Morgunblaðið - 05.11.2007, Side 23

Morgunblaðið - 05.11.2007, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2007 23 ✝ Ingólfur Arn-arson fæddist í Reykjavík 25. ágúst 1943. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 25. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Örn Hauksteinn Matt- híasson, versl- unarmaður og bók- ari í Reykjavík, f. 27.8. 1907, d. 13.6.1994, og Guð- rún Ólafsdóttir hús- freyja, f. 30.10. 1909, d. 13.8. 1985. Systkini Ingólfs eru Ólafur Örn, f. 27.7. 1933, og Sylvía, f. 9.2. 1935. Ingólfur kvæntist hinn 9.9. 1967 Kolbrúnu Ingimarsdóttur, f. 31. 3. 1944. Foreldrar hennar voru Ingimar Ástvaldur Magn- ússon, húsasmiður í Garðabæ, f. 13.10. 1907, d. 24.6. 2004, og kona hans Guðrún Guðmunds- dóttir húsfreyja, f. 10.7. 1911, d. 31.7. 2001. Ingólfur og Kolbrún skildu 1978. Börn þeirra eru: 1) Hrönn, framkvæmdastjóri, f. 21.4. 1968. Sonur af fyrra sam- bandi er Andri Már Hagalín, f. 3.9. 1989. Eiginmaður Hrannar er Ragnar Bjarkan Pálsson, f. Hermannsson, rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 16.7. 1928, d. 5.10. 1999, og kona hans Pálína Kjart- ansdóttir bókmenntafræðingur, f. 12.3. 1931. Stjúpdóttir Ingólfs er Ína Hrund Ísdal, f. 11.6. 1978. Börn hennar eru Brynjar Ingi Ís- dal, f. 26.8. 1996, og óskírð dótt- ir, f. 28.10. 2007. Ingólfur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1964 og lauk námi í tannlækn- ingum frá Háskóla Íslands 1970. Hann hlaut tannlækningaleyfi 30.6. 1970. Ingólfur starfaði sem skólatannlæknir í Reykjavík frá þeim tíma, lengst af í hálfu starfi, þar til þjónustunni lauk. Hann var aðstoðartannlæknir hjá Ríkarði Pálssyni í Reykjavík frá 1970 til 1971. Ingólfur rak eigin tannlækningastofu í Reykjavík frá því í nóvember 1971. Hann gegndi ýmsum fé- lags- og trúnaðarstörfum. Hann var ritari í stjórn TFÍ 1977-1979, í námskeiðsnefnd fyrir klínik- dömur 1981-1982, átti sæti í samninganefnd við tannsmiði og aðstoðarfólk 1982-1991, var for- maður stjórnar Félags skóla- tannlækna í Reykjavík frá stofn- un þess 7.10. 1985 til 1991 og í stjórn félagsins frá 1994 þar til þjónustunni lauk. Útför Ingólfs verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. 27.8. 1970. Sonur þeirra er Bjarki Freyr, f. 12.4. 2006. Börn Ragnars frá fyrri samböndum eru Hilda Margrét, f. 16.2. 1993, og Heimir Páll, f. 12.9. 2001. 2) Ingimar Örn læknir, f. 19.10. 1969. 3) Ingólfur Rúnar viðskipta- fræðingur, f. 28.10. 1970. Sonur hans er Rúnar, f. 24.11. 2002. 4) Guðrún sál- fræðinemi, f. 31.10. 1974. Dóttir hennar er Kolbrún Sandra Hrafnsdóttir, f. 8.8. 1996. Ingólfur kvæntist hinn 14.7. 1979 Halldóru Önnu Þorvalds- dóttur, f. 1.12. 1941. Foreldrar hennar voru Þorvaldur Þor- steinsson, framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 6.12. 1917, d. 22.1. 1998, og kona hans Guðrún Tóm- asdóttir húsfreyja, f. 10.10. 1918, d. 25.6. 2000. Ingólfur og Hall- dóra skildu 1983. Sonur þeirra er Örn Hauksteinn læknanemi, f. 17.1. 1980. Ingólfur kvæntist hinn 7.9. 1994 Halldóru Haraldsdóttur, f. 30.9. 1951, d. 12.5. 