Morgunblaðið - 15.11.2007, Page 46

Morgunblaðið - 15.11.2007, Page 46
46 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ HIN árlega Lotto Open-dans- keppni var haldin í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði laug- ardaginn 3. nóvember síðastliðinn. Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar stóð að keppninni með mynd- arbrag, en þetta er í 16. skiptið sem keppnin er haldin undir stjórn Auðar Haraldsdóttur danskennara. Umgjörð keppninnar var mjög glæsileg og greinilega mikið í lagt. Lýsingin var einstaklega skemmti- leg með kösturum sem lýstu upp dansgólfið og gerðu umhverfið hlý- legt. Sú breyting hefur orðið á Lotto- mótinu á síðastliðnum árum að keppnin hefur verið opnuð fyrir erlend danspör, en þau voru held- ur færri í ár en í fyrra. Það voru sjö alþjóðlegir dómarar sem skiptu með sér dómgæslunni; Ave Vardja frá Eistlandi, Carola Tuokko frá Finnlandi, Vitors Abamovs frá Lettlandi, Julie Tomkins frá Eng- landi og svo þrír dómarar frá Ís- landi; Kara Arngrímsdóttir, Heið- ar Ástvaldsson og Árni Þór Eyþórsson.Það var bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Lúðvík Geirsson, sem setti mótið. Keppt var í öllum aldursflokkum, en danskeppnum er almennt skipt í flokka eftir aldri og getu. Styrkleikaflokkarnir eru þrír, B fyrir byrjendur, K fyr- ir keppnisflokk og F fyrir frjálsa aðferð. Gott starf í dansskólunum Keppnin byrjaði á yngstu flokk- unum sem kepptu með grunn- aðferð, byrjendur fengu einnig að stíga sín fyrstu skref með þátttöku í sýningu sem fram fór eftir setn- ingarathöfn og gekk mjög vel. Það er greinilega gott starf sem fram fer í dansfélögum og dansskólum landsins og gaman var að sjá yngstu börnin svífa um gólfið í sínu fínasta pússi. Eftir setning- arathöfn og sýningar tók við keppni fyrir þá sem lengra eru komnir eða í flokkum K og F. Ég mun stikla á stóru með úrslit keppninnar og fara aðeins yfir úr- slit í flokkum með frjálsri aðferð. Öll önnur úrslit er að finna á heimsíðu Dansíþróttafélags Hafn- arfjarðar á www.dih.is. Í flokki unglinga I F (12-13 ára) í standarddönsum urðu í 1. sæti þau Andri Fannar Pétursson og Helga Kristín Ingólfsdóttir frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Þau dönsuðu af miklu öryggi, með gott danshald, mættu passa aðeins upp á mýktina í hægu dönsunum. Í 2. sæti voru Valentín Loftsson og Tinna Björk Gunnarsdóttir frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Þau voru að gera mjög góða hluti, mættu auka skrefastærðina í slow- dönsunum. Í 3. sæti voru Þorkell Jónsson og Malín Agla Kristjáns- dóttir frá Dansfélagi Reykjavíkur. Þau komu mér á óvart, hefur farið mikið fram. Voru með fallegt flæði yfir gólfið en þurfa að passa dans- stöðuna. Í suðuramerísku dönsunum urðu Andri Fannar og Helga aftur í 1. sæti. Þau dönsuðu af mikilli snerpu og öryggi. Andri mætti gefa aðeins meira af sér á gólfinu til áhorfenda og Helga mætti styrkja á sér fæturna, voru svolítið bognir. Í 2. sæti voru Valentín og Tinna Björk eins og í stand- arddönsunum. Voru með góðan rytma, Tinna Björk var klárlega með sterkustu fæturna af döm- unum í úrslitunum, fallegt par. Í 3. sæti voru Pétur Geir Magnússon og Helga Sigrún Hermannsdóttir frá Dansíþróttafélagi Hafn- arfjarðar. Þetta er þeirra fyrsta keppni saman, þau eru bæði mjög efnileg en vantaði samhæfingu sem kemur eflaust með meiri æf- ingu. Í flokki unglinga II F (14–15) standarddönsum urðu í fyrsta sæti Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Þau eru mjög keppnisreynt par, hafa dansað saman lengi og sigruðu örugglega. Þau ferðuðust vel á gólfinu og skila alltaf sínu. Í 2. sæti voru