Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „Stílsnilld sem á sér vart hliðstæðu hjá öðrum samtímahöfundum.“ BRANDARINN, sem er fyrsta skáldsaga Milan Kundera, kom út í Prag á sjöunda áratugnum og náði strax gríðarlegum vinsældum. Sagan hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og er nú talin meðal merkustu skáldsagna sem út komu í Evrópu á síðari hluta tuttugustu aldar. Irving Howe Friðrik Rafnsson þýddi. Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is TVÆR fiskverkanir, GPG á Húsa- vík og Stapar á Bíldudal, hafa nú sagt upp samtals um 20 manns. Uppsagnarfrestur fólksins er einn mánuður. Á Raufarhöfn er verið að draga úr vinnslu vegna kvóta- samdráttar, en á Bíldudal er verið að hætta vinnslu, sem hófst í maí, en hefur verið afar stopul síðan þá. Áð- ur hafði fiskvinnsla þar legið niðri í tvö ár. Átta manns var sagt upp hjá GPB á Raufarhöfn, en þar höfðu tveir eða þrír hætt áður, að sögn Ólafs Ólafs- sonar, sölu- og markaðsstjóra hjá GPG. GPG rekur fiskverkun á Rauf- arhöfn, Húsavík og í Stykkishólmi og segir Ólafur að ekki séu fyr- irhugaðar frekari uppsagnir. Hins vegar sé ljóst að sumarlokanir verði á öllum stöðunum og líklega lengri en á þessu ári. 1.200 tonna samdráttur Hann segir að kvóti fyrirtækisins dragist saman um 1.200 tonn vegna niðurskurðarins. Auk þess sé minna framboð á fiskmörkuðum og við því verði að bregðast. Alls starfaði 31 við vinnsluna á Raufarhöfn, en fjöld- inn er nú kominn niður í 20, eða sama fjölda og var þegar GPG tók við vinnslunni þar á sínum tíma. Ólafur segir að nú sé ekki vinn- andi vegur að bæta upp samdráttinn með vinnslu á Rússafiski og komi þar margt til, einkum hærri flutn- ingskostnaður en áður. Tvö fyrirtæki, Oddi á Patreksfirði og Þórsberg á Tálknafirði, stóðu að vinnslu Stapa á Bíldudal. Vinnslan hófst í maí og voru starfsmenn 12. Vinnslan hefur svo legið niðri frá því í júlí, en fólkið var enn á launum, þar til tekin var ákvörðun nú í vik- unni um að segja því upp. „Upphafið var þannig fyrir um það bil tveimur árum, þegar fisk- vinnsla hafði lagzt af á Bíldudal, þá komu stjórnmálamenn og fóru á fjörurnar við menn um hvort ekki væri eitthvað hægt að gera í mál- inu,“ segir Guðjón Indriðason, fram- kvæmdastjóri Þórsbergs. „Upp- haflega þegar talað var um að skoða þetta voru það Kambur á Flateyri, Oddi á Patreksfirði og Þórsberg á Tálknafirði sem áttu að koma að rekstrinum. Síðan ákvað Kambur að vera ekki með. Hin tvö fyrirtækin voru eftir og var umfangið minnkað töluvert frá því sem um var talað í upphafi. Áfram var þrýstingur frá stjórnvöldum og við settum skilyrði á móti um byggðakvóta og fjár- magn, sett var upp svipað dæmi og var gert á Þingeyri þegar Vísir kom þangað inn. Það átti að vera 400 tonna byggðakvóti árlega í sex ár. Svo var komið niður á það að fallizt var á að þetta yrðu ekki nema 300 tonn fyrsta árið. Þetta endaði svo í 240 tonnum sem var úthlutað seint og síðar meir. Sá kvóti er til staðar, en fyrirgreiðsla eins og frá Byggða- stofnun, sem átti að koma að þessu með þolinmótt fé, hefur ekki skilað sér. Slæmt ástand á húsinu Eitt af skilyrðunum var að fisk- verkunarhúsið fengist á viðunandi verði. Það gekk eftir en þá kom í ljós að ástandið á húsinu var mjög slæmt og það kostaði mikið af pen- ingum að koma því í stand. Síðan kemur svo rúsínan í pylsuendanum, 33% niðurskurður á þorskkvótanum ofan á allt saman. Þegar menn standa frammi fyrir öllu þessu; að ekki er staðið við það sem var lofað í byrjun og svo er kvótinn skertur, þá er í rauninni ekkert annað að gera en hætta,“ segir Guðjón Indriðason. Ekkert að gera annað en hætta Atvinna Um 20 manns hefur verið sagt upp á Raufarhöfn og Bíldudal vegna kvótaniðurskurðar. Er uppsagnarfresturinn aðeins mánuður. Í HNOTSKURN »Þegar fiskvinnsla hafði lagztaf á Bíldudal komu stjórn- málamenn og fóru á fjörurnar við menn um hvort ekki væri eitthvað hægt að gera í málinu. »Það átti að vera 400 tonnabyggðakvóti árlega í sex ár. Svo var komið niður á það að fallizt var á að þetta yrðu ekki nema 300 tonn fyrsta árið. Þetta endaði svo í 240 tonnum. »Ekki er vinnandi vegur aðbæta upp samdráttinn með vinnslu á Rússafiski og kemur þar margt til, einkum hærri flutningskostnaður en áður. MIKILL erill