hún vön að
segja.
Barnabörnin eru tíu, fjórar stúlkur
og sex strákar. Í samskiptum
mömmu við ömmustrákana mátti oft
greina söknuðinn til Þóris bróður
sem lést um aldur fram, einungis
tuttugu og þriggja ára. En hann lét
eftir sig Þóri Sigmund sem er lifandi
eftirmynd föður síns. Eftir að Þórir
Sigmundur flutti ásamt fjölskyldu
sinni til Ameríku fyrir nokkrum árum
var mömmu mjög umhugað um að
heimsækja þau og það helst einu
sinni á ári.
Eftir að ég flutti aftur með fjöl-
skyldu mína til Akureyrar, fyrir um
11 árum, naut mamma þess að hafa
litlu stúlkurnar mínar hjá sér og afa.
„Skellibjöllurnar mínar“ eins og hún
kallaði þær alltaf, og styttist það í
„bjöllurnar“ eftir að þær komust á
unglingsár. Ekki þótti henni verra að
sendast með þær og ófáar ferðir var
hún búin að keyra Helgu Þóru á sun-
dæfingar. Í gegnum myndlistina
náðu mamma og Jónína Björg vel
saman. Mamma var þessi mikli
myndlistaráhugamaður og Jónína
Björg síteiknandi og málandi, hún
málaði síðast ömmu að gefa krumm-
unum sínum uppi á klöpp.
Það er einmitt í þessu ömmuhlut-
verki sem hún hverfur frá okkur
núna, það er erfitt að trúa því að hún
komi ekki oftar labbandi niður í
Munkann til okkar og kíki á „bjöll-
urnar“ sínar. En mamma var mögnuð
og hafði innsýn í þennan heim og ann-
an, svo við vitum að hún fylgist með
öllum börnunum sínum um ókomin
ár. Elsku mamma mín, guð geymi þig
og takk fyrir allt og allt. Þín
Stefanía Gerður.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem.)
Ástkæra mamma mín – drottning-
in okkar, það varstu sannarlega í einu
og öllu. Nú ertu horfin frá jarðvist
okkar, af stað í langa ferðalagið upp
til draumalandsins, þú kveiðst ekki
þessari ferð. Skjótt skipast veður í
lofti, allt í veikindum þínum gerðist
með leifturhraða, sem við öll, pabbi
og fjölskylda þín, hvorki skildum né
náðum að gera okkur grein fyrir á svo
skömmum tíma. Þetta voru aðeins
fjórir mánuðir. Maðurinn með ljáinn
kom í heimsókn til þín, og færði þér
þessi veikindi, sem þú síðan þurftir að
lúta í lægri haldi fyrir, ávallt hélstu
utan um okkur öll með stóra faðm-
inum þínum, þó var hann samt voða
lítill, og gafst okkur alla þína ást og
umhyggju sem þú áttir nóg til af litla,
smágerða, fallega konan okkar. Þú
hafðir hjarta úr gulli og varst alltaf
tilbúin að gera allt fyrir alla og hjálpa
öllum.
Mamma var mjög sérstök, með allt
á hreinu, var á svo margan hátt
hreint ótrúleg, í baráttunni sinni
sýndi hún eindæma dugnað, æðru-
leysi og óþrjótandi kjark. Hún var
líka ákaflega trúuð og hafði dulræna
hæfileika og vissi meira en margur.
Dásamlegt var hvað þið pabbi voruð
alltaf ástfangin, samrýnd og ham-
ingjusöm, búin að vera gift í 57 ár.
Þórir okkar átti við veikindi að
stríða frá unglingsárum og lést á
æskuheimili okkar Kotárgerði 14, 3.
febrúar 1973 þá aðeins 23 ára gamall.
Mikil sorg ríkti á heimilinu og í fjöl-
skyldunni. Unnusta hans var Svan-
hildur B. Jónasdóttir, og gekk hún þá
með barn þeirra. 8. október 1973
fæddist lítill draumaprins og var
hann skírður Þórir Sigmundur.
