Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ HIN árlega Lotto Open-dans- keppni var haldin í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði laug- ardaginn 3. nóvember síðastliðinn. Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar stóð að keppninni með mynd- arbrag, en þetta er í 16. skiptið sem keppnin er haldin undir stjórn Auðar Haraldsdóttur danskennara. Umgjörð keppninnar var mjög glæsileg og greinilega mikið í lagt. Lýsingin var einstaklega skemmti- leg með kösturum sem lýstu upp dansgólfið og gerðu umhverfið hlý- legt. Sú breyting hefur orðið á Lotto- mótinu á síðastliðnum árum að keppnin hefur verið opnuð fyrir erlend danspör, en þau voru held- ur færri í ár en í fyrra. Það voru sjö alþjóðlegir dómarar sem skiptu með sér dómgæslunni; Ave Vardja frá Eistlandi, Carola Tuokko frá Finnlandi, Vitors Abamovs frá Lettlandi, Julie Tomkins frá Eng- landi og svo þrír dómarar frá Ís- landi; Kara Arngrímsdóttir, Heið- ar Ástvaldsson og Árni Þór Eyþórsson.Það var bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Lúðvík Geirsson, sem setti mótið. Keppt var í öllum aldursflokkum, en danskeppnum er almennt skipt í flokka eftir aldri og getu. Styrkleikaflokkarnir eru þrír, B fyrir byrjendur, K fyr- ir keppnisflokk og F fyrir frjálsa aðferð. Gott starf í dansskólunum Keppnin byrjaði á yngstu flokk- unum sem kepptu með grunn- aðferð, byrjendur fengu einnig að stíga sín fyrstu skref með þátttöku í sýningu sem fram fór eftir setn- ingarathöfn og gekk mjög vel. Það er greinilega gott starf sem fram fer í dansfélögum og dansskólum landsins og gaman var að sjá yngstu börnin svífa um gólfið í sínu fínasta pússi. Eftir setning- arathöfn og sýningar tók við keppni fyrir þá sem lengra eru komnir eða í flokkum K og F. Ég mun stikla á stóru með úrslit keppninnar og fara aðeins yfir úr- slit í flokkum með frjálsri aðferð. Öll önnur úrslit er að finna á heimsíðu Dansíþróttafélags Hafn- arfjarðar á www.dih.is. Í flokki unglinga I F (12-13 ára) í standarddönsum urðu í 1. sæti þau Andri Fannar Pétursson og Helga Kristín Ingólfsdóttir frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Þau dönsuðu af miklu öryggi, með gott danshald, mættu passa aðeins upp á mýktina í hægu dönsunum. Í 2. sæti voru Valentín Loftsson og Tinna Björk Gunnarsdóttir frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Þau voru að gera mjög góða hluti, mættu auka skrefastærðina í slow- dönsunum. Í 3. sæti voru Þorkell Jónsson og Malín Agla Kristjáns- dóttir frá Dansfélagi Reykjavíkur. Þau komu mér á óvart, hefur farið mikið fram. Voru með fallegt flæði yfir gólfið en þurfa að passa dans- stöðuna. Í suðuramerísku dönsunum urðu Andri Fannar og Helga aftur í 1. sæti. Þau dönsuðu af mikilli snerpu og öryggi. Andri mætti gefa aðeins meira af sér á gólfinu til áhorfenda og Helga mætti styrkja á sér fæturna, voru svolítið bognir. Í 2. sæti voru Valentín og Tinna Björk eins og í stand- arddönsunum. Voru með góðan rytma, Tinna Björk var klárlega með sterkustu fæturna af döm- unum í úrslitunum, fallegt par. Í 3. sæti voru Pétur Geir Magnússon og Helga Sigrún Hermannsdóttir frá Dansíþróttafélagi Hafn- arfjarðar. Þetta er þeirra fyrsta keppni saman, þau eru bæði mjög efnileg en vantaði samhæfingu sem kemur eflaust með meiri æf- ingu. Í flokki unglinga II F (14–15) standarddönsum urðu í fyrsta sæti Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Þau eru mjög keppnisreynt par, hafa dansað saman lengi og sigruðu örugglega. Þau ferðuðust vel á gólfinu og skila alltaf sínu. Í 2. sæti voru Björn Halldór Ýmisson og Jóna Kristín Benediktsdóttir