Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
BORGARYFIRVÖLD
OG SAMKEPPNI
Sturla G. Eðvarðsson, fram-kvæmdastjóri Samkaupa, semer þriðja stærsta matvæla-
sölukeðjan á Íslandi, kom fram með
athyglisverðar og nánast ótrúlegar
upplýsingar í fréttum ríkissjón-
varpsins í gærkvöldi. Hann upplýsti,
að Samkaup hefðu ítrekað sótt um
lóðir undir verzlunarhúsnæði í
Reykjavík án árangurs. Hann sagði
jafnframt að borgaryfirvöld hefðu
engar upplýsingar gefið um hvers
vegna lóðaumsóknum fyrirtækisins
væri ekki sinnt. Framkvæmdastjóri
Samkaupa skýrði ennfremur frá því,
að í ýmsum hverfum Reykjavíkur
væri að finna þinglýst ákvæði þess
efnis að ekki megi opna fleiri mat-
vöruverzlanir en þar eru fyrir og
nefndi Grafarvog sérstaklega sem
dæmi um slíkt fyrirkomulag.
Hvað veldur þessu? Er borgaryf-
irvöldum ekki annt um, að tryggja að
samkeppni sé í matvöruverzlun í
Reykjavík? Telja borgaryfirvöld
ekki mikilvægt að fleiri aðilar komi
inn á þennan markað en þeir tveir,
sem þar eru fyrir og Sturla segir að
hafi skipt markaðnum í Reykjavík
upp á milli sín?
Það er að vísu ljóst að í 12 ár sat
vinstri stjórn í borgarstjórn Reykja-
víkur og vinstri flokkar hafa ekki
verið þekktir af stuðningi við frjálsa
samkeppni. Þó er athyglisvert að
heyra að þeir flokkar hafi haldið
verndarhendi yfir fákeppni á mat-
vörumarkaðnum í höfuðborginni. En
Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur
barizt fyrir frjálsri samkeppni frá
stofnun sinni, tók við meirihluta-
stjórn í borgarstjórn ásamt Fram-
sóknarflokki vorið 2006. Hvað veld-
ur því að engin breyting varð á
afstöðu borgaryfirvalda á meðan sá
meirihluti sat á valdastól í borgar-
stjórn?
Nú á auðvitað eftir að koma í ljós,
hvort eitthvað hefur verið undan-
skilið í ummælum Sturlu Eðvarðs-
sonar, en eins og málið liggur nú fyr-
ir virðast neytendur í Reykjavík
vera í heljargreipum fákeppni og
borgaryfirvalda í Reykjavík, sem
greiða ekki fyrir samkeppni heldur
reyna að takmarka hana.
Það er erfitt að trúa því að þetta
ástand sé þóknanlegt forsvarsmönn-
um Haga og Kaupáss. Í báðum til-
vikum er um að ræða fyrirtæki, sem
hafa hafizt til vegs í krafti frjálsrar
samkeppni, og því verður ekki trúað
að afstaða fyrirtækjanna hafi
breytzt til þessa grundvallaratriðis
eftir að þau höfðu haslað sér völl.
Þess vegna getur ekki verið að
áhugaleysi borgaryfirvalda um að
úthluta Samkaupum verzlunarlóðum
í Reykjavík njóti velþóknunar þess-
ara tveggja fyrirtækja.
Væntanlega verða ummæli fram-
kvæmdastjóra Samkaupa til þess, að
borgaryfirvöld bregðist fljótt við og
tryggi Samkaupum lóðir undir verzl-
unarhúsnæði og neytendum þar með
fleiri valkosti.
TÍMASPRENGJA
Pakistan er orðin tifandi tíma-sprengja. Síðustu aðgerðir
Musharaffs, forseta Pakistans, eru
vísbending um að hætta sé á algerri
upplausn og borgarastríði í landinu.
