Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2007 27
! " # $%!! & '" # #$$%
()* (+ ( , ()* (+ ( -.
& /012.0
3
4 &
56
!" #$%%&
'() ''
!
"
#
$
%
* +,,
!% -%%%&
'
,,,) ,
.( +,
!" ""-/&
('
,
)(
''
* '
01& 233
3
1
,
*, 3
4 5
6
7 "!& !-% '
Félagslíf
MÍMIR 6007051119 III°
I.O.O.F. 19 1881157 Rk
I.O.O.F. 10 1881157 RK
HEKLA 6007110519 VI
GIMLI 6007110519 l
Atvinnuauglýsingar
Raðauglýsingar
✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist á
Kirkjubæ í Hróars-
tungu 4. ágúst 1917.
Hún lést á sjúkra-
húsi Egilsstaða 22.
október síðastlið-
inn. Foreldrar Sig-
ríðar voru Kristín
Halldórsdóttir, f.
9.5. 1890, d. 8.8.
1970 og Jón Sigfús-
son, f. 25.10. 1883, d.
2.3. 1946, bændur í
Hallfreðarstaðahjá-
leigu í Hróarstungu.
Sigríður var eina
stúlkan í fjögurra systkina hópi.
Bræður hennar eru Einar, f. 1908,
d. 1975, Halldór, f. 1915, d. 1977 og
Sigmar, f. 1920, búsettur í Reykja-
vík. Að auki átti Jón fyrir soninn
Ásgrím, f. 1904, d. 1982.
Sigríður gift Sigurði Magn-
ússyni bónda á Hjartarstöðum í
Eiðaþinghá, f. 30.9. 1908, d. 20.3.
1984. Sigríður og Sigurður eign-
uðust 7 börn. Þau eru: 1) Smári
Þrastar, f. 24.1. 1939, kvæntur
Mána, Hörpu Hrönn og Sigurð
Sindra. 7) Halldór bóndi á Hjart-
arstöðum, f. 12.4. 1957, kvæntur
Ágústínu Sigríði Konráðsdóttur,
þau eignuðust fjögur börn, Berg-
lindi Erlu, Kristínu Dröfn, Hrafn-
hildi Tíbrá og Sigurð Hjört, sem
lést skömmu eftir fæðingu. Alls
eru barnabörnin 18, barna-
barnabörnin 25, barnabarna-
barnabörnin tvö og fer hópurinn
ört stækkandi.
Sigríður var sem ung stúlka
kaupakona en einnig var hún í vist
á Akureyri einn vetur þar til hún
giftist Sigurði manni sínum árið
1941 og fluttist í Hjartarstaði. Þar
stunduðu þau búskap í yfir 40 ár
og tóku Halldór og Ágústína alfar-
ið við búinu eftir fráfall Sigurðar
1984. Stuttu síðar fluttist Sigríður
inn í Egilsstaði þar sem hún bjó til
æviloka. Hún bjó um tíma með
Sigmundi Guðnasyni, f. 1921, eða
þar til hann lést árið 1993. Saman
nutu þau vináttu og samveru
hvort annars í sameiginlegum
áhugamálum. Þá söng Sigríður
með kór eldri borgara á Egils-
stöðum og hafði mikla ánægju af
Útför Sigríðar fer fram frá Eg-
ilsstaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Völu Rún Turantok,
þau eiga dæturnar,
Apríl Hörpu og Mar-
íu Thelmu, en fyrir á
Smári dæturnar
Ólöfu Elfu, Sigríði
Helenu, Írisi Dröfn
frá fyrra hjónabandi
og Christu Aniku ut-
an hjónabands. 2)
Magnús, f. 31.3.
