Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 25
til vinnu. Hann komst lengra á harð- fylgi og seiglu en margur yngri maður sem mátti láta í minni pokann fyrir ill- um veðrum og vondum aðstæðum er farið var erinda RARIK að næturlagi til að veita sveitungunum birtu og yl. Afi var sögumaður með ríkt skop- skyn og hafði yndi af góðum sögum. Oft rifjaði hann upp gamla tíma og sagði mér frá á sinn yfirlætislausa hátt sem þó varð spennandi og magn- aður er á leið frásögnina. Mér eru sér- staklega minnisstæðar frásagnir hans úr verbúðunum suður með sjó. Að- búnaður sjómannanna og landmann- anna á seinni hluta 20. aldar var í senn magnaður og ótrúlegur þeim sem þekkir ekki annað en hitaveitu og óveður á glugga. Sögur frá Mjólkár- virkjun og einangruninni þar og kaup- staðarferðunum væru líklegri til að hafa gerst á 19. öldinni. Matvælaflutn- ingar sem voru þaulskipulagðir með margra daga fyrirvara og tóku seiglu, áræðni og tíma. Þessar frásagnir geymi ég með mér. Afi var pólitískur – sumir vildu meina að hann hefði verið kommúnisti – en hann sagði við mig ekki alls fyrir löngu er það barst í tal að hann hefði ekki hugmynd um hvað kommúnisti væri. Enda held ég að hans pólitík hafi ekki verið lituð þýskum heimspeki- hugmyndum heldur hafi mótast af uppeldi og mótunarárum á kreppu- tímum. Barátta verkalýðsins var hon- um hjartans mál og sagt var í gamni að afi færi í sparifötin aðeins einn dag á ári – 1. maí. Í seinni tíð höfum við oft rætt pólitík og ekki alltaf verið sam- mála. Ég bar virðingu fyrir hans hreinu skoðunum sem mótuðust af jafnaðarhugsjón og umhyggju fyrir þeim sem minna máttu sín í samfélag- inu – það var hans fólk. Ég á eftir að sakna samtala okkar um pólitík, framfaramál og gamla tíma ásamt dægurmálunum. Afi fylgdist afar vel með fram á síðasta dag – jafnt gengi síns fólks sem þjóð- arinnar. Þannig maður var hann. Drengur góður er genginn. Ég bið Guð að styrkja ömmu og fjölskylduna alla. Árni Helgason.  Fleiri minningargreinar um Gest Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2007 25 ✝ Ása Eiríksdóttirfæddist á Dvergsstöðum í Eyjafirði 10. janúar 1918, frostaveturinn mikla. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Seli 26. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Eiríkur Helgason, bóndi frá Botni í Hrafnagils- hreppi í Eyjafirði, f. 6. mars 1880, d. 15. október 1930, og kona hans, Sigríður Ágústína Árnadóttir frá Hvamm- koti í Arnarneshreppi í Eyjafirði, f. 10. ágúst 1883, d. 15. febrúar 1929. Systkini Ásu eru: Helga, f. 31. maí 1909, d. 15. febrúar 1910, Baldur, f. 23. desember 1910, d. 16. nóvember 1994, maki Laufey Stefánsdóttir; Hreiðar, f. 7. apríl 1913, d. 25 nóv- ember 1995, maki Ragnheiður María Pétursdóttir; Helga Freyja, f. 27. ágúst 1915, d. 23. janúar 2000, maki Garðar Guðjónsson; Anton Helgi, f. 30. desember 1922, d. 6. febrúar 1923, og Sigríður Margrét, f. 11. febrúar 1929, maki Skúli Sig- urgeirsson. Á Dvergsstöðum ólst líka upp Helgi Jakobsson, f. 14. september 1906, d. 5. janúar 1977. Ása og Helgi voru systkinabörn. Hinn 1. júlí 1939 giftist Ása Ragnari Skjóldal bifreiðastjóra, f. 