Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gestur Sigurðs-son fæddist 18.
desember 1918 á
Siglufirði. Hann lést
27. október sl. í
Reykjavík. For-
eldrar Gests voru
Sigurður Jónsson, f.
29.8. 1883 á Knapps-
stöðum í Fljótum, d.
9.1. 1961 á Siglu-
firði, og Björnonía
Hallgrímsdóttir, f.
22.9. 1885 á Lamba-
nesi í Fljótum, d.
19.10. 1979.
Systkini Gests voru: Jón, f. 1907,
Jóhannes Kristinn, f. 1910, Páll
Kristinn, f. 1913, Hallgrímur, f.
1915, Guðfinna, f. 1925, Aðalberg
Snorri, f. 1926, og Sveinn, f. 1928.
Þau eru öll látin.
Gestur kvæntist Guðrúnu Jón-
ínu Sigurpálsdóttur. Foreldrar
hennar voru Sigurpáll Sigurðsson,
f. 17.4. 1945, gift Hákoni Að-
alsteinssyni, f. 22.7. 1947. Þau eiga
tvö börn en Signý átti fyrir einn
son. Þau eiga þrjú barnabörn. 4)
Sigurpáll, f. 3.12. 1951, var kvænt-
ur Erlu Vigdísi Óskarsdóttur og
saman eiga þau þrjú börn og fimm
barnabörn.
Gestur vann alla almenna verka-
mannavinnu á Siglufirði og á Dal-
vík en þangað fluttist hann ásamt
Guðrúnu Jónínu og börnum 1944.
Eins og títt var á þeim tíma stund-
aði hann vertíðir sunnanlands á
vetrum og var því fjarverandi
löngum stundum. Árið 1955 varð
hann fastráðinn starfsmaður hjá
RARIK og vann þar allt til er hann
lét af störfum árið 1988. Hjá RA-
RIK vann hann við allan almennan
rekstur á Dalvík og í nærsveitum
ásamt innheimtu og aflestri. Árið
1990 fluttust Gestur og Guðrún
Jónína í Kópavog og skömmu síðar
á Bústaðaveg 75 þar sem þau hafa
átt heimili síðan.
Gestur verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Steindyrum í Svarf-
aðardal, f. 9.6. 1890,
d. 4.10. 1963, og Ingi-
björg Jónsdóttir, f.
3.6. 1889, d. 5.7. 1976.
Gestur og Guðrún
Jónína áttu saman
fjögur börn en þrjú
komust á legg auk
þess sem Gestur
gekk dóttur Guð-
rúnar Jónínu í föð-
urstað. Börn þeirra
eru 1) Hanney Ingi-
björg Árnadóttir, f.
2.10. 1940, hún er
gift Helga Jónssyni, f. 5.7. 1939.
Þau eignuðust fjögur börn og eiga
átta barnabörn. 2) Aðalberg
Snorri, f. 25.6. 1943, kvæntur Auði
Ingvarsdóttur, f. 26.4. 1953. Þau
eiga saman einn son. Snorri á fjög-
ur börn af fyrra hjónabandi. Hann
á fimm barnabörn. Auður á tvö
börn af fyrra hjónabandi. 3) Signý,
Elsku afi minn. Þá er komið að
kveðjustund sem kom snöggt og alltof
fljótt þó vissulega séu tæp 89 ár langt
æviskeið. Upp hrannast minningar
um ljúfan og góðan mann er stóð þó
fastur á sinni sannfæringu ef með
þurfti. Alltaf var ljúft að heimsækja
þig og ömmu Jónínu, hvort sem var til
Dalvíkur eða á Bústaðaveginn í
Reykjavík. Frá Dalvíkurárunum eru
mér ofarlega í minni allar þær heim-
sóknir sem ég fór norður til ykkar
ömmu og þær góðu stundir sem ég
átti þar með ykkur á mínum yngri ár-
um. Sérstaklega man ég eftir öllum
þeim mörgu bíltúrum á Landrovern-
um sem við frændurnir, sem börn,
fengum að fara með þér í embættis-
erindum um Dalvík og nágrenni.
