Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2007 35 Stærsta kvikmyndahús landsins Balls of Fury kl. 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára Elizabeth kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 14 ára Eastern Promises kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára Syndir Feðranna kl. 6 - 10:20 B.i. 12 ára Veðramót kl. 5:40 - 8 B.i. 14 ára Miðasala á Sími 530 1919 www.haskolabio.is www.laugarasbio.is Kauptu bíómiða í Háskólabíó á HANN BEIÐ ALLT SITT LÍF EFTIR ÞEIRRI RÉTTU... VERST AÐ HANN BEIÐ EKKI VIKU LENGUR TOPPMYN DIN Á ÍSLANDI Í DAG FRÁ LEIKSTJÓRANUM DAVID CRONEBERG Sýnd kl. 6 Með íslensku tali eeeee - S.U.S., RVKFM eeee - Á.J., DV eeee - T.S.K., 24 STUNDIR eeee - F.G.G., FRÉTTABLAÐIÐ eeee - L.I.B., TOPP5.IS Gríðarstór gamanmynd með litlum kúlum! Í undirheimum ólöglegs borðtennis er einn maður tilbúinn að leggja allt í sölurnar til að verða ódauðleg hetja! Sýnd kl. 8 og 10:15 B.i. 12 ára Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:15 B.i. 16 áraSýnd kl. 6, 8 og 10-POWER B.i. 16 ára -bara lúxus Sími 553 2075 HÖRKU HASARMYND MEÐ TVEIMUR HEITUSTU TÖFFURUNUM Í DAG SVAKALEG SPENNA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA BÚÐU ÞIG UNDIR STRÍÐ Verð aðeins600 kr. 10 Með íslensku tali Kauptu bíómiða í Háskólabíó á eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ eeee - Á.J., DV eeee - T.S.K., 24 STUNDIR eeee - F.G.G., FRÉTTABLAÐIÐ eeee - L.I.B., TOPP5.IS FRÁ LEIKSTJÓRANUM DAVID CRONEBERG Tilnefnd sem besta heimildarmynd ársins eeee- R. H. – FBL Sagan sem mátti ekki segja. 11 tilnefningar til Edduverðlauna Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is BLAÐAMANN rak í nettan rogastans þegar hann hvessti augun á litla frétt í 24 stundum sl. föstudag. Fyrirsögnin er „Radiohead snýst hugur“ og rætt um að sveitin muni „þvert á fyrri yfirlýsingar“ gefa plötuna In Rainbows út á geisladiski, en áður hefði verið tilkynnt að platan „kæmi einvörðungu út á netinu“. Allt er þetta kolrangt en það hefur legið fyrir í marga mánuði að platan kæmi líka út í efnislegu formi. Nægir að glugga í Wikipediuna eða fara inn á vefsvæði Radiohead og þá blasir þetta við. Thom Yorke, leiðtogi sveitarinnar, lýsti þessu meira að segja yfir fyrir einu og hálfu ári í viðtali við New York Times. Þá var sveitin samningslaus og óviss um hvernig hún hygðist dreifa næstu plötu. Yorke hafnaði því þá að til stæði að næsta plata yrði eingöngu gefin út sem niðurhal, þar sem það væru alltaf ein- hverjir sem ættu ekki kost á að nálgast plöt- una þannig. Geisladiskur yrði því gefinn út líka. Efnisleg hljómsveit Hinn 1. október síðastliðin var svo tilkynnt um að In Rainbows yrði klár til niðurhals tíu dögum síðar. Þá kom og fram að hægt væri að panta plötuna sem „diskabox“, sem yrði svo sent út til kaupenda 3. desember og í því væri platan bæði á geisladisk og vínylplötum. Einn- ig eru ljósmyndir, textablöð og aukadiskur, með átta lögum. Box þetta er rándýrt, kostar 40 pund. Þannig að það ætti ekki að dyljast neinum að Radiohead er einkar „efnisleg“ í kringum þessa plötu, þrátt fyrir að fólk ætti einnig kost á því að sækja plötuna í gegnum Netið, sér að kostnaðarlausu ef það hefði kosið svo (og svo var um 2/3 þeirra sem sóttu plöt- una þangað). Nú hefur verið gengið frá því hver mun gefa út In Rainbows geisladiskinn. Side One og ATO Records sjá um útgáfu í Norður Ameríku en XL Recordings gefa hana út annars staðar í heiminum. Radiohead framselur réttinn til þessara fyrirtækja í gegnum útgáfuréttarhafa sinn, Warner Chappell Music Publishing. Niðurhalsútgáfan, sem markaði ákveðin tímamót í tónlistarsögunni, hefur haft þó nokkur áhrif og eru listamenn eins og Oasis og Jamiroquai að velta svipuðum hlutum fyrir sér eins og Trausti Júlíusson reifar í ágætri grein í Fréttablaðinu sem birtist á föstudaginn. In Rainbows átti alltaf að koma út á föstu formi Radiohead gaf nýja plötu sína, In Rainbows, út í formi niðurhals hinn 10. október en frá upphafi hefur legið fyrir að hún muni einnig fást upp á „gamla mátann“, þ.e. í efnis- legu formi út úr búð. Útvarpshöfuð Sveitin Radiohead leiðir nú aðrar sveitir þegar kemur að nýjum leiðum við sölu á tónlist yfir netið. Hún er þó ekki hætt að gefa út með gamla laginu. TÍMARITIÐ Time veltir því fyrir sér í nýjasta tölublaði sínu hvort graffítílistamaðurinn Banksy hafi verið ljósmyndaður við iðju sína, en hann er sannkallaður huldumaður sem engar ljósmyndir hafa verið birtar af. Ljós- myndin, sem fylgir þessari frétt, gæti hins vegar verið af Banksy, augljóst að verið er að mála vegg en spurning hver er að mála hann, Banksy eða einhver annar. Banksy er listamannsnafn en enginn veit hvert skírnarnafn huldumannsins er. Banksy er virtur listamaður, verk hans hafa verið seld fyrir margar milljónir dollara í uppboðs- húsum, m.a. keypt af hjartaknúsaranum Brad Pitt og hans betri helmingi, Angelinu Jolie. Ljósmyndin umrædda var tekin með far- símamyndavél, og sést maðurinn mála vegg byggingar í hverfinu Bethnal Green í Lund- únum. Maðurinn virðist vera með öndunar- grímu á enninu, þá líklega til að verja sig fyr- ir eiturgufum úr málningarúðabrúsum. Time segir þetta jafnast á við að ljósmynd væri tekin af Loch Ness skrímslinu, í það minnsta fyrir aðdáendur Banksy. Talsmaður Banksy hefur staðfest að listamaðurinn hafi skreytt þennan vegg í Bethnal Green, en menn velta því fyrir sér hvort myndin sé brella, hvort einhver hafi stillt sér upp fyrir myndatöku og þóttst vera Banksy. Talsmað- urinn vill ekkert segja um hvort Banksy sé á myndinni eða ekki. Talið er að Banksy heiti réttu nafni Robert Banks eða Robin Banks. Líklega verður hann áfram huldumaður. Banksy? Ljósmyndin umrædda sýnir mann mála með gulri málningu á vegg. Hulunni svipt af Banksy?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.