Svana lést úr krabbameini 20. sept-
ember 1993. Þórir Sigmundur var í
þínum huga eins og barnið þitt. Björn
Þór minn var alinn upp hjá ykkur
pabba í Furulundi 13 í nokkur ár og
fá engin orð lýst þakklæti okkar fyrir
það. Þú ætlaðir að gera svo ótal
margt með okkur öllum, pabba og
stóra hópnum þínum, sem þú elskaðir
svo heitt og varst svo stolt af. En tím-
inn flaug svo leifturhratt frá okkur.
Þín verður með sanni sárt saknað.
Ógleymanleg eru öll leyndarmálin
sem þú áttir, með barnabörnum og
barnabarnabörnum, þau dýrkuðu
ykkur „amma Dúna og afi Simbi“.
Kæra mamma kveð ég þig,
með koss að vanga þínum.
Kærar þakkir flyt ég þér,
Frá mér og hópnum mínum.
Við öll munum gæta og passa
pabba vel, fyrir þig eins og þú baðst
okkur um.
Farsæla ferð til draumalandsins,
hjá drottni verður þú í heilögu must-
eri. Þín elskandi stóra stelpa.
Þórný Kristín.
Nú er hljóðnað hjartað undurblíða.
Sem hér á jörðu sló í okkar þágu.
Úr faðmi þessum farsæl sporin lágu.
Og framtíðinni engin þurfti að kvíða.
Hún mamma hafði margt á sinni könnu.
Mæddist ei að sinna okkar þörfum,
í eldamennsku og öllum innistörfum.
Umhyggju hún veitti líka að sönnu.
Innileg hún vinaböndin vafði.
Vitjaði um frænda sinna slóðir.
Henni þóttu allir gestir góðir,
glöð í bragði fyrir þeim því hafði.
Landið gat hún létt í spori kannað.
Leiddist ekki að þræða fjöll og heiðar.
Nú verða henni englagötur greiðar.
Já, góðverkum á himnum getur annað.
Við sem hennar gæsku sáran söknum.
Sannarlega getum mikið þakkað.
Til endurfunda innilega hlakkað.
Er í eilífðinni hjá henni við vöknum.
(U.H.)
Vertu Guði falin, elsku hjartans
mamma mín. Þín,
Sigrún Hulda (Sirra).
Það getur verið erfitt að kveðja
fólk sem maður, í huganum að
minnsta kosti, sá fyrir sér að yrði
samferða um lengri tíma. Þó Guðrún
hafi átt við erfið veikindi að stríða síð-
ustu mánuði var hún ótrúlega hress í
anda og viðmóti. Því var vart við því
að búast að við sem eftir stöndum
gætum áttað okkur á því hvað veik-
indi hennar ágerðust hratt.
Guðrún hafði ævinlega miklu meiri
áhyggjur af samferðafólki sínu en
sjálfri sér. Hún var hlý kona, staðföst
í sinni trú og næm á lífið og tilveruna.
Mótuðu þessir þættir framkomu
hennar við aðra.
Hún var nægjusöm á lífsins gæði
en tókst öðrum fremur að gera það
besta úr öllu. Þegar Guðrún kom í
heimsókn skipti engu þó tíminn væri
oft naumur fyrir samverustundir,
alltaf hægt að draga fram kleinupott-
inn og baka eða elda góðan mat og
fagna því sem var jákvætt.
Ferðalög voru hennar líf og yndi,
ferðast um eigið land og önnur, virða
fyrir sér mannlífið og kynnast fólki,
gaf henni mikið. Skemmtilegur ferða-
félagi sem sá oft frábærar lausnir við
hálfvonlausar aðstæður.
Það eru mikil verðmæti fólgin í því
að hafa verið samferða Guðrúnu í tæp
30 ár, þó maður kæmi ekki alltaf auga
á það á líðandi stundu. Þegar leiðir
skilja situr þó eftir það sem mestu
skiptir, minningin um lágvaxna konu
með stórt hjarta, orð hennar og at-
hafnir. Hún vildi öllum vel og lifði
samkvæmt því.
Hvíl í friði kæra tengda.
Finnbogi Rútur Jóhannesson.
Elsku amma mín.
Ég man hvað það var alltaf gaman
að koma til Akureyrar í frí og heim-
sækja ömmur og afa og önnur ætt-
menni. Það var alltaf svo gaman að
koma í Kotárgerðið. Þar var nóg um
að vera og skoða. Ég man eftir því
þegar við barnabörnin vorum fengin
til að reyta arfa úr kartöflubeðinu fyr-
ir aftan hús. Það var svo fallegt veður
og gaman hjá okkur. Svo fengum við
okkur rabarbara á eftir og þú komst
út með smásykur í glasi handa öllum.