2003. For- eldrar hennar voru Haraldur Í æsku þvældist það svolítið fyrir okkur krökkunum hvernig það gæti gengið upp að Ingólfur Arnarson væri fyrsti landnámsmaðurinn en jafnframt væri hann yngri en pabbi sem þó fæddist á Íslandi. En við átt- uðum okkur auðvitað á því fljótt að Ingi frændi væri náttúrlega bara Ingi frændi. Svona var hann á þessum ár- um, litli bróðir pabba sem var alltaf að glettast við okkur. Síðan giftist Ingi eins og gengur og gerist og börnin komu hvert á fætur öðru. Samskiptin voru meiri á þess- um árum en varð síðar. Þótt krakk- arnir hans Inga væru yngri en við systkin var alltaf gaman að hittast og leika. Eftir að við komumst á ung- lingsárin þá urðu samskiptin stopulli, en þó hélst það sem fastur liður að við hittum Inga á tannlæknastofunni, enda var Ingi tannlæknir okkar systra allt fram á síðasta dag. Flestir kvíða fyrir því að fara til tannlæknis og kannski vorum við ekki lausar við það heldur. En kvíðinn var alltaf blandaður ákveðinni til- hlökkun því við áttum líka von á nota- legu spjalli við Inga frænda. Spjallið varð reyndar oft nokkuð einhliða eins og vill gerast hjá tannlæknum þar sem hann sagði m.a. nýjustu fréttir af börnunum sínum sem hann var mjög hreykinn af og ekki að ástæðulausu. Ingi átti miklu barnaláni að fagna, börn hans eru fimm auk dóttur Hall- dóru Haraldsdóttur sem hann gekk í föðurstað. Dóttursonur Halldóru var einnig heimagangur hjá honum og var augljóst þegar hann ræddi um drenginn að þar var mikil væntum- þykja af hálfu Inga. Það var mikið áfall fyrir Inga þeg- ar hann missti þriðju konu sína, Hall- dóru Haraldsdóttur, en hún lést úr krabbameini fyrir fjórum árum síðan. Þau náðu vel saman og áttu mörg sameiginleg áhugamál, meðal annars var garður þeirra í Kópavogi ávallt í miklum blóma. Í haust lagði Ingi upp í langferð þar sem skoða átti fjarlæga menning- arheima í Kína og Tíbet. Veikindi hans komu þó í veg fyrir að honum tækist að njóta ferðarinnar sem skyldi. Samt kom lát hans í opna skjöldu þar sem hann vann fram á síðasta dag. Vorum við báðar nýbún- ar að koma til hans á stofuna og átt- um þar það sem reyndist síðasta spjallið við Inga. Í dag kveðjum við góðan frænda. Guðrún og Katrín Ólafsdætur. Fallinn er frá, langt um aldur fram, vinur minn Ingólfur Arnarson. Leiðir okkar lágu fyrst saman árið 1978 þar sem við urðum óvænt klefafélagar á skemmtiferðaskipi, sem sigldi frá Varna í Búlgaríu niður Bosporussund til Istanbúl. Þar áttum við nokkrar skemmtilegar stundir saman. Leiðir okkar lágu aftur saman árið 1990. Þá unnu Dóra, kona Ingólfs og Minna, konan mín saman hjá Eim- skipafélaginu. Þær urðu strax perlu- vinkonur. Á fallegu sumarkvöldi hringdi Dóra til okkar og sagði að þau Ingólfur væru í útilegu á Lyngdals- heiði, skorti félagsskap og báðu okk- ur að koma. Við slógum til og þetta varð upphaf ævilangrar vináttu okk- ar fjögurra. Seinna kom í ljós, að við Ingólfur vorum fjórmenningar að langfeðgatali, ættaðir frá Eyrar- bakka. Við ferðuðumst saman, innanlands og utan, mættum í matarboð í tíma og ótíma. Við bjuggum til óvissuferðir, þar sem ýmist þær eða við réðum ferðinni og frá þessu urðu til ótrúlega skemmtilegar minningar. Einnig hjálpuðumst við að við flutninga og standsetningu húsnæðis eftir því sem þurfi. Varla leið sá dagur að við vær- um ekki í símasambandi eða hitt- umst. Það var gríðarlegt áfall fyrir Ing- ólf, þegar Dóra greindist með krabbamein, sem hún barðist hetju- lega við í heilt ár, en varð að láta í minni pokann árið 2003. Þegar ég horfi til baka finnst mér sem Ingólfur hafi aldrei litið glaðan dag eftir að Dóra fór. Að leiðarlokum vil ég þakka Ingólfi sérlega góð kynni. Hann var með