Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Síðsumarsólin vermir hafflötinn og himinninn er roðagylltur, íslensk kvöldfegurð sem á fáa sína líka. Allt er tært og hreint, Snæfellsjökull stendur í loga og bláma slær á Esj- una. Ljósrák ber við sjóndeildar- hring, ljósið, þetta himneska ljós sem við öll síðar hverfum í hefur nú tekið til sín eina af Íslands góðu konum. Við vinkonurnar frá Reykholti erum staddar í lundinum okkar, sitjum á steininum góða og horfum yfir. Þetta er miðaldra lundur þar sem vaxa að- allega bjarkir og reyniviður. Allir eru hnípnir í kvöld og við heyrum andvar- ann hvísla „hún Dobba er dáin“. Fyrir fjörutíu og sex árum þegar björkin hennar Dobbu var gróðursett í Vin- áttulundinum okkar vissum við að þar fór góð björk. Hún var einhvern veg- inn svo einstök, greiðvikin, glaðvær og góð. Eðliskostir sem fylgdu henni allt lífið og svo ótalmargir nutu góðs af. Vinátta og kærleikur hefur ein- kennt þennan hóp sem myndar Vin- áttulundinn. Fimmtán og sextán ára unglingar sem búa á stóru heimili heimavistarskólans bindast vináttu- böndum sem styrkjast eftir því sem árin líða. Slíkt er ótrúleg guðs gjöf að eiga og engan veginn sjálfsagt. Við vorum full eftirvæntingar að takast á við lífið sem í flestum tilfellum hefur verið okkur gjöfult og gott. Enda hóp- urinn úrvalsfólk, duglegt og drífandi. Samheldni hópsins er sérstök, hann hefur hlegið og grátið saman í öll árin og á því verður engin breyting. Lund- urinn hefur grisjast undanfarið og það er svo erfitt. Sárt að sjá hvernig svörðurinn er þakinn sorg. En við vit- um að smá saman breiðir minningin sig yfir, minning um kæra og skemmtilega vinkonu, sem vildi örugglega að við hefðum það gott áfram í Vináttulundinum okkar. Hver morgun nýr, hugvekjur Jón- asar heitins Gíslasonar vígslubiskups í Skálholti, er einstök bók. Þar tekur hann fyrir alla helgidaga ársins með Soffía Kristín Hjartardóttir ✝ Soffía KristínHjartardóttir skrifstofustjóri fæddist í Reynisnesi í Skerjafirði 9. maí 1946. Hún lést á Landspítalanum v/ Hringbraut föstu- daginn 2. nóvember síðastliðinn og var útför henna gerð frá Grafarvogs- kirkju 9. nóvember. skírskotun kristinnar trúar til nútímans. Ein fjallar um hvort nafn þitt sé skráð í Lífsins bók. Mikið held ég vér yrðum undrandi, ef vér flettum Lífsins bók, er geymir nöfn þeirra sem lofsyngja lambinu í hvítklæddum skaranum á himnum. Þar ber lítið á mörgum þeim valdsmönnum veraldar er skreyta spjöld sögunnar. Meir á nöfnum þeirra, er fáir tóku eftir hversdagslega þeir þjónuðu Guði í kyrrþey og vöktu sjaldan athygli fjöldans. Dobba hefur fengið nafn sitt skráð í Lífsins bók; hún er farin til Guðs og hefur með sinni alkunnu röggsemi sagt við Lykla-Pétur. Ljúktu upp fyrir mér. Mér er boðið í himin Guðs. Og Pétur hefur lokið upp því himnaríki er fyrir boðsgesti Jesú Krists og Dobba var einn af þeim. Við sem enn myndum lundinn góða þökkum fyrir áratuga vináttu hjálp- semi og góðvild, það er vandfyllt skarðið í saumaklúbbnum okkar og í Reykholtshópnum. Sendum Herði, okkar góða vini, einkasyninum og fjölskyldunni allri, innilegar samúðarkveðjur. Saumaklúbburinn og Reykholtshópurinn. Mikil og góð