Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VESTURLAND Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur vala@simenntun.is Vökudagar eru á Akranesiþessa dagana í fimmtasinn og standa til 10.nóvember. Vökudagar eru menningarhátíð með fjöl- breytta dagskrá sem nær yfir myndlist, ljósmyndir, bókmenntir, sögu, þjóðahátíð og fjölbreytta tón- list svo eitthvað sé nefnt. Í kaffi- húsinu Skrúðgarðinum var ,,vinj- ettusíðdegi“ á laugardegi þar sem Ármann Reynisson rithöfundur kynnti vinjetturnar sínar og vörur þeim tengdar. ,,Mér datt í hug að fá Ármann,“ sagði María Guðrún Nolan, eigandi Skúðgarðsins, ,,af því mér finnst hann svo æðislegur.“ María fékk nokkra Akurnesinga til að koma og lesa upphátt vinjettur eftir Ár- mann. ,,Ég lagði áherslu á að fá sem fjölbreyttastan hóp ein- staklinga, á öllum aldri og úr öllum stéttum,“ sagði María sem af til- efninu bauð upp á gamaldags kaffi- hlaðborð með brauðtertum, pönnu- kökum, skonsum og rjómatertum. Ekki var annað að sjá en gestir kynnu að meta framtakið því fullt var út úr dyrum í Skrúðgarðinum. Vinsælar til upplestrar Ármann sagðist hamingjusamur og ánægður með viðtökurnar í Skrúðgarðinum. ,,Ég tek eftir því að vinjetturnar eru orðnar vinsæl- ar til upplestrar, reyndar eru þær eitt vinsælasta efnið á landinu. Sögurnar sem eru mitt á milli þess að vera örsögur og prósar eru stuttar, mynd- og ljóðrænar. Í hraða nútímans eru vinjettur pass- legar til upplesturs, fólk hefur tíma til að hlusta á þær og það hefur sagt mér að það sjái fyrir sér sögurnar eins og myndir.“ Ár- mann segir orðið vinjettu vera ís- lenskun á franska orðinu ,,vig- nette“ sem þýði vínviður og vínviðarvafningar en bókmennta- hefðin sé jafnframt frönsk. ,,Mér finnst þetta fallegt orð, það fellur alveg inn í íslenskuna eins og servíetta eða sonnetta. Og svo er ég auðvitað að kynna nýja tegund bókmennta hér á landi.“ Ármann segist aldrei hafa ætlað sér að verða rithöfundur né kynna nýja bókmenntagrein fyrir þjóðinni. Hann vill ennfremur meina að mið- aldra karlmaður sem söðli um í líf- inu mæti fordómum og misskiln- ingi í samfélaginu. ,,Þetta bara gerðist,“ segir Ár- mann, ,,ég var ekkert að velta þessu fyrir mér upphaflega og hef aldrei sett mig í stellingar til að skrifa, heldur læt þetta bara flæða. Ég er ekkert að upphefja stílinn, legg samt áherslu á að skapa og að halda í fallegt tungumál.“ Gestir í Skrúðgarðinum gátu keypt sér Vinjettubækurnar og að auki munaðarvörur sem Ármann kallar vinjettuvörur. ,,Já, vörulínan þróaðist af því að lesendur voru að segja mér að þeim fyndist svo gott að lesa vinjettur og njóta stund- arinnar með því að fá sér kaffi og konfektmola eða rauðvínsglas. Þá sagði ég við sjálfan mig: ,,Auðvitað Ármann, þú átt að fara út í vöru- hönnnun“ og þá datt mér í hug há- gæðavinjettuvörur. Þetta er kon- fekt, kaffi, kaffibollar, konfektbakkar og silfurskeiðar, allt eðalvörur.“ Vinjetturnar renna út Ármann segir vörurnar renna út og á meðan hann staldrar við í Skrúðgarðinum þarf hann að taka niður pantanir. ,,Þetta er ánægju- legt því fólk kaupir og kaupir og svo bækurnar auðvitað, þær renna út eins og heitar lummur.