var hjá lögreglu höf- uðborgarsvæðisins í fyrrinótt og fylltust fangageymslur eftir nóttina. Þannig voru 17 manns látnir gista á bak við lás og slá bæði í Reykjavík og Hafnarfirði. Mikið var um ölvun og þá bar nokkuð á hópslagsmálum og var lögreglumaður sleginn í andlitið þegar hann reyndi að skakka leikinn í Hafnarfirði Að sögn varðstjóra voru fjórir handteknir eftir hópslagsmál sem brutust út á Hlemmi um miðnætti. Enginn var sagður alvarlega slasað- ur eftir átökin. Þá brutust hópslags- mál einnig út á skemmtistað í Hafn- arfirði í fyrrinótt og þar var lögreglumaðurinn sleginn og hlaut minniháttar áverka á kjálka. Tveir voru handteknir í kjölfar slagsmál- anna. Þá voru 12 háttsemisbrot gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkur- borgar framin um nóttina. Lögregla segir að í flestum tilvikum hafi verið um að ræða fólk sem hafi misst stjórn á skapi sínu og látið öllum ill- um látum Mikið um fyll- irí og ólæti BÆJARSTJÓRN sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt tillögu um- hverfisnefndar sveitarfélagsins varðandi háspennulínur í landi þess. Nefndin lagði til, að öllum fyrirliggjandi valkostum Lands- nets um loftlínur yrði hafnað. „Nefndin álítur að svo miklar raf- línur muni spilla ásýnd landsins og hefta möguleika til atvinnusköp- unar, útivistar og annarrar land- nýtingar til frambúðar. Ekki verð- ur heldur séð að þörf sé fyrir svo stór og afkastamikil mannvirki, jafnvel þótt virkjanir stækki og þótt 250.000 tonna álver yrði byggt í Helguvík,“ segir í umsögn umhverfisnefndar. Í stað loftlína mælir nefndin með jarðstreng sem lagður yrði þétt meðfram Reykjanesbraut og að núverandi lína fái að halda sér. Ef af framkvæmdum verður í Helguvík vill nefndin að skoðaður verði sá kostur að leggja sæstreng milli Flekkuvíkur og Helguvíkur. Ekki vilji fyr- ir raflínum ♦♦♦ SKÁTAR á Íslandi héldu í fjöl- menna afmælisgöngu á laugardag í tilefni af því að á þessu ári eru liðin 100 ár frá upphafi skátastarfs í heiminum. Tímamótunum hefur verið fagn- að á margan hátt víða um heim á árinu. Íslenska skátahreyfingin minntist tímamótanna með afmæl- ishófi í knattspyrnuhúsinu Fífunni á laugardag og var sú tímasetning valin með það í huga að skátar á Ís- landi miða upphaf íslensks skáta- starfs við 2. nóvember. Liðin eru 95 ár frá upphafi skátastarfs á Íslandi. Afmælishátíðinni lauk með flug- eldasýningu í boði Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Skátakynslóðir Íslendingar hafa iðkað skátastarf í 95 ár og stofnuðu skátahreyfingu aðeins fimm árum eftir að skátastarf hófst erlendis. Skátaganga á aldarafmæli BJÖRGUNARSVEITIR frá Landsbjörgu stóðu í ströngu um helgina og fóru í sex útköll vegna rjúpnaveiðimanna í uppsveitum Ár- nessýslu. Oftast var um að ræða bíla sem festust í aurbleytu. Búist er við mikilli umferð á svæðinu í dag, mánudag. Af því tilefni vilja björgunarsveit- ir koma þeim tilmælum til allra þeirra sem eiga erindi á heiðar og hálendi að aka aðeins á öruggum vegum. Mikið hefur rignt í Árnes- sýslu undanfarið og þótt jörð sýnist frosin er aðeins um þunna skel yfir aurbleytu að ræða. Skyttur festu sig TVEIR landeigendur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafa slitið við- ræðum við Landsvirkjun vegna áforma um Hvammsvirkjun og lón í mynni Þjórsárdals, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá landeigendum. Þeir eiga samtals um þrettán hektara úr jörðinni Haga á Þjórs- árbökkum austan við Þverá og hafa reist sér þar frístundahús. Annar umræddra landeigenda á einnig veiðirétt í Þjórsá ásamt fjöl- skyldu sinni í Haga. Slíta við- ræðum ♦♦♦ RÁÐIST var á ungan mann í sum- arbústað í landi Úthlíðar í fyrrinótt með þeim afleiðingum að hann fékk höfuðhögg og var fluttur á Land- spítalann. Hann hélt meðvitund að sögn lögreglunnar á Selfossi en var ringlaður. Árásarmaðurinn er rúm- lega tvítugur og var settur í fanga- geymslu. Lögregla segir að fjöldi vitna hafi verið að árásinni en kæra af hálfu þolandans var ekki komin fram í gær. Ef meiðsli í líkams- árásum reynast alvarleg getur lög- reglan sjálf lagt fram kæru geri brotaþolar það ekki. Í gær átti að taka skýrslu af árásarmanninum og vitnum. Varð fyrir líkamsárás ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.