Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
„FRAMSÓKNARFLOKKURINN
skildi þannig við lagarammann um
orkumarkaðinn, að ekki eru nokk-
ur tök á því að koma í veg fyrir að
einkamarkaðurinn kaupi sig inn í
samfélagsleg orkufyrirtæki, sem
eiga að tryggja almenningi lífs-
nauðsynlega þjónustu af háum
gæðum og við sanngjörnu verði.
Staðan er einfaldlega þannig, að
vilji sveitarfélag – eins og Reykja-
nesbær – selja eign sína í viðkom-
andi orkufyrirtæki til einkafyr-
irtækis, þá er enga vernd að finna
gegn því í lögunum,“ sagði Einar
Karl Haraldsson, aðstoðarmaður
Össurar Skarphéðinssonar iðn-
aðarráðherra, á flokkstjórnarfundi
Samfylkingarinnar í gærdag en
hann flutti ræðu Össurar sem for-
fallaðist.
Össur segist í ræðu sinni hafa
brugðist við þessum lagabresti og
örri þróun á orkumarkaðnum með
því að vinna hörðum höndum að
stefnu sem tryggir samfélagslega
eign á þeim orkulindum sem nú
þegar eru í almannaeign.
Meta hagrænar afleiðingar
Í ræðu sinni segir Össur að
óviðunandi sé að stjórnvöld hafi
engin stjórntæki til að stýra upp-
byggingu stóriðju á landinu og
segir það þarfnast rækilegrar
skoðunar.. „Í þessu felst m.a. [...]
að stjórnvöld geta ekki haft áhrif
á tímasetningar framkvæmda eða
hvar þær væru best í sveit settar,
t.d. miðað við markmið rík-
isstjórnarinnar um jöfnun búsetu-
skilyrða og félagslegra lífsgæða.“
Össur segir að ef öll stóriðjuá-
form verði að veruleika megi gera
ráð fyrir að á Íslandi yrðu fram-
leiddar um 2,9 milljónir tonna af
hrááli árlega. Ekki sé ágreiningur
um að slíkt dæmi gangi ekki upp.
Össur vísar til þess, að í árslok
2008 megi búast við að fram-
leiðslugeta í þremur álverum
landsins verði nálægt 800 þúsund
tonnum á ári. „Öll fyrirtækin hafa
uppi áform um að auka álfram-
leiðslu, ýmist með byggingu nýrra
álvera eða stækkun álvers sem
fyrir er. [...] Samtals gæti þessi
aukning orðið álíka mikil eða um
800 þúsund tonn á ári og þannig
tvöfaldað álframleiðsluna. Hún
yrði þá, ef þær hugmyndir yrðu að
veruleika. 1,6 milljónir tonna á ári
um 2015.“ Einnig benti hann á
önnur verkefni sem áformuð eru,
s.s. tvö álver í Þorlákshöfn og ál-
ver Hydro á Keilisnesi.
Til að auka möguleika á að
stýra fjárfestingum eða afstýra
þeim hefur Össur ákveðið að fela
sérfræðingum að meta á faglegan
hátt hagrænar afleiðingar af auk-
inni álframleiðslu á næstu árum.
Viðræður standa yfir við fjár-
málaráðuneytið og Hagfræðideild
Háskóla Íslands um útfærslu og
framkvæmd málsins og grein-
argerð með niðurstöðum ætti að
liggja fyrir á útmánuðum.
Íslenska orkuútrásin er ráð-
herranum einnig hugleikin og í
ræðu Össurar kom fram að hann
telji íslenskar fjárfestingar á sviði
jarðorku geta orðið 50-100 millj-
arða króna á ári á næstu tveimur,
þremur árum og síðar – miðað við
áætlanir þeirra sem útrásinni
stýra – aukist í 200-300 milljarða á
ári. „Miðað við þann mikla áhuga
sem er á alþjóðlega vísu á því að
virkja jarðhita, og þær undirtektir
sem íslensku útrásarfyrirtækin
hafa fengið í stóru jarðhitalönd-
unum, eins og Indónesíu, Filipps-
eyjum og Bandaríkjunum, er ekki
ólíklegt að innan tíu ára gætu
fjárfestingar íslenskra útrásarfyr-
irtækja á sviði jarðorku numið yfir
tvo þúsund milljörðum íslenskra
króna.“
Össur sagði það móralska
skyldu þjóðarinnar að koma þeirri
þekkingu sem hér býr á framfæri
og hann telur litlar líkur á því að
atburðir og deilur síðustu vikna
hafi áhrif á skrið útrásarinnar.
