Morgunblaðið - 05.11.2007, Page 18
fjármál fjölskyldunnar
18 MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
áfram að gleðja okkur
með verkum sínum – á
tíræðisaldri.
Hann lengi lifi.
x x x
Fyrir nokkrum ár-um var gerð leikin
kvikmynd um ævi lista-
mannsins Jackson Pol-
lock, sem líkt og Krist-
ján, sótti fram á
gjöfulum miðum ab-
straktlistarinnar.
Pollock átti drama-
tíska ævi. Þegar hann
var fyrir ofan strigann
– hann stóð yfir mörg-
um verka sinna – var
eins og innri ólga hyrfi og málarinn
væri í fullkominni einingu með verki
sínu. Bláir pólar (e. Blue Poles) er
ágætt dæmi um slíkt verk.
Það er á yfirborðinu mjög óreiðu-
kennt en þegar að er gáð er þar að
finna mikið samræmi. Ef eitt ská-
strikanna svörtu, sem við getum
kallað svo, yrði reist upp og látið
liggja lárétt við miðjan myndflötinn
myndi verkið ekki ganga upp. Ef
hlutfall heitu litanna, rauður og gul-
ur, væri meira myndu köldu bak-
grunnslitirnir ekki vera í jafnvægi.
Líkt og Jackson Pollock er Krist-
ján Davíðsson meistari þessa gullna
jafnvægis hins óhlutbundna.
Um þessar mundirfer fram áhuga-
verð sýning á verkum
Kristjáns Davíðs-
sonar í Listasafni Ís-
lands. Kristján er
frumlegur listmálari.
Verk hans hafa tekið
breytingum í gegnum
tíðina og það gleður
Víkverja jafnan að sjá
hvernig Kristjáni er
lagið að skilja eftir í
strigann. Litirnir
njóta sín þá betur og
verða skýrari á tær-
um bakgrunninum.
Formúlan sýnist
fjarska einföld,
mynstur grófmálaðra punkta – eða
hringja eða smárra myndflata –
skapar hreyfingu, iða sem auður
striginn magnar. Lengra skal ekki
gengið í þá átt að skilgreina verkin
hans. Til þess duga orðin harla
skammt, nokkuð sem á við um
myndlist almennt.
Tæknin er erfiðari en hún sýnist
og tekst Kristjáni jafnan vel upp
með að ná fram fullkomnu sjónrænu
jafnvægi, svo góðu að það er erfitt að
fá leiða á verkum hans.
Það er því full ástæða til að hvetja
fólk til að fjölmenna í Listasafn Ís-
lands og heiðra með því hinn sí-
breytilega listamann sem heldur
Víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Framundan er gósentíðverslunareigenda, sjálfjólahátíðin. Á þessumárstíma þjóta Frónbúar
sem aldrei fyrr á milli verslana og
kaupa og kaupa, ýmist mat, föt,
húsgögn, sjónvörp eða jólagjafir.
Margir eru með kvíðahnút í mag-
anum, einmitt vegna þess að út-
gjöldin eru slík að það kemur veru-
lega við budduna. Ófáir missa svefn
út af fjárhagsáhyggjum og tilhugs-
uninni um þann tíma í janúar þegar
horfast þarf í augu við skuldabagg-
ann. Allt getur þetta brotist út í
geðvonsku, rifrildum og almennum
leiðindum, jafnvel drykkju. En
svona eiga jólin ekki að vera, það er
næsta víst.
Gefið upplifanir í jólagöf
En hvernig er hægt að draga úr
útgjöldunum? Jú, til dæmis er hægt
að taka jólagjafainnkaupalistann til
endurskoðunar. Í fyrra keypti með-
al-Íslendingur jólagjafir fyrir
26.000-75.000 og sú tala hefur vafa-
lítið hækkað á árinu sem liðið er
síðan. Eins er ljóst að margir eyða
miklu hærri upphæðum til jóla-
gjafa, og þá ekkert endilega þeir
sem eiga mesta peningana. Allir
vita að fjöldi fólks eyðir langt um
efni fram fyrir jólin.
Þegar kemur að því að spara í
jólagjafainnkaupum er gott að
byrja á því að minna sjálfan sig á að
dýrar gjafir eru ekki endilega bestu
gjafirnar. Og að enginn vill fá jóla-
gjöf sem verður til þess að gefand-
anum kemur til með að líða illa eftir
jólin vegna skulda sinna. Það er líka
staðreynd að jólagjafir sem kosta
ekki neitt eru oft á tíðum þær eft-
irminnilegustu. Að gefa upplifanir
gleður oftast meira en dauðir hlutir.
Félagsskapur er skemmtilegri
en stofuglingur
Það er líka gott að minna sjálfan
sig á að neyslubrjálæði gerir lítið
annað en að fylla okkur tómleika.
Aftur á móti fyllir það okkur gleði
að finna upp á einhverju frumlegu
sem kannski er ekki endilega
áþreifanlegt til að gefa þeim sem
okkur þykir vænt um. Og það er
líka gefandi að búa sjálfur til gjaf-
irnar. Margir hafa reynt á eigin
skinni hversu gaman er að þiggja
slíkar gjafir, af því að þær eru per-
sónulegri en aðrar gjafir.
Hvernig væri til dæmis að gefa
ömmu og afa tíma og aðstoð? Þau
eiga jú flest nóg af dóti en vantar
smáhjálp við einhver verk og þrá
félagsskap meira en stofustáss. Það
væri hægt að dúlla sér við að búa til
skrautleg gjafakort með teikningum
og myndum, þar sem viðkomandi
fær að gjöf ferð með gefandanum á
kaffihús, í bíó, leikhús eða á tón-
leika. Þetta getur ýmist verið í eitt
skipti eða einu sinni í hverjum mán-
uði á nýja árinu. Amma og afi gætu
útbúið gjafakort þar sem þau bjóða
fram krafta sína til að passa barna-
börnin í nokkur skipti eða vera með
þau yfir helgi einu sinni í mánuði.
Amma og afi gætu líka gefið yngstu
barnabörnunum þá æsispennandi
gjöf að koma í heimsókn og leika
sér á eldhúsgólfinu þar sem gömlu
hjónin væru búin að hella úr nokkr-
um hveitipokum og búa til hveiti-
Bestu jóla-
gjafirnar
þurfa ekki að
kosta krónu
Ævintýri Bílaleikur í hveitihrúgum er sennilega ein sú allramest spennandi jólagjöf sem hugsast getur.
JAFNVEL þótt maður sé bara lítið eitt yfir
kjörþyngd getur það aukið hættuna á krabba-
meini, s.s. í brjóstum, þörmum og brisi.
Þetta sýnir ný rannsókn frá World Cancer
Research Fund sem tók til yfir 7.000 ein-
staklinga. Berlingske Tidende greinir frá
þessu.
Vísindamennirnir benda á að best sé að
halda líkamsþyngdinni í lægri kanti þeirra við-
miða sem ráðlögð eru. Um leið biðja þeir fólk
um að neyta reyktra og saltaðra matvæla, s.s.
skinku, beikons og salamí, í hófi. Í raun mæla
þeir með takmarkaðri neyslu á rauðu kjöti og
að hófsemi sé gætt í áfengisdrykkju. Þá sé
æskilegt að fólk sniðgangi svokallað „ruslfæði“
og sæta drykki með öllu.
Það kemur ekki á óvart að vísindamennirnir
benda líka á að hreyfing sé ekki aðeins holl í
hefðbundinni merkingu heldur vinni hún gegn
krabbameini með því að draga úr hættu á of-
fitu.
Engar öfgar
„Málið er að hætta á krabbameini eykst eftir
því sem aukakílóunum fjölgar,“ segir prófessor
Michael Marmot sem hefur staðið í forvígi
könnunarinnar. Undir þetta tekur kollegi hans,
Karol Sikora frá Imperial College of Medicine.
„Boðskapurinn er að valið stendur á milli heil-
næmrar fæðu og óhollrar. Hins vegar er mik-
ilvægt að fólk fari ekki út í neinar öfgar.
Áfengi, rautt kjöt og beikon er hættulaust svo
fremi sem þess er neytt í hófi.“
Aukin hætta á krabba-
meini með aukakílóunum
Reuters
Hreyfing Það er betra að halda aukakílóunum í skefjum.
heilsa
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
EFTIRFARANDI bréf hefur gengið manna á milli í
tölvupósti að undanförnu og minnir kannski á að ekki
er allt sem sýnist þar sem gjafir eru annars vegar:
Sennilega eru þeir ófáir sem kannast við jólagjafalýs-
ingarnar hér að neðan:
Bréfið frá ömmu
Elskulega fjölskylda. Mér datt í hug fyrir þessi jól að
senda ykkur smábréf um jólagjafir, þar sem plássið er
farið að minnka hjá mér en þið öll svo elskuleg að færa
mér gjafir fyrir hver jól. Ég biðst undan því að fá fleiri
flókainniskó. Ég á orðið lager sem endist mér út ævina.
Ég vil líka segja ykkur að ég á nóg bæði af potta-
leppum og svuntum.
Ég á orðið sjö flónelsmorgunsloppa úr Rúmfatalag-
ernum, og þarf ekki fleiri í bili. Auk þess þykir mér eld-
rauður litur fallegri en þessi gammeldags pink kerl-
ingarlitur.
Myndir af börnum og barnabörnum eru allt í lagi, en
best er að vera ekkert að setja þær í ramma, ég vil
heldur setja þær inn í albúm, þar sem allir veggir eru
orðnir þaktir af myndum, svo hvergi er auður blettur.
Í guðanna bænum ekki fleiri smástyttur, hvorki gler,
keramik né tré. Ég þurfti að setja tvo stóra fulla kassa
niður í kjallara eftir síðustu jól. Og ég er orðin svo fóta-
fúin.
Bækur eru svo sem allt í lagi, en ég á orðið 10 bibl-
íur, les þær reyndar aldrei, og alls konar ævisögur og
heilsubækur. Ef þið viljið gefa mér bækur, þá vil ég
frekar Arnald Indriða eða Agötu Christie.
Og ég hlusta frekar á Led Zeppelin og Nirvana en
Hauk Morthens eða Karlakór Reykjavíkur.
Sem betur fer hef ég losnað við öll fótanuddtækin
með því að gefa þau á tombólur, nema þetta eina sem
ég nota undir blóm á svölunum.
Ég verð að segja eins og er, að ég hefði í staðinn fyr-
ir þennan dýrindis lazyboystól sem þið tókuð ykkur
saman og splæstuð á mig í fyrra viljað hljómflutnings-
græjur eða tölvu. Sit afar sjaldan í svona stól, því það
er erfitt að standa upp úr honum. Og ég nota tölvu
frekar, og þykir meira gaman að háværri rokktónlist.
Ykkar amma.
Jólagjafalistinn hennar ömmu