Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Þessar kitla litlar hláturtaugar Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÞÓRHILDI Rán Torfadóttur, 17 ára skipti- nema í Mexíkó, tókst að komast á öruggan stað um helgina og flýja þar með gífurlegar hamfarir af völdum flóða í Grijalva-ánni í Ta- basco-ríki. Hundruð þúsunda íbúa hafa flúið heimili sín en stærstur hluti Villahermosa, höfuð- borgar ríkisins, er nú á kafi. Þórhildur komst til borgarinnar Tuebla með nágrönnum sínum, en þangað er sjö tíma akstur undir venjulegum kringumstæðum. Mun lengri tíma tók þó að kom- ast þangað eins og að- stæðum var háttað um helgina. „Þegar við ákváðum að yfirgefa Villahermosa, þá hafði einn vegur einmitt opnast,“ segir hún. „Ég giska á að nánast all- ir í Tabasco hafi verið að flýja Villahermosa. Það var því mjög mikil umferð alla leiðina. Ástandið í Villahermosa fór versnandi um það leyti sem ég yfirgaf borgina. Ég hafði í fyrstu búið við eina ána og þegar hækkaði í henni þurfti ég að fara í kjölfar þess að fyrsta hæðin í húsinu mínu fylltist af vatni. Ég flutti því út í borgarhluta sem talinn var öruggur en þegar ég var að flýja borgina sá ég hvað ástandið var í raun slæmt. Maður sá heilu húsin á kafi og fólk í vatninu.“ Þórhildur dvelst nú í Tuebla hjá dóttur yfirmanns AFS-skiptinemaáætlunarinnar og segir hún ólíklegt að hún snúi aftur til Villa- hermosa. Hún segist ekki geta dæmt um hvort hún hafi verið í hættu, en bendir á að hún hafi upphaflega búið á þeim stað þar sem mest hætta hafi verið á flóðum. „En við vorum ósköp rólegar, því við bjuggum á ann- arri hæð og héldum að vatnið næði ekki svo hátt.“ Ekki reyndi frekar á þetta því ná- granni Þórhildar tjáði henni að húsið yrði yf- irgefið. „Við fórum með bíl sem reyndar var farinn að fyllast af vatni með tilheyrandi veseni. Götunni hafði verið lokað og þess vegna urðum við að ganga í gegnum flóð- vatnið út af lokaða svæðinu þar sem bíll beið.“ Sluppum fyrir horn Bílstjórinn var eiginmaður konu sem bjó í húsinu en sjálf bjó Þórhildur þar hjá yfir- manni AFS þar sem hún var ekki komin í vist hjá fjölskyldu. „Við sluppum fyrir horn,“ segir hún og bætir við að flóttinn hafi ekki verið það erfiður að hún hafi óttast að geta ekki komist á öruggan stað. „Ég var að- allega hrædd þegar mér var sagt að við þyrftum að flýja húsið. Á þeirri stundu átt- aði ég mig fyrst á því að hætta væri á ferð- um.“ Þórhildi tókst að bjarga tölvunni sinni en týndi þverflautu sinni og flugmiða til Ís- lands. Átti hún bókað far heim í júlí 2008. „Sá heilu húsin á kafi og fólk í vatninu“ Sautján ára gömul íslensk stúlka slapp fyrir horn þegar hún flúði hamfarirnar í Tabasco í Mexíkó Reuters Hamfarir Gömlum manni bjargað af heimili sínu í Villahermosa um helgina. Sjálfboðaliðar jafnt sem liðsmenn hersins og lögreglunnar hafa lagt sitt af mörkum í björgunaraðgerðum. Þórhildur Rán Torfadóttir  Gripdeildir | 14 Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞAÐ ER dálítið sérkennilegt að þeir skuli fara út með þessar tillögur. Við höfum litið svo á að um trún- aðarsamtöl sé að ræða og þetta mál þurfi að leysa við samninga- borðið en ekki standa í áróðurs- stríði í fjölmiðl- um,“ segir Ingi- björg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra um þá ákvörðun írskra stjórnvalda að greina fjölmiðl- um frá málamiðlunartillögu um skiptingu yfirráða yfir Hatton-Rock- all-svæðinu. Fulltrúar Íslands, Írlands, Bret- lands og Danmerkur funduðu fyrir helgi í Kaupmannahöfn og greindi AP-fréttastofan frá því að Dermot Ahern, utanríkisráðherra Írlands, hefði sagt að grundvöllur ætti að vera fyrir samningum þegar fundað verður í Dublin 16. og 17. janúar næstkomandi. Ingibjörg telur það hins vegar tefja framgang viðræðna að reka svo viðkvæmt mál samhliða í fjölmiðlum og dregur það frekar í efa að sam- komulag náist þegar fundað verður á nýjan leik. Hún segist ekki vilja tjá sig efnislega um tillögurnar að öðru leyti en því að þær séu óviðunandi fyrir Íslendinga. Ingibjörg vonast því til þess að nýjar tillögur komi fram í Dublin. Ríkin fjögur gera öll tilkall til landgrunns á Hatton-Rockall-svæð- inu og hófust viðræður árið 2001, að frumkvæði Íslendinga. Ingibjörg segir að fundurinn í Kaupmannahöfn hafi ekki gengið nægilega vel og seg- ir aðalatriðið að finna lausn sem tryggir sanngjarna hlutdeild á þeim hluta svæðisins sem líklegast sé að gefi mest af sér. Tefur framgang málsins að reka það í fjölmiðlum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir                 ÍSLENDINGAR mættu enn einu stórmeistaralið- inu í 7. umferð Evrópumóts landsliða. Að þessu sinni Ung- verjum, sem eru 12. stigahæstu á mótinu. Margir óttuð- ust, að Ungverjar ynnu 4-0 en eftir jafntefli á tveimur efstu borðum eftir spennandi viður- eign létti mönnum nokkuð. Henrik Danielsen bætti svo við þriðja jafn- teflinu og má segja, að þá hafi úrslit- in verið orðin ásættanleg gegn þess- um sterku andstæðingum hvernig sem skák Stefáns Kristjánssonar lyki. Stóð hann lengi í andstæðingn- um en mátti að lokum játa sig sigr- aðan. Niðurstaðan var því 1,5 gegn 2,5 vinningum Ungverjum í vil. Tap gegn Ungverjum Stefán Kristjánsson FJÖLMARGAR áhugaverðar ljós- myndir má finna á sérstakri ljós- myndasýningu sem sett hefur ver- ið upp í verslunarmiðstöðinni Kringlunni í tilefni 110 ára af- mælis Blaðamannafélagsins. Um er að ræða fjörutíu fréttaljós- myndir eftir næstum jafnmarga ljósmyndara og var það Þorvald- ur Örn Kristmundsson, fyrrver- andi formaður Blaðaljósmynd- arafélags Íslands, sem valdi myndirnar. Af myndunum eru margar hverjar frá því fyrir seinna stríð og hafa sumar þeirra ekki sést opinberlega áður. Sýningin var opnuð á laugar- dag og stendur yfir í tvær vikur. Hún verður þá flutt til Akureyrar og sett upp á bókasafni Háskólans á Akureyri. Fréttnæmir atburðir á filmu Morgunblaðið/G.Rúnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.