Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2007 11 FRÉTTIR kl. 08 :00 ÁFÖSTUDAGINN BJÖRGUNARSVEITIN Þorbjörn í Grindavík hélt upp á 60 ára afmæli sitt um nýliðna helgi og stóð meðal annars fyrir menningar- og sögu- tengdri göngu um Þórkötlu- staðanes og hafði opið hús fyrir al- menning. Einnig voru eldri félagar sveitarinnar heiðraðir í afmælishófi sveitarinnar. Bárust henni margar góðar gjafir á tímamótunum og var m.a. skrifað undir samning við Grindavíkurbæ um áframhaldandi stuðning við sveitina. Björgunarsveitin Þorbjörn er ein af best útbúnu sjóbjörgunarsveitum landsins og hefur hún kappkostað að þjálfa upp menn og koma sér upp tækjum. Árangur hennar er í samræmi við það en hún hefur frá stofnun bjargað 232 mannslífum úr sjávarháska. Sveitin er einnig öflug á öðrum sviðum björgunarstarfs. Síðastliðin ár hefur sveitin verið kölluð út að meðaltali 38 sinnum á ári. Björgunarsveitin Þorbjörn hefur bjargað 232 manns Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri og Bogi Adolfsson, form. Þorbjarnar NEFND sem forsætisráðherra skipaði 17. júní sl. til að undirbúa hvernig minnast eigi þess að 17. júní 2011 verða liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta hefur tekið til starfa. Nefndin er skipuð fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi. Að auki sitja í nefndinni fulltrúar Alþingis og Hrafnseyrarnefndar. Formaður nefndarinnar er Sólveig Pétursdóttir fv. for- seti Alþingis. Nefndinni er ætlað að gera fyrstu tillögur til forsætis- ráðherra eigi síðar en í árslok 2008 en vinna síðan að undirbúningi hátíðarhalda á árinu 2011. Nefndin mun enn fremur leita eftir tillögum frá stofn- unum og samtökum sem tengjast minningu Jóns Sigurðssonar forseta. Í til- kynningu frá forsætisráðuneytinu er þeim sem hafa áhuga á að leggja nefndinni til hugmyndir um hvernig minnast megi tímamótanna bent á að senda þær til ráðuneytisins í Stjórnarráðshúsinu, merkt Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar, eða á netfangið postur@for.stjr.is. Nefnd um minningu Jóns Sigurðssonar tekin til starfa Sólveig Pétursdóttir SÉRSTAKIR heilsudagar með kyrrð og íhugun verða haldnir í Skálholti um næstu helgi. Hefjast þeir á föstu- dag kl. 18 og standa fram yfir há- degi á sunnudag. Í fréttatilkynningu kemur fram að boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá sem er í höndum hjartalæknis, hjúkrunarfræðings, sjúkraþjálfara, kennara og guðfræð- ings. Meðal annars verður fjallað um kyrrð og heilsu, jafnvægi, sátt og lífsgæði. Þá verður flutt erindi um Jobsbók og þær mannlegu spurn- ingar sem þar birtast. Þátttakendum gefst kostur á að mæta á fimmtu- dagskvöldi og nota föstudaginn til undirbúnings og slökunar. Skráning og nánari upplýsingar í síma 486 8870 eða með netfanginu rekt- or@skalholt.is. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ró Heilsudagar verða í Skálholti Kyrrð og íhug- un í Skálholti MARTIN Haworth, yfirmaður stefnumótunar ensku bændasamtakanna National Farmer’s Union, mun ræða um þróun landbúnaðar og bú- vöruverðs í heiminum og framtíðarhorfur í þeim efnum á morgunfundi Bændasamtaka Íslands sem fram fer í Sunnusal Hótels Sögu í fyrramálið. Haworth var ráðinn til starfa hjá ensku bændasamtökunum árið 1980 og hefur hann gegnt fjölmörgum ábyrgðarstöðum innan þeirra. Hann annast nú stefnumótun samtakanna. Morgunfundurinn er haldinn undir yfirskriftinni „Hvað kostar maturinn minn á morgun?“ og mun m.a. verða til umræðu aukin ásókn Asíubúa í landbúnaðarvörur og vaxandi umhverfisvitund neytenda gagnvart fram- leiðslu landbúnaðarafurða í Norðvestur-Evrópu. Að loknu erindi Haworths fara fram pallborðsumræður en við borðið munu ásamt Haworth sitja Salvör Jónsdóttir, Sigurður Jónsson og Daði Már Kristófersson. Hvað kostar maturinn STJÓRN Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga sendi nýlega for- manni Blaðamannafélags Íslands bréf þar sem farið var þess á leit að hann beindi þeim til- mælum til félagsmanna í BÍ að þeir notuðu rétt starfsheiti hjúkrunarfræðinga í skrifum sínum um þá og kvengerðu það ekki. Í bréfinu segir að það komi enn fyrir í fyrirsögnum, frétt- um, greinum og þýðingum að talað sé um „hjúkrunarkonur“ eða „hjúkkur“ og ósjaldan vísað til hjúkrunarfræðinga sem „þær“. Þetta sé mjög villandi. Konur séu vissulega í meirihluta í stéttinni en körlunum fjölgi þó ár frá ári. Minnt er á að hugtak- anotkun í fjölmiðlum hafi áhrif á viðhorf almennings og því skipti miklu að hún sé rétt. Vara við rangri hugtakanotkun FRIÐGEIR Björnsson fyrrverandi dómsstjóri hefur verið skipaður formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál í stað Páls Hreins- sonar sem sagði sig úr nefndinni þegar hann var skipaður hæstarétt- ardómari í september sl. Trausti Fannar Valsson lögfræðingur tekur sæti Friðgeirs sem varaformaður, að því er fram kemur í frétt frá for- sætisráðuneytinu. Nýr formaður upp- lýsinganefndar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.