allra traustustu og skemmtileg- ustu mönnum sem ég hef hitt á lífs- leiðinni. Ég kveð hér góðan vin og óska honum velfarnaðar á þeirri braut sem hann hefur nú lagt út á. Bjarni Jónsson. Sumarið 1962 var ég ráðinn til starfa sem verkamaður á Keflavíkur- flugvelli hjá hinu nafnkunna fyrir- tæki Íslenskum aðalverktökum sf. Fyrirtækið hafði mörg járn í eldinum og m.a. voru flugbrautir malbikaðar í gríð og erg og gekk malbikunarstöðin dag og nótt í reykjarsvælu, rammri og stækri. Í fáein skipti var mér uppálagt að kasta asfalttunnum úr stæðum í trérennur. Tunnurnar ultu með glumrugangi niður að stöðinni þar sem krímóttir biksveinarnir tóku á móti þeim. Einn þeirra var Ingólfur sem nú er kvaddur. Ekki þekkti ég hann þá, en kynntist honum nokkru síðar. Urðu þau kynni að vináttu sem entist síðan. Fljótlega var spilaklúbbur settur á stofn í kjallaraherbergi að Eskihíð 18A og spilað bridds sleitulaust upp frá því eða í ríflega fjóra áratugi, síð- ast 19. október sl., fáum dögum áður en Ingólfur lést. Úr spilaklúbbnum óx síðan ferðaklúbbur sem fór á fjöll hvert sumar í aldarfjórðung. Oftast gerði þá illviðri. Var ýmist legið í tjöldum, gangnamannakofum eða óskilgreindum hreysum. Ferðir þess- ar, sem farnar voru áður en tækni- ferðir nútímans hófust, gengu slysa- laust. Klúbbar sem þessir verða vitaskuld að traustum hornsteinum í lífinu og líkjast einna helst stofnun þegar fram líða stundir. Ingólfur er fyrstur til að kveðja úr þessum hópi og er fráfall hans mikið áfall. Ingólfur lagði tannlækningar fyrir sig. Því vali réð vilji til að vera sjálfs sín herra og áhugi á handverki. Þá lágu lækningar í móðurætt hans. Afi hans, Ólafur Lárusson, var þjóðkunn- ur læknir. Hann var sonur hins víð- kunna hómópata Lárusar Pálssonar á Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd. Sá var kominn út af eldklerkinum síra Jóni Steingrímssyni sem kunnur var fyrir lækningar sínar. Allt í kringum Ingólf voru læknar og lækningar og eru tveir sona hans liðsmenn lækn- isfræðinnar. Skömmu eftir próf setti Ingólfur á stofn eigin tannlæknastofu sem hann rak fyrst í Glæsibæ og síðar og allt til dánardags að Síðumúla 15. Samhliða eigin rekstri starfaði Ingólfur lengi sem skólatannlæknir. Starfið lék í höndum hans, enda var hann einkar handlaginn, fumlaus og úrræðagóð- ur. Ingólfur var að dagfari jafnlyndur og yfirvegaður. Hann var hins vegar stórlyndur og skapríkur og lét ekki vaða ofan í sig. Hann gat verið errinn og ódæll, einkum með víni, líkt og langafi hans hómópatinn. Fáskiptinn var hann um annarra hagi og lastvar. Sögumaður var hann góður og ógleymanlegar eru sagnir úr sveit- inni, Gularási í Landeyjum. Ingólfur var þrígiftur. Enduðu tvö fyrstu hjónaböndin með skilnaði. Þriðju og síðustu konu sína missti Ingólfur vorið 2003 aðeins rúmlega fimmtuga. Var það honum mikið áfall. Í kjölfar þess hnignaði heilsu hans nokkuð. Hann eignaðist fimm börn með fyrri konum sínum tveimur sem öll eru vel gefin og mannvænleg. Gladdist hann að vonum yfir því. Síð- ustu árin voru honum nokkuð erfið. Að honum sótti einsemd og óyndi. Var vinnan helsta skjól hans og huggun. Þar sannaðist hið forn- kveðna, „laborare est orare“ , að vinna er að biðja. Aðstandendum Ingólfs votta ég samúð mína. Gylfi Knudsen. Þegar ég lenti í húsnæðishraki með tannlæknastofu mína 1976, hringdi Ingólfur til mín og bauð mér að leigja