Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á / ÁLFABAKKA MICHAEL CLAYTON kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.7.ára MICHAEL CLAYTON kl. 8 - 10:30 LÚXUS VIP THE GOLDEN AGE kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.7.ára THE INVASION kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára THE INVASION kl. 5:30 B.i.16.ára LÚXUS VIP ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ HEARTBREAK KID kl. 8 B.i.12.ára THE BRAVE ONE kl. 10:30 B.i.16.ára STARDUST kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.10.ára ASTRÓPÍA kl. 6 LEYFÐ SAMbíóin álfAbAkkA og kringlunni ERU EINU BÍÓIN Á ÍSLANDI SEM BJÓÐA UPP Á digitAl og 3-d reAl tækni SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABA VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA GEORGE CLOONEY LEIKUR LÖGFRÆÐING Í EINUM AF BETRI „ÞRILLERUM“ SEM SÉST HAFA Á ÞESSU ÁRI. FLESTIR þekkja persónuna Conan og flestir tengja hana við ríkisstjór- ann Arnold Schwarzenegger sem lék í tveimur myndum um kappann á ní- unda áratugnum. Örfáir leikir hafa verið gefnir út um barbarann mikla en nú þegar leikir á borð við God of War og Heavenly Sword eru komnir út er greinilegt að það er markaður fyrir svona leiki. Ég er nokkuð viss um að þessi nýi leikur hefði ekki ver- ið gerður ef ekki væri fyrir God of War sem á svo aftur uppruna sinn í hugarheimi Roberts E. Howards, höfundar Conans. Hins vegar hefur maður á tilfinningunni að þessum leik hafi verið flýtt í gegnum fram- leiðsluferlið og útkoman er sæmileg- ur hasarleikur sem býður ekki upp á neitt nýtt, hvorki í spilun né útliti. Sagan fjallar um Conan að sjálf- sögðu og leit hans að brynjunni sinni sem hann týndi þegar hann leysti forynju úr prísund. Á leið sinni kynnist hann stríðskvendi nokkru sem er einnig á höttunum eftir brynjunni góðu til þess að nota hana gegn óvinum sem herja á land henn- ar. Saman höggva þau sér leið í gegnum herdeildir af sjóræningjum, stríðsmönnum og villidýrum og safna um leið bútum úr brynjunni margumtöluðu. Þetta er allt frekar einfalt og skýrt og þess vegna verð- ur leikurinn frekar þreyttur þegar á líður. Maður gerir lítið annað en að berja takkana á stýripinnanum og skilur eftir sig sundurhöggna líkama á milli þess sem fyrir mann eru lagð- ar gátur sem reynast svo furðu ein- faldar og auðleystar. Stjórnun er auðveld en stundum frekar klaufa- leg, sérstaklega þegar maður þarf að stökkva á milli hluta eða í bardag- anum. Þá kemur á óvart hversu slök grafíkin er í leiknum. Það er ekkert í henni sem bendir til þess að þessi leikur eigi heima á næstu kynslóðar vél. Hún er klunnaleg á köflum og það vantar alveg áferð og smáatriði sem margir PS2-leikir, eins og God of War 2 t.d., standa sig mun betur í. Hljóðmyndin er ekkert til þess að hrópa húrra fyrir, tónlistin er fín en hljóðbrellur eru máttlausar og sí- endurteknar. Íslandsvinurinn Ron Perlman ljær Conan rödd sína en hún passar eiginlega ekki við útlit og líkama barbarans. Conan Sæmilegur hasarleikur sem býður ekki upp á neitt nýtt, hvorki í spilun né útliti. Ómar Örn Hauksson TÖLVULEIKIR PS3 Nihilistic Conan  ÉG HEF verið aðdáandi Crash Bandicoot-seríunnar frá því hún byrjaði á fyrstu Playstation- tölvunni. Fyrstu leikirnir voru allir mjög góðir en þegar höfundur seríunnar, Naughty Dog, sneri sér að öðrum hlutum og aðrir leikjasmiðir tóku við féll serían þó nokkuð í gæðum. Nú hefur Radical Entertain- ment tekið við stjórninni og borið á borð besta