Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2007 15 MENNING INNKÖLLUN VEGNA RAFRÆNNAR SKRÁNINGAR HLUTABRÉFA Í PROMENS HF. Þann 12. nóvember 2007 kl. 9:00, verða hluta- bréf í Promens hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar Promens hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignar- skráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Promens hf. tekin til rafrænnar skráningar en þau eru öll í einum flokki og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofan- greindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Promens hf. að staðreyna skráning- una með fyrirspurn til hlutaskrár Promens hf., Hlíðasmára 1, 200 Kópavogi eða í netfangið johannae@promens.is. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð, ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verð- bréfafyrirtæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf, fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum sjálfum skráningardeginum. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Reikningsstofnun mun í þessu skyni stofna VS-reikning í nafni viðkomandi hluthafa. Hluthöfum félagsins verður kynnt þetta bréfleiðis. Stjórn Promens hf. SÍÐASTA fimmtudag gafst áheyr- endum tækifæri á að fá forsmekkinn af prógrammi sem Sinfóníuhljóm- sveitin hefur æft fyrir tónleika- ferðalag í Þýskalandi sem hún heldur í á næstunni. Hið saklausa prakk- arastrik, Ísrapp, eftir Atla Heimi Sveinsson var fyrst á dagskránni. Þetta vandaða skemmtistykki var sannfærandi í flutningi hljómsveit- arinnar, sem klappaði og kallaði á milli þess sem hún spilaði af krafti og einbeitingu. Stuttur einleikskafli á fiðlu var einnig mjög vel heppnaður hjá Sigrúnu Eðvaldsdóttur. Næst var Sellókonsert eftir Jón Nordal, þar sem Bryndís Halla Gylfadóttir lék einleik. Hreinn og áferðarfagur tónn Bryndísar Höllu naut sín sérstaklega vel í þessu tilfinningaþrungna verki og varð karakterinn í spilamennsku hennar nærri því áþreifanlegur, líkt og tónsmíðin væri persónulegt drama hljóðfærisins sjálfs andspænis hljóm- sveitinni. Eftir hlé lék hljómsveitin hina litríku leikhústónlist Carls Niel- sen, Alladín-svítu, af miklu fjöri undir líflegri stjórn Rumons Gamba sem fór hamförum af innlifun. Næst tók við hin rammíslenska náttúrumynd Geysir eftir Jón Leifs sem leiddi áheyrendur aftur á innhverfari braut- ir, þar sem kraftur náttúrunnar af- hjúpast í myndrænu tónmálinu. Var þar með dagskráin komin sem hljóm- sveitin mun róa með á erlend mið og er óhætt að segja að við getum verið stolt af henni sem fulltrúa okkar með þetta prógramm sem bæði er ágæt- lega saman sett og frábærlega flutt. Eftir stutta ræðu frá stjórnandanum enduðu tónleikarnir á hinu seiðandi verki Ravels, Bolero, þar sem litróf hljómsveitarinnar birtist í síend- urteknu stefinu undir taktfastri sner- iltrommunni, en slagverksleikarinn sem lék á hana fékk sérstakt klapp áhorfenda, sem hann átti fyllilega skilið fyrir þolinmæði sína og rytm- ískan stöðugleika. Landkynn- ing kynnt Ólöf Helga Einarsdóttir TÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit Íslands – Europa Musicale  Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba. Einleikari: Bryndís Halla Gylfadóttir, selló. Flutt voru verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Nordal, Carl Nielsen, Jón Leifs og Maurice Ravel. Háskólabíó, fimmtudaginn 1. nóvember. KÓPAVOGSBÆR og Leikfélag Kópavogs undirrituðu í fyrradag