“ Ár- mann hefur gefið út sjö vinj- ettubækur og von er á þeirri átt- undu. Hann er á leiðinni til Indlands um miðjan desember og ætlar að vera í sjö vikur. ,,Ég ætla að viða að mér efni og takast á við sjálfan mig þessar vikur. Ég fer einn héðan en verð með bíl og bíl- stjóra auk leiðsögumanns. Ég kem til með að gista hjá indverskum fjölskyldum, ætla að kynna Ind- verjum vinjettur og vonandi næli ég mér í útgáfusamning.“ Ármann hefur áður ferðast um Grænland og Færeyjar og haft sama háttinn á. ,,Í nýjustu vinjettubókinni eru 13 Grænlandssögur og líka sögur af Báru bleiku. Bókin er líka bleik af því að við sólarupprás virðist Grænlandsjökull vera bleikur og ætli þetta sé ekki bara mýksta bókin í bókaflóðinu í ár,“ segir Ár- mann og er farinn til áframhald- andi Vinjettuupplesturs á vinj- ettusíðdegi í Skrúðgarðinum. Morgunblaðið/Guðrún Vala Áheyrendur Ekki var annað að sjá en gestunum líkaði upplesturinn vel á Vökudögum. Vinjettusíðdegi á Vökudögum Góður gestur Ármann Reynisson vinjettuhöfundur og María Guðrún Nol- an, eigandi Skrúðgarðsins á Akranesi. MENNING Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í London (London film festival) hefur staðið yf- ir undanfarna daga og eru þeir sem hana sóttu sammála um að dagskráin hafi verið einstaklega glæsileg í ár. Hátíðin greinir sig frá kvikmynda- hátíðum á borð við þær sem haldnar eru í Cannes, Feneyjum og Berlín að því leyti að þar er ekki lögð miðlæg áhersla á heimsfrumsýningar, keppnisflokka og verðlaun í nafni há- tíðarinnar, heldur er þar leitast við að safna saman rjómanum af því nýjasta í alþjóðlegri kvikmyndagerð, og gera aðgengilegt almennu kvikmynda- áhugafólki. Hátíðinni hefur vaxið fiskur um hrygg á þeim rúmlega 50 árum sem hún hefur starfað, og nú er svo komið að aðstandendur hátíð- arinnar geta tínt saman það áhuga- verðasta sem sýnt hefur verið á A- lista hátíðum og búið til dagskrá með því nýjasta úr hátíðarrúntinum auk fjölbreytts úrvals leikinna mynda, heimildarmynda og stuttmynda frá ólíkum heimshornum. Á dagskránni í ár voru 184 myndir í fullri lengd og 133 stuttmyndir frá 43 löndum, og eins og gefur að skilja getur enginn mannlegur máttur komist yfir nema brot af slíku úrvali. Gullna reglan er að gleðjast yfir myndunum sem maður nær að sjá frekar en að syrgja þær sem maður missir af, en þannig má berjast gegn þeim nagandi kvikmyndahátíð- arkvíða sem gjarnan grípur um sig í hjörtum kvikmyndaunnenda á ögur- stund. Opnunarmyndin var einkum viðeigandi fyrir hátíðina, þ.e. hin magnaða nýja kvikmynd Kan- adamannsins David Cronenbergs, en hún gerist í undirheimum Lund- únaborgar. Myndin, sem er ekki síst eftirminnileg fyrir frábæran leik Viggos Mortensens, dregur upp sterka mynd af grimmum heimi sem að öllu jöfnu er venjulegum Lund- únabúum hulinn, og fjallar um fórn- arlömb mansalsstarfsemi rússnesku mafíunnar, ekki síður en mafíósana sjálfa. Af öðrum eftirminnilegum myndum sem sýndar voru á hátíðinni er endurgerð Michaels Hanekes á hinni ísköldu og yfirveguðu morð- sögu sinni frá 1997 Funny Games, snilldarlega unnin mynd sem situr eftir eins og óbragð í vitund áhorf- enda. Fullkomin andstæða þeirrar myndar er nýjasta kvikmynd Hou Hsiao-Hsien, Le voyage du ballon rouge (Ferðalag rauðu blöðrunnar). Hún fjallar um hversdagslíf strengja- brúðulistakonu sem býr í