Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2007 21 skeljar sem lifa samtímis einhvern tíma, þó önnur drepist 200 árum fyrr en hin, er hægt að tengja sam- an með því að bera saman munstr- ið og það er gert með töl- fræðilegum aðferðum. Þegar maður fær svo alltaf eldri og eldri skel fær maður nokkuð öruggt tímatal. Einstakt tækifæri Þetta er eiginlega alveg einstakt tækifæri sem býðst hérna við Ís- land vegna þess að kúskelin er al- geng hérna. Hún virðist lifa óvenjulega lengi og það er hægt að tímasetja breytingar í hafinu með hjálp gjóskulaganna og bera þær saman við það sem kúskelin hefur skráð. Þannig að niðurstöðurnar eru byggðar á nokkrum þáttum.“ Hvað munu þessar rannsóknir taka langan tíma? „Verkefnið á að standa í fimm ár, en við byrjuðum 2006 svo við höfum fimm ár til að komast að niðurstöðu, svara þessari mik- ilvægu spurningu. Sögulegar heimildir að á síðustu þúsund ár- um hafi gengið yfir allmikið kulda- kast með stækkandi jöklum, lítil ísöld. Kölluð Litla ísöld, en hún gekk í garð á 14. öld og lauk ekki fyrr en í byrjun 20. aldar á Íslandi. Þá var hitastigið hér að minnsta kosti einni gráðu kaldara en núna að meðaltali. En þar á undan var svo hlýindakafli, en um hann ekki ekki vitað nóg. Það er ekki vitað hvað hann var hlýr og hvort hlý- indin voru bæði í hafi og á landi. Og það er eitt sem þarf að athuga, hvort hlýnunin á miðaldakaflanum var eins ör og mikil eins og er að verða núna. Það er markmiðið með þessu öllu. Hafið er vanrækt Hafið er vanrækt í rannsóknum. Við vitum minna um hafið og hafs- botninn en tunglið. Samt er það þannig þannig að í efstu tveimur metrum hafsins er meiri varmi en í öllu andrúmsloftinu þannig að augljóslega er varmabúskapur jarðarinnar mjög háður hafinu. Golfstraumurinn er nokkur hundr- uð metra þykkur þegar hann kem- ur til Íslands. Það er því ekkert smávegis varmamagn sem hafið er að flytja og dreifa um jörðina. Ef menn skilja ekki hvernig það kerfi hagar sér er óvissan með allar spár alltaf töluverð. Við erum hins vegar ekkert að efast um að lofts- lagið sé að hlýna og það er af manna völdum, en það er líka hlýn- un af náttúrulegum orsökum. Það skiptir heilmiklu máli að reyna að greina þarna á milli,“ segir Jón Ei- ríksson. og hafískomur, en við getum lesið þær út úr setinu, og um eldgos. Helga B. Bartels Jónsdóttir jarð- fræðingur er sérfræðingur í göt- ungarannsóknum, tók þátt í leið- angri Bjarna Sæmundssonar og starfar að þessu verkefni við Jarð- vísindastofnun Háskóla Íslands. Gjóskulögin mikilvæg Þau gera okkur kleift að geta stundað þessar rannsóknir á mun árangurríkari hátt við Ísland heldur en annars staðar, þar sem við höf- um gjóskulög, sem falla í sjóinn fyr- ir norðan Ísland og niður á botninn og mynda eins konar tímamerki. Maður veit frá sögulegum heim- ildum hvenær eldgosið var og þá veit maður hvenær setið myndaðist. Þannig tengir maður saman sjóinn og tímatal okkar, sem er ekki hægt nema hafa öskulög. Það er ekki hægt að mæla aldur sjávarstein- gervinga eins nákvæmlega og á landi. Það er vegna þess að sjórinn blandast ekki eins hratt og vel og andrúmsloftið. Geislavikt kolefni, sem notað er til að aldursgreina dauðar lífverur, blandast