Morgunblaðið - 05.11.2007, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 05.11.2007, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Umhverfissamtök eiga það til að beitaóhreinum meðölum í áróðri sínumgegn fiskveiðum. Þau koma á fram-færi villandi upplýsingum. Nýlegt dæmi er að á dögunum sá formaður LÍÚ og for- stjóri Icelandic slíka umfjöllun eins og kom fram í ræðu hans á aðalfundi LÍÚ: „Ég hrökk nokkuð við þegar ég las þýzkt dagblað um miðja síðustu viku. Á forsíðu blaðsins var fyrirsögnin, „Hvaða fisk viljum við ekki á okkar disk“. Með forsíðufyrirsögninni var mynd af fiski, þorski. Inn í blaðinu var fólk hvatt til að hafa skoðun á því hvaða fisk það vildi á diskinn sinn og hvaða fisk ekki. Fisktegundum var skipt upp í þrjá flokka, í lagi, vafasamt og hafnað. Á listanum yf- ir tegundir sem var hafnað voru meðal annars þorskur, karfi, grálúða og langa. Í flokknum vafasamt var eldistegundin tilapia sem mér finnst lýsa fáfræðinni vel því þetta er fiskteg- und sem er alin á grasi. Í hnotskurn er þetta baráttan sem við eigum í við umhverfissamtök sem svífast einskis. Við getum kallað þetta skemmdarverk. Þau nýta sér ókunnugleika blaðamanna. Þótt vitað sé að við stundum ábyrgar fiskveiðar og nýtum fiskistofna með ábyrgum hætti koma svona fréttir fram óhikað. Þær skaða okkur og ímynd okkar úti á mark- aðnum.“ Björgólfur hefur vissulega rétt fyrir sér. Í þessu tilfelli eru allir þorskstofnar settir undir einn hatt, þegar staðan er í raun sú að veiðar úr sumum þeirra, eins og við Noreg og Ísland séu sjálfbærar og í samræmi við tillögur Alþjóða hafrannsóknaráðsins. Að nefna tilapiu, beit- arfisk, sem fisk í útrýmingarhættu er nátt- úrulega fáránlegt, eldisfisk sem lifir á grasi. Tæpast er þessi fiskur nefndur vegna vankunn- áttu áróðursliðsins, heldur fullvissu þeirra um fákunnáttu almennings; að það sé hægt að ljúga hverju sem er að fólki og jafnvel hafa af því fé í leiðinni. Fyrir allmörgum árum gekk fólk frá Grænfriðungum í hús í Kansas í Bandaríkj- unum til að safna fé til að stöðva ómannúðlegar veiðar Íslendinga á túnfiski. Líklega hefur verið höfðað til þess að mikið af höfrungum dræpist í túnfisknótinni. Það vildi svo til að fólkið lenti á íslenzkri konu sem vissi betur. Íslendingar stunduðu engar túnfiskveiðar þegar þetta var og hafa aldrei veitt túnfisk í nót. Það reyndist alveg sama hvað konan sagði, betlararnir voru með það á hreinu að Íslendingar stunduðu tún- fiskveiðar og þær skyldi stöðva með góðu eða illu. Sjálfsagt hafa þessir einfeldningar verið heilaþvegnir af áróðursmaskínu Grænfriðunga, sem skirrast hvergi við að fara með lygar og rangt mál í áróðri sínum gegn fisk- og hval- veiðum. Nú birtast enn ein fiskverndarsamtökin, Frends of the Sea. Þau hafa komið því til leiðar, samkvæmt fréttavefnum fishupdate.com, að svissnesk verzlanakeðja, Manor, ætlar að hætta að selja fisk, sem er ekki vottaður af vinum hafsins. Það þýðir að þorskur, ýsa og lúða verða þar ekki lengur á boðstólum. Gildir þá einu hvar og hvernig fiskurinn er veiddur. Það er með ólíkindum að tekið skuli mark á svona löguðu, en svo virðist sem umhverfisverndarsinnar hafi einhver ofurtök á verzlanakeðjum, sem gangast fyrir vikið undir alls konar viðskiptahömlur, sem reyndar er fyrirsjáanlegt að ekki er hægt að standa við, eigi að veita viðskiptavinum við- unandi þjónustu. Fyrst var það selur og hvalur, nú er komið að fiskinum. Ætli við endum ekki öll sem grasætur eins og beitarfiskurinn? Það er svo verulegt umhugsunarefni hvernig stendur á því að fjölmiðlar, sem hljóta að vilja láta taka sig alvarlega, taka við þessum þvætt- ingi og birta hann athugasemdalaust. Það væri verðugt