Morgunblaðið - 11.12.2007, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Lögg. fasteignasali: Bergur Guðnason hdl.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni,
ekki í síma eða á netinu.
Skráin á netinu: www.fyrirtaeki.is
Elsta fyrirtækjasalan á landinu.
Einstakt tækifæri
Einstakt fjárfestingarfyrirtæki til sölu sem hefur einnig stundað inn- og
útflutning, fasteignaviðskipti og hefur öll leyfi í allri Evrópu. Staðsett í
Danmörku og með fylgir góður aðgangur að Dönskum banka og yfir-
dráttarheimild, góður ráðgefandi endurskoðandi varðandi skattamál og
fjármál og einnig reyndur maður sem aðstoðar nýjan eiganda með alla
hluti og skilur eftir hjá honum sína reynslu í þessum málum.
Með þessu fylgir ein 90 fm íbúð á góðum eftirsóttum stað , sem einnig
getur verið sem skrifstofa til að byrja með.
Hægt að greiða að mestu með því að yfirtaka skuld á íbúðinni. Hagstæð
langtímalán. Sparið tíma og peninga um leið og þið gerið óvenju góð
kaup og getið haft aðstöðu til mikillar útrásar um alla Evrópu. Mjög gott
nafn er á fyrirtækinu sem er því til framdráttar.
Ótrúlega hagstætt verð.
ÞETTA HELST ...
● HLUTABRÉF lækkuðu í verði í
Kauphöll Íslands í gær. Úrvals-
vísitalan lækkaði um 0,68% og var
6.389 stig við lokun markaða. Bréf
SPRON hækkuðu í gær um 1,19%,
en bréf Flögu lækkuðu um 6,54%.
Krónan veiktist um 0,38% í gær
en velta á millibankamarkaði nam
um 8,1 milljörðum króna. Gengi
Bandaríkjadals er 61,27 krónur,
evru 90,16 krónur og punds 125,37
krónur.
Lækkun í kauphöllinni
● FÉLAG í eigu Árna Stefánssonar,
forstjóra Vífilfells hf., Fjárfesting-
arfélagið Drangur ehf., hefur keypt
samanlagt 20% hlut í Vífilfelli og
Stuðlahálsi ehf. af Argyle og Trygg-
ingamiðstöðinni, að því er kemur
fram í tilkynningu.
Ekki er gefið upp hvað hluturinn
kostaði, en fyrirtækjaráðgjöf Kaup-
þings sá um milligöngu við viðskipt-
in.
Kaupir 20% í Vífilfelli
og Stuðlahálsi
● BAUGUR Group sendi í gær til-
kynningu til kauphallarinnar í Lund-
únum þar sem félagið staðfestir
þann orðróm að það sé að kanna
möguleika á að taka yfir bresku
verslanakeðjuna Moss Bros Group.
Baugur á í félagi við FL Group og Ke-
vin Stanford um 28,5% hlut í Moss
Bros. Í gær hækkaði gengi félagsins
um 22,15% og var markaðsvirði fé-
lagsins við lokun markaðar um 42,5
milljónir punda.
Baugur staðfestir orð-
róm um Moss Bros
TÖLUVERÐ endurnýjun verður í
stjórn FL Group á hluthafafundi fé-
lagsins nk. föstudag, en frestur til að
skila inn framboðum til stjórnar er
runninn út.
Aðeins Jón Ásgeir Jóhannesson,
stjórnarformaður FL Group, og Þor-
steinn M. Jónsson eru áfram í stjórn
en nýir eru Gunnar Sigurðsson, for-
stjóri Baugs, Pálmi Haraldsson í
Fons, Hannes Smárason, fv. for-
stjóri FL Group, Kristín Edwald hrl.
og Þórður Már Jóhannesson frá
Gnúpi. Peter Mollerup er áfram í
kjöri í varastjórn en þar býður sig
einnig fram Smári S. Sigurðsson,
sem var áður í aðalstjórn. Aðrir sem
fara úr stjórn eru Magnús Ármann,
Jón Kristjánsson, Paul Davidson og
Skarphéðinn Berg Steinarsson.