Það var líka gaman að skoða allt dótið
þitt, leika sér í tröppunum, skoða
Andrés inni í hjónaherbergi og fá svo
kleinur með kaldri mjólk. Amma, þú
varst alltaf svo dugleg kona. Ég man
hreinlega ekki eftir þér sitjandi í stól
með ekkert í höndunum, nema þá
þegar þú varst í sólbaði! Yfirleitt
varstu alltaf með svuntuna á þér, eitt-
hvað að brasa í eldhúsinu eða inni í
búri eða þá að þú varst á þönum að
leita að einhverju sem þú ætlaðir að
sýna manni. Þér féll vel að hafa eitt-
hvað fyrir stafni. Þú varst líka afskap-
lega stolt kona, stolt af fjölskyldunni
þinni og stolt af ætt þinni. Þú barst
það vel og í minningu minni finnst mér
þú alltaf hafa verið svo fín. Þú barst
höfuðið hátt, varst vel til fara og ég
tala nú ekki um þegar þú varst komin
með hatt. Mér fannst þú eins og
drottning.
Það fór aldrei á milli mála að þú
elskaðir fjölskylduna þína afar heitt
og varst mikið fyrir að rækta frænd-
garðinn og halda tengslum við ætt-
ingja. Þú hafðir mikla snertiþörf og
vildir fá að snerta og koma við þá sem
þér þótti vænt um. Á unglingsárunum
þótti manni nú stundum nóg um en
það var samt alltaf jafn gott að fá að
stinga hendinni í mjúka lófann þinn og
láta kreista hana smá. Það var þitt að-
alsmerki. Ég á eftir að sakna þess
meir en nokkurs annars að sitja við
hlið þér og halda í höndina á þér.
Þú varst mikill ferðagarpur. Vildir
skoða allt, jafnt innanlands sem utan.
Þið afi voruð líka dugleg að ferðast og
fararskjótarnir breyttust með tíðar-
andanum. Tjaldvagninn var nú alveg
rosalega flottur og mikið notaður og
síðan komu hjólhýsi og húsbíll. Ég
man að við Magnús bróðir fengum eitt
sinn að fara með ykkur austur í Vagla-
skóg og var það mikið ævintýri en þar
áttuð þið ykkar pláss og var alltaf
hægt að ganga að ykkur vísum á ykk-
ar stað ef veðurspáin var góð. Ég
gleymi því aldrei þegar þið afi komuð
suður fyrir nokkrum árum og við
Smári fórum með ykkur á Emstrurn-
ar. Það var yndisleg ferð.
Nú ertu farin í enn eitt ferðalagið,
amma mín. Ég trúi því að þér muni
líða vel á endastöðinni að þessu sinni,
því þar eru margir sem taka á móti
þér. Elsku amma, takk fyrir allt.
Þín Anna Kristín.
„Ástin horfir ekki með augunum
heldur huganum“ orti William Shake-
speare og fátt lýsir ömmu Dúnu bet-
ur. Hugurinn var ávallt með hennar
fólki þótt það væri langt í burtu og
ósjaldan bárust vitnisburðir um það í
formi veraldlegra og óveraldlegra
gjafa. Amma stóð nefnilega alltaf með
sínu fólki, hvort sem það voru afkom-
endur eða stjórnmálamenn. Ef eitt-
hvað fór úrskeiðis þá var það ávallt
öðrum að kenna. Já, það var gott að
vera einn af fólkinu hennar ömmu.
Þú kenndir mér ýmislegt, elsku
amma, sem ég mun alltaf búa að, allt
frá því að pissa í klósett og læra bænir
sem barn til ótrúlegustu húsráða í
seinni tíð. Þannig var með svo margt
sem ég fékk frá þér, maður býr að því
alla ævi. Nokkrum tímum eftir að ég
kom í heiminn komst þú og heilsaðir
mér, nokkrum tímum áður en þú fórst
kom ég og kvaddi þig. Ólík hlutskipti
en samt svo lík.