aðstöðu að Síðumúla 15. Ég þáði það með þökkum og við störf- uðum hlið við hlið, uns ég lét af tann- læknastörfum, sextugur, 1999. Sambúðin gekk ágætlega hjá okk- ur, enda báðir skólatannlæknar í hálfu starfi og áttum þar þátt í að bæta tannheilsu skólabarna, til mik- illa muna á skömmum tíma. Það var greinilega skref aftur á bak, þegar skólatannlækningum var hætt, eins og komið hefur í ljós. Eitt árið sátum við saman í stjórn Tannlæknafélags Íslands, undir for- sæti Sverris Einarssonar. Þá var oft glatt á hjalla. Ingólfur var laginn tannlæknir og gott fannst mér að eiga hann að við að fjarlægja erfiðar tennur. Hann hafði einnig góð tök á rekstri stofunnar, stundvís og nákvæmur. Smiður var hann góður, jafnt á stofunni sem heima fyrir. Garðyrkju hafði hann unun af og kunni skil á ýmsum jurtum og blómum, sem garð- ur hans í Kópavogi bar glöggt vitni. Ég þakka Ingólfi samferðina og votta ættingja hans samúð. Haukur Filippusson Látinn er langt um aldur fram samstarfsmaður minn og vinur til margra áratuga Ingólfur Arnarson tannlæknir. Það kom okkur sam- starfsfólki hans á tannlæknastofunni í opna skjöldu þegar hann mætti ekki til vinnu hinn 25.10. sl. og við fréttum síðan að hann hefði látist í svefni þá um nóttina. Ingólfur hafði að vísu átt við nokkur veikindi að stríða sl. ár en það virtist allt vera að koma og lækn- isskoðun fyrir skömmu var jákvæð og framtíðin virtist björt, en svo skyndi- lega kom stóra höggið og allt var bú- ið. Ingólfur var traustur og góður samstarfsmaður. Hann var vandaður og samviskusamur tannlæknir, enda segir hin mikla aðsókn að tannlækna- stofu hans nokkra sögu þar um og veit ég að margir viðskiptavina hans sakna vinar í stað. Ingólfur var ekki sú manngerð sem hrópaði á torgum eða lét mikið á sér bera, en hann var fastur fyrir, traust- ur og lét sér mjög annt um fjölskyldu sína og venslafólk. Að honum er mik- ill missir. Ég votta aðstandendum Ingólfs mína dýpstu samúð. Bragi Ásgeirsson. Ingólfur Arnarson ✝ Hektor Sigurðs-son fæddist á Akureyri 13. sept- ember 1921. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 22. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Kristjánsdóttir, kaupmaður á Ak- ureyri, f. 26.8. 1897, d. 19.3. 1961, og Sig- urður Flóventsson, lyfjafræðingur þar, f. 2.11. 1890, d. 21.5. 1975. Systir Hektors er Erna, húsfreyja, f. 19.7.1926 , d. 7.6.1999, gift Magnúsi Guðmundsyni fulltrúa, f. 30.8. 1926. Börn þeirra eru Sigríður, f. 7.12. 1953, innkaupafulltrúi, gift Jóni Magna Ólafssyni mjólkurfræð- ingi, f. 21.8. 1943, og Skúli húsa- smiður, f. 12.5. 1959, kvæntur Sig- ríði Jónsdóttur skrifstofumanni, f. 10.10. 1960. Hektor kvæntist 3.7. 1953 Hjör- dísi Wathne, fv. póstafgreiðslu- manni, f. á Seyðisfirði 6.5. 1925. Foreldrar hennar voru hjónin Sig- urborg Lára Wathne Friðriksdóttir húsfreyja, f. 6.1. 1900, d. 10.6. 1981, usti Daníel Ingi Jóhannsson mat- reiðslumaður, f. 17.9. 1980. b) María Kolbrún nemi, f. 26.7. 1983, unnusti Ásgeir H. Ásgeirsson versl- unarmaður, f. 3.1. 1975. Dóttir Maríu er Arna Björg, f. 12.12. 2001. 3) Jóhann Már tæknifræðingur, f. 18.4. 1957, kvæntur Hafdísi Sverr- isdóttur tækniteiknara, f. 26.2. 1960. Börn þeirra eru: a) Þórdís verkfræðingur, f. 7.9. 1983, unnusti Gestur Örn Sævarsson bifreiða- smiður, f. 20.11. 1981. Sonur þeirra er Sævar Már, f. 3.2. 2004. b) Hek- tor Már, f. 5.1. 