verkefni fyrir þá að fara yfir áróð- ursbæklinga Grænfriðunga, IFAW, WWF, Frends of the Sea og hvað þetta heitir allt sam- an og kanna sannleiksgildi fullyrðinganna. Það er hætt við að anzi margar þeirra standist ekki. Skemmdarverk umhverfissamtaka » Betlararnir voru með það á hreinu að Íslendingar stunduðu túnfiskveiðar BRYGGJUSPJALL Hjörtur Gíslason hjgi@mbl.is „VIÐ höfum verið að fjarfesta í afla- heimildum á síðasta ári með það í huga að auka veltuna. Það verður nú ekki mikið úr veltuaukningu, sam- drátturinn í þorskinum varð dálítið mikill. Við erum þess vegna að halda sjó núna, þetta ár og hið næsta, og reyna bara að sigla milli skers og báru. Menn eru svona hóflega bjart- sýnir,“ segir Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri Odda hf. á Pat- reksfirði. Félagið fagnar um þessar mundir 40 ára afmæli sínu. Það var með opið hús á föstudag og laugardag og bauð til veizlu á laugardagskvöldið. Jafn- framt er Oddi að taka í notkun nýja viðbyggingu við fiskvinnsluhúsið, þrátt fyrir niðurskurðinn í þorskin- um. Vinnslan stækkuð „Það var búið að taka þessa ákvörðum og semja um stækkun á frystihúsinu hjá okkur áður en þessi niðurskurður kom til. Það var reist tæplega 2.340 fermetra viðbygging við húsið í sumar. Þar hefur verið sett upp áframhald af þeirri vinnslulínu, sem við erum með í húsinu. Þar er kominn lausfrystir og pökkunar- og vigtunarkerfi fyrir lausfrystar afurð- ir. Búnaðurinn þarna er allur frá Marel og hann var tekinn í notkun í síðustu viku. Við erum í þrenns konar vinnslu. Við höfum verið með söltun frá upp- hafi, en síðan er frysting og loks ferskur fiskur í flug, sem er alltaf að aukast. Meginhluti frystingarinnar er nú lausfrysting eftir þessar breyting- ar. Markaðurinn fyrir slíkar afurðir er betri í dag, á þessum mörkuðum sem borga betur og fellur vel að vinnslu á ferskum fiski í flug,“ segir Sigurður. Oddi gerir auk þess út tvo báta, Núp BA 69 og Brimnes BA 800. Þá á móðurfélag Odda bátinn Vestra, sem leggur að langmestu leyti upp hjá Odda. „Við höfum verið að draga saman allan rekstur og reyna að drýgja kvótann eins og hægt er með því að veiða aðrar tegundir en þorsk. Arð- semin minnkar við það, en við munum væntanlega geta haldið útgerð og vinnslu gangandi í 10 mánuði á þessu kvótaári. Við gátum flutt svolítið af heimildum frá síðasta ári yfir á þetta til að mæta niðurskurðinum, en við höfum svo meiri áhyggjur af kvóta- árinu, sem kemur á eftir þessu. Þá verður erfiðara að halda út svona lengi. Með því að treina okkur þorskinn verður framlegðin minni en á móti kemur að við höldum stöðugleika í mannskap og í afhendingu afurða á markaðina. Stöðugleiki í afhendingu er orðinn mjög mikilvægur. Við verð- um að geta útvegað viðskiptavinum okkar ytra þær afurðir sem þeir þurfa reglulega. Það er lykillinn að góðum viðskiptum. Við erum með umboðsmann í Reykjavík, en höldum mjög góðu sambandi við kaupendur afurðanna frá okkur. Við byggjum þetta upp þannig að vera með um- boðsmann en erum jafnframt í stöð- ugu sambandi við endanlegan kaup- anda til þess að tryggja að við séum að framleiða þá vöru sem hann vill og eins að hann geti haft samband við okkur ef einhverju er ábótavant eða einhverju þarf að breyta í framleiðsl- unni. Við lifum á því að þorskstofninn ná- ist upp aftur. Þess vegna ætlum við að þrauka þetta á eins jákvæðan hátt og við getum. Við treystum því að þorsk- stofninn náist upp. Niðurskurðurinn var 700 tonn samtals hjá báðum fyr- irtækjunum og það munar um minna, enda erum við með stórt hlutfall afla- heimilda okkar í þorski. Þess vegna hefur þetta verið erfitt. Í raun mikið áfall. Við erum þó að fagna þessum tímamótum, kannski ekki