frá Dans- íþróttafélagi Hafnarfjarðar. Þau eru nýtt danspar og miklir hæfi- leikar á ferðinni. Voru aðeins óör- ugg, en eru bæði tæknilega góð og eiga framtíðina fyrir sér. Í 3. sæti voru Hilmar Steinn Gunnarsson og Elísabet Halldórsdóttir. Þau voru glæsileg á gólfinu með flotta dans- stöðu. Í suðuramerísku dönsunum voru Sigurður Már og Sara Rós aftur í 1. sæti. Þau voru klárlega sigurvegararnir á gólfinu. Mjög örugg og skiluðu sínu vel. Sara mætti brosa aðeins meira. Hilmar Steinn og Elísabet skutust upp fyrir Björn og Jónu í suðuramer- ísku dönsunum og urðu í 2. sæti. Þeim hefur farið mjög mikið fram og fannst mér þau með sér- staklega flott útlit á gólfinu. Í 3. sæti urðu því Björn Halldór og Jóna Kristín. Þau eru sem áður sagði nýtt par og eiga framtíðina fyrir sér, þurfa aðeins meiri æf- ingu til að fá meira öryggi. Í flokki ungmenna (16-18) stand- arddönsum urðu í 1. sæti Björn Ingi Pálsson og Denise Margrét Yaghi frá Dansíþróttafélagi Hafn- arfjarðar. Þau eru nýtt danspar en bæði reyndir dansarar. Denise er alltaf jafn falleg á gólfi, en mér fannst þau virka óörugg á köflum. Í 2. sæti urðu Andrius Jarackas og Agne Satkauskaite frá Litháen. Þau voru með fallegt flæði yfir gólfið, fannst tangó þeirra slakasti dans, vantaði upp á snerpu og út- hald. Í 3. sæti voru Alexander Ma- teev og Lilja Harðardóttir frá Hvönn. Þeim hefur farið mikið fram frá því í vor og skiluðu sínu. Blésu ekki úr nös í úrslitunum. Í 1. sæti í suðuramerísku döns- unum voru Aðalsteinn Kjartansson og Rakel Guðmundsdóttir frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Þau sérhæfa sig í suðuramerískum dönsum og voru í góðu formi, með snerpu og liðleika. Rakel var með flottustu fæturna á gólfinu. Í 2. sæti voru Björn Ingi Pálsson og Denise Margrét Yaghi frá Dans- íþróttafélagi Hafnarfjarðar. Þau voru ekki alveg komin í réttan gír, en eru góðir dansarar og hafa allt til að bera. Í 3. sæti voru Sigurður Þór Sigurðsson og Ásta Björg Magnúsdóttir frá Dansíþrótta- félagi Hafnarfjarðar. Þau dönsuðu mjög vel, en Ásta mætti gefa meira af sér, brosa meira. Elsti flokkurinn Elsti flokkurinn sem keppti á þessu móti var flokkur fullorðinna. Þar mega keppa dansarar sem eru 16 ára og eldri. Þ.a.l. gátu þau pör sem kepptu í flokki ungmenna einnig keppt þar. Í standarddöns- unum voru það sömu pörin sem fengu efstu þrjú sætin. Andrius og Agne frá Litháen náðu að hreppa 1. sætið af Birni Inga og Denise Margréti sem lentu í 2. sæti. Lítið virtist vera eftir af þoli hjá Birni og Denise eftir að hafa dansað bæði í flokki ungmenna og fullorð- inna. Alexander og Lilja héldu 3. sætinu og voru vel að því komin. Í suðuramerísku dönsunum mættu ný pör til leiks, sem voru þá 18 ára og eldri. Þessi flokkur var há- punktur kvöldsins og frábær sýn- ing. Í 1. sæti urðu Przemek Lo- wicki og Ásta Sigvaldadóttir frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Þau eru hálf-íslenskt par sem stundar sína keppnisþjálfun er- lendis. Ásta mætti til leiks með nýjan dansfélaga frá því í fyrra, en þá keppti hún fyrir England. Ásta og Przemek voru í sérflokki á gólf- inu. Sjálfsörugg, góður fótaburður og mikil útgeislun sem skilaði sér til áhorfenda. Rúmba og pasó voru þeirra bestu dansar. Í 2. sæti voru Aðalsteinn Kjartansson og Rakel Guðmundsdóttir frá Dansíþrótta- félagi Hafnarfjarðar. Þau dönsuðu mjög vel og voru örugg með 2. sætið. Í þriðja sæti voru Björn Ingi Pálsson og Denise Margrét Yagli frá Dansíþróttafélagi Hafn- arfjarðar. Þau eru eins og áður kom fram nýtt danspar, náðu sér ekki alveg á strik en eru bæði tvö góðir dansarar. Á Lotto Open eru árlega