Morgunblaðið - 05.11.2007, Síða 13

Morgunblaðið - 05.11.2007, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2007 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt ISO/IEC 17799 - Lykilatriði og notkun Námskeið 8. og 9. nóvember fyrir Stjórnendur sem bera ábyrgð á vernd upplýsinga og að móta og innleiða stjórnkerfi upplýsingaöryggis. Starfsfólk sem gegnir lykilhlutverki við að innleiða stjórnkerfi upplýsin- gaöryggis. Tæknifólk sem kemur að tæknilegri útfærslu stjórnkerfisins. Ráðgjafa á sviði upplýsingaöryggis. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir lykilatriðum staðlanna ÍST ISO/IEC 17799 og ÍST ISO/IEC 27001 og þekki hvernig þeim er beitt við stjórnun upplýsingaöryggis í fyrirtækjum. Skráning og nánari upplýsingar á vef Staðlaráðs, www.stadlar.is eða í síma 520 7150 Kröfufjármögnun Skilvirk leið til að fjármagna vöxt fyrirtækisins Viðskiptakröfur eru stærsta eign margra fyrirtækja. Með Kröfufjármögnun Landsbankans gefst fyrirtækjum kostur á lántöku gegn veði í viðskiptakröfum með einfaldari hætti en áður. Ávinningurinn er margþættur. Auðveldara er að fjármagna vöxt fyrirtækisins þar sem rekstrarfé eykst í hlutfalli við aukna sölu. Með bættu fjárstreymi er m.a. hægt að greiða birgjum fyrr og ná fram hagstæðari innkaupum. Hafðu samband við fyrirtækjasérfræðing í næsta útibúi eða Þjónustuborð fyrirtækja í síma 410 9191ÍSLE N S K A S IA .I S L B I 39 73 0 11 /0 7 jafngildi um 195 milljarða króna. Þótti það sérstaklega bagalegt fyrir Prince, sem kotroskinn hafði lýst því yfir þegar áhyggjur vegna fast- eignamarkaðarins vestra tóku að magnast í júlímánuði að ekkert væri að óttast og bankinn myndi ekki hvika af þeim markaði. Á föstudag spáði Mike Mayo, sér- fræðingur hjá Deutsche Bank, því svo að á fjórða fjórðungi myndi Ci- tigroup tapa 4 milljörðum dala til viðbótar vegna lánakreppunnar. Gengi hlutabréfa bankans féll um 2,02% í kauphöllinni í New York á föstudag og eftir lokun markaðar þann daginn tilkynnti stjórn Ci- tigroup að neyðarfundur yrði hald- inn í gær. Það var síðan í kjölfar FASTLEGA var búist við því að Chuck Prince, forstjóri Citigroup, sem samkvæmt viðskiptavikuritinu Forbes er stærsti banki heims, myndi segja af sér í gær. Ástæðan er þær hremmingar sem bankinn hefur lent í á undanförnum vikum í kjölfar ólgunnar sem ótrygg fast- eignaveðlán í Bandaríkjunum hafa valdið á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum. Þar með er Prince annar for- stjóri stórbanka sem taka þarf pok- ann sinn á afar skömmum tíma í kjölfar lánakreppunnar en eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu neyddist Stan O’Neal, forstjóri Mer- rill Lynch, til þess sama á dögunum. Ekki er ljóst hver tekur við starfi Prince en talið er líklegt að Robert Rubin, nánasti samstarfsmaður Prince og helsti ráðgjafi, muni gegna því tímabundið. Rubin er sennilega kunnastur hér á landi fyr- ir að hafa verið fjármálaráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Bill Clin- ton en ljóst er að setjist hann í for- stjórastólinn verður það ekki til mjög langs tíma þar sem Rubin er orðinn 69 ára gamall. Fjórir milljarðar í viðbót? Kostnaður Citigroup vegna af- skrifta og taps af viðskiptum á skuldabréfamarkaði á þriðja árs- fjórðungi nam 3,3 milljörðum dala, þess sem Wall Street Journal sagði sig hafa heimildir fyrir því að Prince hygðist verða á undan stjórninni og segja af sér áður en honum yrði sagt upp. Alltaf umdeildur Chuck Prince varð forstjóri Ci- tigroup árið 2003 þegar goðsögnin Sandy Weill lét af störfum. Síðan hann tók við bankanum hefur hann verið umdeildur. Tekjuflæðið hefur staðnað og Citigroup hefur ekki vaxið nærri því jafn ört og helstu keppinautarnir. Þá hefur gengi hlutabréfa bankans lækkað um 19% frá því að Prince tók við stjórnar- taumunum og víst er að margir telja það löngu tímabært að hann víki. Lánakreppan varð Chuck Prince að falli Reuters Afsögn Fastlega er búist við því að Chuck Prince, forstjóri Citigroup, yf- irgefi bankann eftir neyðarfund með stjórn hans í gær. Rubin talinn lík- legur eftirmaður Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is EKKI er ósenni- legt að ný skuldabréf í ís- lenskum krón- um, svokölluð jöklabréf líti dagsins ljós á næstunni. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans. Þar segir m.a. „Hærri stýrivextir á Íslandi, og þar með aukinn vaxtamunur, eykur líkur á að fljótlega hefjist útgáfur nýrra jöklabréfa, bæði vegna end- urnýjunar þegar útgefinna bréfa og áhuga á að stunda vaxtamun- arviðskipti.“ Jafnframt kemur fram í Vegvísi að í janúar nk. séu jöklabréf fyrir tæplega 70 milljarða króna á gjald- daga. „Því er líklegast að útgáfur jöklabréfa á næstu mánuðum verði af svipaðri stærðargráðu og vænt- anleg innlausn, en slíkt ætti að styðja við hátt gengi krónunnar. Aukinn vaxtamunur og væntingar um enn lengra tímabil hárra vaxta eru því líkleg til að halda gengi krónunnar háu á næstu mánuðum.“ Frekari jöklabréfaútgáfa talin líkleg á næstunni BANKAR og önnur fjármála- fyrirtæki víða um heim hafa farið illa út úr titringnum á fjármálamörk- uðum heimsins, en þó ekki öll. Eitt dæmi er Berkshire Hat- haway, fyrirtæki þekktasta fjár- festis í heimi, Warren Buffett. Á þriðja ársfjórðungi jókst hagn- aður félagsins um 64% frá sama tímabili í fyrra. Ástæðan er sú að félagið seldi á fjórðungnum allan hlut sinn í kínverska olíufélaginu PetroChina, og er talið að verð- mæti hlutarins hafi áttfaldast á meðan hann var í eigu Buffett. Warren Buffett Buffett slær öllum við SÆNSKA flugfélagið Skyways hef- ur tekið eina Fokker 50-flugvél á leigu frá Flugfélagi Íslands. Samn- ingur þess efnis var undirritaður á föstudag og verður vélin afhent í síð- ari hluta mánaðarins. Leigutíminn er um hálft ár og verður vélinni því skilað tímanlega fyrir háannatíma- bilið í innanlandsflugi hérlendis. Í fréttatilkynningu segir að stefnt sé að frekara samstarfi félaganna í milli enda geti mismunandi árstíðasveiflur í rekstri þeirra gef- ið af sér ákveðin samlegðaráhrif. Skyways flýgur til 18 áfangastaða í Svíþjóð og 3 áfangastaða utan Sví- þjóðar og uppistaðan í flugflota fé- lagsins eru Fokker 50-vélar. Félagið hefur 14 slíkar í rekstri. Skyways leigja vél Stefnt að frekara samstarfi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.