Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 309. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Neyðarlög í Pakistan  Fyrirhugaðar kosningar í Pak- istan eru nú í uppnámi eftir að Per- vez Musharraf forseti landsins kom á neyðarlögum um helgina. Hundruð stjórnarandstæðinga hafa verið tek- in höndum og æðsta dómara lands- ins vikið úr sæti. » 14 Tillaga Íra óásættanleg  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra segir tillögu Íra um skiptingu yfirráða á Hatton Rockall- svæðinu óásættanlega. Henni þykir einnig sérkennilegt að írsk stjórn- völd hafi ákveðið að greina frá tillög- unni, þar sem litið sé á fundi ríkjanna sem trúnaðarmál. » 2 Flúði af flóðasvæðinu  Þórhildur Rán Torfadóttir, sautján ára gamall skiptinemi í Mexíkó, slapp ómeidd þegar henni tókst að flýja frá flóðasvæðunum í Tabasco-ríki um helgina. » 2 og 14 Engin vernd í lögunum  Enga vernd er að finna í lögum gegn því að sveitarfélag geti selt hlut sinn í viðkomandi orkufyrirtæki til einkafyrirtækis. Þetta sagði Ein- ar Karl Haraldsson, aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar iðn- aðarráðherra, á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gærdag. » 6 SKOÐANIR» Ljósv.: Af kappklæddum körlum Staksteinar: Þúsundir milljarða Forystugreinar: Borgaryfirvöld og samkeppni | Tímasprengja UMRÆÐAN» Um ráðningu erlendra hjúkr- unarfræðinga á Landspítala Góð dýna er gulli betri Handrið til fyrirmyndar Kaupir Austurstræti 22 Borgartúnið gagnrýnt FASTEIGNIR» Heitast 5 °C | Kaldast 0 °C Norðvestan og vest- an 5–10 m/s og skýjað með köflum. Þykknar upp suðvestantil. Vægt frost norðaustan. » 10 Hulunni hefur ef til vill verið svipt af Banksy. Deilt um hvort ljósmynd sé af huldumanninum fræga. » 35 MYNDLIST» Ljósmynd af Banksy? TÓNLEIKAR» Jagúar er vel smurð vél sem hitnar vel. » 33 Þó Radiohead hafi leyft mönnum að hala In Rainbows niður stóð alltaf til að gefa hana líka út á geisladiski. »34 TÓNLIST» Radiohead í föstu formi TÖLVULEIKIR» Klunnalegur Conan lætur vel að stjórn. »36 FLUGAN» Ljóðræn list og aðalsmenn. » 32 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Líkamsárás í sumarbústað 2. Leitað að manni í nótt 3. Vildi fá far með lögreglu til Rvk 4. Hulunni svipt af gullna faraónum TVEIR félagar úr Björgunar- hundasveit Íslands sem voru að selja Neyðarkallið til styrktar Slysa- varnafélaginu Landsbjörgu við Húsasmiðjuna um helgina voru á rétt- um stað þegar við- skiptavinur versl- unarinnar hneig niður í anddyrinu. Með hjartahnoði tókst þeim tvisvar að koma öndun af stað meðan beðið var eftir sjúkrabíl. Vel hefur gengið að selja Neyðarkallið og hefur sölufólki ver- ið vel tekið að sögn Ólafar Snæ- hólm Baldursdóttur, upplýsingafull- trúa Landsbjargar. Eftir er þó að taka saman hvað mikið seldist og skýrist það á næstunni. Neyðarkall- ið tryggði nærveru KNATTSPYRNUMAÐURINN Indriði Sigurðsson segist afar ánægður hjá norska liðinu Lyn og er það á dagskrá hjá honum að setjast niður með for- ráðamönnum fé- lagsins og gera nýjan samning. Indriði hefur staðið sig vel hjá liði Lyn á leiktíð- inni þrátt fyrir að glíma við meiðsli, en hann hefur fimm sinnum farið úr axlarlið. Hann segir meiðslin þó ekki há sér.