rekstrar- og samstarfssamning og tók félagið formlega við nýju hús- næði undir starfsemina, að Funalind 2. Þetta er fyrsta eiginlega leikhúsið í Kópavogi sem ætlað er fyrst og fremst til leiksýninga. Undir samninginn rituðu Gunnar Birgisson bæjarstjóri og Gísli Björn Heimisson, formaður LK, sem sjást á myndinni takast í hendur að lok- inni undirritun. L.K. fagnar 50 ára afmæli í ár. Fé- lagar í leikfélaginu sýndu atriði við undirritunina og unglingadeildin framdi táknrænan gjörning þegar tekið var við húsinu. Hönnunarvinnu er að mestu lokið og er stefnt að því að ljúka breytingum á húsinu þannig að það henti leikhúsi fyrir áramót. Stefnt er að því að setja upp fyrstu leiksýninguna í nýju húsi fljótlega upp úr því. L.K. í nýju húsnæði www.kopleik.is. NEMENDUR á þriðja ári í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands hafa undanfarnar vikur verið að grandskoða og gera út- tekt á starfssemi framleiðslu- fyrirtækja í hverfinu 105 í Reykjavík. Hver nemandi valdi sér fyr- irtæki til að vinna nánar með og hanna hlut sem er innblásinn af hverfisstemmningunni í hverfinu sem tilheyrir 105 póstnúmerinu. Afrakstur þessarar vinnu má sjá í Málmsteypu Ámunda Sigurðsson í Skipholti 23 í dag, milli kl. 17 og 20. Aðgangur er ókeypis. Hönnun Hönnunarnemar sýna í málmsteypu Dagur Óskarsson hannaði jakkaföt BYLGJA Dís Gunnarsdóttir sópransöngkona heldur tón- leika í Salnum í Kópavogi kl. 20 annað kvöld. Með henni við píanóið verð- ur Julia Lynch, en þær hafa unnið saman við Royal Scottish Academy of Music and Drama, þaðan sem Bylgja lauk nýverið meistaranámi. Þetta eru fyrstu tónleikar Bylgju eftir útskrift. Vel þekktar aríur eftir Puccini, Mascagni og Verdi verða á dagskrá, m.a, og sönglög eftir Jean Sibe- lius og Richard Strauss. Tónleikarnir hefjast með konsertaríu eftir Mozarts. Miðaverð er 2.000 kr. Söngtónleikar Bylgja Dís syngur í Salnum Bylgja Dís Gunnarsdóttir ÚT ER komin hjá Máli og menningu ljóðabókin Högg- staður eftir Gerði Kristnýju, þriðja ljóðabók höfundar. Eins og í fyrri bókum Gerðar eru yrkisefnin af ýmsum toga, rödd ljóðmælanda oft og tíðum beitt og myndmálið beinskeytt. Gerður hefur auk bókanna þriggja birt fjölmörg ljóð í blöðum og tímaritum, íslensk- um sem erlendum. Gerður hefur hlotið margvísleg verðlaun og við- urkenningar fyrir skrif sín. Kápuhönnun var í höndum Ingibjargar Magnadóttur og Bjarneyjar Hinriksdóttur. Bókmenntir Þriðja ljóðabók Gerðar Kristnýjar Kápumynd Höggstaðar. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is MÍR, félag um menningartengsl Ís- lands og Rússlands, afhenti Kvik- myndasafni Íslands filmusafn sitt formlega til varðveislu og eignar ný- lega. Það samanstendur af 1.836 kvikmyndatitlum á 7.461 spólu. Gunnþóra Halldórsdóttir, safn- vörður hjá Kvikmyndasafni Íslands, segir þetta stærstu aðföng sem Kvik- myndasafninu hafi borist að gjöf. „Þetta er örugglega með stærri söfn- um rússneskra mynda í Evrópu og það geymir mikla menningu,“ segir Gunnþóra og bætir við að í safninu liggi mikil verðmæti. Stór hluti filmusafnsins er kominn frá sovéska sendiráðinu í Reykjavík á sínum tíma þar sem til stóð að farga safninu en MÍR-menn björguðu því frá glötun. Árið 2006 þurfti MÍR að rýma hús- næði sitt við Vatnsstíg. Þeir höfðu því ekki lengur pláss fyrir filmusafnið og komu því í vörslu Kvikmyndasafns Íslands. Áður hafði nokkurt magn kvikmynda úr safni MÍR verið afhent Kvikmyndasafninu á árinu 2001. Kvikmyndirnar