Morgunblaðið - 11.12.2007, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
SÖLUVIRÐI fasteigna í eigu rík-
isins á Keflavíkurflugvelli er talið
geta orðið um 20 milljarðar króna.
Fyrir ári var verðmæti þessara
eigna metið um 11 milljarðar. Þeg-
ar er búið að selja eignir fyrir 15,8
milljarða og stefnir því í að eignir
seljist fyrir nær tvöfalt matsverð
þeirra í fyrra að því er kom fram á
kynningarfundi Þróunarfélagsins
á Keflavíkurflugvelli í gær.
Árangur af starfi Þróunarfélags
Keflavíkurflugvallar er mun meiri
og arðbærari en áætlanir gerðu ráð
fyrir við stofnun félagsins 24. októ-
ber í fyrra. Það er í eigu íslenska
ríkisins og aðalmenn í stjórn eru
Magnús Gunnarsson stjórnarfor-
maður, Árni Sigfússon, bæjarstjóri
í Reykjanesbæ, og Stefán Þórar-
insson. Magnús sagði stjórnina
hafa verið samhenta og tekið
ákvarðanir sínar í sameiningu.
Hann taldi mikið af umræðunni um
Þróunarfélagið undanfarið hafa
byggst á misskilningi og því hefði
verið ákveðið að gera þjóðinni
grein fyrir starfseminni. Á fundin-
um var m.a. lagt fram yfirlit yfir til-
boð í fasteignir á flugvallarsvæð-
inu.
Gjörbreytt staða
Magnús rifjaði upp stöðuna í
upphafi þessa árs þegar svæðið var
í sárum eftir skyndilega brottför
varnarliðsins og 900 störf töpuðust.
Íslenska ríkið samdi um að taka við
svæðinu með fasteignum og skuld-
batt sig til að fjarlægja mengun úr
jörðu, hreinsa til og laga húsnæðið
að íslenskum kröfum auk þess að
reka fasteignirnar og viðhalda
þeim.
Markmið með stofnun Þróunar-
félagsins var að koma fasteignun-
um sem fyrst í borgaraleg not
þannig að jákvæð samfélagsleg
áhrif yrðu sem mest, án þess að
hafa neikvæð áhrif á fasteignaverð
og atvinnustarfsemi í nærliggjandi
byggðum.
Þótt búið sé að selja eignir fyrir
tæpa 16 milljarða minnti Magnús á
að mikill kostnaður væri eftir m.a.
við að hreinsa mengun og lagfæra
húsin. Eftir tvö og hálft ár á að vera
búið að breyta öllu rafmagni sam-
kvæmt íslenskum kröfum. Í nokkr-
um húsum er asbest sem þarf að
fjarlægja. Magnús taldi að fyrstu
skrefin í hreinsun svæðisins yrðu
boðin út á næsta ári.
Árni Sigfússon minnti á að í upp-
hafi hefði verið gert ráð fyrir að
kostnaður við endurbætur eigna,
hreinsun og lagfæringu væri jafn-
virði matsvirðis eignanna eða um
11 milljarðar. Nú sæju menn hins
vegar að tekjurnar færu yfir tutt-
ugu milljarða.
Að þróa vísindasamfélag
Stjórn Þróunarfélagsins ákvað
að byggja upp þróunar- og vísinda-
miðstöð á Keflavíkurflugvelli í stað
herstöðvarinnar. Magnús sagði að
með þessari framtíðarsýn hefði
verið hægt að fá á svæðið fólk sem
annars hefði ekki komið þangað.
Magnús mótmælti því að Þróun-
arfélagið hefði ekki kynnt starf-
semi sína. Sett var upp vefsíða sem
hefur fengið fjölda heimsókna,
sendar út fréttatilkynningar,
keyptar auglýsingar, haldnir
blaðamannafundir auk þess sem
stanslaus straumur hefði verið af
innlendum og erlendum gestum til
að kynna sér starfsemina og mögu-
leikana.