á mjög björtum tíma, en menn flýja ekki ald- ur sinn,“ segir Sigurður Viggósson. Oddi hf. á Patreksfirði var stofnað árið 15. mars 1967 af Jóni Magnús- syni skipstjóra, Lilju Jónsdóttur, Hjalta Gíslasyni stýrimanni, Helgu Pálsdóttur og Sigurgeiri Magnússyni bankastarfsmanni. Tilgangur félagsins var að vinna afla af 100 lesta bát í eigu sömu aðila, Vestra BA-63, auk afla annarra báta á staðnum. Því má segja að þetta tvennt hafi lagt grunn að sjávarút- vegsrekstri Jóns Magnússonar, sem staðið hefur í 40 ár. Saltfiskur og skreið Starfsemin hófst árið 1967 með saltfiskverkun og skreiðarverkun í 600 fermetra nýbyggðu húsnæði, sem síðan var stækkað eftir umfangi upp í 2.600 fermetra árið 1981. Saltfisk- og skreiðarverkun var að- alstarfsemi félagsins allt til ársins 1990 þegar frysting varð aðalvinnsl- an, en skreiðarverkun lagðist af að mestu árið 1982 vegna hruns á skreið- armörkuðum, en nokkru áður hófst frysting alls aukaafla. Saltfiskur hef- ur verið framleiddur frá upphafi rekstrar og er enn í dag einn mik- ilvægasti þáttur starfseminnar. Í lok árs 1989 varð mikil breyting í uppbyggingu fyrirtækisins þegar eig- endur þess ákváðu að gera félagið að almenningshlutafélagi með þátttöku sveitarfélagsins og annarra aðila með það að markmiði að félagið yrði und- irstöðufyrirtæki í atvinnulífi Patreks- firðinga, eftir mikil áföll á því sviði ár- in á undan. Var hlutafé aukið verulega og áttu heimamenn minni- hluta hlutafjár eftir þessi umskipti. Þetta ár var keypt frystihús við Pat- rekshöfn sem áður var í eigu Hrað- frystihúss Patreksfjarðar hf., auk þess þrjú skip, en þau voru Patrekur BA 64, 172 lesta fjölveiðiskip, Látra- vík BA 66, 231 lestar togskip, og Núp- ur BA 69, 182 lesta sérbúið til línu- veiða. Oddi hf. hefur verið stærsti atvinnuveitandinn á Patreksfirði frá þessum tíma. Skip félagsins Látravík BA var selt árið 1991 til útgerðar- félags Patreksfjarðar hf. og Patrekur BA var seldur til Stöðvarfjarðar haustið 1991. Oddi hf. hóf einnig útgerð smábáta árið 1996 allt til ársins 1999. Heimamenn ná meirihluta Tímamót urðu aftur í sögu félags- ins árið 1995 þegar heimamenn náðu aftur meirihluta í félaginu með sam- eiginlegu átaki eigenda, Vestra ehf., og um 40 starfsmanna og hluthafa sem keyptu meirihluta hlutafjár í fé- laginu. Árið 2000 var hafin smíði á tveimur nýjum 100 lesta skipum í Kína, mb. Garðari BA 62 fyrir Odda hf. og Vestra BA 63 fyrir Vestra ehf., en Garðar var seldur árið 2003 og Vestri árið 2005. Í dag gerir félagið út tvö skip, línu- bátinn Núp BA-69 og dragnóta- og línubátinn Brimnes BA 800, og er hráefnisöflun félagsins aðallega byggð á afla þeirra og Vestra BA-63. Þá er hráefni keypt af öðrum útgerð- um og af fiskmörkuðum sem nemur 20% af heildarhráefnisöfluninni. Velta félagsins er um 1.000 milljónir á ári og hefur vaxið hægt og bítandi á undanförnum árum. Markaðir Lausfrysting er vaxandi þáttur í vinnslu Odda svo og ferskur fiskur í flug á markaði erlendis. Saltfiskverkun er einnig veruleg. Húsnæði Fiskverkunarhús Odda hf. á Patreksfirði. Nú er búið að taka í notkun 230 fermetra viðbyggingu við húsið sem var reist í sumar. Útgerðin Oddi gerir nú út tvo báta og er annar þeirra Núpur BA 69. Hinn er Brimnes BA 800. Loks leggur Vestri BA 63 megnið af afla sínum upp hjá fyrirtækinu. Hráefni er einnig keypt af öðrum útgerðum og á mörkuðum. Við treystum því að þorsk- stofninn náist upp aftur Oddi hf. á Patreksfirði fagnar 40 ára afmæli í skugga kvótaniðurskurðar Vinnslan Uppistaða hráefnis í fiskvinnslu Odda er þorskur, ýsa og stein- bítur. Ýsuvinnslan fer vaxandi enda sókn í hana aukin seinni árin. Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.