1988, nemi. Hektor stundaði sjómennsku frá unglingsárum og fram yfir miðja starfsævi, fyrst sem háseti á síld- arbátum frá Eyjafirði, síðan á ár- unum 1939-1940 sem sjóliðsnemi á danska skólaskipinu Danmark, og á stríðsárunum sem háseti á skip- um Eimskipafélagsins. Eftir að Hektor lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1946 starfaði hann sem skip- stjórnarmaður á millilandaskipum Sambandsins (þá SÍS), bæði sem stýrimaður og skipstjóri, allt til ársins 1962, er hann kom í land. Þá hóf hann störf hjá Hampiðjunni hf. í Reykjavík, þar sem hann gegndi störfum verkstjóra og síðar verk- smiðjustjóra allt til starfsloka 1991. Útför Hektors fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. og Jóhann Anton Wathne bókari, f. 30.1. 1895, d. 29.8. 1969. Börn Hektors og Hjördísar eru: 1) Hrefna, kjördóttir Hjördísar, f. 13.5. 1946, gift Ólafi Sig- urvinssyni, f. 5.7. 1935, d. 27.7. 2007. Móðir Hrefnu var Málfríður Tulinius, eiginkona Hektors af fyrra hjónabandi, en þau skildu eftir skammar samvistir. Börn Hrefnu eru: a) Trausti Grétar Traustason bílstjóri, f. 20.1. 1966, maki Elísabet H. Guðjónsdóttir, f. 15.12. 1966. Börn þeirra eru Anton Freyr, f. 27.3. 1992, og Sara Lind, f. 5.7. 1998. b) Hjördís Erna Trausta- dóttir, f. 24.5. 1968. Sonur hennar er Lárus Hrafn Hallsson nemi, f. 5.10. 1991. c) Lára Margrét Traustadóttir, f. 23.12. 1974, maki Sigurjón Ólafsson matreiðslumað- ur, f. 9.7. 1973. Dóttir þeirra er Sæ- rún, f. 12.8. 2005. 2) Sigurður Örn læknir, f. 12.11. 1954, kvæntur Björgu Rúnarsdóttur lögfræðingi, f. 15.4. 1962. Börn þeirra eru: a) Árný Björk nemi, f. 5.12. 1982, unn- Afi minn var heimsmaður. Hann sigldi um höfin á fragtskipi, til staða sem fæstir af hans kynslóð höfðu tök á að fara til. Þegar ég var lítil sagði hann mér sögur af ferðum sínum til Panama og fleiri staða sem mér fannst sveipaðir ævintýraljóma. Hann sigldi í heimstyrjöldinni síðari, yfir Atlantshafið, þar sem allt gat gerst. Hann var hugrakkur og myndarlegur heimsmaður. Allt sem hann gerði var gert af heilum hug, hann var blíður og skapgóður og þegar hann brosti, þá brosti hann líka með augunum. Það eru ekki allir þeirrar gæfu að- njótandi að fá að kynnast ömmu sinni og afa en ég var svo heppin að fá að umgangast ömmu og afa sem voru yndislegasta fólk í heimi. Þegar ég dvaldi hjá þeim var komið fram við mig eins og prinsessu. Allir dagar voru skipulagðir með tilliti til þess hvað mér þætti gaman að gera og allt sem borið var fram var eitthvað sem mér fannst gott. Ég á óteljandi minn- ingar af afa mínum; í sumarbústaðn- um, í bænum fyrir jólin, í bíltúr eða í búðarferðum sem enduðu oftar en ekki á því að ég labbaði út með eitt- hvað nýtt í vasanum. Þegar maður er lítill þá finnst manni sjálfsagt að eiga ömmu og afa sem vilja allt fyrir mann gera. Þegar maður fullorðnast áttar maður sig hins vegar á því að það er ekki sjálf- gefið að eiga svona gott fólk að. Því vil ég þakka þér, elsku afi minn, fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, fyrir tímann sem þú gafst mér, fyrir allar sögurnar sem þú sagðir mér. Það er sárt að þú sért farinn en ég veit að einhverstaðar er- uð þú og amma núna saman, á góðum stað þar sem þið leiðist inn í eilífðina. Þín sonardóttir, Árný Björk. Hektor Sigurðsson  Fleiri minningargreinar um Hek- tor Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.