Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 302. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is Leikhúsin í landinu Góð kvöldstund - í leikhúsi >> 33ENGIR AUKVISAR FREKAR LITLIR OG LOÐNIR EN LÁTA EKKI Í MINNI POKANN FYRIR ÞEIM STÓRU >> 17 MEÐ því að tengja upplýsingar úr árhringjum kúskelja við Ísland við upplýsingar um gjóskulög á hafs- botni og fleiri þætti er hægt að segja til um ástand sjávar allt aftur á landnámsöld. Sú vitneskja hjálp- ar okkur svo að skilja þá hlýnun sem nú á sér stað, bæði af manna- völdum og náttúrunnar sjálfrar. Það var í þessum rannsóknum sem hin 405 ára gamla kúskel, Ming, fannst hér við land, en hún er elzta lífvera veraldar sem fundizt hefur lifandi. Jón Eiríksson, jarðfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Ís- lands, er í fjölþjóðlegum hópi þeirra sem eru að reyna að svara spurn- ingunni: hafa loftslagsbreytingar 20. aldarinnar verið meiri og örari en náttúrulegar breytingar á lofts- lagi á síðustu þúsund árum? „Við sækjumst eftir bæði dauð- um og lifandi skeljum til að fá betri upplýsingar. Þannig vonumst við til að finna kúskeljar af kynslóðum sem skarast í aldri aftur á land- námsöld. Eina skel sem fæddist, ef svo má segja, um það leyti sem Ing- ólfur Arnarson kom til Íslands og drapst kannski meðan Snorri Sturluson sat við að skrifa Heims- kringlu. Svo aðra sem varð til þegar hin var miðaldra og drapst 200 ár- um eftir aftöku Snorra og svo koll af kolli þannig að við fáum sam- fellda sögu og tengingu við skelina Ming. Ekkert eitt dýr getur lifað svona lengi og því verðum við að finna dauð dýr líka,“ segir Jón. Kúskelin hefur verið kölluð tré hafsins vegna árhringjanna sem hún myndar eins og tré. Úr þeim má lesa ástandið í hafinu þúsund ár aftur í tímann. | Miðopna Kúskelin segir söguna  Rannsaka ástand sjávar aftur til landnáms með því að lesa úr árhringjum skeljanna  Sú vitneskja getur hjálpað til við að skilja hlýnun loftslagsins nú Árhringir í kúskel eru misþykkir. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is TILRAUNAVERKEFNI um átak í minka- veiðum á Snæfellsnesi og í Eyjafirði hefur staðið frá ársbyrjun. Alls ver umhverf- isráðuneytið 135 milljónum króna í átakið til ársloka 2009. Óljóst er hversu minka- stofninn á Íslandi er stór, sumir tala um 30 þúsund dýr en aðrir minna. Minkur var fluttur til Íslands 1931 og fyrstu grenin fundust 1937 við Elliðaár. Voru þá sett lög um minkahald. „Markmiðið er að kanna hvort fýsilegt sé að stefna að útrýmingu minks á landsvísu,“ segir Arnór Þ. Sigfússon, fuglafræðingur og stjórnandi verkefnisins. „Nú er verið að breyta um aðferðir, bæði með því að marg- falda veiðiálag frá því sem áður hefur verið og eins að auka áherslu á gildruveiðar síðla vetrar þegar stofninn er viðkvæmastur fyr- ir og fáliðaðastur.“ Arnór segir svæðin tvö heppileg til rannsókna og vel hafi gengið það sem af er. „Búið er að veiða talsvert af mink, þ.e. vel á fjórða hundrað fullorðin dýr á báðum svæðum. Hlutfall kvendýra hefur verið hærra en búist var við og lang- dýrmætast að veiða sem mest af þeim.“ Náttúrustofa Vesturlands í Stykkishólmi kemur að verkefninu með rannsóknum til að afla upplýsinga um árangur veiðiátaks- ins. Ætlunin er að nýta niðurstöðurnar til að áætla kostnað og skipuleggja aðgerðir við hugsanlega útrýmingu minks á lands- vísu. Fann 619 æðarunga í minkagreni Minkurinn hefur víða valdið usla og menn lagt hart að sér til að ná honum. Pét- ur Guðmundsson í Ófeigsfirði hefur mikla reynslu af minknum, bæði af því að veiða hann og verja æðarvarp sitt fyrir honum. „Það eru miklu færri minkar í landinu en vísindamenn giska á, eða á milli 6 og 18 þús- und dýr að vori eftir árferði, en minkurinn er miklu meiri skaðvaldur en menn hafa nokkurn tímann ímyndað sér,“ segir Pétur. „Ég dró einu sinni út úr einu greni 619 æð- arunga og það var mikið eftir. Æðarvarpið væri ónýtt ef við dræpum ekki minkinn á vorin og sömuleiðis hvarf öll lonta úr lækj- um og silungsseiði úr bæjaránni um langt skeið. Ég hreinsaði vel til fyrir nokkrum ár- um og síðan þarf ég að veiða örfáa á hverju vori til að halda hreinu.