8. mars 1914, frá Ytra-Gili í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði. For- eldrar hans voru Kristján Pálsson 1959. Maki Guðrún Inga Úlfsdóttir, f. 4. desember 1962. Synir þeirra eru Hrafnkell Úlfur, f. 4. desember 1995, og Arnkell Ragnar, f. 6. nóv- ember 1997. Ása ólst upp á Dvergsstöðum til 11 ára aldurs þegar faðir hennar dó. Þá leystist heimilið upp og systkinin frá Dvergsstöðum voru tekin í fóstur hjá vandamönnum, hvert á sínum stað. Ásu fóstraði Steinþór Jóhannsson frá Lauga- landi og kona hans, Sigrún Ingi- marsdóttir frá Litla-Hóli. Ása og Steinþór voru bræðrabörn og dvaldi hún þar fram yfir fermingu. Hún lauk fullnaðarprófi frá Barna- skóla Akureyrar og nam einn vetur við Laugaskóla í Þingeyjarsýslu en réðist síðan í kaupavinnu á æsku- slóðum sínum í Eyjafirði þar sem hún kynntist Ragnari. Ása og Ragnar bjuggu allan sinn búskap á Akureyri og frá 1945 áttu þau heimili í Helgamagrastræti 6. Ása fékkst við ýmis störf um ævina. Hún vann við prjónaskap, verðlags- eftirlit og matjurtarækt. Á vorin starfaði hún reglulega við blóma- sölu Hreiðars bróður síns og garð- yrkjubónda sem fór fram í sölu- turni við heimili Sigríðar systur þeirra í Fróðasundi. Frá 1972 starf- aði Ása hjá Sútunarverksmiðju Sambandsins á Gleráreyrum. Hún lét af því starfi rúmlega sjötug. Höfuðáhugamál Ásu voru ferðalög um landið sitt, ljósmyndun og skóg- rækt. Hún starfaði lengi í stjórn Skógræktarfélags Tjarnargerðis og var gerð að heiðursfélaga þar. Útför Ásu verður gerð frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Skjóldal, málari og bóndi, f. í Möðrufelli í Hrafnagilshreppi 4. maí 1882, d. 15. des- ember 1960, og Krist- ín Gunnarsdóttir, f. á Eyri við Skötufjörð í Norður-Ísafjarð- arsýslu 28. september 1892 , d. 3. apríl 1968. Börn Ásu og Ragnars eru: 1) Kristín Sigríð- ur, f. 13. febrúar 1945. Maki Jakob Jó- hannesson, f. 15. febr- úar 1944. Börn Krist- ínar og Jakobs eru: a) Gunnar Örn, f. 28. apríl 1965, maki Jenny Duch. Synir þeirra eru Michael Björn, f. 14. apríl 1992, og Daniel Þór, f. 3. maí 1998. b) Ása, f. 2. mars 1969, maki Gísli Friðriksson. Sonur þeirra er Þórgrímur Arnar, f. 26. júní 2002. Gísli á líka Jón Heiðar, f. 6. nóvember 1988. c) Jóhannes, f. 15. febrúar 1971, maki Anett Ern- felt Andersen. Synir þeirra eru óskírður drengur, f. – d. 15. sept- ember 1998, og Jakob Ernfelt, f. 3. janúar 2000. d) Ólafur Ragnar, f. 18. júlí 1976, maki Eleonor Tampos Rosento. Synir þeirra eru Neil Ken- neth, f. 25. apríl 1995, Jón Ragnar, f. 29. október 2000, og Christopher Jakob, f. 10. desember 2006. e) Arna, f. 3. mars 1979, maki Jóhann- es Baldur Guðmundsson. Synir þeirra eru Baldur Örn, f. 2. apríl 2001, og Óðinn Örn, f. 1. desember 2005. 