Ekki var farið hratt yfir enda var við-
kvæðið „komumst þó hægt sé fari“.
Ég held að það hafi einmitt einkennt
þig alla þína tíð að ekki var æsingnum
fyrir að fara en þú hafðir þó þitt
ábyggilega oftast fram með hæglátri
og öruggri framkomu.
Á árunum á Bústaðaveginum hafði
yfirleitt ekki verið setið lengi og
spjallað þegar þú stökkst upp og fórst
að bardúsa við kaffið og bauðst alltaf
upp á ristað brauð með. Alveg var
sama hvert umræðuefnið var, oftast
varst það þú sem hafðir kynnt þér
málin best og hafðir öll aðalatriði á
hreinu þó ekki værir þú alltaf að flíka
þeirri staðreynd. Það var aðdáunar-
vert hvað þú fylgdist vel með þjóð-
málunum og oft kímdi vel í þér þegar
þér fannst ráðamenn þjóðarinnar
skjóta yfir markið með ákvörðunum
sínum. Ég held að hraðinn hér í
Reykjavík hafi aldrei fallið þér í geð
og alltaf varstu jafnundrandi þegar
maður þurfti að þjóta á næsta stað og
gat ekki setið og rætt málin aðeins
lengur.
Afi minn, þó þú sért fallinn frá mun
minning þín ætíð lifa með okkur sem
kynntumst þér á lífsleiðinni og verða
ljós á vegi okkar til framtíðar.
Elsku amma, kæru ættingjar og
vinir, mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkar allra.
Gestur Snorrason.
Hugurinn reikar óneitanlega til
Dalvíkur þegar samband okkar er
rifjað upp. Að koma yfir hálsinn og sjá
þessa litlu en fallegu vík breiða úr sér
og svo Svarfaðardalinn liggja upp frá
henni. Fallegri sjón er vart hægt að
hugsa sér og eftirvæntingin mikil. Þú
sóttir mig iðulega uppá afleggjara eft-
ir átta tíma skrölt með Norðurleið og
Jón Arnar og Óskar voru oft með þér
í bílum. Mikil ævintýri voru í vændum
og þú tókst ekki svo lítinn þátt í þeim.
Eilíft rand með okkur frændurna í
hvern þann leiðangur sem okkur datt
í hug, flöskuleit inn í dal, láta Renault-
inn renna í frígír niður bröttustu
brekkuna sem við fundum út með
Eyjafirðinum, út á strönd eða skutl
upp í fjall í berjatínslu eða á skíði ef
þannig viðraði. Ég held þú hljótir að
hafa haft ómælt gaman af því að
skutlast þetta með okkur, annars
hefðirðu verið löngu búinn að gefast
upp á því, þvílíkar voru kröfurnar.
Appelsín-kassi alltaf til reiðu í vaska-
húsinu, tilbúinn með nýjar flöskur
fyrir þyrsta hálsa. Spilastokkur við
höndina á köldum vetrarkvöldum og
ófáir ólsenar og kasínur spilaðar við
ungar hendur sem smituðust af spila-
bakteríu fyrir lífstíð, ekki vond bakt-
ería það. Eins voru farnir ófáir leið-
angrar með þér í vinnuna, enda mikill
ævintýraljómi yfir því fyrir lítinn
snáða að vita til þess að afi þurfti að
klifra uppí rafmagnsstaura í öllum
veðrum til að koma rafmagni á aftur.
Ég man sérstaklega eftir vinnuferð til
Hríseyjar. Þangað var gaman að
koma.