valin Lottódanspör ársins. Þá er valið eitt danspar sem keppir í dansi með grunnaðferð og annað sem keppir með frjálsri aðferð. Lottópar ársins Á danskeppnum fer dómgæsla þannig fram að þangað til í úrslit- um er þetta eins konar útslátt- arkeppni. Dómarar velja fyrirfram ákveðinn fjölda para áfram í næstu umferð. Þegar kemur að úr- slitum raða dómarar pörunum nið- ur í sæti og er hver dans dæmdur sér. Það par sem vinnur flesta dansa er sigurvegari. Þau pör sem fá oftast dæmt fyrsta sæti hjá dómurunum fá þennan titil, Lot- tópar árins. Að þessu sinni voru það þau Birkir Örn Karlsson og Rakel Ýr Högnadóttir frá Dans- íþróttafélagi Kópavogs sem hlutu titilinn fyrir dans með grunnaðferð og þau Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir, Dans- íþróttafélagi Hafnarfjarðar, fyrir dans með frjálsri aðferð. Þetta var mjög ánægjulegur laugardagur á skemmtilegri dans- keppni. Rennslið gekk allt mjög vel fyrir sig og tónlistin var ágæt. Íþróttahúsið við Strandgötu hent- ar vel til dansiðkunar vegna stærðar, það myndast skemmtilegt andrúmsloft og húsið heldur vel utan um keppendur og áhorf- endur. Fyrirkomulagið á verðlaunaaf- hendingunum fannst mér sér- staklega gott, öll pörin sem döns- uðu í úrslitum hverju sinni voru fengin út á gólfið til að bíða eftir niðurstöðum, þetta flýtti fyrir og sparaði mikinn tíma. Deginum var skipt upp með skemmtiatriðum sem var góð tilbreyting. Kara Arn- grímsdóttir danskennari var feng- in út á gólf til að kenna áhorf- endum dans ársins sem valinn var í Smáralind fyrir nokkru. Það var fullt gólfið og fólkið virtist skemmta sér vel. Keppni um dans ársins var haldin opinberlega nú í ár í fyrsta skipti, að henni stóðu; FM 95,7, Egils Kristall og Dans- ráð Íslands. Áður var keppnin einungis inn- an Dansráðs Íslands og er þetta skemmtileg nýjung sem vonandi verður aftur að ári. Til gamans má geta að það voru tæplega 100 dansar sendir í keppnina. Ég minni á að öll úrslit í Lottókeppn- inni, bæði með grunn- og frjálsri aðferð, er að finna á heimasíðu Dansíþróttafélags Hafnarfjarðar, www.dih.is. Jólasýning á Hótel Íslandi Næsta keppnistímabil hjá döns- urum landsins hefst eftir áramót, ég vil minna á árlega jólasýningu Dansráðs Íslands sem haldin verð- ur á Hótel Íslandi sunnudaginn 25. nóvember. Samhliða þeirri sýningu er danskeppni fyrir þá sem keppa með frjálsri aðferð. Fengnir eru þjóðþekktir einstaklingar til að dæma á mótinu, það skapast því annað andrúmsloft en á venjulegri keppni og er meira eins og sýning á bestu danspörum Íslands. Að lokum vil ég óska öllum sig- urvegurum keppninnar til ham- ingju, og jafnframt hvetja þá sem ekki hrepptu verðlaun að þessu sinni til að vera duglegir að æfa sig fyrir næstu keppni. Ég óska Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar og Auði Haraldsdóttur danskenn- ara til hamingju með vel heppnað mót. Vel heppnað dansmót í Firðinum DANS Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnafirði 3. nóvember 2007 OPIÐ ALÞJÓÐLEGT DANSMÓT Á ÍSLANDI Morgunblaðið/Jón Svavarsson Andri Fannar Pétursson og Helga Kristín Ingólfs- dóttir, tvöflaldir sigurvegrar í flokki unglinga I F Aðalsteinn Kjartansson og Rakel Guðmundsdóttir, sig- urvegarar í flokki ungmenna F suðuramerískir dansar. Przemek Lowicki og Ásta Sigvaldadóttir, sigurvegarar í flokki Fullorðinna F suðuramerískir dansar. Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir. Tvöfald- ir sigurvegarar í flokki Unglinga II F og Lottódanspar 2007 með frjálsri aðferð. danshusid@islandia.is Hildur Ýr Arnarsdóttir, danskennari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.