1941, d. 15.5. 1943. 3)
Hulda, f. 8.5. 1943,
búsett í Kópavogi,
gift Garðari Borg
Friðfinnssyni, hún á
soninn Ragnar Inga
frá fyrra hjónabandi. 4) Magnús
Ólafur, f. 3.3. 1945, búsettur á Eg-
ilsstöðum, kvæntur Maríu Ragn-
arsdóttur. Þau eiga börnin Sigurð
Hjartar, Hlín Hjartar og Ríkharð
Hjartar. 5) Jóna Kristín, f. 2.9
1948, búsett í Reykjavík, gift Birni
Sveinssyni, þau eiga tvö börn,
Svein Birki og Guðrúnu Eir. 6) Ár-
dís, f. 23.2. 1953, búsett á Seyð-
isfirði, gift Stefáni Pétri Jónssyni,
þau eiga þrjú börn, Bergþór
Ég ætla að minnast hennar ömmu
minnar í fáeinum orðum. Amma og
afi bjuggu á Hjartarstöðum í Eiða-
þingi og var ég hjá þeim á hverju
sumri frá 5 ára aldri þangað til ég var
15 ára. Ég er elsta barnabarnið henn-
ar Siggu ömmu og aðeins eru 3 ár á
milli mín og Halldórs frænda, yngsta
barns ömmu.
Alltaf beið ég með tilhlökkun á
hverju vori eftir að komast í sveitina.
Borgarbarnið ég fékk alltaf nýja
gúmmískó og gallabuxur í veganesti
til að klæðast í sveitinni yfir sumarið.
Sigga amma fórnaði alltaf höndum
yfir þessu og sagði: ,,Nýjar gallabux-
ur í sveitina!“ – henni fannst það vera
bruðl með nýjar buxur.
Það var margt um manninn hjá
ömmu og afa á sumrin og mikið að
gera í sveitarstörfunum. Allir tóku til
hendinni, ungir sem aldnir. Amma
var dugleg og rösk kona sem gekk í
öll verk, úti sem inni. Hún fór í fjósa-
galla í fjósið og útistörfin en þegar
inn var komið fór amma í kjól. Mér
fannst hún alltaf vera svo fín í kjól-
unum sínum og svo var hún alltaf
með hárkamb sem hún renndi í gegn-
um hárið og tók það frá andlitinu
með. Amma var mjög glaðlynd og
gestrisin kona sem þótti gaman að
tala.
Það var þó ekki bara eintómur leik-
ur í sveitinni. Ég hafði alveg föst
verk, s.s að búa um rúmin, en það var
ekki sama hvernig það var gert því
allt varð að vera alveg slétt og fínt og
sá amma til þess að það væri rétt
gert. Það var koppamenning þegar
ég var að alast upp í sveitinni og var
það mitt verk að losa úr koppunum á
morgnana og þótti mér það nú ekki
skemmtilegt, sérstaklega ef það voru
gestir í bæ. Ég sá líka um að gefa
hænunum ,,soppu“ og sækja eggin,
vaska upp eftir hádegismatinn og
skúra eldhúsgólfið þegar amma og afi
lögðu sig eftir matinn. Ég vann oftast
nær með ömmu og þvoðum við saman
stóru mjólkurbrúsana, og fórum í
fjósið þar sem ég mokaði flórinn á
meðan amma mjólkaði, en einnig
hjálpaði ég afa í fjósinu. Þegar hey-
skapurinn var á fullu vorum við
amma saman úti að raka.
Á haustin eftir sláturtíð, þegar ég
var farin aftur til Reykjavíkur, feng-
um við alltaf matarsendingu að aust-
an með nýju slátri og kæfu, svo kom
hangikjötið fyrir jólin. Siggi afi skrif-
aði alltaf bréf með sendingunum með
fréttum úr sveitinni og geymi ég allt-
af eitt af bréfunum dagsett þann 27.
október 1970. Ég á líka bréf frá Hall-
dóri frænda frá 17. febrúar 1971 þar
sem hann segir mér frá lífinu í sveit-
inni og fréttir af krökkunum; sér,
Alla, Bigga, Magnúsi og Ragnari.
Já, það er margs að minnast. Alltaf
hringdi amma í mig á hverju ári eftir
að ég hætti að koma í sveitina á sumr-
in, það var sama hvar ég var stödd,
fyrir vestan eða árin mín erlendis,
amma hringdi alltaf einu sinni á ári
og sagði mér fréttir af öllum og fékk
fréttir af mér og mínum. Mikið er ég
þakklát fyrir að hafa átt með þér
góða daga nú í sumar og aftur í ágúst
þegar þú varðst 90 ára. Elsku amma,
nú er kominn tími til að kveðja í
hinsta sinn.