Gerist það mun það hafa mikil áhrif á
hernaðarátökin í Afganistan, sem
Atlantshafsbandalagið er nú aðili að,
svo og á stöðu alþjóðlegra hryðju-
verkamanna, sem Bandaríkjamenn
hafa tekizt á við með litlum árangri
frá árinu 2001.
Sú skýring, sem Musharaff gefur á
síðustu aðgerðum sínum í landinu, að
styrkur uppreisnarmanna hafi vaxið
mjög, er vafalaust rétt. Í Pakistan er
sviksemi í öllum hornum.
Bandaríkjamenn hafa fjármagnað
ríkisstjórn forsetans og valdatíð hans
í Pakistan. Þeir hafa lagt fram fé í
þeirri trú, að þeir væru að fjármagna
aðgerðir til þess að uppræta stöðvar
alþjóðlegra hryðjuverkamanna á
landamærum Pakistans og Afganist-
ans.
Í stjórnkerfi Bandaríkjamanna
hafa hins vegar verið vaxandi grun-
semdir um að Musharaff og hans
menn hafi leikið tveimur skjöldum.
Þeir hafi tekið við peningum frá
Bandaríkjamönnum en um leið keypt
sér vernd frá uppreisnarmönnum í
landamærahéruðunum með því að
hafa uppi mjög takmarkaðar aðgerðir
gegn þeim.
Um leið og grunsemdir Banda-
ríkjamanna um sviksemi Pakistana
hafa aukizt hefur þrýstingur þeirra á
Musharaff og hans menn um að láta
til skarar skríða gegn uppreisnar-
mönnum aukizt. En þegar ríkisstjórn
Pakistans lætur undan þeim þrýst-
ingi Bandaríkjamanna bregðast upp-
reisnarmennirnir við með harðari
sókn gegn ríkisstjórninni.
Þetta skýrir yfirlýsingar banda-
ríska utanríkisráðherrans síðustu
sólarhringa um að Bandaríkjamenn
muni endurskoða þann fjárhagslega
stuðning, sem þeir hafi veitt ríkis-
stjórn Pakistans.
Það er augljóst, að bæði Banda-
ríkjamenn og Bretar hafa reynt mjög
á hernaðarstyrk sinn með stríðinu í
Írak og þátttöku Bandaríkjamanna í
hernaðarátökunum í Afganistan. Það
er alls ekki víst að Bandaríkjamenn
hafi hernaðarlegt bolmagn til þess að
láta til sín taka í Pakistan. Eitt af því,
sem veldur andúð almennings í Pak-
istan á ríkisstjórn Musharaffs, eru
náin samskipti hennar við Bush for-
seta og hans menn í Washington.
Sumir erlendir blaðamenn, sem
fylgjast með átökunum í Pakistan,
telja jafnvel, að stuðningur Banda-
ríkjamanna við Musharaff sé ein
helzta ástæðan fyrir þeim stuðningi,
sem uppreisnarmennirnir hafa í
landamærahéruðunum, þar sem nú
er m.a. farið að herða að stöðu kvenna
með sama hætti og talíbanar gerðu.
Þessi tímasprengja getur sprungið í
loft upp hvenær sem er.
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
Jón Eiríksson, jarðfræðingurvið Jarðvísindastofnun Há-skóla Íslands, lifir ekki baraí nútímanum. Á borðinu hjá
honum er til dæmis fimm milljóna
ára gömul kúskel. Nú tekur hann
þátt í að rannsaka umhverfisbreyt-
ingar í hafinu með því að lesa í kú-
skeljar sem geta orðið að minnsta
kosti fjögur hundruð ára gamlar.