París, son hennar og barnfóstru hans, kín- verska stúlku í kvikmyndanámi sem er að gera kvikmynd sem tileinkuð er hinni sígildu barnamynd Le ballon rouge (Rauða blaðran). Ljón fyrir lömb Kvikmyndin Lions for Lambs var heimsfrumsýnd á hátíðinni, en henni er leikstýrt af Robert Redford (með Tom Cruise og Meryl Streep í aðal- hlutverkum) og fjallar um „stríðið gegn hryðjuverkum“ og átökin í Afg- anistan. Nýjasta mynd Werners Herzog er stríðsmyndin Rescue Dawn, en þar er um að ræða leikna útgáfu af heimildarmynd leikstjórans frá árinu 1997, Little Dieter Needs to Fly. Myndin lýsir sögu fyrrverandi hermannsins Dieters Dengler sem lenti í fangabúðum í Norður-Víetnam og tókst að flýja þaðan. Nýjasta leik- stjórnarverkefni Sean Penn, Into the Wild, er einnig sannsöguleg mynd um baráttu mannsins við hin villtu öfl, en hún fjallar um ungan banda- rískan pilt sem gaf háskólasjóð sinn til góðgerðarmála og gerðist flakkari, en á flakki sínu færðist hann sífellt fjær siðmenningunni. Af öðrum áhugaverðum kvikmyndum er hin mjög svo óhefðbundna ævisaga Bobs Dylans, I’m Not There, þar sem ólík- ir leikarar (þar á meðal Cate Blanc- hett) túlka tónlistarmanninn á ólíkum æviskeiðum. Þá má einnig nefna nýj- ustu kvikmynd Ang Lee, Lust, Cau- tion, mynd Susanne Bier Things We Lost in the Fire, Cannes-verðlauna- myndina The Diving Bell and the Butterfly og hina stórmerkilegu kvikmyndaaðlögun Marjane Satrapi á myndasögu sinni Persepolis. Mýrin eftir Baltasar Kormák var meðal þeirra fjölmörgu norrænu mynda sem sýndar voru á hátíðinni, en auk þess var lögð sérstök áhersla á það nýjasta í rúmenskri og franskri kvik- myndagerð. Lokamyndin var ekki af verra taginu, nýjasta kvikmynd Wes Andersons Darjeeling Limited. Kvikmyndaútgáfa Brick Lane Breyting var gerð á Gala- flokknum eftir að hátíðarbækling- urinn kom úr prentun, þegar ákveðið var að hætta við sýningu kvikmynd- arinnar Gone Baby Gone. Ben Af- fleck leikstýrir og skrifar handritið að myndinni sem fjallar um glæpa- mál í tengslum við hvarf fjögurra ára gamallar stúlku. Söguþráður mynd- arinnar þótti minna um of á hið um- deilda mál í kringum hvarf bresku stúlkunnar Madelaine McCann, og ákváðu dreifingaraðilar myndarinnar að hætta við sýningu hennar á Lond- on Film Festival af þeim sökum. Lundúnamynd fyllti skarð Gone Baby Gone í Gala-flokknum, en þar er um að ræða nýja kvikmyndaaðlög- un á skáldsögu Monicu Ali, Brick Lane. Myndin fjallar um unga stúlku frá Bangladesh sem gift er eldri manni sem býr í grámóskulegu ind- versku innflytjendahverfi í Austur- London. Ef einhvern rauðan þráð var að finna á hátíðinni, fyrir utan almenn gæði í vali á kvikmyndum á dag- skránni, má segja að hann tengist landamæraflakki í víðum skilningi. Kvikmyndirnar á hátíðinni fjalla margar hverjar um átök menningar- heima og ferðalög fólks yfir land- fræðileg og menningarleg landa- mæri. Þá beina leikstjórar myndanna sem um ræðir gjarnan sjónum að menningarheimum sem eru ekki þeirra eigin, og skapast þar áhuga- verð dýnamík í kringum vangaveltur um hið alþjóðlega og hið staðbundna í kvikmyndlist. Reuters Stjarna Ástralska leikkonan Naomi Watts leikur í Eastern Promises. Landamæraflakk í Lundúnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.