Þín
Elfa.
Lítil stúlka með stutta fætur tifar
yfir bæjarhólinn. Afi gaf ópal en
amma pönnsu. Systurnar á Hjartar-
stöðum voru ólíkar, ég vildi leika mér
inni meðan Berglind var úti. Kannski
einmitt þess vegna urðum við amma
svona nánar. Eftir að amma var orðin
ein dvaldi ég oftar hjá henni. Hún var
alltaf að bardúsa eitthvað í eldhúsinu.
Þegar amma sat og prjónaði í græna
stólnum inn í stofu sat ég iðulega á
stólbakinu og greiddi henni. Oft sagði
hún mér sögur af einhverju sem gerð-
ist í gamladaga. Amma hafði lifað tím-
ana tvenna og voru sögurnar sem æv-
intýri fyrir litlu barni. Ég átti alltaf
mjög erfitt með að sofna en hún var
óþreytandi að lesa eða segja mér sög-
ur. Skemmtilegast fannst mér þegar
hún las bækur eftir Guðrúnu Helga-
dóttur en þá var mikið hlegið. Ég náði
ekki alltaf bröndurunum en fannst
svo gaman að heyra ömmu hlæja.
Það var líflegt í ömmuhúsi þegar
frændsystkinin voru þar saman kom-
in en ekki man ég til þess að amma
hafi byrst sig við okkur. Á sumrin bið-
um við krakkarnir spennt eftir að sjá
Guðríði og Braga, Sigmar frænda og
fleiri, amma hlakkaði ekki minna til.
Eftir að hún flutti í Egilsstaði var
varla farin sú ferð að ekki væri kíkt
inn. Amma kynntist manni eftir að
hún flutti en ég var svolítið skeptísk á
þennan mann sem rændi ömmu af
mér. Sigmundur reyndist gull af
manni og átti amma sínar bestu
stundir á ferðalögum með honum,
auk þess sem hann var góður og þol-
inmóður við barnaskarann. Fráfall
hans var ömmu erfitt. Á mennta-
skólaárunum var ómetanlegt að hafa
ömmu í göngufæri. Ég státaði af því
að eiga elstu vinkonuna í mínum ald-
urshóp.
Meiri glingurmanneskja var vand-
fundin og ófáar nælurnar og hálsmen-
in sem hún skaut að mér. Einhvern
tímann bað ég hana að hætta að gefa
mér svona mikið enda ýtti það undir
að ég væri kölluð uppáhaldið. Hún
brosti bara og sagði „Nú, er ég gera
einhverja vitleysu.“ Þetta var hennar
leið til að tjá væntumþykju sína. Hún
var ekki að klappa okkur og hrósa alla
daga þó við vissum vel að hún bæri
hag okkar fyrir brjósti. Jólin voru
hennar tími en þá voru hengdar upp
ljósaseríur um alla glugga og glingri
stillt upp, aldrei nóg að hennar mati.
Þegar ég komst til vits og ára gerði
ég mér grein fyrir að lífið til sveita var
ekki dans á rósum en amma var ekki
að barma sér yfir því. Hún vildi alltaf
vita hvað var að gerast í sveitinni og
hristi hausinn þegar ég hafði ekki
svar á reiðum höndum.
Amma fylgdist vel með vinum okk-
ar og tískunni auk þess sem einkunnir
voru vandlega yfirfarnar. Hún var
hreinskilin og orðaði hlutina á sinn
hátt. Fötin mín fannst henni oft hrein-
lega ljót og bauð mér í sífellu flíkur úr
sínum skáp.
Elsku amma, í dag fylgi ég þér síð-
asta spölinn. Í haust þegar við keyrð-
um frá Hjartarstöðum á afmælisdegi
Sigga afa sagðir þú að þetta yrði í síð-
asta skipti sem þú kæmir út eftir. Ég
var ekki tilbúin að samþykkja það,
enda í mínum huga órjúfanlegur part-
ur af tilverunni að hafa þig nálægt. Á
milli okkar ríkti vinkonusamband
sem við einar skildum. Ég sakna þín.