Í seinni tíð þegar þið amma voruð
flutt til Reykjavíkur voru samskiptin
reglulegri en auðvitað styttri í hvert
sinn. En andinn að norðan lifir yfir
heimili ykkar og ég er ekki frá því að
lyktin í eldhúsinu á Bústaðaveginum
sé sú sama og á Bjarkarbrautinni
forðum daga, amk fylgir því alltaf eft-
irvænting að koma til ykkar og njóta
gestrisni ykkar. Þú fylgdist vel með
þjóðmálunum fram á síðasta dag og
oft spunnust fjörlegar umræður um
þau. Þú hafðir jú ákveðnar skoðnir í
þeim efnum.
Ekki fengu börnin mín verra atlæti
af þinni hálfu en ég sjálfur, þó því
fylgdi að sjálfsögðu ekki sama randið
og áður. Ástúðin skein í gegn og ávallt
voru þau leyst út með gjöfum eftir
heimsóknir til ykkar.
Elsku afi minn, þín verður sárt
saknað á okkar heimili. Þú varst góð-
ur maður og mikið er ég ánægður
með að hafa átt þig sem afa.
Egill Darri Brynjólfsson
og fjölskylda.
Jesús sagði:
Sannlega, sannlega segi ég þér
í dag skaltu vera
með mér í paradís.
( Lúk.23.43.)
Afi minn, ég á eftir að sakna þín en
núna ertu á miklu betri stað og þarft
ekki að finna til lengur, því ég veit að
þú ert í himnaríki hjá Guði, því ef ein-
hver á að fá inngöngu þangað, þá ert
það þú, afi minn með stóra hjartað,
sem vildir öllum svo vel, meira að
segja fuglunum sem fengu alltaf nóg
að borða í garðinum þínum.
Alltaf varstu tilbúinn að gera eitt-
hvað með okkur systkinunum, í bíltúr
út fyrir bæinn að sýna okkur álfa-
steinana og þegar þú lést bílinn renna
niður brekkuna eða þegar þú gafst
okkur ís. Þú kenndir mér líka olsen ol-
sen og alltaf varstu tilbúinn að spila
og það var alltaf gaman að spila við
þig því maður vann alltaf.
Svo þegar við fluttum suður frá þér
og ömmu, það var sorgardagur, en
rosalega var ég ánægð þegar þið flutt-
uð líka suður, þá eyddi ég ófáum dög-
um hjá ykkur ömmu.
Þú hefur verið blessaður með langri
ævi og mörgum barnabörnum og
barnabarnabörnum, mikið hefur þú
verið ríkur um ævina.
Ég hefði aldrei getað óskað mér
betri afa. Bless, afi minn, og við
sjáumst seinna.
Ég lít i anda liðna tíð,
er leynt í hjarta geymi.
Sú ljúfa minning
létt og hljótt
hún læðist til mín dag og nótt.
Svo aldrei, aldrei gleymi
svo aldrei, aldrei gleymi.
( Halla Eyjólfsdóttir.)
Guðrún Jónína.
Gestur afi er dáinn. Með honum er
genginn einhver sá besti maður sem
ég hef kynnst. Traustur, heiðarlegur
og barngóður með eindæmum. Aldrei
man ég til þess að hann hafi lagt illt til
nokkurs manns og hann reyndi alltaf
að sjá góðar hliðar á málefnum og
mönnum – jafnvel þó þeir væru póli-
tískir andstæðingar.
Fyrstu minningar mínar tengjast
Land Rovernum sem hann ók rólega
um götur Dalvíkur í erindum sínum
fyrir RARIK. Afturí var fullt af kynja-
tólum og verkfærum sem gaman var
að skoða. Í bílnum var ákveðin lykt
blandin neftóbaki og mold, kopar og
járni. Mörg börnin fengu far með afa í
þessum bíl og nutu góðvildar hans –
skyld sem óskyld.