2) Ragnar Skjóldal, f. 12. maí Amma mín var besta amma sem maður gat eignast. Ríkt umburð- arlyndi og góðmennska voru hennar mestu kostir. Umburðarlyndi henn- ar átti að vísu undantekningar. Meinstríðni og merkilegheit þoldi hún nefnilega aldrei. Þegar amma var 11 ára horfði hún ásamt systk- inum sínum á þegar heimili þeirra var sett á uppboð og systkinunum komið í fóstur því foreldrar þeirra voru látnir. Hún gleymdi aldrei þeim degi þegar karlar riðu í hlað á Dvergsstöðum og buðu þar í áhöld og búpening með stærilegum svip. Systkinin höfðu víst gaman af þegar einn karlinn settist á nýmálað koff- ort svo að rassfar kom á þegar hann stóð upp. Ástríki hreinlega geislaði af ömmu og vinir og vandamenn töldu allir víst að þeir væru hennar uppáhald. Hún mátti aldrei neitt aumt sjá án þess að rétta fram hjálparhönd eða hugsa hlýtt til við- komandi. Sú saga er sögð að í kjölfar ferm- ingar hennar hafi hún frekar valið að heimsækja Diddu yngstu systur sína sem var í fóstri út með firði en að ganga til altaris. Móðir þeirra dó af barnsförum þegar hún eignaðist Diddu. Alla tíð var rík og fölskva- laus vinátta á milli ömmu og Diddu systur. Minningarnar koma nú fram um ömmu sitjandi við eldhúsbekk- inn, segjandi sögur frá merkilegri barnæsku sinni. Og líka þegar hún sat og gerði við nælonsokkana rétt fyrir brúðkaupið sitt og sagði svo hátt og snjallt „jamm“ við því að hún yrði afa alltaf hlýðin og und- irgefin. Amma snerist mikið í kring- um afa, börnin sín og barnabörnin. Amma á leið í ferð með ferðafélag- inu. Amma að setja á sig mann- brodda og varalit á leið í bæjarferð og auðvitað var passað upp á „sjet- teringuna“ og þegar alpahúfan kór- ónaði allt gat ég ekki haft augun af ömmu því hún var svo falleg. Heim- ili ömmu og afa var ætíð öllum opið og ef hurðin var læst þá vissu allir hvar lykillinn var. Um jólin fylgdi stundum peningur með í jólapökk- um barnabarnanna í því skyni að allir fengju jafnt. Amma var mikill náttúruunnandi og naut þess að ferðast um landið sitt, skoða skýin, fuglana og öll fallegu blómin. Og öll fengum við að heyra að Dvergsstað- ir væru fallegasti staður á jarðríki. Mig langar að kveðja ömmuna mína með þessu erindi úr ljóði eftir pabba hennar: Verum eigi hrygg í hug húmið sólin greiðir. Sýnum vit og sálardug síst eru skildar leiðir. (Eiríkur Helgason) Þín Ása litla. Mig langar að minnast ömmu minnar í nokkrum orðum. Það hafa líklegast allir sem þekktu hana komið í eldhúsið hennar og fengið þar kaffi, mjólk eða kexköku við eld- húsbekkinn. Þegar ég sat þar sagði amma mér oft sögur frá merkilegri æsku sinni. Oft fylgdi mér krakka- stóð til ömmu og alltaf var tekið jafn vel á móti þeim öllum. Það er alveg satt sem var oft sagt við mig: „Mikið áttu góða ömmu.“ Stundum var ég svo heppin að fá að gista hjá ömmu og afa ásamt Óla bróður. Það var al- veg merkilegt hvað henni tókst að gera hinar hversdagslegustu at- hafnir skemmtilegar eins og hvort okkar yrði fyrra til að ljúka matn- um, finna dýnu í kjallaranum, eða yrði fyrra til að sofna. Morguninn eftir var svo boðið upp á rúgbrauð að hætti ömmu Ásu. Í þau 68 ár sem afi og amma voru hjón var oft létt og kátt andrúmsloftið á heimili þeirra eins og þegar þau reyndu heilan dag að fá hvort annað til að hlaupa apríl. Á jólunum kom það oftar en einu sinni fyrir að ég fékk pening í umslagi með gjöfinni frá ömmu og afa. Ástæðan var sú að hún vildi ekki gera upp á milli barnabarnanna sinna, þetta er ógleymanlegt. Alltaf á haustin var farið í berja- mó og afi las blöðin eða dottaði í bílnum á meðan