Þín,
Kristín D. Halldórsdóttir.
Elsku amma.
Það er búið að taka mig langan
tíma að byrja á þessari grein. Ég held
að ástæðan sé sú að þá neyðist ég til
að horfast í augu við þá staðreynd að
ein af mikilvægustu manneskjunum í
lífi mínu hefur kvatt þennan heim.
Við höfum frá upphafi verið mjög
nánar, ég og þú. Sumir sögðu það
vegna þess hvað við værum líkar.
Hvorug hikaði of lengi við að segja
sína skoðun, þó oft hafi satt mátt
kyrrt liggja og átti það við um okkur
báðar. Engu að síður samdi okkur
alltaf vel og ég held að við höfum líka
leyft okkur að ganga skrefinu lengra
gagnvart hvor annarri en flestum
öðrum. Eins og við hefðum óformlegt
leyfi til að segja hvað betur mætti
fara hjá hinni. Trúnaðurinn var líka
sterkur enda held ég að samræður
okkur hafi ekki alltaf verið skólabók-
ardæmi um samskipti ömmubarns við
ömmu sína.
Ég held að ég hafi verið í kringum 5
ára aldurinn þegar ég fór að koma í
reglulegar „fitunarferðir“ til þín í
Hjartarstaði. Ég minnist þessa ferða í
dag með bros á vör þó á þeim tíma
hafi mér þótt það kvöl og pína að sitja
við eldhúsborðið í klukkutíma yfir
rúgbrauði með sykri og mjólkurglasi.
Kosturinn við að láta þetta ofan í sig
var að ég var gjarnan verðlaunuð með
mola af suðusúkkulaði og það gerði
átökin við rúgbrauðið vel þess virði.
Í sveitinni var líka lesið öll kvöld.
„Langa bókin“ var þar í uppáhaldi og
enn þann dag í dag hef ég ekki kynnst
jafn skemmtilegum upplesara og þér.
Og þú naust ekki síður að finna
hversu mikið ég – og hin barnabörnin
skemmtu sér við lesturinn. Við upp-
lesturinn upplifði ég líka alltaf svo
miklu hlýju og ást frá þér sem þér
reyndist annars ekki svo auðvelt að
sýna og það gerir þennan tíma mér
enn mikilvægari.
Ég leitaði alltaf eftir samþykki
þínu. Það útskýrir kannski af hverju
ég sem krakki var varla komin inn
fyrir dyrnar með einkunnaspjaldið
mitt fyrr en ég var sest við símann til
að láta þig vita hvernig prófin hefðu
gengið. Þú varst nú aldrei mikið fyrir
að hrósa einstaklingnum sjálfum fyrir
vel unnin störf en seinna lærðist mér
að það þýddi ekki að stoltið væri ekki
til staðar. Það fengu yfirleitt allir aðr-
ir en ég að heyra hversu stolt þú varst
af mér – rétt eins og þú hrósaðir hin-
um ömmubörnunum í mín eyru en
ekki í þeirra eigin. Þú trúðir nefnilega
alltaf að of mikið hrós gerði engum
gott – það gerði mann montinn og það
var sannarlega engum til framdrátt-
ar!
Ég heyrði síðast í þér á afmælis-
daginn þinn 4. ágúst sl. Ég orna mér í
dag við það samtal, því það lá svo vel á
þér og þú flissaðir eins og smástelpa
af spenningi vegna afmælisins. Börn-
in þín héldu þér veislu og þú hlakk-
aðir svo til að hitta fólkið þitt og eyða
deginum í faðmi þeirra. Millilanda-
flutningar töfðu mig frá því að koma
og fannst mér það leiðinlegra en orð
fá lýst og í dag eru það lokametrar
meðgöngunnar sem koma í veg fyrir
að ég komist heim til að fylgja þér síð-
asta spölinn.
Takk, elsku amma, fyrir allar
stundir okkar saman og það sem þú
hefur kennt mér. Þú varst svo sann-
arlega litríkur karakter og ég á eftir
að sakna þín mikið.
Sofðu rótt.
Harpa Hrönn Stefánsdóttir.
Sigríður Jónsdóttir
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning