Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HVERNIGFINNST ÞÉRESPRESSO?! EKKISLÆMT. ÉGHELDÉG GÆTILÆRTAÐ ELSKAÞAÐ! STOPPIÐ HANN! STOPPIÐ HANN! EINHVER! ÞIÐ VERÐIÐ AÐ STOPPA HANN! HINGAÐ OG EKKI LENGRA, LÚLLI! HÉRNA ER HANN, LÍSA... ÓHULTUR ÞAÐ SEM ÉG ÁTTI VIÐ VAR AÐ STOPPA SVO HANN MUNDI EKKI TALA VIÐ ÞIG! VÁ! SOLLA VAR SEND TIL SKÓLASTJÓRANS! HÚN HLÝTUR AÐ VERA Í MIKLUM VANDRÆÐUM HJÚKK! ROSALEGA VAR ÉG HEPPINN AÐ KENNARINN HÉLT AÐ ÞETTA HEFÐI ALLT VERIÐ SOLLU AÐ KENNA Æ, NEI! HVAÐ EF SOLLA SEGIR HVAÐ ÉG GERÐI? HVAÐ EF HÚN KLAGAR? HVAÐ EF HÚN KJAFTAR FRÁ? HVAÐ GERI ÉG ÞÁ? ÞETTA ER MIKILL LÉTTIR! ÉG HÉLT AÐ ÞÚ MUNDIR EKKI TRÚA MÉR VIÐ ERUM MEÐ ÁGÆTIS MÖPPU UM HANN KALVIN HVERNIG ÁKVAÐST ÞÚ VIÐ HVAÐ ÞÚ ÆTLAÐIR AÐ VINNA ÉG HEF ALLTAF HAFT MIKINN ÁHUGA Á ÞESSU ÉG HAFÐI ALLTAF GAMAN AF ÞVÍ AÐ HÖGGVA ELDIVIÐ ÞEGAR ÉG VAR KRAKKI ÉG ÆTLA ÚT Í BÚÐ. VILTU NOTA TÆKIFÆRIÐ OG HREYFA ÞIG AÐEINS? ÉG FÆ ALLA ÆFINGUNA SEM ÉG ÞARF VIÐ AÐ HORFA Á LÍKAMSRÆKTARÞÆTTI Í SJÓNVARPINU ERTU BÚINN AÐ TAKA TIL ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ HAFA Í SKÓLAFERÐALAGIÐ HANS KALLA ÉG HELD ÞAÐ ÉG ER MEÐ SVEFNPOKA, TJALDDÝNU, AUKA FÖT... EYRNATAPPA, VERKJALYF, SVEFNTÖFLUR Í ÞESSU ATRIÐI LIGGUR MARVELLA MEÐVITUNDARLAUS Í ÞESSARI VALSLÖNGU... NOKKUÐ ÞÆGILEG AUÐVITAÐ VERÐUR ÁHÆTTULEIKARANUM ÞÍNUM SKOTIÐ. VIÐ ÞURFUM BARA AÐ NÁ NÆRMYND AF ÞÉR ÞETTA GÆTI ENDAÐ ILLA dagbók|velvakandi Nauðsyn eður ei? VEÐUR var ágætt til setu utan- dyra við sumarhúsið. Vindáttin var frá rotþrónni og lyktin óbærileg, þannig að við urðum að setjast inn í bústaðinn. Hver kannast ekki við þetta? Síðan hef ég verið að hugsa um frágang á nýjum rotþróm. Hvers vegna loftun? Ef við hugs- um um hvernig gerjun á víni á sér stað, þá er lofti aldrei hleypt að. Við viljum gerjun í rotþrónni þann- ig að loftunarstútar hjálpa ekki til við gerjunina. Stundum hefur verið sagt við mig að það loft sem fer niður við sturtun úr klósetti verði að hafa greiða leið út, til að inni- haldið sem kemur á eftir renni vel. Þetta hefur aldrei verið vandamál ef rétt er gengið frá frárennslinu. Ef vatn eða vökvi kemst út úr rot- þrónni þá kemst loft einnig sömu leið. T.d. út um siturlögnina (frá- rennslislögnina). Það er nauðsyn- legt að hafa góða stúta, með loki of- an á rotþrónni til að unnt sé að tæma hana. Ef rotþrær virka ekki eins og skyldi þá er það oftast vegna þess að of mikið af sápuefnum er komið í þróna, og gerjunin hefur ekki hafist eða stöðvast. Sumarbústaðaeigendur, ef vond lykt er að angra ykkur eða sjón- mengunin af þessum stútum, þá er eðlilegast að taka loftunarstútana af og setja lok í staðinn. Pétur Sigurðsson, efnafræðingur og rotþróareigandi án loftunar í 28 ár. Skammdegisspjall ÉG vil taka undir með Halldóri Blöndal sem furðar sig á fólki sem getur ekki haldið jól án þess að skjóta rjúpu í jólamatinn. Almennt undrar mig á þeim, sem geta ekki leitað á vit náttúrunnar nema með byssu um öxl eins og hvern annan ástvin. Mér blöskrar líka þegar veiðimenn bregða undir sig betri fætinum til að skjóta villidýr í ann- arra manna löndum og láta síðan birta af sér myndir með veiðina á forsíðum blaðanna. „Sko, þetta er ég!“ Hver sá ekki líka í fréttum sjónvarpsins mynd af mönnum í ónefndu landi sem vörpuðu lifandi kúm fyrir hungruð tígrisdýr, til skemmtunar sjálfum sér og fjöl- skyldum í rútubílum? Misjafnt er mannsins gaman. Hvað dýrin snert- ir. Kvíðvænleg hugsun sækir á mann þegar flugeldarnir um ára- mótin fara í loftið, svo allt ætlar um koll að keyra. Hestar hlaupa eitt- hvað út í buskann og finnast oft ekki aftur og hinir gæfustu hundar verða fyrtir. Nú er markaðssetning jólanna komin á fullt í október, jólahlaðborð og auglýsingar um að við getum ekki lifað án þess að kaupa þetta eða hitt. Aðalatriðið, fæðingarhátíð frels- arans, komið út í horn, heilög kvöldmáltíð orðin að bissness, fjár- mögnuð af fyrirtæki. Hvenær kem- ur að boðorðunum tíu og fjallræð- unni? Hvenær kemur að Nóttin var sú ágæt ein, í allri veröld ljósið skein? Sér einhver ljósið fyrir ofsk- reyttum húsum? Og hvenær fer svartur húmor höndum um Heyr himna smiður hvers skáldið biður? Guðrún Jacobsen, Bergstaðastræti 34, Reykjavík. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is VEÐURSTOFAN gerir ráð fyrir að áfram verði umhleypingasamt á land- inu. Sunnlendingar geta kannski látið regnhlífina duga, eins og þessi kona, sem arkaði niður Laugaveg, gerði en éljagangur verður norðanlands. Morgunblaðið/Ómar Áframhaldandi umhleypingar FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna: „Stjórn Sambands ungra sjálf- stæðismanna fagnar því frumvarpi sem Erla Ósk Ásgeirsdóttir og fjórir aðrir þingmenn hafa lagt fram um afnám lágmarksútsvars sveitarfélaga. Lögbundið lágmark á útsvari sveitarfélaga kom til árið 1993 og hafði þá í för með sér verulega hækkun útsvars í ýmsum sveitarfélögum. Síðan þá hefur þetta ákvæði dregið mjög úr skattasamkeppni meðal sveitarfé- laga. Ungir sjálfstæðismenn taka und- ir það sem fram kemur í grein- argerð með frumvarpi Erlu Óskar að vandséð sé hvernig skilyrði um lágmarksútsvar fari saman við stjórnarskrárbundinn ákvörðunar- rétt sveitarstjórna í málefnum sveitarfélaga sinna. Ennfremur dregur lögbundið lágmark á út- svari sveitarfélaga úr ábyrgð kjör- inna fulltrúa og er ekki til þess fallið að auka kostnaðarvitund þeirra og ráðdeild í rekstri. Afnám lágmarksútsvars hefur verið hluti af stefnu Sambands ungra sjálfstæðismanna um árabil og er einnig í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins, eins og hún var samþykkt á landsfundi sl. vor. Þingmenn eru því hvattir til þess að styðja frumvarp Erlu Óskar og meðflutningsmanna hennar.“ Styðjum frumvarp um afnám lágmarksútsvars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.