Bandicoot-leik sem hef- ur komið í langan tíma. Umgjörðinni hefur samt ekki verið breytt mikið og í raun er þetta ósköp venjulegur ævintýraleikur með nokkrum tilbreytingum til að hrista upp í forminu. Enn og aftur er Dr. Cortex með vesen og rænir ástinni hans Crash. Hann hefur einnig leyst úr læðingi skrímsli sem eiga að hjálpa honum að ná yfirráðum á jörðinni en Crash reynir hvað hann getur að koma í veg fyrir það. Það sem leikurinn breytir í form- úlunni er hæfileikinn til þess að fanga þessi skrímsli, klifra á bak þeim og nota þau til þess að berjast við stærri og erfiðari andstæðinga sem maður hefði annars engan möguleika á að sigra. Það er úr nógu mörgum skrímslum að velja og öll hafa þau eitthvað sérstakt upp á að bjóða þannig að maður þarf að velja rétt í ákveðnum aðstæðum. Leikurinn er hraður og skemmti- legur, stundum erfiður og tilvalinn fyrir yngri kynslóðina og fullur af skemmtilegum húmor sem hefur einkennt þessa seríu. Stjórnunin er einföld og Wii- útgáfan notfærir sér ekkert sér- staklega mikið þráðlausu tæknina nema í sérstökum hreyfingum hjá skrímslunum sem maður notar. Grafíkin er björt og skemmtileg, með góðri lýsingu og hönnun og hljóðið er gott og leikarar standa sig með sóma. Hressandi innslag í seríu sem hef- ur vantað smávítamínsprautu í þó nokkurn tíma. Ómar Örn Hauksson Eftir Ómar Örn Hauksson mori@itn.is FYRSTI Manhunt-leikurinn vakti verulega athygli þegar hann kom fyrst út fyrir nokkrum árum. Foreldra- samtök risu upp og for- dæmdu leikinn vegna ofbeld- isins sem í honum er að finna og útgáfa hans hóf mikla umræðu um áhrif of- beldisleikja á uppeldi barna. Framleiðendur leiksins voru hins vegar hvergi bangnir og lofuðu meira að segja hrotta- legri framhaldsleik í kjölfar- ið. En þá var yfirvöldum í Bandaríkjunum og Bretlandi nóg boðið. Manhunt 2 hefur verið algjörlega bannaður í Bretlandi, þrátt fyrir þær breytingar sem Rockstar Games gerði til þess að fá hann í gegn, en hann hlaut að lokum M-stimpilinn (Mature) í Bandaríkjunum þar sem hann er nýkominn út. Sama dag og hann kom út höfðu tölvu- hakkarar fundið leið til þess að spila leikinn eins og hann var hannaður í fyrstu og settu leiðbeiningar á netið. Þó er aðeins um að ræða útgáfuna á PSP og verður maður einn- ig að hafa breytta PSP-tölvu til þess að geta spilað leikinn í sinni upp- runalegu mynd. Þetta getur haft veruleg áhrif á Rockstar og Take Two, sem dreifir leiknum, því ekki aðeins þurfa þeir að greiða háar sektir held- ur gæti leikurinn fengið stimpilinn „aðeins fyrir full- orðna“ sem þýðir að Sony og Nintendo munu ekki selja hann. Umræðan um ofbeldi í tölvuleikjum kemur reglulega upp og sitt sýnist hverj- um. Tölvuleikja- framleiðendur benda hins vegar á þann tvískinnung að ofbeldisfullar bækur sleppa furðu vel við um- ræðuna – ef undan er kannski skilin bókin um Tíu litlu negrastrákana. Tölvuleikir eða bíómyndir eru að mati undirritaðs ekki rót vandans, heldur uppeldið sjálft sem felst í samskiptum á milli foreldra og barns. Í það minnsta hefði móðirin í raftækja- versluninni sem spurði son sinn, að mér viðstöddum, hvort hann vildi ekki þennan leik og hélt þá á Grand Theft Auto: San Andreas, átt að vita betur. TÖLVULEIKIR» Hakkaður Manhunt 2 óklipptur á PSP Óhugnaður Mannaveiðar 2. Á skrímslum skemmti ég mér tralalala TÖLVULEIKIR Nintendo Wii Hressandi Crash Bandicoot Crash of the Titans  Radical Entertainment Arnold hvergi sjáanlegur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.