Morgunblaðið - 05.11.2007, Síða 17

Morgunblaðið - 05.11.2007, Síða 17
Þ eir eru miklir félagar og halda að þeir séu miklu stærri en þeir eru enda eru stórir hundar skít- hræddir við þá. Það er þeim nóg að sýna svipinn og þá lúffa þeir stóru fyrir þessum ljúflingum. Það má því segja að þeir eigi sér stór- an hug í litlum búk. Í þeim blundar líka mikið varðhundaeðli og það er al- gjörlega hægt að treysta þeim fyrir að láta vita af gestum, boðnum jafnt sem óboðnum,“ segir Eygló Þorgeirs- dóttir, níu ára nemandi í Vatnsenda- skóla, sem hefur alla tíð vanist því að hafa hunda og hesta í kringum sig. Fjórir ferfætlingar hlaupa um Foreldrar Eyglóar, þau Klara Haf- steinsdóttir og Þorgeir Björgvinsson, hafa verið í hestamennsku undanfarin átján ár, en fengu sér fyrst hund á heimilið eftir að þau fluttu í einbýlis- hús árið 1995. Og nú eru fjórir ferfæt- lingar á heimilinu, einn rakki og þrjár tíkur, sem heita Þór, Destený, Fant- asía og Mirra. Allir eru þeir af hunda- kyninu Yorkshire Terrier nema hún Mirra, sem er af Griffon-kyni. „Fantasía er nú hvolpafull í fyrsta skipti og á von á sér í byrjun desember og þá verður hann Þór okkar pabbi í fyrsta skipti, en hann var valinn besti hundur sinnar tegundar á hundasýningu Hunda- ræktarfélags Íslands í liðnum mánuði. Við vonum að það komi ekki nema þrír hvolpar út úr gotinu þótt þeir geti orðið allt upp í sex talsins.“ Vilja gera eigendunum til hæfis Óljóst er með öllu hvaða teg- undir urðu nákvæmlega til þess að skapa Yorkshire Terrier, en upphaflega var hann ræktaður til veiða á músum og rottum. Tegundinni er oft lýst sem Ter- rier í silkifeldi enda eru þau Þór og Destený ákaflega fríð og fín þegar búið er að bursta niður gólf- síðan feldinn þeirra og setja rauðar slaufur í hár- ið. Þetta er útskýrt þannig að hundarnir geta verið heillandi og tælandi á meðan þeir eru að ná taki á eigendum sínum. Þeir láta sem þeir séu að gera eigendunum til hæfis, en í raun eru þeir að kenna þeim að umgangast sig. Úthald, hugrekki og árvekni eru aðal þessa litla hundakyns. Persónu- leiki þeirra er mikill. Þeir eru gáfaðir, öruggir með sig og rólegir, en verða mjög ákafir ef eitthvað er um að vera. Þeir eru frábærir varðhundar og passa vel upp á sína. Yorkinn elskar fjölskyldu sína meira en lífið sjálft. Hann er ánægðastur ef hann fær að taka þátt í daglegu lífi á heimilinu og er alveg sannfærður um að ekkert sé hægt að gera án þess að hann eigi þar hlut að máli. 40 mínútur á dag í feldvinnu „Fyrsta hundinn okkar, hann Polla, eignuðumst við árið 1995, en hann drapst í fyrra, tólf ára gamall, kominn með krabbamein og nýrnasteina blessaður,“ segir Klara, móðir Eygló- ar, en hún er einn af örfáum rækt- endum Yorkshire Terrier hér á landi undir merkjum Hundaræktarfélags Íslands. Og þar sem hún er með Þór og Destený enn í sýning- arstörfum fara um fjörutíu mínútur á dag í feldvinnu hjá henni. Gólfsíðan feldinn þarf nefnilega að bursta daglega og pakka honum síðan upp til að koma í veg fyrir slit. Vikuleg böð með góðri olíu eða næringu í feldinn eru líka mjög æski- leg. „Þeim líður bara vel með þetta enda ekki öðru vanir,“ segir Klara. Hún bætir við að Yorkinn hafi orðið fyrir valinu vegna þess að elsta dóttirin sé með ofnæmi fyrir dýra- hárum, en þessi tegund valdi yfirleitt ekki of- næmi og fari ekki úr hár- um. Hundarnir eru mjög ánægðir með að fá að þvæl- ast með heimilisfólkinu hér á daginn þótt þeim þyki líka svakalega gaman að fá að skottast úti í göngutúrum með þeim sem því nenna. Og svo labba þeir bara inn í sín búr á kvöldin þegar aðrir á heimilinu eru að búast til svefns. Þurrfóður og vatn er þeirra helsta fæða, en svo fá þeir stundum nammi ef þeir eru búnir að vera duglegir. Skinka, ostur, sveppir og lifrarpylsa eru til dæmis í miklu uppáhaldi. Reynsla í naggrísauppeldi Fyrir utan hundana á heimilinu á Eygló trippi sem hún kallar Evu en hún hefur keppt til verðlauna á hesta- mannamótum og á risastóran bikar fyrir fyrsta sætið í gæðingakeppni sem hún tók þátt í. En nú stefnir fjöl- skyldan að því að selja húsið sitt í Kópavogi og flytja í sveit þar sem draumurinn er að sameina á einum stað heimilið, sumarbústaðinn, hest- húsið og hundaræktunina. Og þegar Eygló er að lokum spurð hvort hana langi í fleiri dýr svarar hún að bragði að það gæti verið skemmtilegt að eignast froska. Eldri systurnar hafi töluverða reynslu af naggrísauppeldi því þær ræktuðu naggrísi og seldu út um allar trissur til að eignast vasapeninga á sínum tíma. „Við ætluðum að taka upp þráð- inn í naggrísauppeldinu fyrir skömmu og vorum komin með þenn- an fína karl, en fengum ekkert kven- kyns þar sem langir biðlistar eru eftir naggrísum. Naggrísir eru nefnilega miklu skemmtilegri en hamstrar – þeir vaka í það minnsta á daginn þeg- ar eigendur þeirra eru vakandi,“ segja þær mæðgur. join@mbl.is Forvitni Úthald, hugrekki og árvekni eru aðalsmerki þessa litla hundakyns. Morgunblaðið/Sverrir Stór hugur í litlum búk Úthald, hugrekki og árvekni eru aðalsmerki hunda af Yorkshire Terrier-kyni. Jóhanna Ingvarsdóttir sótti þrjá slíka heim og vin þeirra að auki. Gólfsíðan feldinn þarf nefnilega að bursta daglega og pakka honum síðan upp til að koma í veg fyrir slit. Hann er ánægðastur ef hann fær að taka þátt í daglegu lífi á heimilinu og er alveg sannfærður um að ekkert sé hægt að gera án þess að hann eigi þar hlut að máli. Heimasætan Eygló Þorgeirsdóttir með heimilishundana, þá Þór, Destený, Fantasíu og Mirru. Sæt saman Þór og Destený eru ákaflega fríð og fín með niðurburstaðan gólfsíðan feld og rauðar slaufur í hárinu. |mánudagur|5. 11. 2007| mbl.is daglegtlíf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.