er flestar á 35 mm filmu en einnig er nokkurt magn þeirra útgefið á 16 mm filmum. Auk kvikmyndanna afhenti MÍR Kvik- myndasafninu ýmis tæki, svo sem sýningarvélar, spóluborð og bækur um rússneska kvikmyndasögu. „Filmurnar eru í misjöfnu ástandi, allt frá því að vera sérlega fínar og yf- ir í það að hafa ekki varðveist í heild sinni,“ segir Gunnþóra. Myndirnar ná yfir langt tímabil, þær elstu eru frá um 1925 en þær yngstu frá níunda áratug síðustu ald- ar. Í safninu er bæði að finna kvik- og heimildarmyndir. „Flestar eru kvik- myndirnar sovéskar/rússneskar en innan um eru áhugaverðar myndir sem tengjast Íslandi, ýmist af Íslend- ingum á ferð í Rússlandi eða heimild- armyndir sem Rússar hafa gert á Ís- landi. Sumar eru með enskum texta og aðrar talsettar á íslensku.“ Endurpakkað og skráð Filmusafn MÍR kom í sautján áföngum til Kvikmyndasafnsins. „Fyrsta sendingin kom hingað árið 2004 og sú seinasta 2006 og þá fórum við að ganga frá þessu, endurpakka og skrá í gagnagrunn okkar. Við er- um með landsins stærsta kæliskáp og þar er búið að koma því fyrir í hillum. Formleg afhending safnsins var síð- an í lok október þegar öllum frágangi var lokið,“ segir Gunnþóra og tekur fram að það sé ekki algengt að þeim berist slíkar gjafir í jafnmiklu magni. „Við höfum fengið nokkuð hundruð myndir frá sænska filmusafninu og þegar við fölumst eftir myndum til sýningar fáum við stundum gefins eintök og þá helst frá Danmörku.“ Kvikmyndasafnið er með sýningar í Bæjarbíói tvisvar í viku og má fólk eiga von á að sjá eitthvað úr rúss- neska safninu þar. „Við erum einmitt þessa dagana að skoða ákveðnar myndir í safninu með það í huga að setja þær á dagskrá á næsta ári en þá verður einmitt þrjátíu ára starfs- afmæli Kvikmyndasafnins.“ Kvikmyndasýningar í MÍR „Þegar MÍR var stofnað árið 1950 var strax byrjað með útlán kvik- mynda og kvikmyndasýningar en það voru samstarfsaðilar félagsins í Sovétríkjunum sem sáu félaginu fyr- ir sýningarefni. Þannig áskotnaðist MÍR tölvert safn af sovéskum kvik- myndum af margvíslegum toga með árunum. Um aldamótin 2000 tók fé- lagið svo við feiknamiklu magni af filmum frá rússneska sendiráðinu á Íslandi af sovéskum kvikmyndum. Við reiknuðum það út þegar við vor- um að flytja þessar 7.461 spólur á Kvikmyndasafnið að þær væru sam- anlagt í vigt um 32 tonn,“ segir Ívar Jónsson, forstöðumaður MÍR, en hann beitti sér fyrir því að Kvik- myndasafnið fengi filmurnar til varð- veislu. „Þegar það þótti sýnt að við þyrft- um að flytja af Vatnsstígnum í hitt- eðfyrra ákvað félagsstjórnin að semja við Kvikmyndasafn Íslands um að það tæki við filmusafninu til varðveislu en þar eru kjöraðstæður til geymslu. Við sýnum samt áfram kvikmynd- ir á hverjum sunnudegi kl. 15 hér í húsnæði MÍR, á Hverfisgötu 105.“ Ívar segir að mikil menning- arverðmæti liggi í filmusafni MÍR og því líði sér miklu betur að vita af því í öruggri varðveislu Kvikmyndasafns- ins. „Meðal þess sem finna má í safn- inu eru heimildarmyndir sem eru tal- settar á íslensku af rússneskum manni. Hann talaði reiprennandi ís- lensku en kom aldrei til Íslands. Framburður hans er samt mjög góð- ur.“ Gáfu safninu7.461 spólu  Félag um menningartengsl Íslands og Rússlands gefur Kvikmyndasafni Íslands hátt í tvö þúsund kvikmyndir  Stærstu aðföng sem safninu hafa borist að gjöf Stór gjöf Ívar Jónsson, forstöðumaður MÍR, með spólurnar í bakgrunni. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.