svo hægt í sjónum að það kemur alltaf skekkja, og hver sjógerð hefur svo- kallaðan sýndaraldur. Í andrúms- loftinu blandast þetta bara á einu ári. Það eru því miklu öruggari greiningar á landi en í sjó. En ösku- lögin eru sérstök fyrir Ísland og það er öskulagasérfræðingur hérna við stofnunina, Guðrún Larsen, sem vinnur í þessu verkefni og er að hjálpa okkur við að tengja gjósku- lög sem við finnum í hafinu við ákveðin eldgos eftir að land byggð- ist. Það hefur gengið mjög vel. Við höfum til dæmis fundið merki um- mörg stórgos úr Heklu, Veiðivötn- um, Snæfellsjökli og fleiri eld- stöðvum. Til þess að geta aldursgreint dauðar kúskeljar af öryggi þarf að þekkja sýndaraldur sjávar. Mis- munurinn á gjóskulagatímatalinu og geislakolstímatalinu gefur okkur yfirlit yfir breytingar á sýndaraldri sjávar við Ísland. RANNÍS hefur nýlega styrkt þennan þátt rann- sóknanna, sem nú nýtist beint við greiningar á vaxtarlögum kúskelj- anna. Með því að taka þessi gögn öll saman erum við að vonast til að geta búið til gagnabanka sem sýnir tengslin milli andrúmsloftsins og hafsins í þessi þúsund ár. Á æviskeiði hverrar skeljar verða breytingar á lífríkinu og það kemur fram sem munstur í árlögunum. Í góðum árum eru lögin þykk. Svo koma hafísár eða köld ár og þá vex hún hægt. Þá koma nokkur þunn lög. Svona breytist þetta og tvær nda- á vegum r þessi aður, sér- r í fyrra gur í júní p, að- og Dan- rður fyr- Bjarna kan plóg undruð jumst di skelj- gar. inna kú- skarast í Eina skel gja) um arson annski at við að aðra sem ldra og ku Snorra að við ngingu itt dýr því verð- ka. Þess érhæfð- l að safna rum. tlagasýn- með bor- m. Það er en eina rjum stað n. Við m botn- r í tímann ð úr kúskelinni dnáms með því að lesa í árhringi kúskelja n William kel á r í fyrra nnsókna. sem vit- m aldri. Líffræði Árhringir í kúskel. Hringirnir eru misþykkir eftir árferði í sjón- um og má lesa miklar upplýsingar út úr þeim auk aldursgreiningar. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Við búum á tímum upplýs-inga og möguleikar tilþess að safna þeim ogmiðla hafa aldrei verið meiri. Þrátt fyrir það man ég ekki eftir annarri eins kreppu í blaða- mennsku þau fjörutíu ár sem ég hef verið viðriðinn hana.“ Þetta segir Aidan White, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands blaðamanna, IFJ, en hann var staddur hér á landi á dögunum vegna ráðstefn- unnar Play the Game, þar sem með- al annars var fjallað um íþróttir og fjölmiðla. White segir nauðsynlegt fyrir fjölmiðlafólk að standa vörð um fag sitt, en í því skyni hafa Evrópu- samtök blaðamanna blásið til sér- staks átaksdags í dag, sem ber yf- irskriftina Til varnar blaðamennskunni. Í tilefni dagsins munu blaðamenn víða um Evrópu grípa til aðgerða af ýmsu tagi. Tug- þúsundir blaðamanna taka þátt í að- gerðunum í dag. Ritstjórnir hafa minna fé White segir að spyrja megi hvers vegna kreppa ríki í heimi blaða- mennskunnar. Hann tilgreinir nokkrar ástæður sem hann telur liggja að baki, en þær snúi bæði að kjörum og starfsumhverfi blaða- manna. White nefnir sem dæmi að laun blaðamanna séu lág og ekki sé lagt nægilega upp úr þjálfun blaða- manna. Þá hafi ritstjórnir hafi minni peninga milli