Afi átti lítinn árabát til skamms
tíma og hafði aðstöðu í verbúðunum
niðri á bryggju. Við sérstakar aðstæð-
ur rifjast upp lyktin og róin sem fylgdi
verbúðarferðunum og sjóferðum okk-
ar á árabátnum. Eftir því sem ég eld-
ist því mikilvægari verða þessar
minningar mér og þær sækja æ oftar
á mig. Þeim fylgir ró og friður sem er
mikilvægur í erli dagsins. Þessa ró
hafði afi og honum fylgdi friður. Faðir
minn, sem lengi vann með honum,
hefur þó sagt mér að þrátt fyrir ró-
semd afa hafi hann verið afkastamikill
Gestur Sigurðsson
✝ Árni Friðfinns-son fæddist 22.
ágúst 1927 í
Brekkugötu 25 í
Hafnarfirði, þá ný-
byggðu húsi for-
eldra hans, sem
voru Friðfinnur
Stefánsson, múr-
arameistari og síðar
bóndi að Húsafelli í
Hafnarfirði, f. 3.9.
1895, d. 8.3.1967, og
Elín Málfríður,
kennari og dóttir
Árna Björnssonar
prófasts að Görðum, f. 2.5. 1901, d.
7.12. 1959. Árni lést 28. október sl.
á Landspítalanum við Hringbraut
eftir fárra daga legu þar.
Systkini Árna eru Kristinn Rún-
ar, f. 29.5. 1929, d. 7.4. 1988, Sig-
urður Jóel, f. 26.8. 1930, Helga
Sigurlaug, f. 8.3. 1936, Sólveig, f.
5.10. 1941, d. 28.7. 1996, og Líney,
f. 3.8. 1944.
Hinn 3.3. 1962 kvæntist Árni
eftirlifandi eiginkonu sinni, Elínu
Eggerz-Stefánsson hjúkr-
Olgeirssonar útgerðarmanns og
fyrrverandi togaraskipstjóra og
stundaði síðan framhaldsnám við
„The Polytechnic“ í London sum-
arið 1947. Hann vann við múrverk
sumrin 1943-1947 með föður sín-
um og Ingólfi föðurbróður, auk
þess að styðja föður sinn dyggi-
lega við búskapinn að Húsafelli.
Hann var bókari og gjaldkeri hjá
útgerðarfyrirtækjunum Ak-
urgerði hf., Hrafna-Flóka hf. og
Vífli hf. í Hafnarfirði 1947-1962 en
vann síðan sem fulltrúi á Málflutn-
ingsskrifstofu og fasteignasölu
Árna Gunnlaugssonar hrl. í Hafn-
arfirði næstu 40 árin. Þeir nafnar
voru í senn systra- og bræðrasyn-
ir, leikfélagar í bernsku, ferming-
arbræður, söngfélagar og einhuga
samherjar í stjórnmálum. Árni
Friðfinnsson var gjaldkeri F.U.J. í
Hafnarfirði 1947-1950, endurskoð-
andi bæjarreikninga Hafnarfjarð-
arkaupstaðar 1958-1966 og endur-
skoðandi reikninga Sparisjóðs
Hafnarfjarðar sem og Sæ-
dýrasafnsins í allmörg ár. Bók-
haldi sinnti hann og nokkuð fyrir
fleiri aðila.
Útför Árna fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði í dag og
hefst athöfnin kl. 15.
unarfræðingi, f. 6.3.
1928. Einkabarn
þeirra er Elín Árna-
dóttir leikskólakenn-
ari, f. 26.12. 1962,
gift Stefáni Há-
konarsyni húsasmiði,
f. 7.1. 1953. Dóttir
þeirra er Rakel, f.
5.8. 1999. Frá fyrra
hjónabandi með
Styrkári Hjálm-
arssyni viðskipta-
fræðingi, f. 28.2.
1962, á Elín börnin
Vilborgu Þóreyju, f.
11.12. 1984, Árna Reyni, f. 19.4.
1988, og Viðar Pétur, f. 2.12. 1993.
Fyrir átti Stefán börnin Ármann
Kr., f. 10.6. 1971, Hildi Þóru, f.
18.9. 1972, Huldu Rósu, f. 8.9.
1974, Gunnar Hafstein, f. 5.6.
1979, Magnús Margeir, f. 9.5.
1986, og Halldóru, f. 15.3. 1989.
Árni lauk gagnfræðaprófi frá
Flensborgarskóla í Hafnarfirði
1944, sat Samvinnuskólann árin
1944-1946, vann við útgerðarfyr-
irtæki í Grimsby í eigu Þórarins
Árið 1947 var Árni bróðir minn,
sem við nú kveðjum um sinn, sendur
til Bretlands af útgerðarfélaginu Ak-
urgerði hf. í Hafnarfirði, sem hann
vann fyrir, til að hafa eftirlit með
smíði nýsköpunartogarans Bjarna
riddara. Ég hygg að
fáum jafnungum mönnum hafi ver-
ið treyst til slíks vandaverks. En Árni
reyndist traustsins verður eins og
alltaf þegar til hans var leitað. Hann
kom svo með togaranum heim til
Hafnarfjarðar og er það ein af mínum
fyrstu bernskuminningum, ég var þá
þriggja ára, er Árni kom úr þeirri
ferð. Ég hljóp á móti honum niður
gangstíginn heima á Húsafelli og
stökk beint í fangið á honum. Síðan
opnaði Árni töskurnar og þar var gjöf
til mín, þeir fallegustu svörtu lakks-
kór, sem ég hef séð, sem pössuðu al-
veg á litlu fæturna. Mikið varð ég glöð
og hrifin af elsku stóra bróður mínum
þá og það hef ég ætíð verið því hann
hefur alltaf reynst mér svo vel og ver-
ið mér svo góður.
Eitt sinn sem oftar leitaði ég til
hans og hann sagði: Líney mín, þú
hefur allan þann styrk og dugnað til
að standast þessa erfiðleika og sigr-
ast á þeim, og ósjálfrátt trúði ég hon-
um. Ég fór létt í spori frá Árna því
hann hafði einstakt lag á því að lyfta
manni upp, hvetja til dáða og sjá hlut-
ina í nýju og björtu ljósi.
Árið 1957 byggði Árni stórt og
glæsilegt hús í Herjólfsgötu 10 í
Hafnarfirði, mest með eigin höndum,
og nokkrum árum seinna kvæntist
hann sinni góðu konu Elínu Eggerz
Stefánsson og stofnuðu þau þar heim-
ili og ræktuðu garð sinn af mikilli al-
úð, bæði í eiginlegri og óeiginlegri
merkingu.
Þau hlutu eitt árið viðurkenningu
fyrir fegurð garðsins og sérstaklega
fyrir hversu vel hefði tekist til við erf-
iðar aðstæður því húsið er staðsett við
sjóinn þar sem alltaf gefur yfir í út-
synningnum. Árni og Elín eignuðust
fallega dóttur, sem fékk nafnið Elín,
og er hún svo rík að eiga fjögur ynd-
isleg börn, sem voru Árna mikils virði.
Elín hefur reynst foreldrum sínum
sönn og góð dóttir og sérstaklega síð-
ustu árin hefur hún sýnt hversu mikil
mannkostakona hún er. Alltaf stóð
heimili Árna og Elínar opið okkur
Reyni og erum við óendanlega þakk-
lát fyrir öll hin góðu boð og sérstak-
lega þakklát fyrir þá ástúð og kær-
leika sem þau sýndu okkur þegar
Þorleifur Árni sonur okkar lést af
slysförum 1994. Ég held við hefðum
varla komist í gegnum þann mikla
sársauka án þeirra styrku hjálpar.
Daginn fyrir andlát Árna kom ég til
hans og hvíslaði að honum: Elsku
Árni, þakka þér fyrir allt, við hittumst
fljótlega aftur. Ég veit ekki hvort
hann skynjaði mig en það skiptir ekki
máli. Árni er farinn á vit ævintýranna
í það ferðalag sem fyrir okkur öllum
liggur.