Björn Halldór Ýmisson og Jóna Kristín Benediktsdóttir frá Dans- íþróttafélagi Hafnarfjarðar. Þau eru nýtt danspar og miklir hæfi- leikar á ferðinni. Voru aðeins óör- ugg, en eru bæði tæknilega góð og eiga framtíðina fyrir sér. Í 3. sæti voru Hilmar Steinn Gunnarsson og Elísabet Halldórsdóttir. Þau voru glæsileg á gólfinu með flotta dans- stöðu. Í suðuramerísku dönsunum voru Sigurður Már og Sara Rós aftur í 1. sæti. Þau voru klárlega sigurvegararnir á gólfinu. Mjög örugg og skiluðu sínu vel. Sara mætti brosa aðeins meira. Hilmar Steinn og Elísabet skutust upp fyrir Björn og Jónu í suðuramer- ísku dönsunum og urðu í 2. sæti. Þeim hefur farið mjög mikið fram og fannst mér þau með sér- staklega flott útlit á gólfinu. Í 3. sæti urðu því Björn Halldór og Jóna Kristín. Þau eru sem áður sagði nýtt par og eiga framtíðina fyrir sér, þurfa aðeins meiri æf- ingu til að fá meira öryggi. Í flokki ungmenna (16-18) stand- arddönsum urðu í 1. sæti Björn Ingi Pálsson og Denise Margrét Yaghi frá Dansíþróttafélagi Hafn- arfjarðar. Þau eru nýtt danspar en bæði reyndir dansarar. Denise er alltaf jafn falleg á gólfi, en mér fannst þau virka óörugg á köflum. Í 2. sæti urðu Andrius Jarackas og Agne Satkauskaite frá Litháen. Þau voru með fallegt flæði yfir gólfið, fannst tangó þeirra slakasti dans, vantaði upp á snerpu og út- hald. Í 3. sæti voru Alexander Ma- teev og Lilja Harðardóttir frá Hvönn. Þeim hefur farið mikið fram frá því í vor og skiluðu sínu. Blésu ekki úr nös í úrslitunum. Í 1. sæti í suðuramerísku döns- unum voru Aðalsteinn Kjartansson og Rakel Guðmundsdóttir frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Þau sérhæfa sig í suðuramerískum dönsum og voru í góðu formi, með snerpu og liðleika. Rakel var með flottustu fæturna á gólfinu. Í 2. sæti voru Björn Ingi Pálsson og Denise Margrét Yaghi frá Dans- íþróttafélagi Hafnarfjarðar. Þau voru ekki alveg komin í réttan gír, en eru góðir dansarar og hafa allt til að bera. Í 3. sæti voru Sigurður Þór Sigurðsson og Ásta Björg Magnúsdóttir frá Dansíþrótta- félagi Hafnarfjarðar. Þau dönsuðu mjög vel, en Ásta mætti gefa meira af sér, brosa meira. Elsti flokkurinn Elsti flokkurinn sem keppti á þessu móti var flokkur fullorðinna. Þar mega keppa dansarar sem eru 16 ára og eldri. Þ.a.l. gátu þau pör sem kepptu í flokki ungmenna einnig keppt þar. Í standarddöns- unum voru það sömu pörin sem fengu efstu þrjú sætin. Andrius og Agne frá Litháen náðu að hreppa 1. sætið af Birni Inga og Denise Margréti sem lentu í 2. sæti. Lítið virtist vera eftir af þoli hjá Birni og Denise eftir að hafa dansað bæði í flokki ungmenna og fullorð- inna. Alexander og Lilja héldu 3. sætinu og voru vel að því komin. Í suðuramerísku dönsunum mættu ný pör til leiks, sem voru þá 18 ára og eldri. Þessi flokkur var há- punktur kvöldsins og frábær sýn- ing. Í 1. sæti urðu Przemek Lo- wicki og Ásta Sigvaldadóttir frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Þau eru hálf-íslenskt par sem stundar sína keppnisþjálfun er- lendis. Ásta mætti til leiks með nýjan dansfélaga frá því í fyrra, en þá keppti hún fyrir England. Ásta og Przemek voru í sérflokki á gólf- inu. Sjálfsörugg, góður fótaburður og mikil útgeislun sem skilaði sér til áhorfenda. Rúmba og pasó voru þeirra bestu dansar. Í 2. sæti voru Aðalsteinn Kjartansson og Rakel Guðmundsdóttir frá Dansíþrótta- félagi Hafnarfjarðar. Þau dönsuðu mjög vel og voru örugg með 2. sætið. Í þriðja sæti voru Björn Ingi Pálsson og Denise Margrét Yagli frá Dansíþróttafélagi Hafn- arfjarðar. Þau eru eins og áður kom fram nýtt danspar, náðu sér ekki alveg á strik en eru bæði tvö góðir dansarar. Á