Morgunblaðið - 19.10.2007, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2007 55
Skyndibitakeðjur
með hreinlætis-
vandamál
Borgin hyggst
selja hlut sinn í
REI
Innbrotum fækkar
ár frá ári
Morð íVesturbænum
Ein af hverjum sex
konum missir fóstur
DV særir Dorrit
- kemur þér við
Miðaldra bifhjóla-
köppum snarfjölgar
Ísland tilraunamark-
aður fyrir stafræna
tónlist
Húsdýrin blogga í
Dýralandi
Airwaves-slúðrið,
sögurnar og dómarnir
Öryrkjar sjálfum sér
verstir, segir ASÍ
Farandsölukona og
fullnægingarráðgjafi
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?
Starf í athvarfi
Rauði krossinn í Hafnarfirði auglýsir eftir sjálfboða-
liðum í athvarf fyrir fólk með geðraskanir.
Markmið athvarfsins er að rjúfa félagslega einangrun
fólks með geðraskanir, auka á lífsgæði gesta og hjálpa
þeim til virkrar þátttöku í samfélaginu.
Sjálfboðaliðar þurfa að hafa náð 18 ára aldri, sækja
undirbúningsnámskeið við upphaf þátttöku og taka að
sér eina vakt á mánuði á laugardegi.
Nánari upplýsingar í síma 565 1222
og á raudikrossinn.is
styrkir þetta verkefni
FRUMSÝNING»
ÞRIÐJA Resident Evil-myndin
verður frumsýnd hér á landi í dag.
Nefnist hún Resident Evil: Ext-
inction.
Í henni segir frá hinu illa Um-
brella-fyrirtæki sem eltir hóp manna
yfir Nevada-eyðimörkina en eins og
áður þá er Alice (Milla Jovovich)
með í för og er miskunnarlaus þegar
hún mætir þeim grjóthörð í eyði-
lagðri Las Vegas.
Það er Paul Anderson sem skrif-
aði handritið að þessari mynd líkt og
að hinum tveimur myndunum; Resi-
dent Evil (2002) og Resident Evil:
Apocalypse (2004)
Leikstjóri er Russell Mulcahy og
með aðalhlutverk fara: Milla Jovo-
vich, Oded Fehr, Ali Larter, Iain
Glen, Ashanti og Christopher Egan.
Myndin er sýnd í Regnboganum
og Smárabíói.
Miskunnarlaus
Töff Það er hasar í Resident Evil.
Erlendir dómar:
Metacritic 41/100
Variety 60/100
Hollywood Reporter 60/100
Empire 40/100
GAMANMYNDIN The Heartbreak
Kid verður frumsýnd í Laug-
arásbíói, Smárabíói, Borgarbíói Ak-
ureyri og Sambíóunum Álfabakka
og Keflavík í dag.
Í henni leikur Ben Stiller per-
sónuna Eddie sem er logandi
hræddur við að enda sem pip-
arsveinn allt sitt líf. Hann þráir það
heitast að hitta draumadísina, en
einn daginn kynnist hann Lilu og
eftir einungis sex vikna tilhugalíf
ber hann upp bónorðið. Það fara
hins vegar að renna á hann tvær
grímur strax í brúðkaupsferðinni
þegar hann kynnist eiginkonunni
loksins almennilega og í framhaldi af
því hittir hann Miröndu sem hann
verður sjúklega ástfanginn af. Hin
rómantíska brúðkaupsferð snýst því
upp í mikinn farsa þar sem Eddie
reynir að forðast hina nýju eig-
inkonu sína á meðan hann gerir hos-
ur sínar grænar fyrir Miröndu sem
hann verður sífellt meira ástfanginn
af.
Handritshöfundar The Heart-
break Kid eru Scot Armstrong og
Kevin Barnett og leikstjórar eru
Bobby Farrelly og Peter Farrelly.
Aðalhlutverk eru í höndum Ben
Stiller, Michelle Monaghan, Jerry
Stiller og Malin Akerman.
Þráir að hitta
draumadísina
Hjartasár The Heartbreak Kid er gamansöm ástarsaga með Ben Stiller.
Erlendir dómar:
Metacritic 46/100
Variety 80/100
Hollywood Reporter 70/100
Premiere 50/100
New York Post 38/100
GLÆSIMENNIÐ Matthew McCo-
naughey vill eignast börn með nú-
verandi unnustu sinni, Camillu Al-
ves.
Sagt er að hann sé mjög ham-
ingjusamur með hinni 24 ára bras-
ilísku fyrirsætu og vilji eignast fjöl-
skyldu sem fyrst.
„Matthew er ástfanginn og hefur
verið að tala um hvernig lífs-
klukkan tifar og hversu mikið hann
vilji stofna fjölskyldu bráðlega,“
sagði heimildarmaður við National
Enquirer tímaritið og bætti við.
„Hann verður 38 ára hinn 4. nóv-
ember. Hann er á þeim aldri sem
karlmenn fara að hugsa um að
eignast fjölskyldu og hann treystir
Camillu því á bak við ást hennar
býr ekkert, hún vill ekki fá hlut-
verk í kvikmynd eða koma handriti
á framfæri.“
McConaughey varð svo gagntek-
inn af Alves að hann bað hennar
eftir aðeins sex mánaða samband. Í
seinasta mánuði sást til hennar
skarta gylltum hring á giftingarf-
ingrinum. Leikarinn er undir mikl-
um þrýstingi frá móður sinni að
eignast barn, en hún hefur víst beð-
ið þess lengi að hann gerði hana að
ömmu.
Sætur Matthew McConaughey.
Vill fjöl-
skyldu
LEIKKONAN Natalie Portman
mætti með nýjan unnusta sinn til að
hlusta á Dalai Lama halda fyr-
irlestur í New York.
Nathan Bogle heitir kappinn og
voru þau mjög ástfangin að sjá á
fyrirlestri Lama, að sögn sjón-
arvotts. „Hún hvíldi höfuð sitt á öxl
hans mestallan tímann,“ sagði sjón-
arvotturinn.
Bogle, sem er fyrrverandi fyr-
irsæta, er víst mjög áþekkur fyrr-
verandi kærasta Portman, leik-
aranum Gael García Bernal.
Portman kemur fyrir nakin í nýj-
ustu mynd sinni, Hotel Chevalier.
Atriðið er á fyrstu mínútum mynd-
arinnar en mótleikari hennar, Jas-
on Schwartzman, klæðir hana úr
hverri spjör. Portman neitaði að
nota staðgengil í þetta atriði eins
og tíðkast í Hollywood.
Með nýjan
mann
Portman Er á föstu með Bogle.