vinkona okkar er fallin frá eftir mjög stutta en erfiða baráttu við mein allra meina – krabbameinið. Þótt við vissum að hverju drægi, datt okkur þó ekki í hug að tíminn hennar yrði svona stuttur. Við huggum okkur við að fyrst svona átti að fara, væri best að þetta tæki sem stystan tíma. Upp í hugann kemur fjöldinn allur af minningum, góðar minningar um leikhúsferðir, heimsóknir, ferðalög til útlanda og samverustundir í golfi bæði heima og erlendis. Við höfðum einnig haft í hyggju að eyða enn meiri tíma saman í golfi og ferðalög, en svona geta nú örlögin gripið fram fyr- ir hendur okkar og gjörbreytt fram- tíðarplönum. Við minnumst Soffíu sem einstak- lega hjálpfúsrar, ósérhlífinnar og gjafmildrar vinkonu. Hún mátti aldr- ei til þess vita að einhver vinur henn- ar þyrfti á hjálp að halda án þess að hún væri boðin og búin til að leggja sitt af mörkum. Það sást líka í veik- indum hennar að vinir hennar höfðu ekki gleymt vináttu hennar og hjálp- fýsi. Í þessum veikindum Soffíu hefur eiginmaður hennar, Hörður Barðdal, staðið eins og klettur við hlið konu sinnar, annast hana og setið hjá henni allar stundir sem hann mögulega gat og þar sýndi hann enn einu sinni mik- inn styrk og mikla alúð. Við hjónin áttum svo sannarlega ekki von á því að þetta stríð tæki svona stuttan tíma – áttum von á því að geta kvatt þessa vinkonu okkar þegar við kæmum heim frá útlöndum, en fjarstödd og leið yfir því að geta ekki fylgt Soffíu okkar síðustu sporin, sendum við okkar innilegustu samúð- arkveðjur til vinar okkar Harðar, Þórðar sonar Soffíu, Láru móður hennar, systkina hennar og annarra ættingja. Fagrar minningar um kæra vin- konu munu ekki gleymast. Hjördís og Kristmann. Elsku vinkona okkar Soffía Kristín er látin langt fyrir aldur fram, fyrst af öllu verður ólýsanlegur söknuður. Það eru ekki nema 3 mánuðir síðan við vorum þrjár að skrifa minningar- orð um vinkonu okkar, hana Ruth Höllu. Ekki óraði okkur fyrir að við sætum aftur svo fljótt bara tvær að skrifa um eina í hópnum. Okkar fyrstu kynni voru fyrir 23 árum þegar við gengum inn í Oddfellowregluna. Hófst þá með okkur órjúfandi vinátta. Með okkar fyrstu verkefna var að starfa í skemmtinefnd og eftir það tímabil höfum við kallað okkur skemmtinefndina. Okkar fríhelgar saman voru tvisvar á ári, þá hittumst við í sumarbústöðunum okkar til að föndra, fara í gönguferðir, elda góðan mat og skrafa fram eftir nóttum. Síð- asta ferðin okkar var farin á síðasta ári í sumarbústaðinn hennar Soffíu sem hún var svo stolt af, voru þau Hörður nýbúin að koma sér svo vel fyrir þar, allt svo smekklegt og hlý- legt eins og Soffíu var lagið, lítill hlut- ur hér og þar sem hún hafði pússað, málað eða aðeins breytt. En í þessari ferð fengum við leynigest sem kom okkur öllum í uppnám. Svalahurðin var opin og inn var komin mús. Í þess- ari ferð ákváðum við að næsta ár fær- um við í húsið hennar Soffíu og Harð- ar á Flórída og stofnuðum við strax sjóð til ferðarinnar og var hann kall- aður KRÁS sem voru upphafsstafi okkar. Soffía var sérstaklega hjálpleg og umhyggjusöm vinkona, ef ein- hvern vantaði hjálp var hún mætt, hún var komin með starfsþjálfun á mörgum stöðum. Vil