Með því að tengja upplýsingar úr
árhringjum skeljanna við upplýs-
ingar um gjóskulög á hafsbotni og
fleiri þætti er hægt að segja til um
ástand sjávar allt aftur á landnáms-
öld. Sú vitneskja hjálpar okkur svo
að skilja þá hlýnun sem nú á sér
stað, bæði af mannavöldum og nátt-
úrunnar sjálfrar. Það var í þessum
rannsóknum sem hin 405 ára gamla
kúskel, Ming, fannst, en hún er
elzta lífvera veraldar sem fundizt
hefur lifandi.
Reyna að svara
einni spurningu
„Verkefnið, sem byrjaði í árs-
byrjun 2006 og heitir Millennium,
er styrkt af sjöttu rammaáætlun
Evrópusambandsins,“ segir Jón.
„Það á að svara einni spurningu og
hún er þessi: Hafa loftslagsbreyt-
ingar 20. aldarinnar verið meiri og
örari en náttúrulegar breytingar á
loftslagi á síðustu þúsund árum?
Ástæðan fyrir því að þessarar
spurningar er spurt er að það er
anzi mikil óvissa í þeim gögnum
sem eru til um loftslagið á þessum
þúsund árum. Óvissan nemur mörg-
um gráðum á celcius hvað hitastig
snertir og meðan óvissan er svona
mikil um það hvernig náttúran hag-
ar sér án þess að maðurinn grípi inn
í, þá er erfiðara að spá um það hvað
náttúran mun gera sjálf í framtíð-
inni. Við vitum nokkurn veginn
hvað maðurinn er að gera, en við
vitum ekki hvað náttúran hefði gert
ef maðurinn hefði ekki gripið inn í.
Nýjustu spálíkön greinir talsvert á
um hlýnun á næstu hundrað árum,
og nemur mismunurinn allt að 5°C.
Helstu óvissuþættirnir stafa af tak-
markaðri þekkingu á loftslagssögu
fyrri alda, áður en beinar mælingar
hófust almennt fyrir um hundrað
árum. Einnig er skilningur á sam-
spili hafstrauma og andrúmslofts
takmarkaður. Það er full þörf á því
að auka þennan skilning og draga
úr óvissuþáttum með frekari rann-
sóknum, til þess að taka skyn-
samlegar, samfélagslegar ákvarð-
anir vegna loftslagsbreytinga. Þess
vegna er spurt hvort þetta hafi
gerzt áður og hvernig og hvernig
hagaði til þá.“
Lesið í náttúruna
Og hvernig er það svo gert?
„Þátttakendur í Millennium-
verkefninu leita út í náttúruna og til
þess að safna nýjum gögnum bæði á
landi og í sjó. Á landi beinist athygl-
in fyrst og fremst að trjáhringjum,
en lifandi tré mynda eitt lag á
hverju ári, þar sem ástandið í and-
rúmsloftinu er skráð í stöðuvötn eru
líka rannsökuð, þar sem plöntuleif-
ar setjast til og ýmsar aðrar líf-
verur; þannig er hægt að sjá ár frá
ári hvernig umhverfisbreytingar
gengu fyrir sig. Það minnkar óviss-
una í grunninum sem loftlagslíkönin
byggjast á. Markmiðið er að reyna
að minnka óvissuna í þessum spám.
Til eru mjög góð og ítarleg gögn
úr Grænlandsjökli um ástand and-
rúmsloftsins. Þar er tíma-
upplausnin mjög mikil, næstum því
ár frá ári. Hins vegar er miklu meiri
óvissa um það sem gerðist í hafinu.
Menn hafa verið að leita að ein-
hverjum gagnabönkum í höfunum
sem hafi getað skráð breytingar á
hafstraumum frá ári til árs, eða þó
ekki væri nema til fimm ára í einu.
Það hefur ekki verið hægt hingað til
nema með 100 til 200 ára óvissu.
Það er kannski fyrst og fremst
vegna þess að það er erfitt að tíma-
elsverðlaun til loftlagsvísin
manna, eða nefndarinnar á
Sameinuðu þjóðanna, þá er
skilningur ennþá takmarka
staklega á hafinu.