Takk fyrir allt, frá smáskotunum af
sælgæti til þess að kenna mér hvað
það er sem skiptir máli í þessu lífi. Þú
erfir það vonandi ekki við mig þó ég
haldi samt áfram að henda mjólkur-
fernunum. Guð geymi þig.
Einar Jóhannes Finnbogason.
Sendu mínu særða hjarta
sannan frið í lífi og deyfð,
lát þitt náðar-ljósið bjarta
lýsa mér á hættri leið.
Lát þitt ok mér indælt vera,
auk mér krafta það að bera,
unz ég fæ þitt auglit sjá
og þér sjálfum vera hjá.
(Brandur Ögmundsson.)
Elskulega amma mín.
12. október er án efa einn sá erf-
iðasti dagur sem ég hef upplifað á ævi
minni, það var að kveðja þig, aldrei
hefði mér dottið í hug að hægt væri að
finna svona til í hjartanu sínu eins og
ég hef gert undanfarna daga.
Við Björn Þór vorum búin að
ákveða að koma til ykkar á föstudeg-
inum þegar Stefánía hringdi og sagði
að trúlega myndir þú ekki hafa það af
þangað til. Ég trúði ekki mínum eigin
eyrum að hjá þér sterku, duglegu, fal-
legu ömmu minni væri nú komið að
leiðarlokum. Ég fylltist harmi, tárum
og hræðslu „Er þetta virkilega satt?“
Við Björn lögðum af stað í snatri til
Akureyrar, þú beiðst eftir okkur því
það var svo margt sem þú þurftir að
segja okkur, þetta var ótrúlegt en
staðreyndin var sönn.
Þú barðist hetjulega við þennan ill-
víga sjúkdóm. Lokastríðið var hafið,
amma mín var að leggja af stað í
ferðalagið til himna þar sem hún vissi
að Þórir hennar og allir hennar ást-
vinir sem farnir voru biðu hennar. Á
himninum ríkir nú dýrðarljómi þar
sem enginn þarf að þjást lengur.
Elskuleg drottningin mín. Ég á þér
svo ótrúlega margt að þakka, en þakk-
lát er ég fyrir þessi 29 ár sem ég fékk
að hafa þig hjá mér þó svo að ég hefði
viljað hafa þau miklu fleiri. Þú varst
mér ómetanleg, bæði amma mín og
vinkona. Ef eitthvað bjátaði á bæði
gott eða slæmt varst þú sú fyrsta sem
ég hringdi í og deildi með gleði eða
sorg. Engan annan var betra að tala
við en þig. Þú og afi reyndust mér
ótrúlega vel og gott var að fá að vera
svona mikið með ykkur og hvernig þið
nenntuð nú alltaf að leyfa Kobba mín-
um að koma með mér norður og
hvernig þú hugsaðir um hann með
mér. Öll skiptin sem Berglind vinkona
kom líka til okkar norður. Þið voruð
svo góð við okkur þó svo að við værum
að grallarast svolítið mikið. Alltaf
fannstu upp eitthvað skemmtilegt fyr-
ir okkur að gera. Svo ekki sé nú
minnst á allar skíðaferðirnar okkar
saman. Amma, þær voru nú skemmti-
legar og þú alltaf svo dugleg að koma
upp í fjall og fylgjast með Öddu þinni.
Þú hefur verið mér mikill stuðningur í
gegnum árin og veit ég nú ekki hvar
ég væri án þín og þinna ráða. Ég sé nú
að bæði sérviska þín og stjórnsemi
hefur komið mér að góðum notum í
gegnum lífið. Alltaf varst þú með allt
þitt á kristaltæru. Þú ert ein sú allra
besta manneskja sem ég hef kynnst,
þú ert og verður alltaf mín fyrirmynd.
Nú bið ég algóðan guð og alla góða
vætti að taka vel á móti þér, elsku
amma mín, geyma og varðveita í
faðmi sínum.
Nú kveð ég þig, elsku amma, hinstu
kveðju með bæninni sem þú kenndir
mér sem barn. Ástarþakkir fyrir allt,
frá mér og dætrum mínum.
Ó, Jesú bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa
svo ei mér nái’ að spilla.
Þín elskandi,
Arna Rún og dætur.
Guðrún Anna
Kristjánsdóttir
Fleiri minningargreinar um Guð-
rúnu Önnu Krist́jánsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.