ég fá að þakka henni innilega fyrir alla hjálpina sem hún veitti okkur. Soffía og Hörður voru svo sannarlega höfðingjar heim að sækja. Matarboðin um hver ára- mót voru orðin viss hefð hjá okkur sem mun seint gleymast. Síðast þegar við hittumst hjá þeim á nýju ári óraði mann ekki fyrir að þetta væri í síðasta skipti sem við værum öll saman. Ruth vinkona okkar veiktist í febrúar sl. og lést þremur mánuðum og einum degi á undan Soffíu. Soffía bar mikla um- hyggju fyrir Ruth í veikindum hennar og var mikið hjá henni þar til hún veiktist sjálf. En samt hafði Soffía áhyggjur af öllum fram á síðasta dag. Soffía vinkona okkar var afar skemmtileg kona, orðheppin, listræn og afar smekkleg, heimili þeirra Harðar bar þess vel merki eins og sumarbústaðurinn og húsið þeirra á Flórída. Nú sitjum við hér saman og rifjum upp samverustundir okkar sem eru ómetanlegar. Soffía kenndi okkur hvað vinátta er. Nú trúum við því að Soffía sé búin að hitta vinkonu okkar Ruth Höllu og saman sitji þær, englastelpurnar okkar. Guð blessi minningu Soffíu, og megi góður Guð styrkja þig, elsku Hörður, Doddi, Laura, börn, barna- börn og alla fjölskylduna. Kristín Bertha, Trausti, Ágústa Kristín, Sigurður og Ólafur Axelsson. ÞEGAR við erum ung er dauðinn fjarlægt hugtak, við göntuðumst að honum við Dobba, þráttuðum um hvort okkar skrifaði minningargrein um hitt. Ævin líður hraðar en nokk- urn grunar og nú er elskuleg vinkona okkar öll, að vísu langt, langt fyrir aldur fram. Í endurlitinu er örstutt andartak síðan við héldum hópinn, engar hrukkur, temmilegar áhyggjur og Glaumbær stóð eins og klettur í til- verunni. Oft vorum við þrjú saman og gætti ég Dobbu eins og sjáaldurs auga míns og bægði frá öllum „óvel- komnum“ einstaklingum. Einn góðan veðurdag varð breyting á liðsskipan, Hörður vinur okkar Barðdal var mættur og öll mótspyrna af minni hálfu var brotin á bak aftur. Þau giftu sig, við hjónin vorum svaramenn og tíminn leið hratt og ávallt skemmti- lega þegar við vorum fjögur saman. Dobba, eins og Soffía Kristín var gjarnan kölluð af vinum sínum, var glæsileg og góð stúlka, hafði frábært skopskyn og við sjáum hana ekki öðruvísi fyrir okkur en hlæjandi og hressa, orðheppna og ómissandi í góðra vina hópi. Hún hugsaði einstaklega vel um sig og sína og heimilið bar snyrti- mennsku hennar gott vitni, en Dobbu féll aldrei verk úr hendi, enda slit- viljug, það orð er aðeins notað um ósviknar hamhleypur. Hún var jafnan boðin og búin til að hjálpa vinum sín- um á alla lund. Undir Jökli var slíkt mannval kallað að vera drengur góð- ur, skipti ekki máli hvort kynið átti í hlut. Dobbu þótti orðalagið skondið en skýrt, það er enginn betur að því kominn en hún. Við kveðjum þig kæra vinkona með eftirsjá og þakklæti fyrir liðnar stundir. Elsku Hörður, Doddi og fjölskylda, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Rannveig (Ransý) og Sæbjörn. Elsku Dobba mín. Aldrei hefði mér dottið það í hug 16. júní sl., þegar þú hjálpaðir mér að skreyta kirkjuna fyrir brúðkaupið hennar Hildar, að það yrði í síðasta skipti sem við hittumst og töluðum saman. Ég vissi reyndar að þú áttir að fara til læknis stuttu seinna, en að veikindi