Varðandi spurningar um hvers
vegna ekki hefði verið farið í útboð
sagði Magnús að engin skylda væri
að efna til útboðs þegar verið væri
að selja fasteign, þótt ríkið ætti í
hlut. Hins vegar væri skylda að
bjóða út aðkeypta vinnu. Fengnir
hefðu verið óháðir matsmenn til að
starfa með félaginu og viðhald og
eftirlit með fasteignum verið boðið
út. Hagkvæmasta tilboði var tekið.
Með því að beina athyglinni að
þjónustu- og vísindasamfélaginu
hefði Þróunarfélagið talið sig vera
að draga bæði þekkingu og há-
launastörf inn á svæðið. Þá rakti
Magnús stöðu einstakra verkefna.
Keilir – Miðstöð vísinda, fræða
og atvinnulífs hefur gengið vel.
Kominn er háskólagarður með
tæplega þúsund manns og stefnir í
að formlegt háskólanám hefjist
næsta haust. Háskólavellir keyptu
stóran hluta af fasteignunum og
hafa skuldbundið sig til að útvega
nemendum Keilis yfir 500 íbúðir.
Til greina kemur að enn fleiri nem-
endur geti haft þar aðstöðu.
Tíu fyrirtæki á svæðinu standa
að Tæknivöllum og eru með hug-
myndir um uppbyggingu tækni-
garða og jafnvel verklegs náms
fyrir Keili. Þá hefur þjóðkirkjan
keypt Kapellu ljóssins og hefur
hug á að taka þátt í starfsemi há-
skólans.
Búið er að ganga að mestu frá
samningum vegna alþjóðlegs kvik-
myndavers en Magnús taldi rétt að
aðstandendur þess kynntu það
nánar. Þróunarfélagið á einnig í
viðræðum vegna gagnavers Verne.
Þá á Þróunarfélagið í viðræðum við
aðila um heilsutengda starfsemi.
Þeir hafi lýst áhuga á að kaupa
sjúkrahúsið og byggja upp endur-
hæfingu og aðra heilsutengda
þjónustu.
Magnús benti á að auk byggða
svæðisins austan við flugvöllinn
þyrfti að huga að framtíðarnotkun
35 km2 óbyggðs svæðis hinum meg-
in við völlinn. Samkvæmt reynslu
erlendis frá væri engin spurning að
öflug atvinnustarfsemi tengd flug-
vellinum ætti eftir að rísa á þessu
svæði í framtíðinni. Hann minnti á
að meðan herinn var til staðar hefði
ekki verið hægt að þróa neitt í ná-
grenni við flugvöllinn.
Verðmat á eignum
Í umræðunni undanfarið hefur
verið rætt um hvað fengist hafi fyr-
ir hvern fermetra í fasteignum á
Keflavíkurflugvelli. Magnús sagði
það hafa verið borið saman við fer-
metraverð í nágrannabyggðum þar
sem ein og ein íbúð væri seld í senn.
Meðaltalsfermetraverð í Reykja-
nesbæ hefði verið um 148 þúsund
krónur en um 67 þúsund í Vest-
mannaeyjum. Verðið færi eftir því
hvort íbúðirnar nýttust. Magnús
taldi að betra verð hefði fengist
fyrir eignir á Keflavíkurflugvelli en
nokkur þorði að vona.
Árni Sigfússon sagði mikilvægt
að leggja tilboðin fram í ljósi um-
ræðunnar. Þeir sem buðu yrðu að
þola það að nöfn þeirra kæmu fram
og hvað þeir buðu. Hann sagði
meginástæðu þess að nokkrum
hæstu tilboðum í tilteknar eignir
hefði verið hafnað hefði verið mun-
ur á hugmyndafræði tilboðsgjafa
og þeirrar sem Þróunarfélagið
hefði byggt á.
Dylgjum hafnað
Stefán Þórarinsson lagði áherslu
á að félaginu hefði ekki einungis
verið falin sala eigna heldur einnig
þróun svæðis þar sem skapa átti
atvinnustarfsemi og byggja upp
nýjan tilverugrundvöll á fyrrum
varnarsvæði við Keflavíkurflug-
völl.