“ Pétur segir að ráð- ast eigi af fullum þunga í útrýmingu minks um land allt strax og þá aðgerð eigi ríkið að borga. Er hægt að útrýma minknum? Enginn veit stærð minkastofnsins í landinu Skæður Minkur er mikill skaðvaldur. Morgunblaðið/Golli Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞAÐ er að renna út ákveðinn tímafrestur í fyrramálið [mánudag] sem gerir það að verkum að við þurfum að taka afstöðu til þess nú hvort REI haldi áfram í þessu verkefni eða ekki,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður Orku- veitu Reykjavíkur, um þá ákvörðun stjórnarinn- ar sl. laugardag að styðja áfram við þátttöku Reykjavík Energy Invest (REI) í einkavæðingu filippseyska orkufyrirtækisins PNOC-EDC. Bendir hún á að hefði stjórnin ekki komist að þessari niðurstöðu hefði REI þurft að segja sig frá einkavæðingarferlinu og þar með stefnt trú- verðugleika sínum í voða. Sjálfstæðismenn í stjórn OR sátu hjá við at- kvæðagreiðslu málsins, enda ósáttir bæði við tímapressuna og þær fjárhagsskuldbindingar sem samþykktin felur, að þeirra sögn, óhjá- kvæmilega í sér. Júlíusi Vífli Ingvarssyni, borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokks og stjórnarmanni í OR, finnst óvarlegt að REI leggi allar eignir sín- ar að veði fyrir eitt stórverkefni. Í bókun sjálf- stæðismanna á fundinum kemur fram að heildar- fjármögnun einkavæðingarverkefnis REI í Filippseyjum gæti numið 12–15 milljörðum kr. Í samtali við Morgunblaðið lögðu bæði Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna og stjórnarmaður stýrihóps borgarráðs, og Margrét Sverrisdóttir, borgarfulltrúi frjálslyndra og óháðra, sem sæti á í stýrihópnum, áherslu á að stýrihópurinn hefði ekki ætlað sér að bregða fæti fyrir REI í þeim útrásarverkefnum sem þegar væru komin vel á veg. „Þetta er skref í ferli sem var löngu komið af stað og allir þekkja,“ segir Margrét. „Það voru sjálfstæðismenn sem hófu þennan leiðangur og Guðlaugur Þór fyrst. Við völdum ekki hvar bíllinn var staddur þegar bíl- stjórinn var farinn undan stýrinu,“ segir Svandís. Þurftum að taka afstöðu því tíminn var að renna út  Sjálfstæðismenn telja óvarlegt að leggja allar eigur REI í eitt stórverkefni Í HNOTSKURN »REI er eitt þriggja erlendra fyr-irtækja sem eiga möguleika á að kaupa 40% hlut í PNOC-EDC. »Um er að ræða ráðandi hlut þar semhonum fylgir 60% atkvæðavægi.  Tímafresturinn | 4 MÍR, félag um menningartengsl Íslands og Rússlands, hefur lok- ið við að færa Kvikmyndasafni Íslands stærstu gjöf sem það hefur nokkru sinni þegið, 1836 kvikmyndir úr einu safni. Filmusafnið er talið vega rúm þrjátíu tonn, alls 7461 spóla. Stór hluti þess kom frá sendi- ráði Sovétríkjanna í Reykjavík, meðan það var og hét, en til stóð að farga filmunum. Film- urnar voru fluttar í 17 áföngum til safnsins. Á ljósmyndinni eru þeir Ívar Jónsson, formaður MÍR, og Gunnlaugur Einarsson og Einar Bragason, sem sitja í stjórn félagsins, í filmu- frumskóginum miðjum. | 15 30 tonn af filmum Stærsta gjöf sem Kvikmyndasafn Íslands hefur nokkurn tíma þegið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.