þín væru svo alvarleg sem raun bar vitni vissi ég ekki. Það eru liðin 40 ár síðan ég bankaði upp á hjá þér á Lynghaganum til að passa Dodda þinn, þá nýorðin kær- asta bróður þíns og hafði aldrei hitt þig áður, þú varst svo glæsileg og tókst mér svo vel. Alla tíð síðan vor- um við vinkonur og margt var gert og við margt fengist allt frá barnaupp- eldi til grásleppuútgerðar. Ekki má gleyma jóladagsboðunum sem allir hlökkuðu svo til, bæði fullorðnir og börn enda voruð þið Hörður ótrúlega samhent og nutuð þess svo vel að hafa gesti á ykkar fallega heimili. Það er undarlegt að hugsa til þess, að þessi tími sé liðinn, að þú sért farin allt of fljótt og komið sé að kveðjustund. Elsku Hörður, Laura, Doddi og fjölskylda. Ykkar er sorgin mest, en minningin um yndislega konu verður ekki tekin frá ykkur né okkur hinum sem þekktum hana. Megi góður Guð vera með ykkur. Sofðu rótt, elsku Dobba mín, Margrét Svafarsdóttir. Þær eru margar minningarnar sem vakna þegar maður sest niður og áttar sig á því að maður kemur ekki til með að sjá Dobbu aftur. Minningarnar um hana eru fullar af kærleik og hlýju sem Dobba átti aldrei í erfiðleikum með að sýna. Við erum afar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Dobbu, söknuðurinn er mikill því missirinn er mikill, hún var „mamma 2“, eins og ég kallaði hana oft. Þær voru ófáar stundirnar sem fjölskyldur okkar áttu saman, hvort sem það voru ferðalög eða heimsókn- ir. Maður getur talið tækifærin enda- laust upp en alltaf skein í gegn lífs- gleði hennar, kærleikur og kátína. Ég held að Dobba og Hörður hafið tekið þátt í öllum stærstu áföngunum í mínu lífi enda gat maður ekki hugs- að sér að þau væru ekki viðstödd á slíkum stundum. Við þökkum fyrir okkar ómetan- legu samverustundir sem skópu þær minningar sem við eigum saman. Elsku Dobba mín, ég bið Drottin Guð og alla hans engla um að blessa þig og vera hjá þér. Elsku Hörður minn, Doddi og fjöl- skylda, Guð veri með ykkur, bænir okkar eru hjá ykkur. Stefán Óli, Vala, Sara Mjöll og Björn Þ. Þá er hún Soffía okkar farin, þessi fína og glæsilega kona, langt um ald- ur fram. Við kynntumst vorið 1999 þegar við frumbyggjarnir hér á Brúnastöðum 15, 17 og 19 fluttum inn og hófum búskap hér í „sveitinni“. Varð okkur strax vel til vina og voru ófáir „húsfundirnir“ haldnir á pallin- um hjá þeim Herði og Soffíu. Þau hjónin voru fljót að klára lóðina sína og gera fínt hjá sér, enda vildi Soffía hafa eitthvað að gera með sína grænu hendur, snyrta runna og blóm, enda spurði eitt af börnum okkar eitt sinn „af hverju Soffía vildi vera fínust?“ Ósjaldan kom Soffía færandi hendi til barnanna í botnlanganum á góðviðr- isdögum, með sleikjó eða annað góð- gæti, elskulegri ömmu var ekki hægt að hafa sem nágranna. Ekki voru verri „launin“ sem við kallarnir á end- unum fengum fyrir að aðstoða við girðingasmíði, jólaskreytingar o.fl., alltaf kom Soffía með eitthvað kalt og svalandi fyrir okkur, eða þaðan af betri drykki. Þau hjón munaði ekki um að bjóða okkur til sín í kaffi og konfekt á jóla- dag, þótt fyrir væru öll börn þeirra, tengdabörn og barnabörn. Passaði Soffía uppá að sá rauðklæddi sem kíkti þá í heimsókn, væri