Mikil endurnýj-
un í stjórn FL
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
BJÖRN Wahlroos, forstjóri finnska
tryggingafélagsins Sampo, sem Ex-
ista er stærsti hluthafi í, vill eignast
hlut sænska ríkisins í Nordea,
stærsta banka Norðurlandanna, og
ásælist sjálfur stól stjórnarformanns
bankans. Þetta hefur sænska við-
skiptablaðið Dagens Industri eftir
heimildarmönnum og segir það ætl-
an Wahlroos að búta bankann niður
og selja hlutana. Meðal hugsanlegra
kaupenda væru þá helstu keppinaut-
ar á norrænum bankamarkaði svo
sem Danske Bank, DnB Nor í Nor-
egi og SEB og Handelsbanken í Sví-
þjóð. Sampo myndi hins vegar taka
yfir starfsemi Nordea í Finnlandi og
reka hana undir merkjum Mandat-
um – vörumerkis sem félagið hefur
fengið aftur frá Danske Bank en
Mandatum var nafn banka þess er
Wahlroos rak áður og seldi Sampo
þegar hann tók við rekstri þess fyr-
irtækis.
Sampo hefur á undanförnum miss-
erum smám saman byggt upp hlut í
Nordea og réð síðast þegar hluthafa-
listi var birtur um 7,9% af heildar-
hlutafé í bankanum. Búist er við að
sú tala hafi hækkað eitthvað að und-
anförnu en þó ekki þannig að Sampo
hafi farið yfir flöggunarmörk, þ.e.
10% hlut. Nýr hluthafalisti verður
birtur í næstu viku og þá kemur í ljós
hvort þær grunsemdir eru réttar.
Hafa ber í huga að kistur Sampo eru
fullar fjár eftir að félagið seldi
bankastarfsemi sína til Danske Bank
fyrr á árinu. Samkvæmt heimildum
DI hefur Wahlroos þegar reynt að fá
aðra fjárfesta til þess að styðja hug-
myndir sínar en blaðið segir þær við-
ræður þó hafa farið leynt þar sem
hugmyndir um að búta Nordea niður
gætu farið fyrir brjóstið á mörgum
auk þess sem kjörnefnd sænska
bankans hefur þegar hafið starf sitt
við að tilnefna menn í stjórn á næsta
ári. Wahlroos vill ekki að hugmyndir
hans leki út fyrr en ljóst er hvernig
stjórn bankans verður skipuð.
Wahlroos er reyndar ekki sá eini
sem dottið hefur í hug að skipta Nor-
dea upp því í nýlegri skýrslu frá fjár-
festingarbankanum Cheuvreux er
sama hugmynd sett fram. Hinn kost-
urinn er að mati sérfræðinga
Cheuvreux-yfirtaka, eða að bankinn
renni saman við annan en þeir kostir
eru ekki taldir líklegir þar sem ekki
margir alþjóðlegir stórbankar
myndu vera tilbúnir að greiða 35-40
milljarða evra, jafngildi um 3.200-
3.600 milljarða króna, til þess að ná
fótfestu á norrænum fjármálamark-
aði.
Mun Sampo skipta
Nordea upp?
Forstjóri Sampo vill eignast hlut sænska ríkisins í Nordea
Í HNOTSKURN
» Nordea er stærsti banki áNorðurlöndum og veltir
um 3,15 milljörðum evra, eða
um 285 milljörðum króna, ár-
lega.
» Starfsmenn eru tæplega30.000 talsins og við-
skiptavinir um 11 milljónir.
» Hlutur finnska bankansSampo er um 7,9% af
heildarhlutafé í bankanum, en
Exista er stærsti hluthafinn í
Sampo.
HLUTABRÉF færeyska flugfélags-
ins Atlantic Airways voru tekin til
viðskipta í kauphöll OMX á Íslandi í
gær. Formleg athöfn fór fram síð-
degis þar sem forstjóri félagsins,
Magne Arge, hringdi út viðskiptin.
Atlantic Airways er fjórða færeyska
félagið sem skráð er í íslensku kaup-
höllina og 37. félagið sem fer á að-
almarkað OMX Nordic Exchange á
þessu ári. Eftir viðskipti gærdagsins
er gengi bréfa félagsins 262,5 dansk-
ar krónur. Flugfélagið var stofnað
fyrir 20 árum og hefur vaxið jafnt og
þétt síðan. Byrjað var með eina vél á
áætlunarleiðinni á milli Færeyja og
Kaupmannahafnar. Núna byggist
meginstarfsemin á áætlunarflugi frá
Færeyjum, leiguflugi í Evrópu og
þyrlustarfsemi í Færeyjum og á
Norðursjó. Félagið rekur nú um
þessar mundir sex flugvélar og þrjár
þyrlur. Félagið er í kauphöllinni
flokkað með smærri félögum í iðn-
aðargeiranum. Þórður Friðjónsson,
forstjóri OMX á Íslandi, lýsti við
skráninguna í gær yfir mikilli
ánægju með innkomu Atlantic Air-
ways í kauphöllina. Lending félags-
ins á verðbréfamarkaðnum gerði því
kleift að hefja sig til flugs með glæsi-
brag í framtíðinni. Færeysk félög
hefðu verið í mikilli sókn í kjölfar
einkavæðingar stjórnvalda og skrán-
ingin nú væri vísbending um þá
möguleika sem þau sæju.