handanna en fyrr og það geri að verkum að þær hafi minni burði til þess að leggja stund á t.d. rannsóknir. „Blaðamenn þurfa tíma til þess að rannsaka mál og þann tíma fá þeir ekki eins og staðan er í dag,“ segir hann. Gróðasjónarmið ráðandi White segir að því miður ráði skammtímahagsmunir oft för í fjöl- miðlun nútímans. „Sumir miðlar reyna að auka út- breiðslu sína með því að leggja áherslu á æsifréttamennsku eða birta stöðugt fréttir af ríku og frægu fólki. Slíkar fréttir eru orðn- ar mun fyrirferðameiri en fyrr,“ segir hann. Þegar áherslan sé lögð á efni eins og þetta hafi blaðamenn minni tíma til þess að hafa auga með gjörðum valdhafanna. White bendir á að um þessar mundir ríki mikið umrót í fjölmiðla- geiranum. „Það ríkir mikil óvissa um hver er framtíð blaðamennskunnar. Margir dagblaðaeigendur og eigendur ljós- vakamiðla eru afar áhyggjufullir yf- ir framtíðinni sem þeir sjá ekki fyrir hverfi hans svo hann geti tekið virk- an þátt,“ segir hann. Á baráttudegi evrópskra blaða- manna í dag verður efnt til ýmiss konar aðgerða. „Á Ítalíu og í Þýska- landi ætla blaðamenn að leggja nið- ur vinnu í stutta stund, í öðrum lönd- um verða mótmælafundir, bréfasendingar til yfirvalda og þá verður efnt til umræðna um fagið,“ segir White. Sjálfur er hann búsett- ur í Brussel en þar verða m.a. mót- mæli við höfuðstöðvar Fram- kvæmdastjórnar ESB. White er spurður hvort hann telji að eigendur fjölmiðla nútímans hugsi mest um að græða á útgáf- unni. Hann kveðst telja að þetta sé vandamál. Ungt fólk vill glamúr og frægð „Fólk sem stjórnar fjölmiðlum í dag hefur meiri áhuga á að eltast við gróða en góðar fréttir. Það er sorg- legt,“ segir hann. White bætir við að eitt af því sem blaðamenn þurfi að gera sé að fá eigendur miðlanna til þess að taka þátt í umræðu um gæði fjölmiðlanna. Hann er jafnframt spurður hvort hann telji að ungir blaðamenn séu meðvitaðir um að blaðamenn kunni að hafa ákveðnu hlutverki að gegna í lýðræðissamfélagi. „Nei, ekki nægilega. Margt ungt fólk er spennt fyrir því að vinna í fjölmiðlum,“ segir White. Til marks um þetta sé að blaðamannanám í Evrópu sé afar eftirsótt. „Því miður er ekki úr miklu að velja fyrir þetta fólk,“ segir hann. Í Finnlandi séu til að mynda sex nemar í blaða- mennsku um hvert laust starf og í Belgíu berjist 10 nýútskrifaðir blaðamennskunemar um hvert starf. „Margir hafa áhuga en það er ekki mikið úrval sem mætir fólkinu. Og því miður er margt fólk ekki nógu meðvitað um hið félagslega hlutverk blaðamanna. Þegar ég hóf feril minn í blaðamennsku hafði ég þá hug- mynd um starfið að það væri í raun unnið í almannaþágu,“ segir hann. White kveðst ekki viss um að ungt fólk hugsi svona í dag. „Ég held að það sjái fyrir sér glamúr og frægð, sjónvarp og spennu,“ segir hann. Margt ungt fólk geri sér í raun óraunhæfar myndir um starf í blaða- mennsku. Þrjú grunngildi í blaðamennsku White segir að í blaðamennsku séu í raun þrjú grunngildi. „Eitt er að bera virðingu fyrir sannleikanum, annað er að starfa sjálfstætt og hið þriðja er skaða ekki aðra. Blaða- menn verða að hafa í huga að það sem birt er getur haft afleiðingar. Við þurfum að gæta þess að skaða ekki fólk og hafa í huga að orðin eru