amma og fleiri tíndu nægju sína. Þessar minningar vekja notalegar tilfinningar hjá mér í dag. Amma mín var alltaf til staðar, ekki bara fyrir mig heldur alla fjöl- skylduna. Alltaf var hún boðin og búin að leggja okkur lið við stór og smá verkefni því hún hafði ævinlega væntumþykju að leiðarljósi í lífi sínu. Þegar Alzheimer-sjúkdómur- inn byrjaði að ágerast fór ýmis hæfni hennar dvínandi sem eðlilegt er. Á þeim tíma fékk ég að hjálpa henni og það gaf mér mikið. Þá spjölluðum við tvær oft saman um allt milli himins og jarðar. Ég tel það hafa verið forréttindi að hafa átt þennan tíma með ömmu minni. Orð- in sem lýsa henni best eru góð- mennska, hjartahlýja, sanngirni, umhyggjusemi, hugulsemi og létt- lyndi. Hún hafði gaman af gátum og lét okkur eftir gátu sem við eða vís- indin getum varla svarað. Hvernig stóð á því að þrátt fyrir að vera orðin ómálga, ósjálfbjarga og hún brást ekki við orðum okkar þá kyssti hún okkur alltaf á móti þegar við smelltum á hana kossi? Ég held að svarið sé að ást hennar og væntumþykja í okkar garð hafi verið miklu stærri en sjúkdómurinn sem hreif hana frá okkur. Elsku amma mín, þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig. Mér þótti svo gott að vita að síð- ustu mánuðina gátu amma og afi dvalið saman eftir að afi gat ekki lengur verið einn heima. Elsku afi, hugur minn er hjá þér. Arna Jakobsdóttir. Þegar líður á æviár gefst meiri tími til að íhuga bernskuárin og alla þá sem veittu ómælda vináttu, traust og hjálpsemi. Ein af þessum góðu vinum var Ása frænka mín sem nú er látin eftir langa fjarveru vegna Alzheimersjúkdómsins. Kynni okkar hófust þegar hún kom 12 ára á heimili foreldra minna sem var á Hamarstíg 4 á Akureyri. Foreldrar hennar sem bjuggu á Dvergstöðum í Hrafnagilshreppi voru þá bæði látin. Hún fékk það hlutverk að gæta mín og síðar okkar Arnar bróður míns þegar á þurfti að halda. Ása var fremur lágvaxin með brúnt fallegt hár og brún augu. Hún horfði alltaf í augun á okkur þegar hún sagði okkur sögur og lék við okkur. Þar áttum við traustan vin og góðan leikfélaga. Minnisstæð er mér heimsókn til Ásu áratugum síð- ar. Þá var hún heil heilsu og gladd- ist yfir börnum og barnabörnum. Hún sagði mér frá því þegar hún fermdist frá heimili foreldra minna og fór síðar í Laugaskóla í Reykja- dal. Ég þakkaði henni enn einu sinni fyrir öll dúkkufötin sem hún saum- aði fyrir mig, vönduð og falleg tísku- föt. Þá barst talið að því þegar ég var 12 ára og hún réð mig sem kúa- smala og snúningastelpu í Reykhús í Hrafnagilshreppi. Ég hafði enga reynslu af sveitastörfum og hætti því ekki fyrr en hún lofaði að vera með mér fyrsta daginn til trausts og halds. Það gerði hún fúslega, kenndi mér það sem ég átti að gera og sagði: „Svona vilja þau hafa það“. Brosti sínu blíða brosi og skildi mig eftir. Fermingarárið mitt bjuggum við í sama húsi, Helgamagrastræti 13. Ása var þá nýgift, hamingjusöm, glöð og hress. Þau hjónin höfðu eitt herbergi á leigu með aðgangi að eld- húsi. Ása átti þá prjónavél og prjón- aði fyrir fólk fallegar flíkur. Móðir hennar hafði fengið fyrstu prjóna- vélina í hreppnum og prjónað fyrir heimilið