með litla pakka fyrir börnin okkar. Jóladagur verður tómlegri án Soffíu. Hörður, Doddi og fjölskylda, missir ykkar er mikill en hugur okkar er hjá ykkur öllum. Nágrannarnir á Brúnastöðum 15 og 19. Til minningar um yndislega frænku mína. Frænku sem alltaf tók á móti mér opnum örmun og með bros á vör. Frænku sem hafði góðan húmor og gott hjarta, Dobbu frænku Minningin um þig er ljós í lífi mínu. Þín litla frænka, Hildur Arna. HINSTA KVEÐJA Amma Jóna var glæsileg kona með gott hjarta og skemmtilegar lífsskoðanir. Á unga aldri kynntist ég þinni hjarthlýju þegar við fjölskyldan bjuggum hjá ykkur Einari afa í Bandaríkjunum. Ég þakka þér fyrir þann tíma og hvað þú hugsaðir vel um okkur systkinin. Þetta voru erfiðir tímar hjá okk- ur en með ykkar hjálp og pabba byggðum við nýjan grunn sem við stöndum ennþá á í dag. Seinna þegar árin fóru að færast yfir var eftirsóknarvert að heimsækja þig og njóta nærveru þinnar í Breið- holtinu. Þar var alltaf tekið vel á móti okkur. Við fjölskyldan eigum í hjarta okkar góða minningu um ✝ Jónína ValdísEiríksdóttir húsmóðir fæddist í Keflavík 6. jan- úar 1923. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. október síðastlið- inn og var jarð- sungin frá Bú- staðakirkju 8. nóvember. þig úr brúðkaupi okk- ar síðastliðið sumar. Þú varst svo einstak- lega glæsileg, dansað- ir allt kvöldið og ljóm- aðir. Dóttir okkar, Sylvía Rós, talar mik- ið um þig og vill heim- sækja þig, hún á erfitt með að skilja að amma Jóna er farin til Guðs og segist sjá húsið þitt í skýjunum. Elsku amma Jóna, þakka þér fyrir öll góðu árin sem við fengum að njóta nærveru þinn- ar. Við hugsum mikið til þín og vit- um að þú ert enn með okkur. Hjarta þitt var hlýtt og gott, hugurinn rór og mildur, fas þitt allt bar fagran vott um fórnarlund og skyldur. (Valgeir Helgason) Ástar- og saknaðarkveðjur. Sigurður Einar, Aníta og Sylvía Rós. Elsku amma, nú skilur leiðir okkar að sinni. Þar sem ég sit og hugsa til þín minnist ég þess hversu mikil dama þú varst, fín- gerð falleg kona. Þú spáðir mikið í útlitið, varst alltaf vel til höfð og stóðst fast á því að þú værir ekki deginum eldri en 39 ára. Þín verður ávallt minnst af hlý- leika, þú geislaðir af góð- mennsku, hlýju og hafði mjög góða nærveru, auk þess sem þú varst nú óspör á kyndinguna, elsku amma mín. Þú varst ynd- isleg heim að sækja og voru oftar en ekki nýbakaðar skonsur á boð- stólum sem nutu mikilla vin- sælda. Þú hafðir lúmska kímnigáfu og varst glaðlynd í eðli þínu en hafð- ir jafnframt sterkar skoðanir, m.a. á landsmálum, og varst ófeimin að tjá þig. Mér eru minnisstæðar skoðanir þínar á nýlegu orkuveitumáli en ég veit þú hefðir glaðst yfir að heyra að meirihlutinn er fallinn. Ég var ekki gamall þegar þú tókst mig undir þinn verndar- væng og ég er þér ævinlega þakklátur fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Söknuður okkar er mikill og ég ætla að notast við orð sonar míns til þess að tjá til- finningar okkar, en hann komst eitt sinn svo vel að orði: „Við elskum þig jafn heitt og sólin brennur.“ Sjáumst síðar. Þinn Jerry og fjölskylda. Jónína Valdís Eiríksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.