Stjórnlaus uppbygging stóriðju
Morgunblaðið/G.Rúnar
Fundað Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, fagnaði nýjum meirihluta og borgarstjóra í setningarræðu sinni. Jafnframt tæpti hún
á mikilvægi flokkstjórnarfunda sem hafa verið tíðir hjá flokknum, en þetta var þriðji fundurinn á fimm mánuðum.
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit
með félagsheimili mótorhjólaklúbbsins Fáfnis í
miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöld í framhaldi
umfangsmikillar aðgerðir gegn komu Vítisengla til
landsins sem hugðust mæta í 11 ára afmæli Fáfnis.
Vítisenglarnir fengu ekki að fara inn í landið og
voru sendir heim. Sjálfir eiga þeir 50 ára afmæli á
næsta ári en samtökin voru stofnuð árið 1948 í
Bandaríkjunum og eru nú starfrækt víða um heim.
Við félagsheimili Fáfnis var lítið um að vera og
þurfti lögregla ekki að grípa til aðgerða.
Á Keflavíkurflugvelli var áfram haft aukið
landamæraeftirlit en fleiri Vítisenglar létu ekki sjá
sig.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Fáfnir vaktaður í miðbænum
Í UMRÆÐUM sem fram fóru eftir erindi iðn-
aðarráðherra minntust margir á málefni Hita-
veitu Suðurnesja. Meðal annars var kynnt áskor-
un til sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum þar
sem þeir eru hvattir til að tryggja að orkuöflun
og sala á vatni og rafmagni verði ekki færð und-
ir hendur einkaaðila.
Tók Gunnar Svavarsson, fulltrúi Hafn-
arfjarðar í stjórn Hitaveitu Suðurnesja, til máls
og rakti stuttlega varnarbaráttu Hafnarfjarðar í
hitaveitunni. Hann sagði að fara þyrfti gætilega
í þessum málum og að auðlindirnar mættu ekki
fara úr eigu almennings.
Formaður Ungra jafnaðarmanna á Suð-
urnesjum kom einnig í pontu. Hann harmaði að
ráðherrann væri ekki á fundinum til að svara
spurningum sínum, en m.a. spurði hann hvernig
ráðherra ætlaði að aðstoða íbúa á Suðurnesjum
og einnig hvaða rök væru fyrir því að færa auð-
mönnum auðlindir.
Hitaveita Suðurnesja mikið hitamál
Vörnin Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafn-
arfirði, og Gunnar Svavarsson.
Iðnaðarráðherra
segir stjórnvöld
engin tæki hafa til
að stýra uppbygg-
ingu stóriðju
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hef-
ur ekki sýnt af sér seinagang eða á
nokkurn hátt dregið lappirnar í at-
hugun sinni á eignatengslum milli
Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu
Reykjavíkur, segir Páll Gunnar
Pálsson, forstjóri Samkeppniseftir-
litsins. Hann segir athugun eftirlits-
ins hafa verið langt á veg komna þeg-
ar tilkynnt var um samruna
Reykjavík Energy Invest og Geysir
Green Energy.
Í úttekt á samruna REI og GGE í
sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins
kemur fram að Samkeppniseftirlitið
hafi verið með það til skoðunar hvort
OR mætti vera stór eigandi í HS.
Einnig segir að mikillar óþolinmæði
gæti í garð eftirlitsins innan stjórn-
kerfisins og þyki ótrúlegt hversu
langan tíma taki að vinna úrskurði.
Þegar undirbúningur undir sölu
ríkisins á 15,2% hlut sínum í HS stóð
yfir leitaði einkavæðingarnefnd til
Samkeppniseftirlitsins. Páll Gunnar
segir að nefndinni hafi verið tjáð að
ef af sölu hlutarins leiddu rík eigna-
tengsl á milli
keppinauta á
orkumarkaði
myndi eftirlitið
taka það til gaum-
gæfilegrar athug-
unar.
Páll Gunnar
segir að athugun
eftirlitsins hafi
hafist þegar ljóst
var að um eigna-
tengsl kynni að vera að ræða milli
HS og OR. „Sú athugun var langt á
veg komin þegar fréttir bárust af
samruna Geysir Green og REI. Þá lá
fyrir að eftirlitið myndi fá tilkynn-
ingu um samrunann og að þetta at-
hugunarefni, þ.e. eignatengsl milli
keppinauta á orkumarkaði, yrði tek-
ið til meðferðar í tengslum við athug-
un á samrunanum.“
Páll Gunnar segir eftirlitið svo
hafa fylgst náið með þeim svipting-
um sem hafa orðið að undanförnu í
tengslum við samruna GGE og REI.
„Það að ekki sé komin endanleg nið-
urstaða ræðst einfaldlega af því að
það hafa verið sviptingar í þessum
viðskiptum og engu öðru.“
Hefur ekki sýnt
af sér seinagang
Páll Gunnar
Pálsson