Líney Friðfinnsdóttir.
Árni frændi minn Friðfinnsson er
látinn, áttræður að aldri. Stefán afi
okkar lést 1906 frá 7 börnum. Syn-
irnir urðu allir iðnaðarmenn, Sigurður
trésmiður, Ásgeir trésmiður, Gunn-
laugur bakari, Friðfinnur múrari,
Tryggvi trésmiður og Ingólfur fyrst
bakari og síðan múrari. Sigurður lést
árið 1914.
Stefán afi okkar byggði sér hús,
Stefánshús, nú Suðurgötu 25 í Hafn-
arfirði. Samheldni og dugnaður
bræðranna var mikill. Um 1930 sneri
Friðfinnur sér að búskap og byggði
sér íbúðarhús, Húsafell, og fjós, hlöðu,
hænsnahús og hesthús uppi á Öldum,
sem er nú inni í miðjum Hafnarfjarð-
arbæ. Fjárhús byggði Friðfinnur fyr-
ir ofan kirkjugarðinn. Þetta var stórt
bú á mælikvarða þess tíma. Í þessu
umhverfi fæddist Árni og ólst upp.
Með námi í barnaskóla, Flensborgar-
skóla og Samvinnuskóla vann hann
með föður sínum við bústörf og í múr-
verki á sumrin, fyrst með föður sínum
og síðar Ingólfi. Ingólfur sagði mér,
að Árni hefði verið einn af duglegustu
múrurum sem unnu með honum.
Fyrir um 6 áratugum og síðar fór
ég á hverjum degi með 2ja lítra mjólk-
urbrúsa til þess að sækja mjólk til
Friðfinns frænda og þess á milli að
sækja egg. Árni afgreiddi oft þessa
hluti. Árni var 12 árum eldri en ég og
fór ég oft með honum til að sjá þegar
kýrnar voru mjólkaðar, sækja egg
undan hænunum og fara á hestbak.
Ég leit upp til hans frænda míns.
Eftir nám í Englandi og vinnu hjá
Þórarni Olgeirssyni í Grimsby hóf
Árni störf hjá togaraútgerðarfélög-
um, sem gerðu út togarana Óla Garða,
Haukanes og Bjarna riddara, sem
faðir minn og Þórarinn Egilson
stýrðu. Hittumst við þá oft í viku. Fað-
ir minn hafði verið allfullorðinn þegar
hann lærði á bíl. Fékk hann Árna því
oft til að keyra okkur í bíl Ásgeirs
þegar haldið var út úr bænum. Eftir
ósk pabba sungu Árni og móðir mín í
bílnum íslensk ættjarðarlög, svo sem
Blátt lítið blóm eitt er og Nú andar
suðrið meðan bíllinn rann „mjúklega“
eftir holóttum veginum. Árni hafði
sérstaklega fallega skriftarhönd,
hann hafði góð tök á íslenskri tungu
og ensku. Hann var mjög vel gefinn
og minnugur. Ættfræði hefi ég áhuga
á. Ég kom sjaldan eða aldrei að tóm-
um kofunum hjá Árna, þegar mig
vantaði upplýsingar í þeim efnum.
Einhverju sinni sagði ég Árna, að ég
hefði sagt sameiginlegum vini okkar,
að hann, Árni, væri gáfaðastur af okk-
ur frændum. „Hvaða vitleysa er
þetta,“ sagði Árni. „Þú og hann Árni
Gunnlaugsson, frændi okkar, voruð
báðir með toppeinkunnir í lagadeild-
inni, ég er ekki með slíkar einkunnir í
minni skjóðu.“ Ég svaraði honum, að
munurinn á honum og okkur væri sá,
að hann hefði ekki farið í háskólanám,
en hefði hann gert það, hefðum við
Árni Gunnlaugs mátt passa okkur.
Árni var vel kvæntur. Hann og kona
hans, Elín Eggerz Stefánsson, voru
Árni Friðfinnsson