| Íþróttir Fimm sinnum úr axlarlið Indriði Sigurðsson Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is MEÐAL þess sem framundan er hjá CCP hf. og tölvuleiknum Eve Online, sem framleiddur er af fyrirtækinu, er að tekin verður í notkun ofurtölva sem keyra mun leikinn í stað hins mikla fjölda af netþjónum sem nú hýsa leikinn. Þá munu þeir sem eiga Apple- eða Linux tölvur geta spilað leikinn, sem hingað til hefur aðeins verið hægt að nota á PC tölvum. Íslenski tölvuleikurinn Eve Online heldur áfram að stækka nú rúmum fjórum árum eftir að hann kom fyrst út og eru notendur hans nú um 200.000, en yfirlýst markmið stjórn- enda CCP er að íbúar Eve verði fjöl- mennari en íslenska þjóðin. Nú um helgina var haldin í fjórða skipti árleg ráðstefna leikmanna og aðstandenda leiksins og hafa gestir aldrei verið fleiri. Alls sótti á annað þúsund manns ráðstefnuna, sem haldin var í Laugardalshöll. Nathan Richardsson, einn hönnuða leiksins, ræddi um endurbætur á útliti hans sem ætlunin er að líti dagsins ljós innan skamms. Mörgum þykir Eve Online einhver fallegast hannaði leikur af þessu tagi í heiminum og hefur hann hlotið fjölda verðlauna fyrir grafíska hönnun og útlit frá því að hann kom út um mitt ár 2003. Sagði Nathan að CCP vildi viðhalda því orði sem af leiknum færi og passa upp á að hann héldi áfram stöðu sinni í fararbroddi þróunar í grafískri hönnun fjölnotendaleikja. Þá greindi Hilmar Veigar Péturs- son, forstjóri CCP, frá áformum fyr- irtækisins um að koma upp ofur- tölvu, sem keyra myndi leikinn, og hefur fyrirtækið unnið náið með IBM um hönnun tölvunnar. Ekki er ljóst hvenær tölvan mun líta dagsins ljós, enda eru kröfur leiks af þessu tagi aðrar en þær sem venjulega eru gerðar til ofurtölva. Kom fram í máli Hilmars að tölvan yrði ein af stærstu ofurtölvum í Evrópu þegar hún yrði tekin í gagnið. Eve Online á ofurtölvu Að minnsta kosti 700 erlendir gestir sóttu ráðstefnu Eve Online um helgina, en gestir voru alls á annað þúsund Í HNOTSKURN » Þegar Eve Online komfyrst út árið 2003 námu notendur hans nokkrum tug- um þúsunda. » Ólíkt því sem gerist meðflesta leiki af þessari gerð hefur notendum fjölgað stöð- ugt og eru þeir nú um 200.000. » Meðalaldur leikmanna ereinnig hár miðað við aðra leiki, eða 27 ár. Morgunblaðið/G.Rúnar Ný vél Nathan Richardsson kynnti á ráðstefnunni nýja grafíkvél leiksins Eve Online, sem þegar hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir grafíska hönnun. Eins og ætla mátti voru viðbrögð áhorfenda mjög góð þegar vélin var kynnt. ♦♦♦ ÞEGAR litið var yfir hóp þeirra sem sátu ráðstefnu Eve Online þá var það einkum tvennt sem vakti athygli blaðamanns. Annað var það hve fjölbreyttur hópurinn er. Þrátt fyrir að meirihluti gesta væri karlmenn var einnig nokkuð um kvenfólk á ráðstefnunni. Þá var einnig athyglisvert að sjá fólk á fimmtugs- og sextugs- aldri skemmta sér með félögum sínum úr leiknum þótt yngri væru. Þá var áhugavert að sjá að leikurinn er greinilega þannig hannaður að jafnvel þeir sem þurfa að kljást við alvarlega líkamlega fötlun geta notið þess að spila hann í góðra vina hópi. Það hlýtur að vera þeim einkar dýrmætt. Fjölbreyttur hópur leikmanna í EveMARÍA Kristjánsdóttir segir í dómi sínum um leikritið Ökutíma að þar hafi íslenskt leikhús stigið feti framar en aðrir í umfjöllun sinni um eitt viðkvæmasta sam- félagsvandamál nútímans, sifja- spell. Fyrir það eitt megi stjörn- um rigna yfir sýninguna. Tónlistarkonan Lay Low sé eins og seiðkona í sýningunni og skyggi á aðalleikarana með und- urfögrum söng sínum. Allt blómstri í höndum Leikfélags Ak- ureyrar. 39 Stigið feti framar ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.