Fjölþjóðlegur leiðangur
Við skipulögðum leiðang
2006 með fjölþjóðlegan hóp
allega frá Bretlandseyjum
mörku. Við fórum í viku nor
ir land á rannsóknaskipinu
Sæmundssyni með sérstak
til að ná í kúskel og mörg h
skeljar söfnuðust. Við sækj
eftir bæði dauðum og lifand
um til að fá betri upplýsing
Þannig vonumst við til að fi
skeljar af kynslóðum sem s
aldri aftur á landnámsöld. E
sem fæddist (ef svo má segj
það leyti sem Ingólfur Arna
kom til Íslands og drapst k
meðan Snorri Sturluson sa
skrifa Heimskringlu. Svo a
varð til þegar hin var miðal
drapst 200 árum eftir aftök
og svo koll af kolli þannig a
fáum samfellda sögu og ten
við skelina Ming. Ekkert ei
getur lifað svona lengi og þ
um við að finna dauð dýr lík
vegna þurfum við svolítið s
an plóg sem er hannaður til
bæði dauðum og lifandi dýr
Samtímis söfnuðum við set
um á sömu stöðum, bæði m
kjörnum og yfirborðssýnum
nauðsynlegt að hafa fleiri e
tegund af gögnum frá hverj
til að geta borið þau saman
söfnum því upplýsingum um
dýralíf og svif í hafinu aftur
setja atburði í hafinu. Það eru mjög
óvíða árslög í hafinu. Botndýralíf og
straumar við botninn róta gögn-
unum til og auka óvissuna.“
Kúskelin góð mælistika
En af hverju kúskel?
„Þá fengu menn þá hugmynd að
nota kúskelina sem mælistiku á
breytingarnar í hafinu. Hún lifir í
Norður-Atlantshafi og hefur gert
það í milljónir ára. Hún er sér-
staklega algeng við Ísland. Kúskel-
in er þeirrar náttúru að hún bætir
við sig einu kalklagi á ári. Það
myndast svona eins og árhringir í
tré í skelinni og einnig í hjörinni,
sem tengir samlokurnar saman.
Þessir árhringir eru m.a. byggðir
upp úr súrefni og kolefni. Súrefnið
tekur skelin upp í mismunandi hlut-
föllum eftir því hvað sjórinn er heit-
ur. Þetta er hægt að mæla, þannig
að hitastigið í sjónum sést í hverju
lagi eða árhring. Sömuleiðis er kol-
efnið að hluta til geislavirkt, og því
hægt að nota til að aldursgreina
skelina.
Þessi tvö frumefni, súrefni og
kolefni, og samsetning þeirra skrá-
setja hjá sér ástandið í sjónum frá
ári til árs. Vaxtarlögin eru einnig
misþykk eftir því hversu hagstæð
skilyrði eru í sjónum. Ef hægt er að
rekja sögu umhverfisbreytinga út
úr skelinni, eins og að hlusta á seg-
ulband, þá er þarna einstæður
möguleiki til að bera saman ástand
sjávar og ástand andrúmslofts. Það
er það sem skortir á í dag. Menn
skilja ekki til fulls samhengið á milli
andrúmsloftsins og hafsins. Þrátt
fyrir allar rannsóknir og Nób-
Lífið í hafinu lesið
Hægt er að rekja hitabreytingar í hafinu aftur til land
Rannsóknir Jón Eiríksson, leiðangursstjóri og verkefnisstjórinn
E. N. Austin, við St. Andrews háskólann í Skotlandi, hreinsa kúsk
dekki Bjarna Sæmundssonar. Í þessum leiðangri, sem farinn var
var fjölda kúskelja safnað og tekin botnsýni og borkjarnar til ran
Vísindi Kúskelin Ming sem varð 405 ára, elzta lifandi dýr jarðar
að er um. Annars er ekki talið algengt að kúskeljar nái svo háum
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/