eins og vopn. “ sér hvernig muni þróast,“ segir hann. Meðal þess sem spurt sé um sé hvort fjölmiðlar framtíðarinnar eigi einkum eftir að verða frímiðlar eða hvort fólk eigi eftir að borga fyrir aðgang að miðlunum. „Það liggur ekki fyrir núna hvaða markaðsmódel verður ráðandi. En það er ljóst að hið hefðbundna form sem við höfum lengi þekkt er búið að vera,“ segir hann. White segir að tæknibreytingar sem orðið hafa á undanförnum árum hafi skapað margar nýjar leiðir til fjölmiðlunar. Hann vísar í þessu sambandi til nets, hlaðvarps, gsm- síma og fleira. Ný tækni hafi líka gert að verkum að almenningur tengist fjölmiðl- unum meira en fyrr. „Almenningur er orðinn virkur þátttakandi á fjöl- miðlasviðinu. Allar þessar breyt- ingar hafa áhrif á fjölmiðlamark- aðinn og þróun hans.“ „Það má í raun líka ástandinu á fjölmiðlamarkaðnum eins og það er núna við fellibyl. Núna er logn en við vitum að stormurinn nálgast. Við getum ekki vitað hverjar verða afleiðingar hans fyrr en ham- farirnar eru gengnar yfir,“ segir hann. Ber að upplýsa almenning Þeir sem hins vegar verði fyrir barðinu á þeim breytingum sem nú eigi sér stað séu blaðamenn. „Þess vegna höfum við blásið til átaks sem ber yfirskriftina Til varnar blaða- mennskunni. „Átakið snýst meðal annars um að endurvekja grunn- gildi blaðamennskunnar.“ Fjölmiðlun hafi ekki alltaf snúist um að hámarka gróða eigenda þeirra eða hygla ríkjandi vald- höfum. „Starf blaðamannsins snýst um að flytja fréttir sem upplýsa al- menning um hvað er að gerast í um- Morgunblaðið/Frikki Tekur tíma „Blaðamenn þurfa tíma til þess að rannsaka mál og þann tíma fá þeir ekki eins og staðan er í dag,“ segir Aidan White, en hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra IFJ í tvo áratugi og hefur aðsetur í Brussel. Kreppir að fjölmiðlunum Í HNOTSKURN »Aidan White hefur gegntstarfi framkvæmdastjóra IFJ í 20 ár, en hann var áður blaðamaður á breska blaðinu Guardian. »Ýmiss konar aðgerðirfara fram í dag í tilefni af baráttudegi evrópskra blaða- manna. »Blaðamannafélag Íslandsefnir í kvöld til pressu- kvölds á Kornhlöðunni klukk- an 20 um gæði íslenskrar blaðamennsku. » Í pallborðsumræðum takaþátt Páll Magnússon út- varpsstjóri og Ari Edwald, framkvæmdastjóri 365 miðla. KÚSKELIN er stundum kölluð tré hafsins, enda bætir hún við sig einu vaxtarlagi úr kalki á hverju ári, og þess vegna er hægt að telja árslög í henni eins og árhringi í trjám. Kalklögin endurspegla ástand sjávar á hverju vaxtarári dýrsins, og það má líkja kúskelinni við upptökutæki sem liggur á hafsbotninum og nemur hitastig, seltu og fæðuframboð frá ári til árs. Þess vegna skipulagði hafsbotnshópurinn í Millennium rann- sóknaleiðangur með rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni í júní 2006, meðal annars til þess að safna kúskeljum frá norðlenska landgrunninu. Leiðangursstjóri var dr. Jón Eiríksson. Ef vel tækist til mundu finnast kúskeljar frá dögum Hrafna-Flóka og Naddoðar, frá dögum Snorra Sturlusonar, Jóns Arasonar, Jóns Sigurðssonar, og allt fram á okkar daga. Þannig mætti byggja upp gagnabanka með vaxtarlögum frá hverju ári Íslandssögunnar. Tré hafsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.