Lotto Open eru árlega valin Lottódanspör ársins. Þá er valið eitt danspar sem keppir í dansi með grunnaðferð og annað sem keppir með frjálsri aðferð. Lottópar ársins Á danskeppnum fer dómgæsla þannig fram að þangað til í úrslit- um er þetta eins konar útslátt- arkeppni. Dómarar velja fyrirfram ákveðinn fjölda para áfram í næstu umferð. Þegar kemur að úr- slitum raða dómarar pörunum nið- ur í sæti og er hver dans dæmdur sér. Það par sem vinnur flesta dansa er sigurvegari. Þau pör sem fá oftast dæmt fyrsta sæti hjá dómurunum fá þennan titil, Lot- tópar árins. Að þessu sinni voru það þau Birkir Örn Karlsson og Rakel Ýr Högnadóttir frá Dans- íþróttafélagi Kópavogs sem hlutu titilinn fyrir dans með grunnaðferð og þau Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir, Dans- íþróttafélagi Hafnarfjarðar, fyrir dans með frjálsri aðferð. Þetta var mjög ánægjulegur laugardagur á skemmtilegri dans- keppni. Rennslið gekk allt mjög vel fyrir sig og tónlistin var ágæt. Íþróttahúsið við Strandgötu hent- ar vel til dansiðkunar vegna stærðar, það myndast skemmtilegt andrúmsloft og húsið heldur vel utan um keppendur og áhorf- endur. Fyrirkomulagið á verðlaunaaf- hendingunum fannst mér sér- staklega gott, öll pörin sem döns- uðu í úrslitum hverju sinni voru fengin út á gólfið til að bíða eftir niðurstöðum, þetta flýtti fyrir og sparaði mikinn tíma. Deginum var skipt upp með skemmtiatriðum sem var góð tilbreyting. Kara Arn- grímsdóttir danskennari var feng- in út á gólf til að kenna áhorf- endum dans ársins sem valinn var í Smáralind fyrir nokkru. Það var fullt gólfið og fólkið virtist skemmta sér vel. Keppni um dans ársins var haldin opinberlega nú í ár í fyrsta skipti, að henni stóðu; FM 95,7, Egils Kristall og Dans- ráð Íslands. Áður var keppnin einungis inn- an Dansráðs Íslands og er þetta skemmtileg nýjung sem vonandi verður aftur að ári. Til gamans má geta að það voru tæplega 100 dansar sendir í keppnina. Ég minni á að öll úrslit í Lottókeppn- inni, bæði með grunn- og frjálsri aðferð, er að finna á heimasíðu Dansíþróttafélags Hafnarfjarðar, www.dih.is. Jólasýning á Hótel Íslandi Næsta keppnistímabil hjá döns- urum landsins hefst eftir áramót, ég vil minna á árlega jólasýningu Dansráðs Íslands sem haldin verð- ur á Hótel Íslandi sunnudaginn 25. nóvember. Samhliða þeirri sýningu er danskeppni fyrir þá sem keppa með frjálsri aðferð. Fengnir eru þjóðþekktir einstaklingar til að dæma á mótinu, það skapast því annað andrúmsloft en á venjulegri keppni og er meira eins og sýning á bestu danspörum Íslands. Að lokum vil ég óska öllum sig- urvegurum keppninnar til ham- ingju, og jafnframt hvetja þá sem ekki hrepptu verðlaun að þessu sinni til að vera duglegir að æfa sig fyrir næstu keppni. Ég óska Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar og Auði Haraldsdóttur danskenn- ara til hamingju með vel heppnað mót. Vel heppnað dansmót í Firðinum DANS Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnafirði 3. nóvember 2007 OPIÐ ALÞJÓÐLEGT DANSMÓT Á ÍSLANDI Morgunblaðið/Jón Svavarsson Andri Fannar Pétursson og Helga Kristín Ingólfs- dóttir, tvöflaldir sigurvegrar í flokki unglinga I F Aðalsteinn Kjartansson og Rakel Guðmundsdóttir, sig- urvegarar í flokki ungmenna F suðuramerískir dansar. Przemek Lowicki og Ásta Sigvaldadóttir, sigurvegarar í flokki Fullorðinna F suðuramerískir dansar. Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir. Tvöfald- ir sigurvegarar í flokki Unglinga II F og Lottódanspar 2007 með frjálsri aðferð. danshusid@islandia.is Hildur Ýr Arnarsdóttir, danskennari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.