Fjórða færeyska félagið
Morgunblaðið/Kristinn
Hringt út Magne Arge, forstjóri Atlantic Airways, hringdi út viðskiptin í
lok dags í gær í Kauphöll Íslands, en með honum er Þórður Friðjónsson.
SVISSNESKI bankinn UBS greindi
frá því í gær að hann hefði tapaðum
tíu milljörðum dala, andvirði um
620 milljarða króna, vegna vanskila
á svokölluðum áhættusömum fast-
eignalánum í Bandaríkjunum, en
UBS er sá banki sem einna mest
fjárfesti í slíkum lánum. Bréf bank-
ans hækkuðu hins vegar í við-
skiptum gærdagsins um 2,34%, en
samhliða áðurnefndum fréttum var
einnig greint frá því að fjárfest-
ingafélag í eigu stjórnvalda í Singa-
púr ætli að fjárfesta í bankanum
fyrir 10 milljarða dala. Auk stjórn-
valda í Singapúr hefur ónafn-
greindur fjárfestingasjóður í Asíu
fjárfest í bankanum fyrir 1,5 millj-
arð dala. Í afkomuviðvörun frá
UBS kemur fram að útlit sé fyrir að
bankinn verði rekinn með tapi á
fjórða ársfjórðungi.
Áhættutaka UBS fjárfesti mikið í
áhættusömum fasteignalánum.
UBS tapar
milljörðum
♦♦♦
ÍBÚÐAVERÐ
mun hækka um
15,4% á þessu
ári, en verður
nær óbreytt á
næsta ári gangi
spá greiningar-
deildar Glitnis
eftir. Óbreytt
húsnæðisverð ár-
ið 2008 væri töluverður viðsnúning-
ur eftir miklar hækkanir undanfarin
ár.
Samkvæmt spánni mun meðal-
hækkun íbúðaverðs á árinu 2007
verða 9,4% frá fyrra ári og á árinu
2008 mun hækkunin frá fyrra ári
vera að meðaltali um 7% þrátt fyrir
óbreytt verð yfir árið og kemur mis-
munurinn til vegna grunnáhrifa.
Árið 2009 gerir Glitnir ráð fyrir
að húsnæðisverð taki aðeins við sér
þó að enn verði nokkuð rólegt á
markaðnum miðað við það sem ver-
ið hefur undanfarin misseri. Spáð er
ríflega 3% hækkun yfir árið 2009 og
um 0,6% meðalhækkun frá fyrra ári.
Óbreytt
íbúðaverð
árið 2008
5*6 5*6 #$%
#%$
7
7
5*6 &86
#$%
#$%
7
7
9&:;&
<
=
#$%
#$%
7
7
9 6
$ #$%
#$%
7
7
5*6'
5*6(
$
&$%
#%$
7
7
! "#$%"&%%'
)*
+ ",+
(&
@&A3#
8
.0@&A3#
?B (
3#
+@&A3#
@ ( 2
3#
C#? A
#4
!
DE
@&A3#
"
A1 !8
3#
+
2
3#
(
-8
/23#
>
F 3#
G3#
. * / 01
3#
#
E
3#
(
( E :
F
(
( EH
(&
H
? 8
!
@&A3#
I&F
8
DE
E@&A3#
*
3#
<J3
3#
HK5<
>F!! !
(0 3#
L (0 3#
) (! / 2
M
(F M&
C8@
3#
C
A
3#
314
5
"1
$%$$
%
% %$
%$$
%$$
% %$$
$%$$
%$$
%$$
%
$
$%
%$$
$%$$
$%
L A(
! > 2&,&
!N
"
A
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
0
. A(
-
-
-
-
-
-
-
-
9
!
( . .
● HANDELSBANKEN (SHB) hefur
lækkað verðmat sitt á Kaupþingi.
Nýtt markgengi er 90 sænskar krón-
ur á hlut í stað 100 króna sem bank-
inn hafði áður metið Kaupþing á. Í
skýrslu SHB frá því fyrir helgi segir að
ástæðulaust sé að greiða 14% yf-
irverð á hlutabréfum bankans miðað
við önnur fyrirtæki í sömu grein –
sem er raunin miðað við markgengið
100. Þá hefur SHB lækkað afko-
muspá sína fyrir hvern hlut í Kaup-
þingi á næsta ári um 9-11% vegna
hærri fjármögnunarkostnaðar, minni
hagnaðar af fjárfestingum og aukn-
ingar hlutafjár.
SHB lækkar verðmat á
Kaupþingi banka