og nágrannana. Jafnframt kenndi hún vélprjón. Þangað sótti Ása prjónalistfengið. Ása var mikil heimilismanneskja, gestrisin, jákvæð, hlýleg og glöð, gat alltaf hlegið og gert gott úr öllu. Miðlaði fólkinu sínu af kunnáttu og reynslu meðan hún mátti. Hún hafði yndi af börnunum sínum og barna- börnum og naut aðhlynningar þeirra í ríkum mæli síðar. Ragnari manninum hennar og fjölskyldunni allri sendi ég kærar kveðjur. Blessuð sé minning Ásu frænku minnar. Bryndís Steinþórsdóttir Ása Eiríksdóttir ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, tengdadóttir og amma, KRISTÍN S. KVARAN kaupmaður, Skipholti 15, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 28. október, verður jarðsungin frá Digraneskirkju þriðjudaginn 6. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Einar B. Kvaran, Bertha G. Kvaran, Jón Þ. Ólafsson, Ragna E. Kvaran, Egill Erlendsson, Thelma Kristín Kvaran, Ingvar B. Jónsson, Guðrún V. Kvaran og barnabörn. ✝ Elskulegur sambýlismaður, faðir, tengdafaðir og afi, ÁSTRÁÐUR HELGFELL MAGNÚSSON, Hörgsási 4, Egilsstöðum, sem lést mánudaginn 29. október, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju miðvikudaginn 7. nóvember kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög. Rósa Björnsdóttir, Elvar Ástráðsson, Guðrún Bóasdóttir, Sigríður Júnía Ástráðsdóttir, Björn Björnsson, Magnús Ási Ástráðsson, Hulda Rós Sigurðardóttir. Jóhanna Birna Ástráðsdóttir, Ævar Bjarnason og barnabörn. miklir félagar. Einkadóttir þeirra, tengdasonur og börn bjuggu í sama húsi og foreldrarnir. Var mikill og góður samgangur með þeim. Var vel tekið á móti barnabörnunum þegar þau komu til afa og ömmu. Ég minn- ist frænda míns með þakklæti og við Oddný sendum kveðjur til Elínar og fjölskyldunnar. Hrafnkell Ásgeirsson. Árni Friðfinns var meira en frændi okkar systkinanna. Hann var náinn heimilisvinur, einstaklega traustur og ættrækinn. Við nutum vináttu hans og umhyggju ríkulega. Allar minn- ingarnar um samvistir með Árna eru fagrar í huga. Bernskuminningin vitnar um mann sem alltaf mátti treysta og vildi lífinu svo vel. Og það reyndum við ekki síður þegar árum ævinnar fjölgaði. Hvort sem var í gleði eða raun var Árni Friðfinns ná- lægur, jákvæður og umhugað um vel- ferð okkar. Hann var rótgróinn Hafnfirðingur, naut trúnaðar og trausts á meðals samferðafólks, sóttist ekki eftir hylli né metorðum, en þjónaði lífinu af hóg- værð og hlýju. Fáir þekktu bæinn betur, umhverfi og íbúa, en Árni. Hann var áhugasamur um hag bæj- arbúa, enda jafnaðarmaður af hug- sjón, lagði ætíð gott til mála en færð- ist undan forystuhlutverki þó að oft hafi eftir því verið leitað. Árni og Elín voru sérstaklega sam- hent og ástrík hjón. Þau báru með sér svo mikla umhyggju og ræktarsemi. Fjölskyldan var Árna kær sem hann allt vildi gera fyrir svo vel farnaðist. Hann bar voninni vitni með fram- komu sinni og verkum. Fjölskylda mín á Árna Friðfinns- syni mikið að þakka. Hann reyndist okkur svo traustur vinur, styrkur og skjól. Guð blessi minningu hans og gefi ástvinum von í kærleika. Gunnlaugur Stefánsson Heydölum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.