Stefán lýsti því yfir að faglega
hefði verið unnið að málinu. Hann
sagði engan hafa reynt að hafa
áhrif á sig eða þrýsta sér til að taka
ákvarðanir sem honum væru þvert
um geð. Ákvarðanir sem þeir hefðu
tekið um framkvæmdir, sölu og
móttöku hugmynda aðila sem voru
að koma á svæðið hefðu eingöngu
verið teknar á faglegum grunni.
Hann kvaðst hafna öllum dylgjum
um að eitthvað óeðlilegt hefði farið
fram, eða spilling, eins og fram
hefði komið. Stefán sagði sér þykja
það mjög ógeðfellt og kvaðst vera
afar reiður yfir því. Vegið hefði
verið að mannorði hans, félaga
hans og starfsmanna félagsins með
dylgjum og óheiðarlegum vinnu-
brögðum en engum rökum. Stefán
sagði að sér þætti slíkt ekki eiga
heima í svona umræðu og síst af
öllu af hálfu manna á Alþingi.
Þegar verið lagður grunnur að um 300 nýjum störfum
Virði eigna á Keflavíkur-
flugvelli hefur tvöfaldast
Í HNOTSKURN
»Þróunarfélag Keflavík-urflugvallar telur mikil
verðmæti felast í þekking-
aruppbyggingu á flugvall-
arsvæðinu og að uppbygging
þjónustu við háskóla og fyr-
irtæki verði mikil.
»Þróunarfélagið telur að ákomandi árum muni tugir
milljarða skila sér í þjóðarbúið
gegnum erlendar tekjur vegna
þeirrar uppbyggingar sem
þegar er orðin á flugvall-
arsvæðinu.
»Fyrrum varnarsvæði áKeflavíkurflugvelli hefur
verið gætt lífi og búið er að
leggja grunn að 300 nýjum
störfum. Talið er að þau muni
hafa samfélagsleg áhrif upp á
450 störf.
»Þróunarfélag Keflavík-urflugvallar gerði þjón-
ustusamning við íslenska ríkið
fyrir rúmu ári, 9. desember
2006.
Víkurfréttir/Páll Ketilsson
F.v.: Árni Sigfússon, Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélagsins, og Magnús Gunnarsson.
INFLÚENSUÆFINGUNNI Samábyrgð
var hrundið af stað í gær með þátttöku
100 manns og var markmiðið að æfa
það ferli sem fer af stað þegar grunur
leikur á að heimsfaraldur inflúensu af
óþekktum stofni hafi brotist út í Asíu.
Æfð voru viðbrögð sem eiga við þegar
slíkur faraldur hefur borist til Íslands
og er farinn að hafa gríðarleg áhrif á
samfélagið. Í áhættumati sóttvarna-
læknis vegna slíks faraldurs er gert ráð
fyrir að allt að 50% þjóðarinnar veikist
á 12 vikna tímabili.
Á æfingunni var Samhæfing-
armiðstöðin í Skógarhlíð virkjuð og var
landinu skipt upp í 15 sóttvarn-
arumdæmi sem afmarkast af lögreglu-
umdæmum landsins.
Að sögn Víðis Reynissonar, deild-
arstjóra almannavarnadeildar Ríkislög-
reglustjóra, var eitt markmiðanna að
reyna á samskipti aðila. Gekk sumt vel
en annað síður og gefur æfing sem
þessi ákjósanlegt tækifæri til að bæta
ákveðna þætti. Heildarskýrsla verður
gefin út eftir áramótin.
Viðbrögð við
inflúensu æfð
BANASLYSUM og slysum þar sem alvar-
leg meiðsli verða á gangandi vegfar-
endum hefur fækkað verulega í Reykja-
vík á síðustu áratugum. Þetta kemur
fram í nýrri skýrslu sem unnin var af
Línuhönnun fyrir Framkvæmdasvið
Reykjavíkurborgar.
Í skýrslunni segir að heildaráhrif til
slysafækkunar séu greinileg og virðast
áhrif aðgerða vera meiri eftir því sem al-
varleiki slysa, sem eru til skoðunar, er
meiri. Þannig dregur úr alvarleika slysa
á gangandi vegfarendum. Alvarlegu slys-
in sem voru að jafnaði 21% fyrir aðgerð-
ir eru 10% eftir innleiðingu 30 km
hverfa.
Alvarlegum
slysum fækkar
Meira á mbl.is/ítarefni
HARKALEG aftanákeyrsla varð á Suður-
landsvegi við Bollastaði í Árnessýslu í
gærmorgun. Tveir voru fluttir á slysadeild
en ekki alvarlega slasaðir að sögn lögregl-
unnar á Selfossi. Annar bílanna er gjöró-
nýtur eftir áreksturinn.
Þá stöðvaði lögreglan ökumann á bíl
síðar um daginn sem mælst hafði á 133 km
hraða. Maðurinn var með 2 punkta í öku-
ferilsskrá og fékk tvo til viðbótar auk 70
þúsund kr. sektar. Ökuleyfi hans var aft-
urkallað og þarf hann að fara aftur í öku-
próf.
Árekstur við
Bollastaði
SAMÞYKKT hafa verið tilboð frá hæstbjóðendum í 96% húsnæðis,
mældu í fermetrum, á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Hæsta tilboði var ekki tekið í 4% þessa húsnæðis. Alls er um að ræða
135 byggingar sem eru 193.800 m2 og voru 186.885 m2 seldir hæstbjóð-
endum en 6.915 m2 seldir öðrum en hæstbjóðanda. Heildarsöluvirði er
um 15,8 milljarðar króna. Um er að ræða 75% af eignum á svæðinu.
Einu hæsta tilboði í eignir í verktakahverfi var hafnað vegna þess að
tilboðsgjafi fékk ekki fjármögnun í öðru tilviki og þurfti að falla frá til-
boði. Öðrum tilboðum var hafnað vegna þess að hugmyndafræði Base
ehf. var talin hafa víðtækari áhrif á uppbyggingu svæðisins þegar á
heildina var litið. Óseldar eru 342 íbúðareiningar og 36 þjónustu- og
skrifstofubyggingar.
Þetta má m.a. lesa úr gögnum sem Þróunarfélag Keflavíkurflug-
vallar hefur birt og fjalla um fjölda tilboða í eignir á flugvallarsvæðinu.
Þar kemur og fram að 34 tilboð bárust frá 23 tilboðsgjöfum í byggingar
á svonefndu verktakasvæði. Í aðrar eignir sem búið er að ganga frá
sölu á bárust níu tilboð frá sjö tilboðsgjöfum. Í aðrar eignir sem eftir er
að ganga frá sölu á bárust 13 tilboð frá tólf tilboðsgjöfum.
Hæstu tilboðum
tekið í 96% húsnæðis
TENGLAR
............................................
www.kadeco.is
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest þá úr-
skurði dómsmálaráðuneytisins og Héraðs-
dóms Reykjavíkur, að framselja skuli 18
ára gamlan Litháa til heimalands síns, þar
sem hann sætir rannsókn vegna aðildar að
þjófnuðum.
Fimm hæstaréttardómarar fjölluðu um
málið og mynduðu þrír meirihluta en tveir
dómarar vildu fella úrskurð héraðsdóms
úr gildi á þeirri forsendu, að brot manns-
ins gæti ekki varðað eins árs fangelsi að ís-
lenskum lögum og gæti því ekki orðið
grundvöllur framsals.
Málið dæmdu hæstaréttardómararnir
Garðar Gíslason, Hjördís Hákonardóttir,
Jón Steinar Gunnlaugsson, Ólafur Börkur
Þorvaldsson og Páll Hreinsson.
Framsal staðfest